Ulla Bendix skrifaði:
Jeg strikker den gule trøje med mønstret bærestykke (195/23). Når man kommer op til bærestykker, har sat ærmerne i og strikket det første mønsterstykke (15 pinde op), så skal der tages ind. Det fremgår af diagrammet (3), at der forsvinder 2 masker mellem hver mønsterrapport, men der står intet om, hvordan indtagningen skal foretages. Kan I hjælpe mig? Venlig hilsen Ulla
29.10.2019 - 22:41DROPS Design svaraði:
Hej Ulla, jo på pind 15 i A.3B tager du 2 masker ind i midten af diagrammet som du har gjort på hver 2.pind ifølge hele diagrammet MEN du tager ikke ud på pind 15, som du har gjort de andre gange. God fornøjelse!
31.10.2019 - 10:00
Cathrine skrifaði:
Hei! Jeg er veldig redd for at garnmengden som oppgis i oppskriften blir for lite! Jeg strikker XXL, men har kjøpt 800 gram garn. Har nå strikket 13 cm på bolen og brukt 100 gram. Strikkefastheten min stemmer. Vil garnmengden garantert holde?
18.09.2019 - 20:22
Inger Eli Ellingsen skrifaði:
Jeg opplever samme problem som Mevik på mønster A2. Jeg strikker står XL, men når jeg kommer til omgang 4 stemmer ikke mønsteret. Hva er feil?
16.09.2019 - 14:19DROPS Design svaraði:
Hej Inger, du har samme antal masker igennem hele diagram A.2. Sæt gerne et lille mærke imellem hver overgang, så du er sikker på at du starter på det rigtige sted med første omslag i diagrammet. God fornøjelse1
17.09.2019 - 14:42
Mette skrifaði:
Hej, Jeg er med på, hvordan man samler delene. Men der mangler diagram for, når man starter, inden man når til ærmegabet/ sammenstrikning af delene, så det passer i højde med ærmerne. VH mette
14.09.2019 - 22:07
Mette skrifaði:
Hej, Det ser ud som om der er fejl i opskrift. Der mangler beskrivelse for, når man skal strikke delene sammen. DVS hulmønstret er ikke med på ryg og forstykke ?
29.08.2019 - 10:04DROPS Design svaraði:
Hej Mette, nede under BÆRESTYKKE sætter du delene sammen og fortsætter over alle masker på pinden. God fornøjelse!
06.09.2019 - 11:46
Reidun Mevik skrifaði:
Hei har problemer med og skjønne raport A2 til ermene.Omg.4 får jeg ikke til og stemme uansett hva jeg gjør.Det er 18 masker i hver raport ,når jeg begynner på omg 4 ,først 3 masker rettstrikk,som er i start og slutt i hver omg.5 rette og 9 vrange,når jeg har strikket 5 rette,kommer jeg rett over omg.2 med vrangmasker,skal være en etter,får ikke dette til og stemme.Trenger hjelp her.
19.08.2019 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hei Reidun. Vi skal prøve å hjelpe deg så fort som mulig, men hvilken størrelse strikker du?
20.08.2019 - 13:09
JACQUELINE CAMBOS skrifaði:
Désolée de vous avoir importuné!!!!! je me suis trompé dans les calculs!!!!oubliez mon commentaire; J Cambos.
03.06.2019 - 14:43
JACQUELINE CAMBOS skrifaði:
Bonjour fidèle de vos modèles depuis 10 ans je trouve souvent des erreurs: sur lr modèle ci dessus vous trouvez 443 mailles!! en suivant vos explications j'ai 463 mailles!!! alors que doit - on faire ? merci J Cambos.
03.06.2019 - 10:54
Benedicta skrifaði:
He terminado la chaqueta y ha quedado muy bien, pero veo que el cuello queda muy abierto. Me gustaría que quedase un poco más ajustado. Estoy pensando en seguir un poco más hacia arriba con el diseño de calados y subir un poco más por la espalda. ¿Cómo podría hacerlo? Muchas gracias.
10.05.2019 - 14:20DROPS Design svaraði:
Hola Benedicta. No hacemos patrones personalizados. Contacta con la tienda más cercana de Drops para recibir ayuda especializada.
17.10.2019 - 19:10
Anne-Marie Silven skrifaði:
Tack för hjälpen! Tog en kort rundsticka till hjälp för att sticka i ärmen Mvh Anne-Marie
03.05.2019 - 06:47
Golden Fairy Cardigan#goldenfairycardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-23 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.4). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 249 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 39,8. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna 39. og 40. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 40. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ekki er lykkjum fækkað/fjölgað yfir kanta að framan. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermi): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndast göt. Síðan eru útauknar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT (neðan frá og upp): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 8, 15, 22, 29, 36, 43 og 51 cm M: 8, 15, 23, 30, 38, 45 og 53 cm L: 8, 16, 24, 32, 40, 48 og 55 cm XL: 8, 15, 22, 29, 36, 43, 50 og 57 cm XXL: 10, 17, 24, 31, 38, 45, 52 og 59 cm XXXL: 10, 17, 24, 31, 38, 45, 52 og 61 cm ATH: Síðasta af þessum 7-7-7-8-8-8 hnappagötum er fellt af í kanti í hálsmáli. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar sett saman og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 207-227-249-263-291-311 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4 með Cotton Merino. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 2 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 14-18-17-21-20-25 mynstureiningar með 14-12-14-12-14-12 lykkjur), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 0-0-6-0-4-0 lykkjur jafnt yfir = 207-227-243-263-287-311 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8-8-8-8-10-10 cm setjið 2 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: Fyrra prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 54-59-63-68-74-80 lykkjur í umferð (= hægra framstykki þegar peysan er mátuð), 2. prjónamerkið er sett á eftir næstu 98-108-116-126-138-150 lykkjur (= bakstykki). Nú eru 55-60-64-69-75-81 lykkjur eftir á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= vinstra framstykki – ATH: Það er 1 lykkja fleiri á vinstra framstykki en á hægra framstykki vegna mynsturs sem síðar er prjónað á ermar og á berustykki). Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Haldið áfram með úrtöku hvoru megin við bæði prjónamerkin með 8-8-8-9-9-9 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 195-215-231-251-275-299 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 31-30-32-34-33-35 cm (mælt frá neðst niðri á bogum í A.1). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 50-54-58-63-67-72 lykkjur og aukið jafnframt út um 1-6-2-6-2-6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= vinstra framstykki), fellið af 4-6-6-6-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður yfir næstu 88-96-104-114-122-132 lykkjur og aukið jafnframt út 2-12-4-12-4-12 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= bakstykki), fellið af 4-6-6-6-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður yfir þær 49-53-57-62-66-71 lykkjur sem eftir eru og aukið jafnframt út 1-6-2-6-2-6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= hægra framstykki). Nú eru 50-59-59-68-68-77 lykkjur eftir á hægra framstykki, 90-108-108-126-126-144 lykkjur á bakstykki og 51-60-60-69-69-78 lykkjur á vinstra framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar eins og útskýrt er að neðan. ERMI: Fitjið upp 48-52-56-56-60-60 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með Cotton Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar fækkað er um 6-8-10-10-10-8 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-46-50-52 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10-8-11-11-9-9 cm setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Það á að nota prjónamerkið þegar auka á út mitt undir ermi. Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½-2½-1½-1½-1½-1½ cm millbili alls 13-13-19-19-19-19 sinnum = 68-70-84-84-88-90 lykkjur (skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar aukið hefur verið nægilega út fyrir ermum). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 40-38-38-38-36-36 cm (útaukningu mitt undir ermi á nú að vera lokið og það er styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 76-78-96-96-100-102 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 2-3-3-3-5-6 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 yfir næstu 72-72-90-90-90-90 lykkjur (= 4-4-5-5-5-5 mynstureiningar með 18 lykkjum) og endið með 2-3-3-3-5-6 lykkjur í sléttprjóni. Haldið svona áfram þar til síðasta umferð í A.2 er eftir. Síðasta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 2-3-3-3-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið síðustu umferð í A.2 yfir næstu 72-72-90-90-90-90 lykkjur og fellið af þær 2-3-3-3-5-6 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Ermin mælist ca 44-42-42-42-40-40 cm ofan frá og niður. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 4 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 335-371-407-443-443-479 lykkjur í umferð. Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S, XL og XXL: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.3A (= 9 lykkjur), prjónið A.3B þar til 15 lykkjur eru eftir á prjóni (= 17-23-23 mynstureiningar með 18 lykkjum), prjónið A.3C (= 10 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur (mynstur á að ganga fallega upp yfir ermar). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 263-347-347 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4A (= 7 lykkjur), prjónið A.4B þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni (= 17-23-23 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.4C (= 8 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 138-180-180 lykkjur í umferð. Farið áfram í ALLAR STÆRÐIR! STÆRÐ M, L og XXXL: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.3B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 20-22-26 mynstureiningar með 18 lykkjum), prjónið A.3D (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur (mynstrið á einnig að ganga fallega upp yfir ermar). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 291-319-375 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 20-22-26 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.4D (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 151-165-193 lykkjur í umferð. Farið áfram í ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 30-39-49-56-56-61 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 108-112-116-124-124-132 lykkjur eftir á prjóni. Berustykkið mælist nú ca 19-22-22-22-25-25 cm frá þar sem fram- og bakstykki og ermar er sett saman. Prjónið síðan KANTUR Í HÁLSI eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm – munið eftir síðasta hnappagatinu í hægri kanti að framan. Fellið síðan laust af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjur yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 4. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenfairycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.