Ingrid Scheungraber skrifaði:
Sehr schönes Modell - würde ich gerne nachstricken.
03.07.2018 - 10:47
Aka skrifaði:
Krásný folklórní šátek, doufám, že k němu bude návod i v češtině.
01.07.2018 - 14:13
Joanna skrifaði:
Bardzo piękna chusta Chętnie taką zrobię
25.06.2018 - 13:33
Uschi skrifaði:
Sieht sicher auch ohne den weißen Rand gut aus und passt zu Trachten.
13.06.2018 - 17:17
Helle Popp skrifaði:
Meget elegant og stilfuld
09.06.2018 - 14:11
Elena Goodier skrifaði:
Очень понравилась модель!
06.06.2018 - 23:14
Ľudmila Hoffmanová skrifaði:
Beautifull. Please in Czech:-)
06.06.2018 - 21:35
Elke skrifaði:
Dieses Tuch ist eine echte Augenweide, sehr schön gelungen!
06.06.2018 - 07:04
Tiziana Gervasutti skrifaði:
Molto bello
05.06.2018 - 13:42
Nordic Romance#nordicromanceshawl |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni, mosaikmynstri og öldumynstri.
DROPS 195-5 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING Í EININGU MEÐ EINUM LIT OG GARÐAPRJÓNI: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 hver röð í mynsturteikningu jafngildir 1 umferð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 261 lykkjur), mínus miðju lykkju (= 1 lykkja) og deilið með fjölda lykkja með 2 = 130 lykkjur hvoru megin við miðju lykkju. Deilið síðan 130 lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera á undan/á eftir miðju lykkju (t.d. 3) = 43,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 43. hverja lykkju á undan miðju lykkju. Aukið alveg eins út á eftir miðju lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn JAFNFRAMT því sem fellt er af. Sláið 1 sinni uppá prjóninn yfir alla uppslætti frá fyrri umferð með uppslætti, uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Passið uppá að herða ekki á þræðinum þegar fellt er af. Ef kanturinn er enn stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. MOSAIKMYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.3 til A.11 og lesið útskýringu um aðferð að neðan. Hver röð í þessari mynsturteikningu jafngildir 2 umferðum. Þ.e.a.s. frá réttu er prjónað eftir mynsturteikningu frá hægri til vinstri með útaukningum eins og útskýrt er í mynsturteikningu og frá röngu er prjónuð sama umferð frá vinstri til hægri, en án útaukninga (þ.e.a.s. einungis er aukið út frá réttu). Í öllum umferðum frá réttu er þráðurinn aftan við stykkið (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) þegar lykkju er steypt af prjóni. Í öllum umferðum frá röngu er þráðurinn framan við stykkið (þ.e.a.s. að þér og ennþá frá röngu á stykki) þegar lykkju er steypt af prjóni. Passið uppá að þræðirnir verði ekki stífir á bakhlið á stykki! Til að fá betri yfirsýn yfir mynstur er hægt að setja prjónamerki á milli hverra mynstureininga með A.4B/A.5B. A.3, A.6 og A.9 = byrjunar lykkja og loka lykkja. Þessi lykkja er prjónuð í þeim lit sem mynsturtákn sýnir, JAFNFRAMT sýnir mynsturtákn hvernig prjóna á mynsturröðina í A.X, A.Y og A.Z. A.X, A.Y og A.Z er kaflinn sem sýnir raðirnar sem mosaikmynstrið er prjónað. Aðrar raðir í A.4/A.5, A.7/A.8 og A.10/A.11, þ.e.a.s. alveg einlitu raðirnar eru prjónaðar með 2 umferðum í garðaprjóni fram og til baka yfir allar lykkjur án þess að steypa af nokkrum lykkjum (miðjulykkja er alltaf prjónuð í sléttprjóni). KAFLI A.X: Í hverri mynsturröð sem er með rúðu með litlum svörtum ferningi í A.3 (þ.e.a.s. litur A), eiga allar lykkjur með lit A í A.4 og A.5 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit B er steypt af prjóni. Í mynsturröð sem er með rúðu með tómri stjörnu í A.3 (litur B), eiga allar lykkjur með lit B í A.4 og A.5 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A er steypt af prjóni. KAFLI A.Y: Í hverri mynsturröð sem er með rúðu með litlum svörtum ferningi í hægri kanti í A.6 (þ.e.a.s. litur C), eiga allar lykkjur með lit C í A.7 og A.8 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit D er steypt af prjóni. Í mynsturröð sem er með rúðu með litlu lóðréttu striki í A.6 (litur D), eiga allar lykkjur með lit D í A.7 og A.8 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit C er steypt af prjóni. KAFLI A.Z: Í þessari mynsturröð sem byrjar með rúðu með skásettu striki í A.9 (þ.e.a.s. litur E), eiga allar lykkjur með lit E í A.10 og A.11 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A er steypt af prjóni. ÖLDUMYNSTUR: Sjá mynsturteikning A.12 og A.13. Hver röð jafngildir 1 umferð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjur og prjónað er ofan frá og niður. Alltaf er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkju og 2 lykkjur í hvorri hlið í hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er í uppskrift (= 6 lykkjur fleiri í hverri útauknings umferð og einungis er aukið út frá réttu). Í byrjun á sjali er prjónað með einum lit í einingu í garðaprjóni. Síðan er prjónað mosaikmynstur. Að lokum er prjónaður kantur með öldumynstri. Mikilvægt er að fylgja mynsturteikningu vandlega. Sjálft mosaikmynstrið er einnig prjónað í garðaprjóni, en mynstrið er ekki prjónað með venjulegum garðaprjóns lykkjum. Mynstrið kemur fram með því að steypa lykkjum af prjóni. Lesið útskýringu með MOSAIKMYNSTUR áður en byrjað er að prjóna. Athugið vel að í hverri röð í mynsturteikningu í mosaikmynstri (A.3 til A.11) jafngildir 2 umferðum í garðaprjóni. Þegar það á við um aðrar mynstureiningar (A.1, A.2, A.12 og A.13) jafngildir hver röð í mynsturteikningu 1 umferð. SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 3,5 með litnum grár. Fyrstu 2 umferðirnar eru prjónaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni og endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 9 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.1 og A.2 þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðjulykkja – þessi lykkja er prjónuð í sléttprjóni til loka, óháð hvernig aðrar lykkjur eru prjónaðar), prjónið A.2 yfir síðustu 4 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram að prjóna og auka út eins og útskýrt er í A.1 og A.2 þar til prjónaðar hafa verið alls 86 umferðir í garðaprjóni á eftir uppfitjunarkanti = 261 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir garðaprjón til viðbótar með grár með útaukningu í hvorri hlið og í miðju eins og áður, að auki er aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir, þ.e.a.s. aukið út um 3 lykkjur á undan miðju ykkju og 3 lykkjur á eftir miðjulykkju – sjá ÚTAUKNING. Nú hafa verið prjónaðar alls 88 umferðir í garðaprjóni, það eru 273 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19 cm frá miðju og út – mælt í prjónstefnu. Prjónið síðan MOSAIKMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð svona frá réttu: Prjónið A.3 (= 1 lykkja), prjónið A.4A yfir 2 lykkjur, prjónið A.4B yfir næstu 132 lykkjur (= 33 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.4C yfir 1 lykkju, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðjulykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturrönd), prjónið A.5A yfir 1 lykkju, prjónið A.5B yfir næstu 132 lykkjur (= 33 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.5C yfir 2 lykkjur og endið með A.3 (= 1 lykkja). Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir að 1 röð í hverju og einu af þessum mynsturteikningum jafngildir 2 umferðum í garðaprjóni. Passið uppá að þræðir á bakhlið á stykki verði ekki stífir. Þegar A.3, A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 363 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig. Prjónið A.6 (= 1 lykkja), prjónið A.7A yfir 2 lykkjur, prjónið A.7B yfir næstu 174 lykkjur (= 29 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.7C yfir 4 lykkjur, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðjulykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturrönd), prjónið A.8A yfir 4 lykkjur, prjónið A.8B yfir næstu 174 lykkjur (= 29 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.8C yfir 2 lykkjur og endið með A.6 (= 1 lykkja). Þegar A.6, A.7 og A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 465 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.9 (= 1 lykkja), prjónið A.10A yfir 2 lykkjur, prjónið A.10B yfir næstu 228 lykkjur (= 114 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.10C yfir 1 lykkju, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðjulykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturröð), prjónið A.11A yfir 1 lykkju, prjónið A.11B yfir næstu 228 lykkjur (= 114 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.11C yfir 2 lykkjur og endið með A.9 (= 1 lykkja). Þegar A.9, A.10 og A.11 hefur verið prjóna til loka á hæðina eru 519 lykkjur í umferð. Haldið áfram með litnum perlugrár og prjónið 2 sléttar umferðir þar sem aukið er út um 16 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð, þ.e.a.s. útaukningar í hlið og í miðju halda áfram eins og áður, að auki er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir á undan miðjulykkju og 8 lykkjur jafnt yfir eftir miðjulykkju = 541 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í litinn natur og prjónið ÖLDUMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.12A yfir 4 lykkjur, prjónið A.12B yfir næstu 260 lykkjur (= 20 mynstureiningar með 13 lykkjum), prjónið A.12C yfir 6 lykkjur, 1 lykkja sléttprjón (= miðjulykkja), prjónið A.13A yfir 6 lykkjur, prjónið A.12B yfir næstu 260 lykkjur (= 20 mynstureiningar með 13 lykkjum) og endið með A.13C yfir 4 síðustu lykkjur. Þegar öldumynstur hefur verið prjónað til loka eru 773 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með útaukningum í hliðum og hvoru megin við miðjulykkju eins og áður = 785 lykkjur í umferð. Sjá AFFELLING og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Klippið frá og festið enda. FORMUN: Bleytið stykkið og leggið varlega út í rétt form. Látið það þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nordicromanceshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.