Isabel Batista skrifaði:
As medidas do desenho correspondem a que idade?
11.01.2024 - 13:02DROPS Design svaraði:
As medidas do esquema correspondem a todos os tamanhos. Algumas medidas são iguais em todos os tamanhos. Bons tricôs!
11.01.2024 - 14:55
Milah skrifaði:
Je ne trouve pas le nombre de maille 195 que vous dites pour l’empiècement alors que j’ai fait toutes les augmentations je la tricote pour 2 ans ’je l’ai refait 2 fois toujours le même problème merci de votre aide
27.10.2023 - 11:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Milah, notez que vous devez augmenter 10 mailles dans chaque A.1 pour qu'il y en ait 16 au total quand A.1 est terminé, vous aurez ainsi: 1 m lis, 12 x 16 m, 1 m et 1 m lis soit 195 mailles. Bon tricot!
28.10.2023 - 09:24
Maj-britt Hansson Johnsgård skrifaði:
Hva menes med 12 raportet a 7 masker
15.02.2020 - 12:15DROPS Design svaraði:
Hei Maj-Britt, Når du begynner mønster A.1 er det 7 masker i første rad på diagrammet. Disse 7 masker skal repeteres 12 ganger på omgangen (mønster A.1 repeteres 12 ganger). God fornøyelse!
15.02.2020 - 13:51
Åshill skrifaði:
Hei..kan jeg få kjøpe oppskrifter av dere i papirform??
23.11.2019 - 14:10DROPS Design svaraði:
Hei Åshill. Vi har sluttet med kataloger, men du kan fint skrive ut alle våre oppskrifter gratis. Trykk på Skriv ut - ikonet og velg Oppskrift og/eller bilder. God Fornøyelse!
25.11.2019 - 10:56
Bianca Zirnig skrifaði:
Nu har jag påbörjat denna. Mönsterstickningen är färdig och det återstår nu bara rött garn. Men jag behövde bara ca ett halv nystan ljus beige nr 8, inte 150g (tre nystan) som det står i beskrivningen för minsta storleken. Det måste vara fel i beskrivningen, för jag har mätt och stickfastheten stämmer.
18.11.2019 - 19:08DROPS Design svaraði:
Hej Bianca, tack för info, det skall vi titta på :)
03.12.2019 - 15:26
Åse Henriksen skrifaði:
Jeg strikker str 2 år og har nok med 50 g i str lys beige. Stemmer garnmengden her?
08.06.2019 - 04:24
Sevinj skrifaði:
Hei! Spørsmål ang.montering av stolpene.Det står: Legg høyre stolpe over venstre stolpe og sy fast til dressen der det ble lagt opp 1 maske i hver side. Etter planen blir stolpene mine ganske breie ( 3-4 cm). Redd for at det ikke blir plass for stolpene da. Må jeg legge opp flere masker da? (3-4 på hver side) På forhand takk for svar!
22.01.2019 - 09:14DROPS Design svaraði:
Hei Sevinj. Om du strikker stolpene lenger enn det som står i oppskriften, bør du også legge til fler masker enn det som står for at de skal bli plass. Du kan nok legge til 2-3 masker i hver side. Vær obs på at dressen kan bli 1-2 cm videre om du gjør det slik. God fornøyelse
29.01.2019 - 13:59
Henna Peura skrifaði:
Hei! Kiitos ihanasta ohjeesta -neulon sitä joululahjaksi siskoni pojalle. Mietin kuitenkin, onko tuon kaarrokkeen värin beigen langan menekki laskettu väärin -itselläni sitä jäi kaksi täyttä kerää. Päävärin riittävyyden kanssa taas olen huolissani, en tosin ole aivan vielä neulonut haalaria loppuun, mutta näyttää siltä että loppuu kesken.
16.12.2018 - 08:21
Miss Pantsy-Pants#misspantsypants |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður galli fyrir börn með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 12 mán – 6 ára.
DROPS Children 32-17 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 10,8. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 10. og 11. hverja lykkju slétt saman, eða aukið út á eftir ca 11. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um miðju undir ermi og innan á skálm): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- GALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. Einfaldara er að stilla lengd á ermum og skálmum ef stykkið er prjónað ofan frá og niður og því er gallinn prjónaður ofan frá og niður. Kantur að framan er prjónaður á í lokin. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með litnum rauður. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Skiptið yfir í litinn ljós beige. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 3 cm, endið eftir 1 umferð frá réttu. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki og fækkið um 7-5-4-1 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 1 lykkja færri) = 69-75-80-87 lykkjur. Prjónið síðan upphækkun aftan í hnakka með sléttprjóni þannig (þetta er gert til að flíkin passi betur): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 12-13-14-15 lykkjur í umferð, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 12-13-14-15 lykkjur í annarri hliðinni. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 20-22-24-26 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 20-22-24-26 lykkjur í annarri hliðinni. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 28-31-34-37 lykkjur í umferð, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 28-31-34-37 lykkjur í hinni hliðinni. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, prjónið síðan 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni) Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11-12-11-12 mynstureiningar með 6-6-7-7 lykkjum), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 179-195-212-231 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið með litnum rauður. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 7-7-10-7 lykkjur jafnt yfir = 186-202-222-238 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 13-14-15-16 cm mælt fyrir miðju að framan (mælt án kants í hálsmáli). Nú skiptist stykkið þannig: Prjónið 25-27-30-32 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 42-46-50-54 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn, prjónið 52-56-62-66 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 42-46-50-54 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið þær 25-27-30-32 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki) = 114-122-134-142 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í 28-30-33-35 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 58-62-68-72 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 10-10-12-12 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 20-20-24-24 cm frá skiptingu = 122-130-142-150 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-31-35-38 cm frá skiptingu, endar kantlykkja við miðju að framan. Fitjið upp 1 lykkju í lok 2 næstu umferða = 124-132-144-152 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur í 3 cm – stykkið mælist nú 32-34-38-41 cm frá handveg og 45-48-53-57 cm frá miðju að framan (mælt án kants í hálsi). Nú skiptist stykkið fyrir skálmar. SKÁLM: Byrjið við miðju að framan, skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn yfir fyrstu 62-66-72-76 lykkjur (þær 62-66-72-76 sem eftir eru hvíla nú á prjóninum). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= innanverðu á skálm). Í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur að innanverðu á skálm – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona hverri umferð alls 2-3-3-3 sinnum = 58-60-66-70 lykkjur. Fækkið lykkjum áfram í hverri 4-5-7-9 umferð alls 8-7-8-8 sinnum = 42-46-50-54 lykkjur. Þegar skálmin mælist 13-18-25-31 cm frá skiptingu, aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir = 52-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8-8-10-10 cm eða að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið = 65-70-75-80 lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Setjið lykkjur af hringprjóni á sokkaprjón 4 og prjónið hina skálmina á sama hátt. Allur gallinn mælist ca 71-79-93-103 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið lykkjur af öðrum þræðinum á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-56-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjur = mitt undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með litnum rauður. Þegar ermin mælist 2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-3.-4.-4. hverri umferð alls 7-9-10-12 sinnum = 34-34-36-36 lykkjur. Þegar ermin mælist 10-12-15-18 cm frá skiptingu, aukið út um 6-6-8-8 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8-8-10-10 cm eða að óskaðri lengd). Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið = 50-50-55-55 lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 114-148 lykkjur á hringprjón 3, innan við 1 kantlykkju frá réttu (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2), byrjið efst í hálsmáli. Passið uppá að kantur að framan herði ekki á gallanum. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þær 2 lykkjurnar efst í hálsmáli eru prjónaðar slétt frá réttu. Prjónið þar til kantur að framan mælist ca 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur, en þegar stroffið mælist ca 1 cm er fellt af fyrir 6-6-7-7 hnappagötum jafnt yfir (hnappagötin eru felld af í brugðnu einingunum séð frá réttu). 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur brugðið saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu ca 1½-2 cm frá kanti í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-6-6 hnappagötum með ca 7½-8-7½-8 cm millibili. FRÁGANGUR: Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og saumið niður að gallanum þar sem fitjuð var upp 1 lykkja í hvorri hlið, saumið með fínu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misspantsypants eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.