Emma skrifaði:
Hej! Jag har lite problem att förstå mönstret, gällande bl.a bakstycket: Det står att man ska [...]virka A.1d totalt 41 ggr på bredden (storlek XXL). När A.1 är färdigt på höjden upprepas de 2 sista varven [...]. Menar man då att man bara ska virka A.1d resterande varv eller ska man virka efter hela A.1 diagrammet? Eller A.1c och A.1d? Tack på förhand! :)
02.04.2019 - 21:15DROPS Design svaraði:
Hei Emma. På bakstykket hekles A.1d over alle maskene, og det er de 2 siste radene i A.1d som gjentas i høyden. God fornøyelse
08.04.2019 - 13:47
Sanna Iivonen skrifaði:
Hihan ohjeessa sanotaan, että tee mallikertaa A.4. Kuvat loppuvat mallikuvaan A.3.
20.03.2019 - 06:38DROPS Design svaraði:
Piirros A.4 on mittapiirroksen oikealla puolella.
25.03.2019 - 17:28
Tatjana skrifaði:
Salve, volevo chiedere perché dietro bisogna avviare 36 catenelle per collegare le spalle e davanti soltanto 20?
24.02.2019 - 23:24DROPS Design svaraði:
Buongiorno Tatjana. Quando lavora le spalle del davanti, lavora i diagrammi A.1b e A.1c che prevedono degli aumenti per modellare lo scollo. Sul dietro non ci sono questi aumenti. Quindi sul davanti è sufficiente avviare 20 catenelle per unire le due parti. Buon lavoro!
25.02.2019 - 16:52
Unsoldinodicacio skrifaði:
Salve, la traduzione in italiano è errata. quando parla del davanti, spalla destra, dovrebbe essere "A1.b e A1.a ripetuto" invece che "A1.d e A1.a ripetuto". altro errore anche sul davanti, spalla sinistra, dovrebbe essere "A1.d ripetuto e A1.c" invece che "A1.b e A1.a ripetuto e A1.c". grazie
26.01.2019 - 18:49DROPS Design svaraði:
Buonasera Unsoldinodicacio. Abbiamo corretto il testo. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!
26.01.2019 - 22:15
Walker skrifaði:
Before beginning the increases every 5 cm on the back there are 41 repeats of A2. It says do increase 2 repeats every 5 cm for a total of 10 times. That\'s 20 increases in total. The directions say after the 10th repeat there are 51 repeats. Should there not be 61 repeats or should the increases only be done a total of 5 times?
30.06.2018 - 05:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Walker, you will increase a total of 10 repeats, ie a total of 5 times on each side. Happy crocheting!
02.07.2018 - 09:28
Vivi skrifaði:
Bonjour je commence tout juste ce modèle à l\'instant et j\'ai un petit soucis\r\npour A1d : rang 2 je fais 3 mailles en l\'air, 1 br dans la br puis 2 mailles en l\'air, 1br autour mailles ...et je finis pour 2 br? car vous dites que 3 mailles en l\'air ne remplacent pas la bride au début, merci pour votre réponse
23.06.2018 - 15:35
Beti skrifaði:
Eine traumhaftes Modell. Ich würde es gern nacharbeiten.
22.12.2017 - 19:39
Vivi skrifaði:
J'adore il fait un peu vintage !
12.12.2017 - 09:03
Vintage Summer#vintagesummersweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með klauf og gatamynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Cotton Merino.
DROPS 190-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um allt nema A.3): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er byrjað með 3 loftlykkjum, þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðuls. Umferðin endar með 1 stuðli í 1./3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. Umferðin endar með 1 fastalykkju í 1./3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. ÚRTAKA: Stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri). ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram-/baksrykki): Heklið A.2 alls 2 sinnum um fyrsta loftlykkjuboga í umferð og heklið A.2 alls 2 sinnum um síðasta loftlykkjuboga í umferð (= 2 mynstureiningar fleiri). ÚTAUKNING-2 (á við um A.2): Aukið út með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er hekluð fram og til baka, ofan frá og niður. Fram- og bakstykki er heklað hvort fyrir sig. Fyrst eru hekluð hvor öxl fyrir sig, síðan eru stykkin hekluð saman í hálsmáli og heklað er áfram niður. Ermar eru heklaðar fram og til baka. BAKSTYKKI: Hvor öxl er hekluð fyrir sig, fitjið upp loftlykkjur fyrir hálsmál og stykkið er sett saman. VINSTRI ÖXL: Heklið 32-36-40-47-54-62 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með Cotton Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3-2-1-3-5-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 5-6-7-8-9-11 sinnum = 24-27-30-36-42-48 stuðlar. Næsta umferð er hekluð þannig (= 1. umferð í A.1d frá röngu): Heklið 3 loftlykkjur – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, heklið A.1d alls 8-9-10-12-14-16 sinnum á breidd = 8-9-10-12-14-16 loftlykkjubogar. Geymið stykkið og heklið hina öxlina. HÆGRI ÖXL: Heklið á sama hátt og vinstri öxl, síðan eru heklaðar 36-39-39-39-39-39 loftlykkjur fyrir hálsmáli og festið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á síðustu umferð á vinstri öxl. Klippið frá og festið enda. BAKSTYKKI: Haldið síðan áfram með 2. umferð í A.1d (= frá réttu) þannig: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið A.1d yfir fyrstu 8-9-10-12-14-16 loftlykkjuboga, heklið A.1d alls 12-13-13-13-13-13 sinnum yfir loftlykkjur fyrir hálsmáli (stuðlar eru heklaðir í lykkjurnar), heklið A.1d yfir næstu 8-9-10-12-14-16 loftlykkjuboga. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. A.1d er heklað alls 28-31-33-37-41-45 sinnum á breidd. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 er lokið á hæðina eru 2 síðustu umferðirnar endurteknar þar til stykkið mælist ca 16-16-18-18-20-20 cm – stillið af eftir síðustu umferð (þ.e.a.s. umferð er hekluð frá röngu). A.2 ER HEKLAÐ ÞANNIG: 1. umferð í A.2 er hekluð þannig: Heklið A.2 (= 28-31-33-37-41-45 mynstureiningar) jafnframt er fækkað um 9-9-9-12-12-15 fastalykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 75-84-90-99-111-120 fastalykkjur. Heklið síðan til og með 6. umferð (= 25-28-30-33-37-40 mynstureiningar). Endurtakið síðan 5. og 6. umferð. Þegar stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm er handvegur heklaður, klippið þess vegna þráðinn frá. Heklið 6 lausar loftlykkjur (= handvegur), haldið áfram með mynstur A.2 eins og áður yfir allar lykkjur og endið með 6 lausar loftlykkjur (= handvegur). Setjið 1 prjónamerki hér – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Í næstu umferð eru heklaðar 2 mynstureiningar af A.2 yfir hvorn handveg (stuðlar eru heklaðir í loftlykkjurnar), þ.e.a.s. A.2 er heklað alls 29-32-34-37-41-44 sinnum á breidd. Haldið nú áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 mynstureiningu á hvorri hlið – lesið nú ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 4.-4.-4.-5.-5.-5. hverri umferð alls 10 sinnum = 39-42-44-47-51-54 mynstureiningar af A.2 í síðustu umferð. Haldið áfram að hekla þar til stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm – stillið af að næsta umferð er hekluð frá réttu. Heklið síðan 7. og 8. umferð = 117-126-132-141-153-162 stuðlar. Heklið síðustu umferð jafnframt er aukið út um 3-6-0-3-3-6 fastalykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-2 = 120-132-132-144-156-168 fastalykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= merkir klauf). A.3 ER HEKLAÐ ÞANNIG: Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): Heklið A.3c, A.3b alls 9-10-10-11-12-13 sinnum á breidd, endið með A.3a. Haldið áfram þar til mynsturteikning er lokið á hæðina, klippið frá og festið enda. Allt stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. FRAMSTYKKI: Hvor öxl er hekluð fyrir sig, aukið út og fitjið upp loftlykkjur fyrir hálsmáli og stykkið er sett saman. HÆGRI ÖXL: Heklið 32-36-40-47-54-62 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með Cotton Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 3-2-1-3-5-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 5-6-7-8-9-11 sinnum = 24-27-30-36-42-48 stuðlar. Næsta umferð er hekluð með byrjun frá röngu þannig: Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið A.1b, A.1a alls 8-9-10-12-14-16 sinnum á breidd. Þegar A.1 er lokið á hæðina er stykkið geymt. VINSTRI ÖXL: Heklið 32-36-40-47-54-62 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með Cotton Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 3-2-1-3-5-3 loftlykkjum, * heklið frá *-* alls 5-6-7-8-9-11 sinnum = 24-27-30-36-42-48 stuðlar. Næsta umferð er hekluð með byrjun frá röngu þannig: Heklið A.1d alls 8-9-10-12-14-16 sinnum á breidd og A.1c. Þegar A.1 er lokið á hæðina eru heklaðar 20-23-23-23-23-23 loftlykkjur fyrir hálsmáli og festar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á síðustu umferð á hægri öxl. Klippið frá og festið enda. FRAMSTYKKI: Haldið síðan áfram í 2. umferð í A.1 (= frá réttu) þannig: Heklið A.1a yfir fyrstu 11-12-13-14-17-19 loftlykkjurnar, heklið A.1a alls 6-7-7-7-7-7 sinnum yfir loftlykkjurnar fyrir hálsmáli (stuðlar eru heklaðir í lykkjurnar), heklið A.1a yfir næstu 11-12-13-14-17-19 loftlykkjuboga. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. A.1a er heklað alls 28-31-33-37-41-45 sinnum á breidd. Þegar A.1 er lokið á hæðina eru síðustu 2 umferðirnar endurteknar þar til stykkið mælist ca 16-16-18-18-20-20 cm – stillið af eftir síðustu umferð (þ.e.a.s. umferð hekluð frá röngu). Heklið síðan A.2 og A.3 á sama hátt og á bakstykki. ERMI: Ermin er hekluð fram og til baka ofan frá og niður. Heklið 78-84-87-90-96-99 LAUSAR loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með Cotton Merino. Snúið – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, og heklið A.4 alls 25-27-28-29-31-32 sinnum á breidd. Þegar A.4 er lokið á hæðina eru síðustu 2 umferði endurteknar. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist ca 24-23-22-21-19-17 cm – stillið af eftir umferð hekluð frá röngu (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Heklið síðan 1. og 2. umferð í A.2. Heklið 3. umferð í A.2 jafnframt þar sem aukið er út um 9-3-0-9-3-0 fastalykkjur jafnt yfir = 84-84-84-96-96-96 fastalykkjur. Setjið 1 prjónamerki hér (= merkir klauf). Næsta umferð er hekluð með byrjun frá röngu þannig: Heklið A.3c, A.3b alls 6-6-6-7-7-7 sinnum á breidd, endið með A.3a. Haldið áfram þar til A.3 er lokið á hæðina, klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 35-34-33-32-30-28 cm. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Leggið framstykki ofan á bakstykki með réttu að réttu og heklið axlir saman þannig: Heklið 1 fastalykkju í gegnum bæði lögin, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 2 cm áfram, 1 fastalykkja í gegnum bæði lögin *, heklið frá *-* meðfram öxl. Klippið frá og festið enda. Endurtakið í hinni öxlinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant jafnt yfir meðfram hálsi með byrjun frá annarri öxlinni þannig: Heklið 1 fastalykkju um umferð/stuðul/loftlykkjuboga, * 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju, 1 fastalykkja um næstu umferð/stuðul/loftlykkjuboga *, heklið frá *-* meðfram öllum hálsinum, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. KANTUR Á ERMUM: Heklið ermina við fram-/bakstykki með byrjun frá miðju undir ermi frá réttu. Heklið saman alveg eins og í kanti í hálsi frá réttu, en heklið í gegnum bæði lögin meðfram öllu opinu. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Heklið saman hliðar (leggið réttu að réttu og heklið frá röngu) með byrjun frá öðru prjónamerkinu (= 9 cm fyrir klauf í hlið) þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu stuðlaumferð *, heklið frá *-* niður að hinu prjónamerkinu (= 9 cm fyrir klauf í hlið á ermi). Klippið frá og festið enda. Endurtakið í hinni hliðinni. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #vintagesummersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.