Alessandra Visca skrifaði:
Vorrei sapere le misure dei quadrati in base alle taglie grazie
02.07.2020 - 23:34DROPS Design svaraði:
Buongiorno Alessandra. Per la taglia S/M il quadrato misura 40 x 40 cm; per la taglia L/XL 44 x 44 cm; per la taglia XXL/XXXL 48 x 48 cm. Buon lavoro!
03.07.2020 - 01:27
Alessandra skrifaði:
Ciao, non ho capito le misure dei quadrati in base alle diverse taglie.grazie
02.07.2020 - 23:32
Ina Tolbøll skrifaði:
Er ved Hals. Der står jeg skal bruge A3a start og slut og A3b i lufmaskehjørne og A3b videre rundt Igen A3b i hjørne . Hvornår skal jeg bruge A3c Højden er det kun første omgang i diagram A3 der gentages 2 gange Første gang brug for hjælp, ellers brugt mange af jeres gode opskrifter. Vh Ina
20.05.2020 - 13:52DROPS Design svaraði:
Hej Ina, i halsen hækler du kun A.3a og A.3b for her har du ikke noget hjørne. God fornøjelse!
29.05.2020 - 08:58
Amenia skrifaði:
Ahhh, ich hab gerade gesehen, dass man A.2 a-c ja für die größere Variante benötigt, deswegen mein Vorkommentar bitte ignorieren :) Ich versuch es nochmal zu verstehen!
14.04.2020 - 18:52
Amenia skrifaði:
Hallo, Ich hab diesen Poncho jetzt bis zur Halsblende fertig gehäkelt. Nun bin ich etwas verdutzt, da ich für den Rand ja das Diagramm A.3 a- c verwendet habe, hat auch alles super funktioniert. Aber nun soll man für die Halsblende ebenfalls Diagramm A.3 a-c verwenden. Ich denke damit ist dann Diagramm A.2 a-c gemeint, oder? Das Diagramm A.2 a-c wird auch in keinsterweise sonst erwähnt.
14.04.2020 - 18:20DROPS Design svaraði:
Liebe Amenia, für die Halsblende häkelt man auch A.3 a-c. A.2 ist nur in die größeren Größen gehäkelt nur um die Quadrate zu vergrössern. Viel Spaß beim häkeln!
15.04.2020 - 07:59
Katharina skrifaði:
Liebes Garnstudio-Team, Sehr ich das richtig, dass man anders als im Video angezeigt, beide Quadrate direkt aneinander häkelt? Werden dann die festen Maschen direkt in beide Luftmaschen geführt? Vielen Dank im voraus für die Antwort.
13.01.2020 - 21:05DROPS Design svaraði:
Liebe Katharina, Sie sind ja recht, hier wird man in beiden Quadraten häkeln (und nicht wie im Video mal in einem Quadrat, mal in den anderen). Die feste maschen sind um die Luftmaschen beiden Quadraten gehäkelt. Viel Spaß beim Weiterhäkeln!
14.01.2020 - 07:53
Katharina skrifaði:
Liebes Garnstudio-Team, ich habe gerade diesen Poncho angefangen und Frage mich, wie das gemeint ist mit der Phrase :"dann Kettenaschen bis zur Mitte des ersten Luftmaschenbogens häkeln". Könnt ihr mir da weiter helfen?
19.12.2019 - 16:24DROPS Design svaraði:
Liebe Katharina, am Ende von der 3. Runde z.B. sollen Sie Kettmaschen in die 2 ersten Luftmaschen vom 1. Luftmaschenbogen am Anfang der 3. Runde, damit nächste Runde in der Mitte vom 1. Luftmaschenbogen beginnt. Viel Spaß beim häkeln!
20.12.2019 - 08:37
Amelie skrifaði:
Hej. Hur många fasta maskor runt luftmaskringen i första varvet? Mvh Amelie
25.11.2019 - 10:39DROPS Design svaraði:
Hei Amelie! Etter A.1a er heklet skal A.1b hekles 4 ganger, dette tilsvarer 8 fastmasker i første omgang, Lykke til!
26.11.2019 - 08:09
Elena skrifaði:
Mi piacerebbe usare il colore ocra al posto del grigio medio abbinato al grigio scuro, ma non so cosa usare come terzo colore. Cosa suggerite?
19.10.2019 - 09:35DROPS Design svaraði:
Buongiorno Elena, può lasciare il grigio più chiaro come terzo colore, oppure può provare un contrasto maggiore con il bianco. Le scelte dei colori sono sempre molto soggettive. Per un aiuto più preciso può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
19.10.2019 - 09:49
Pamela Smith skrifaði:
I really wanted to make this, but no way can I follow the diagram. I need the written pattern.
30.09.2019 - 21:27DROPS Design svaraði:
Dear Pamela, unfortunately, we cannot provide written instructions for this pattern, but following a diagram is not that difficult. Here is a DROPS lesson to help you through it.t. Also, don't forget, íou can always ask for help in person in the store you bought your DROPS yarn from. Happy Crafting!
30.09.2019 - 22:38
Serena#serenaponcho |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað poncho úr DROPS Nepal. Stykkið er heklað með hekluðum ferningum, gatamynstri og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-35 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. RENDUR-1 (á við um heklaðan ferning framan og aftan): Loftlykkjurhringur í byrjun á hekluðum ferningi + UMFERÐ 1-2: milligrár. UMFERÐ 3-4: dökk grár UMFERÐ 5-6: grár UMFERÐ 7: milligrár UMFERÐ 8: dökk grár UMFERÐ 9: milligrár UMFERÐ 10: grár UMFERÐ 11: milligrár UMFERÐ 12: grár UMFERÐ 13: dökk grár UMFERÐ 14: milligrár UMFERÐ 15: grár Stærð S/M er nú lokið, í stærð L/XL og XXL/XXXL er haldið áfram með milligrár. RENDUR-2 (á við um kant neðst niðri): UMFERÐ 1: milligrár UMFERÐ 2: dökk grár UMFERÐ 3: milligrár UMFERÐ 4: milligrár ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Heklið 4 ferninga sem saumaðir eru saman. Heklið 2 einlita ferninga og 2 ferninga með röndum. Síðan er heklaður kantur neðst niðri á poncho og kragi efst á stykkinu. HEKLAÐUR FERNINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 5,5 með litnum milligrár og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Heklið RENDUR-1 – sjá útskýringu að ofan og mynstur hringinn þannig: Heklið A.1a – byrjið við ör – (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.1b alls 4 sinnum hringinn í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar allur ferningurinn hefur verið heklaður til loka mælist hann ca 40 x 40 cm. Stærð S/M er nú lokið. Í stærð L/XL og XXL/XXXL er heklað áfram þannig: Heklið A.2a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), * heklið A.2b þar til 1 loftlykkja er eftir á undan horni. A.2c (= horn) *, heklið frá *-* alls 4 sinnum í umferð, heklið A.2b fram að lok í umferð. Þegar hekluð hefur verið 1 umferð er stærð L/XL lokið og ferningurinn mælist ca 44 x 44 cm. Í stærð XXL/XXXL er síðasta umferð í mynsturteikningu hekluð. Þegar síðasta umferðin hefur verið hekluð til loka mælist ferningurinn ca 48 x 48 cm. Heklið annan ferning alveg eins = 2 ferningar. Heklið nú einlita ferninga alveg eins með litnum milligrár. Nú hafa verið heklaðir alls 4 ferningar. FRÁGANGUR: Leggið ferningana eins og útskýrt er í mynsturteikningu – sjá að neðan við hlið á mynsturteikningu og mynsturteikningu með máli. 1 = heklaður ferningur með röndum og 2 = einlitur heklaður ferningur. Heklið ferningana saman í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: 1 fastalykkja um loftlykkjuboga í horni, * heklið 3 loftlykkjur, hoppið yfir 3 stuðla, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* meðfram allri hliðinni og endið með 1 fastalykkju í næsta horni. Heklið saman hina ferningana alveg eins. Að lokum er hliðin hekluð sama merkt með stjörnu í mynsturteikningu. KANTUR NEÐST NIÐRI: Heklið nú kant neðst niðri þannig: Byrjið með litnum milligrár í skiptingunni á milli einlita fernings og fernings með röndum – sjá svartan punkt í mynsturteikningu, heklið RENDUR-2 og mynstur hringinn þannig: Heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.3b fram að horni við miðju að framan, heklið A.3c um loftlykkjuboga í horni, heklið A.3b fram að næsta horni við miðju að aftan, heklið A.3c, heklið A.3b fram að byrjun á umferð. Haldið svona áfram hringinn þar til allt A.3a til A.3c hefur verið heklað til loka á hæðina. Klippið frá og festið enda. KRAGI. Allur kraginn er heklaður með litnum milligrár. Byrjið með litinn milligrár í loftlykkjuboga í horni á ferningi sem er í miðju (= miðja að aftan), heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.3b um sama loftlykkjuboga í horni, * hoppið yfir loftlykkjuboga í horni á næsta ferningi, heklið A.3b fram að næsta horni, hoppið yfir loftlykkjuboga í horni, heklið A.3b um loftlykkjuboga í ferning fyrir miðju að framan *, heklið frá *-* sinni til viðbótar í umferð, en endið eins og útskýrt er í A.3a. Þegar allt A.3a og A.3b hefur verið heklað til loka á hæðina, endurtakið 4 síðustu umferðirnar 2 sinnum til viðbótar (= alls 3 sinnum á hæðina). Klippið frá og festið enda. Gerið tvinnaða snúru þannig: TVINNUÐ SNÚRA OG SKÚFAR: Klippið 4 þræði með litnum dökk grár ca 5 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda þannig að snúran haldist tvinnuð. Þræðið snúruna upp og niður í 3. umferð í kraga, byrjið og endið við miðju að framan. Gerið 1 skúf á hvorn enda á tvinnuðu snúrunni: 1 skúfur = klippið 11 þræði með litnum dökk grár ca 24 cm. Leggið þá í gegnum enda á tvinnuðu snúrunni og brjótið þá saman þannig að allir þræðirnir liggi saman (= 24 þráðar endar). Klippið einn þráð til viðbótar ca 20 cm og vefjið utan um þráðar endana ca 1 cm niður frá brotinu og hnýtið hnút. Klippið þráðar endana þannig að skúfurinn verði jafn neðst. Gerið annan skúf alveg eins á gagnstæðum enda á snúru. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #serenaponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.