DROPS / 197 / 35

Willow Lane by DROPS Design

Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé. Stykkið er prjónað fram og til baka með garðaprjóni og röndum. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: peysur, stór stærð,

DROPS Design: Mynstur ab-088
Garnflokkur C
-------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS ALPACA BOUCLÉ frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200-250-250-300-300-350 g litur 0517, grár
200-250-250-300-300-350 g litur 0602, brúnn

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
15 lykkjur á breidd og 29 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 5,5: lengd 60 cm eða 80 cm fyrir garðaprjón.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (7)

80% Alpakka, 15% Ull, 5% Polyamide
frá 558.00 kr /50g
DROPS Alpaca Bouclé uni colour DROPS Alpaca Bouclé uni colour 558.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca Bouclé mix DROPS Alpaca Bouclé mix 558.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4464kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------


GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
* Prjónið 2 umferðir garðaprjón með brúnn, 2 umferðir garðaprjón með grár *, prjónið frá *-*.

ÚRTKA-1 (á við um ermar):
Fækkið um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman.

ÚRTAKA-2 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 20,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 19. og 20. hverja lykkju og 20. og 21. hverja lykkju slétt saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp í stykkjum og saumað saman í lokin. Öll peysan er prjónuð með garðaprjóni og röndum. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður.

PEYSA:
BAKSTYKKI:
Fitjið upp 98-104-110-118-126-136 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan með 1 þræði Alpaca Bouclé. Prjónið nú áfram í garðaprjóni og RENDUR – sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 2-2-3-3-4-4 lykkjur fyrir handveg = 94-100-104-112-118-128 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjón og röndum. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fellið af miðju 32-32-34-34-36-36 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá hálsi = 30-33-34-38-40-45 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverri lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 98-104-110-118-126-136 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið nú áfram í garðaprjóni og röndum eins og á bakstykki, þar til stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm. Í byrjun á 2 næstu umferðum eru felldar af 2-2-3-3-4-4 lykkjur fyrir handveg= 94-100-104-112-118-128 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjón og röndum. Þegar stykkið mælist 47-49-50-52-53-55 cm setjið miðju 18-18-20-20-22-22 lykkjurnar á band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan lykkjurnar af í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 3 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 30-33-34-38-40-45 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Fellið af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverri lykkju. Prjónið hina öxlina alveg eins.

ERMI:
Fitjið upp 53-56-59-62-65-68 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði brúnn. Prjónið garðaprjón og rendur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1. Fækki lykkjum svona með ca 4-3-3-3-3-2 cm millibili alls 7-8-8-9-10-11 sinnum = 39-40-43-44-45-46 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 41-40-40-38-37-35 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Prjónið 4 umferðir garðaprjón með 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir). Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Brjótið uppá ermina neðst niðri. Prjónið hina ermina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki niður að lykkjum sem felldar voru af fyrir handveg. Saumið innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við uppfitjunarkantinn á ermum. Saumið saum undir ermi og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Endurtakið á hinni hliðinni.

KANTUR Í HÁLSI:
Kantur í hálsi er prjónaður fram og til baka á hringprjón. Byrjið með hringprjón 5,5 og 1 þræði af hvorum lit (= 2 þræðir) og prjónið upp frá réttu 82-82-87-87-92-92 lykkjur (meðtaldar lykkjur af bandi). Prjónið 1 umferð slétt til baka frá röngu.
Haldið síðan áfram með 8 umferðir slétt, JAFNFRAMT í hverri umferð frá réttu er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir - sjá ÚRTAKA-2 = 66-66-71-71-76-76 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón til viðbótar. Fellið af en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Saumið saman kantinn í hálsi í ystu lykkjubogana.

Mynstur


Anne 11.05.2019 - 22:51:

Er det ikke muligt at strikke den på rundpind så man undgår sammensyninger i siderne?

DROPS Design 13.05.2019 kl. 08:58:

Hej Anne, jo det kan man gøre, men de fleste synes det er lettere at strikke retstrik frem og tilbage (ret på hver pind). Husk at hvis du vil strikke retstrik rundt, så skal hver 2.p strikkes ret og hver 2. vrang. God fornøjelse!

Jakobina 04.02.2019 - 12:23:

Hei! Jeg har lagt den i alpaca bouclè allerede, men har lyst til å lage den med Belle garnet. Trenger jeg å gjøre noen endringer i oppskriften?

DROPS Design 05.02.2019 kl. 08:19:

Hei Jakobina, Da må du endre på maske- og rad-antall for å få riktige mål. Finne ut hvor mange masker/rad på 10 x 10 cm prøvelapp og endre målene etter det. Dette tar litt tid men er absolutt en mulighet. God fornøyelse!

Mourgues Jacqueline 16.01.2019 - 19:35:

Bonjour, est il possible de faire ce modèle avec des aiguilles droites. Merci d'avance

DROPS Design 17.01.2019 kl. 09:12:

Bonjour Mme Mourgues, seul le col se tricote ici en rond, les autres pièces se tricotent en allers et retours sur aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles - cliquez ici pour savoir comment utiliser des aiguilles circulaires au lieu des aiguilles droites. Bon tricot!

Dorota 09.01.2019 - 19:47:

Jest bomba zaraz go bede robic:)

Marie-line 17.07.2018 - 21:25:

Mon douillet

Clairabelle 06.06.2018 - 13:26:

LOVE this one!!

Han 06.06.2018 - 08:11:

Heel mooi, zou de mouwen eraan vast breien

Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-35

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.