Alpine Sunset#alpinesunsetslippers |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaðar tátiljur úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað með röndum og grafísku mynstri með skúfum í hliðum. Stærð 35 – 43.
DROPS 193-5 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. Umferð endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 2 stuðla með því að hekla 4 stuðla saman 2 og 2 þannig: * Heklið 1 stuðul í næstu fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næstu fastalykkju alveg eins, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar = 2 stuðlar færri. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LITAMYNSTUR (á við um A.2 og A.4): Þegar skipt er um lit í byrjun á umferð er keðjulykkjan í lok fyrri umferðar hekluð með nýja litnum. Þegar heklað er í hring með fleiri litum í umferð er heklað eins og útskýrt er að neðan: Í hvert sinn sem skipt er um lit er síðasta fastalykkjan hekluð með fyrsta litnum, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið þráðinn í gegn í lokin með nýja litnum, heklið síðan næstu fastalykkju með nýja litnum. Þegar heklað er með tveimur litum, leggið þráðinn á þeim lit sem ekki er heklað með yfir lykkjurnar frá fyrri umferð og heklið utan um þráðinn þannig að það sjáist ekki innan í lykkjunum, þráðurinn fylgir með í stykkinu. Passið uppá að fylgiþræðirnir herði ekki á stykkinu og að þráðurinn verði ekki of stífur þegar hann er tekinn upp frá fyrri umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljan er hekluð í hring frá tá að ökkla, síðan er heklað fram og til baka að miðju aftan á hæl. Stykkið er heklað saman við miðju að aftan áður en kantur er heklaður í kringum op á tátiljunni. Að lokum er gerður einn skúfur sem festur er á tátiljuna. TÁTILJA: Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4 með litnum ljós grár og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.1 hringinn, byrjun á umferð er mitt undir fæti. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 30 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í litinn rúbínrauður. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.2A (= 4 lykkjur), síðan er heklað A.2B yfir þær lykkjur sem eftir eru JAFNFRAMT er aukið út um 2-6-10 fastalykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 32-36-40 fastalykkjur í umferð. Haldið áfram með A.2 svona (það er nú pláss fyrir 7-8-9 mynstureiningar með A.2B í viðbót við A.2A sem heklað er yfir 4 fyrstu lykkjur). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið heklað til loka eru heklaðar fastalykkjur í hring með litnum sinnep þar til stykkið mælist 12-13-15 cm (í minnstu stærðinni þá kemur rétt mál líklegast að nást eftir A.2), klippið frá. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 miðju lykkja í umferð, þ.e.a.s. á eftir fyrstu 16-18-20 lykkja í umferð. Haltu stykkinu með tánna að þér og teldu 4 lykkjur til vinstri á undan prjónamerki, byrjaðu með 1 keðjulykkju með litnum sinnep í fjórðu lykkju frá prjónamerki og heklaðu fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið A.3A (= 1 lykkja), heklið A.3B þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð (þ.e.a.s. þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki og endið með A.3C (= 1 lykkja), snúið stykki. Haldið áfram með A.3, en nú er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið með því að hekla næstu umferð þannig: Hekli 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul, heklið fastalykkjur þar til 1 stuðull er eftir í umferð, snúið stykki. Heklið síðan A.3 fram og til baka yfir þær 24-28-32 lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist alls ca 21-23-26 cm frá tá – stillið af að næsta umferð sem er hekluð sé umferð með stuðlum, en til að fá rétt mál er hægt að hekla eina auka umferð með fastalykkjum á undan stuðlaumferð. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 10-12-14 fastalykkjum. Fækkið nú um 2 stuðla með því að hekla 4 næstu stuðla saman 2 og 2 – lesið ÚRTAKA, að lokum er heklaður 1 stuðull í hverja af síðustu 10-12-14 fastalykkjum = 22-26-30 stuðlar í umferð. Brjótið tátiljuna saman tvöfalda við miðju að aftan með réttu inn og heklið tátiljuna saman við miðju að aftan ofan frá og niður, með 1 fastalykkju í hvern stuðul (hekli í gegnum bæði lögin). Klippið frá og festið enda, snúið tátiljunni við þannig að réttan snúi út. STROFF: Byrjið við miðju að aftan og heklið 40-44-48 fastalykkjur með litnum sinnep jafnt yfir í kringum op efst á tátiljunni. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.4A (= 4 lykkjur), síðan er heklað A.4B yfir næstu 36-40-44 lykkjur (= 9-10-11 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. Klippið frá og festið enda þegar A.4 hefur verið heklað til loka. Stroffið mælist ca 3 cm á hæðina. SKÚFUR: 1 skúfur = klippið 20 þræði með litnum ljós grár, 5 þræði með litnum rúbínrauður og 5 þræði með litnum sinnep (= alls 30 þræðir) ca 18 cm. Klippið 1 þráð með litnum ljós grár ca 20 cm til að sauma skúfinn með og leggið þennan þráð mitt í 30 þræðina. Leggið 30 þræðina saman tvöfalda og hnýtið nýjan þráð með litnum ljós grár utan um skúfinn (ca 1 cm frá toppi). Festið enda vel og saumið síðan skúfinn á aðra hliðina á tátiljunni í skiptinguna á milli stroffs og tátilju. Heklið aðra tátilju á sama hátt og festið skúf í gagnstæða hlið. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #alpinesunsetslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 193-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.