Lina skrifaði:
Lavorare finché non rimangono 4 maglie prima del segno, 1 maglia gettata, 4 maglie diritto (il segno si trova al centro di queste maglie), 1 maglia gettata. Grazie, ma non riesco a capire Se il segno si deve trovare al centro delle maglie dovrei fare la seconda gettata dopo 8 maglie dalla prima, credo
13.12.2019 - 13:30DROPS Design svaraði:
Buongiorno Lina. Chiediamo scusa, devono rimanere 2 m prima del segno. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!
13.12.2019 - 21:55
Lina skrifaði:
Buonasera, non capisco le istruzioni riguardo il suggerimento_3 per gli aumenti ai lati. La gettata forse va fatta due maglie prima del segno e non 4, altrimenti il segno come fa a trovarsi nel mezzo? Grazie
12.12.2019 - 17:49DROPS Design svaraði:
Buongiorno Lina. Abbiamo corretto il testo del suggerimento 3. Buon lavoro!
13.12.2019 - 12:57
Angela skrifaði:
Hallo liebes Drops Team, Die Jacke ist soweit fertig, aber der Bund vom Rumpfteil rollt sich bei mir hoch und ich muss ihn nochmal auftrennen. Gibt es einen Trick das er sich nicht rollt? Ich habe in der Hinreihe auf Nadel 4,5 und Kraus gewechselt und das hat irgendwie nicht so geklappt. Habt ihr da noch eine Idee? Ansonsten super Anleitung und sehr schöne Jacke.
23.02.2019 - 09:56DROPS Design svaraði:
Liebe Angela, Sie können die Jacke mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen. Viel Spaß beim stricken!
25.02.2019 - 08:24
Silvana skrifaði:
Sito fantastico grazie Si potrebbero inserire i cm anche per i polsini delle maniche sarebbero utili per poter applicare una tecnica diversa di confezione. Grazie ciao
24.01.2019 - 07:11
Inger Lene Christensen skrifaði:
Hvis jeg vil strikke en trøje istedet for cardigan, kan jeg så bare strikke rundt og i stedet for de 5 retmasker i hver side, strikke en ekstra mønsterbort? Bliver det for stort, da der jo så kommer en del flere masker efterhånden? Eller skal jeg strikke en mindre størrels, men med mere længde?...
15.01.2019 - 18:51DROPS Design svaraði:
Hei Inger Lene. Det finnes en oppskrift til denne som genser, og den finner du her. God fornøyelse
23.01.2019 - 14:13
Dem skrifaði:
Très beau modèle....je vais m entraîner pour l encolure....après c est que du plaisir!😜
07.09.2018 - 17:20Зинаида skrifaði:
It`s beautiful
06.09.2018 - 07:40
Antonella Rizzo skrifaði:
Good
09.07.2018 - 16:46
Cinnamon Flower Jacket#cinnamonflowerjacket |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og kúlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-5 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. UPPHÆKKUN (á við um aftan í hnakka): Upphækkunin er prjónuð í garðaprjóni. Setjið 1 merkiþráð eftir 41-45-45-49-49-53 lykkjur (= ca miðja að aftan). Byrjið frá röngu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 7-8-8-9-9-10 lykkjur framhjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 14-16-16-18-18-20 sléttar lykkjur til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 21-24-24-27-27-30 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-32-32-36-36-40 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 35-40-40-45-45-50 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 42-48-48-54-54-60 lykkjur slétt til baka. Snúið og prjónið sléttar lykkjur út umferðina. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. A.2 á einungis við stærð XL-XXL-XXXL. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um berustykki): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), mínus kanta að framan (10 lykkjur = 74 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 12,3. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 12. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um laskalínu): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndast göt. Prjónið nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-3 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagati þegar stroffið á kraga mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af 6-6-7-7-8-8 næstu með ca 8-8-7½-7½-7-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón niður þar til stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar sem prjónað er til loka hvert fyrir sig. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 80-84-86-92-94-100 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, í 1½ cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út 2-6-4-7-5-7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 82-90-90-99-99-107 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að aftan og að framan – sjá UPPHÆKKUN. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 8 lykkjur) alls 9-10-10-11-11-12 sinnum á breidd, A.2 yfir 0-0-0-1-1-1 lykkju og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 199-220-220-264-264-287 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 16-16-16-19-19-19 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er styst. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 29-31-31-39-40-45 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki (= vinstra framstykki), 38-43-43-50-48-50 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki (= vinstri ermi), 56-62-62-76-78-87 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki (= bakstykki), 38-43-43-50-48-50 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki (= hægri ermi), 28-31-31-39-40-45 lykkjur sléttprjón og endið með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni (= hægra framstykki). Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Aukið nú út fyrir laskalínu þannig: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – lesið ÚTAUKNING -2 (= alls 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3-4-6-4-5-6 sinnum = 223-252-268-296-304-335 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er styst. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki í næstu umferð. Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 32-35-37-43-45-51 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-51-55-58-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 62-70-74-84-88-99 lykkjur í sléttprjóni (= bakstykki), setið næstu 44-51-55-58-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 31-35-37-43-45-51 lykkjur í sléttprjóni og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= framstykki) = 151-166-178-200-212-235 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir hvorri ermi (= 2 prjónamerki = 70-78-84-94-100-111 lykkjur á bakstykki). Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar fram- og bakstykki mælist 3 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist upp frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – lesið ÚTAUKNING-3 (= alls 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4-4½-4-4-3½-4½ cm millibili alls 7-6-7-7-8-6 sinnum = 179-190-206-228-244-259 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-33-34-34-34-34 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist 35-35-36-36-36-36 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. ERMI: Setjið 44-51-55-58-58-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-12 lykkjum undir ermi = 52-59-65-68-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki - sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 10-3-3-3-5-5 cm millibili alls 2-4-4-4-3-3 sinnum = 48-51-57-60-64-68 lykkjur. Þegar ermin mælist 22-21-20-19-17-16 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, aukið út um 8 lykkjur þannig: Prjónið 6-6-7-7-8-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 6-6-7-7-8-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 7 sinnum og endið með 0-3-1-4-0-4 lykkjur slétt = 56-59-65-68-72-76 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! Þegar ermin mælist 24-23-22-21-19-18 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, aukið út þannig: Prjónið 7-7-8-8-9-9 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 7-7-8-8-9-9 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 7 sinnum og endið með 0-3-1-4-0-4 lykkjur slétt = 64-67-73-76-80-84 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-37-36-34-32-31 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, fækkið um 26-29-33-34-36-40 lykkjur jafnt yfir = 38-38-40-42-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan, í 5 cm. Ermin mælist 43-42-41-39-37-36 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cinnamonflowerjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.