DROPS / 190 / 42

Island Dream by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri og perluprjóni. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Cotton Light.

Leitarorð: gatamynstur, perluprjón, toppar,

DROPS Design: Mynstur cl-090
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
ATH: Málin á teikningu geta litið út að séu lítil, en vegna mynsturs verður flíkin teygjanleg. Prjónaðu þá stærð sem þú myndir venjulega nota þegar þú prjónar.
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150-200-200-200-250-250 g litur 27, minnta

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 32 umferðir með perluprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít) NR 521: 4-4-4-4-5-5 st.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 990kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út/fækka lykkjum í umferð, teljið fjölda lykkja á prjóni (t.d. 161 l), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem á að auka út/fækka (t.d. 3) = 50,3.
Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 49. og 50. hverja lykkju slétt saman. Ekki er lykkjum fækkað yfir kanta að framan. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 50. hverja lykkju (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat).

PERLUPRJÓN:
UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur.
Endurtakið umferð 2.

HNAPPAGAT (neðan frá og upp):
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat.
Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist:
S: 7, 11, 15 og 20 cm
M: 7, 12, 17 og 22 cm
L: 7, 12, 17 og 23 cm
XL: 7, 13, 19 og 25 cm
XXL: 1, 12, 17, 22 og 26 cm
XXXL: 7, 13, 18, 23 og 28 cm
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 161-171-191-211-241-261 lykkjur á hringprjón 4 með Cotton Light. Prjónið 1 umferð slétt (= frá röngu). Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið mynsturteikningu A.1a yfir næstu 150-160-180-200-230-250 lykkjurnar (= 15-16-18-20-23-25 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.1b (= 1 lykkja) og 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur fram og til baka þar til A.1 er lokið á hæðina – í umferð merktri með ör í mynsturteikningu er lykkjufjöldinn jafnaður til 158-174-190-210-238-262 lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið 42-46-50-55-62-68 lykkjur inn frá miðju að framan – merkir hliðar (= 74-82-90-100-114-126 lykkjur á bakstykki).
Prjónið síðan þannig: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir næstu 148-164-180-200-228-252 lykkjurnar og 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 7 cm byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm prjónið næstu umferð þannig: Prjónið fyrstu 38-42-46-51-58-64 lykkjurnar, fellið af næstu 8 lykkjur fyrir handveg (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hlið), prjónið 66-74-82-92-106-118 lykkjur, fellið af næstu 8 lykkjurnar fyrir handveg, prjónið 38-42-46-51-58-64 lykkjur. Prjónið síðan hvort stykki til loka fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 66-74-82-92-106-118 lykkjur. Haldið áfram með perluprjón yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg og hálsmáli á sama tíma.
HANDVEGUR:
Fellið síðan af fyrir handveg á hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 1-2-4-2-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-2-2-5-7-7 sinnum (= 3-6-8-12-18-23 lykkjur færri á hvorri hlið)
HÁLSMÁL:
Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-27-29 cm fellið af miðju 20-22-22-22-22-24 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmái í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur alls 3 sinnum og síðan 1 lykkju alls 3-3-5-5-6-6 sinnum.
Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 11-11-11-12-12-12 lykkjur á prjóni. Haldið áfram fram og til baka yfir öxl þar til stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm, fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

HÆGRA FRAMSTYKKI:
= 38-42-46-51-58-64 lykkjur. Haldið áfram með perluprjóni og 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg og hálsmáli á sama tíma þannig:
HANDVEGUR:
Fellið síðan af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 1-2-4-2-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-2-2-5-7-7 sinnum (= 3-6-8-12-18-23 lykkjur færri á hvorri hlið)
HÁLSMÁL:
Þegar stykkið mælist 21-23-24-26-27-29 cm fellið af fyrstu 15-16-16-16-16-17 lykkjurnar frá réttu fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmái í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur alls 3 sinnum og síðan 1 lykkju alls 3-3-5-5-6-6 sinnum.
Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 11-11-11-12-12-12 lykkjur á prjóni. Haldið áfram fram og til baka yfir öxl þar til stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm, fellið af.

VINSTRA FRAMSTYKKI:
Prjónið eins og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma. Saumið tölur í vinstra framstykki.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru slétt saman
= útaukning/úrtaka


Kitty Reedorf 22.08.2018 - 11:10:

Symbolerne for mønster diagram er ikke alle synlige, der er kun et symbol med et? det er:Lav et omslag mellen 2 masker, modtag en maske løs af.................... Hvilke symboler skal der være på de to med ?

DROPS Design 22.08.2018 kl. 12:28:

Hej Kitty, jo alle symboler kommer frem på min skærm... Prøv at starte om og åbne opskriften igen. Eller prøv at se på en anden skærm. Held og lykke!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-42

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.