Inga skrifaði:
Varför ska man minska maskantalet efter halskantens resår?
19.01.2026 - 16:55DROPS Design svaraði:
Hei Inga. For å få en bedre passform på genseren, slik at den ikke siger. Noe man kan ha fått dersom man øker rett etter vrangborden. mvh DROPS Design
26.01.2026 - 14:22
Piolina skrifaði:
Hej! Har bestämt mig för att sticka den fina tröjan Talvik. Men saknar diagram A1. Är det något ni har möjlighet att skicka till mig? Vänligen Piolina
05.01.2026 - 17:53DROPS Design svaraði:
Hi Piolina, the diagram A.1 is on the right side of the schematic drawing at the bottom of the pattern. Happy knitting!
05.01.2026 - 21:12
Françoise skrifaði:
Bonjour, Par quelle couleur faut-il remplacer le coloris alpaca brun moyen 403 qui semble ne plus exister ? Merci !
23.12.2025 - 15:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, pour toute assistance au choix d'une couleur, merci de bien vouloir contacter directement votre magasin DROPS par mail ou téléphone. Bon tricot!
23.12.2025 - 17:45
Lotte skrifaði:
Concerning the decrease in the sleeve, the pattern says to decrease every 6th round for 5 times and every 4th round 14 times. Does this mean to decrease every 6th round first, and once that has been finished, to then decrease every 4th round? Or do these decreases have to be done at the same time?
14.12.2025 - 16:27DROPS Design svaraði:
Hi Lotte, The decreases are after each other: First decrease every 6th round then, when these are finished, decrease every 4th round. Regards, Drops Team.
15.12.2025 - 07:12
Monica skrifaði:
Buongiorno, non è chiaro il diagramma dei colori in quanto riporta sia per il quadretto bianco che per quello con il cerchio lo stesso colore
25.11.2025 - 11:05DROPS Design svaraði:
Hi Monika, it is ok, please have a look at the picture of the sweater. Happy knitting!
30.11.2025 - 18:33
Ilse Kürschner skrifaði:
Ich stricke den Pullover in M und habe das Muster A1 27x gestrickt und habe somit die 108 Maschen aufgenommen. Aber ich verstehe nicht, wie die nächsten Schritte ablaufen sollen. Wie genau muss ich die Maschen aufnehmen und verteilen, damit die Abstände gleich bleiben?
20.11.2025 - 13:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Kürschne, das Diagram A.1 wird die ganze Runde wiederholt, gerne können Sie Markierer zwischen jedem Rapport einsetzen, so können Sie am besten die Maschenanzahl/Farben bei jeder Runde prüfen; in der 1., 3., 11. und 13. Reihe wird man je 1 Masche in jedem A.1 zunehmen = so sind es 8 Maschen x 27 Raporte = 216 Maschen, dann bei der Runde mit dem Sternchen werden Sie 24 Maschen regelmäßig verteilt zunehmen, so haben Sie: 216+24=240 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
20.11.2025 - 16:51
LUISELLA skrifaði:
Buongiorno! non mi è chiara la sequenza degli aumenti dello sprone, specie in A1. oltre alla stella* sono aumenti anche le parentesi ()? potete darmi chiarimenti? grazie
02.11.2025 - 18:29DROPS Design svaraði:
Buonasera Luisella, sullo sprone in A.1 si aumenta nei giri con la stella e 4 maglie per ripetizione di A.1. Buon lavoro!
02.11.2025 - 18:47
Angela Korzendorfer skrifaði:
Ich verstehe dir Zunahme in A1 nicht. In der Reihe mit dem schwarzen Stern sollen 32 Maschen zugenommen werden. Da heißt 1x in Reihe 16 ? Da komme ich doch nicht auf 228 Maschen gesamt. Muss man nicht schon vorher zunehmen?
24.10.2025 - 20:03DROPS Design svaraði:
Liebe Angelika, Sie nehmen ja in A.1 schon vorher im Diagramm mit Umschlägen zu. Das Diagramm beginnt mit 4 Maschen, in der 14. Reihe sind es dann schon 8 Maschen (= 4 Maschen zugenommen in Diagramm A.1). Sie stricken in Gr. XXL A.1 32x in der Runde, d.h. 32 x 4 Maschen zugenommen = 128 Maschen zugenommen. In der Reihe mit dem schwarzen Stern nehmen Sie dann noch 1 x 32 Maschen gleichmäßig verteilt zu = 160 Maschen zugenommen. Dann kommen Sie auf 288 Maschen (vor dem Stricken von A.1 hatten Sie 128 Maschen). Viel Spaß beim Weiterstricken!
24.10.2025 - 23:20
Katja skrifaði:
Ich liebe diese Pullover. Aber ich finde nicht die Schema
15.10.2025 - 12:51DROPS Design svaraði:
Hi Katja, the diagrams are at the bottom, along with schematic drawing. Happy knitting!
16.10.2025 - 10:10
Ghislaine skrifaði:
Bonjour, je commence le tricot circulaire. Si je comprends bien, ce modèle est d'abord tricoté en rang? Puis en rond au milieu du ds, donc il y a une ouverture en haut du dos? Merci de votre réponse.
26.09.2025 - 22:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Ghislaine, ce pull n'a aucune ouverture au dos. Il se tricote de haut en bas, en rond sur aiguille circulaire, à partir du milieu dos (debut du tour). Les manches se tricotent en rond sur les aiguilles doubles pointes/la petite aiguille circulaire. Bon tricot!
28.09.2025 - 11:08
Talvik#talviksweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL. Prjónuð húfa með norrænu mynstri og dúsk úr DROPS Alpaca.
DROPS 197-10 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.3. Allar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 6,2. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kanta að framan. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 6. hverja lykkju (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um húfu): Prjónið fram þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Endurtakið við hvert prjónamerki ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 124-128-136-140-148-152 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað stroff ( 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 20-20-20-20-20-20 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 104-108-116-120-128-132 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið mynstur A.1 (= 4 lykkjur) alls 26-27-29-30-32-33 sinnum hringinn í umferð. Í umferð með svartri stjörnu í A.1 er aukið út um 20-24-20-24-32-36 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 228-240-252-264-288-300 lykkjur (meðtaldar 4 lykkjur sem auknar hafa verið út í mynstureiningu A.1). Prjónið nú mynstur A.2 hringinn í umferð, JAFNFRAMT í umferð með ör er auki út jafnt yfir þannig: ÖR-1: Aukið út 24-36-36-36-36-36 lykkjur = 252-276-288-300-324-336 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 24-24-36-36-36-36 lykkjur = 276-300-324-336-360-372 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 24-24-24-36-36-36 lykkjur = 300-324-348-372-396-408 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 12-24-24-24-24-24 lykkjur = 312-348-372-396-420-432 lykkjur. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið 20 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er stykkið prjónað áfram með ljós beige og sléttprjóni, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 14-10-14-17-20-14 lykkjur jafnt yfir. Aukið svona í 4.-4.-5.-6.-8.-8. hverri umferð alls 1-2-2-2-2-4 sinnum = 326-368-400-430-460-488 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 49-54-58-64-70-75 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 64-75-83-86-90-93 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 99-109-117-129-140-151 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 64-75-83-86-90-93 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 50-55-59-65-70-76 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 218-238-258-282-308-334 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki nýjar 10-10-12-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónamerki fylgir með í stykkinu. Haldið áfram með litnum ljós beige og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8. hverri umferð alls 9 sinnum = 254-274-294-318-344-370 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 27 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 82-86-94-106-116-122 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 336-360-388-424-460-492 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-75-83-86-90-93 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 74-85-95-98-104-109 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur undir ermi. Byrjið umferð hér og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í 10.-8.-6.-6.-6.-4. hverri umferð 7-3-9-5-1-18 sinnum og í 8.-6.-4.-4.-4.-2. hverri umferð 4-12-10-14-20-4 sinnum = 52-55-57-60-62-65 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 38-36-35-33-31-30 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-17-19-20-18-19 lykkjur jafnt yfir = 68-72-76-80-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þega stroffið mælist 5 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 43-41-40-38-36-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-132 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið mynstur A.3 (= 12 lykkjur) alls 10-11 sinnum hringinn í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið ca 14-14 cm. Prjónið síðan sléttprjón með litnum ljós beige. Þegar stykkið mælist 15-15 cm eru sett 6 prjónamerki í stykkið með 20-22 lykkjur á milli prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 14-17 sinum = 36-30 lykkjur. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 9-8 lykkjur eru eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkjurnar, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 24-26 cm. Gerið dúsk ca 6 cm að þvermáli. Notið 3 þræði í litnum ljós kamel, 1 þráð í litnum natur og 1 þráð í litnum ljós beige til að gera dúskinn og festið hann síðan á toppinn á húfunni. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #talviksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.