DROPS / 190 / 21

California Dream by DROPS Design

Heklaður toppur með gatamynstri og blúndu. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Cotton Merino.

Leitarorð: blúnda, gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur cm-091
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
TOPPUR:
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250-300-300-350-350-400 g litur 01, natur

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 18 stuðlar og 9 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – fyrir uppfitjunarlykkjur.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (40)

50% Ull, 50% Bómull
frá 814.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 814.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4070kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.

ÚTAUKNING-1:
Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju.

HEKLLEIÐBEININGAR-1 (á við um fram- og bakstykki, en ekki mynsturteikningu):
Fyrsti stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur.

HEKLLEIÐBEININGAR-2 (á við um fram- og bakstykki, en ekki mynsturteikningu):
Þegar heklað er í hring er fyrsta stuðul skipt út fyrir 3 loftlykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð.

ÚRTAKA:
Fækkið lykkjum með því að hekla 2 stuðla saman.

ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda stuðla í umferð (t.d. 146 stuðlar) og deilið stuðlunum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 22) = 6,6.
Í þessu dæmi þá er aukið út með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul til skiptis í ca. 6. og 7. hvern stuðul.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður, framstykki og bakstykki er heklað hvort fyrir sig niður að handveg, síðan er heklað í hring yfir bæði stykkin. Síðan eru hlýrarnir heklaðir neðan frá og upp og að lokum er hekluð blúnda fram og til baka á hlýra, blúndan er saumuð við fram-/bakstykki.

FRAMSTYKKI:
Heklið 51-53-53-55-57-59 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 5 með Cotton Merino. Skiptið um heklunál 4, snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 47-49-49-51-53-55 loftlykkjum = 49-51-51-53-55-57 stuðlar.
Í næstu umferð byrjar útaukning á hvorri hlið á stykki JAFNFRAMT er mynstur heklað þannig:
Aukið út um 1 stuðul hvoru megin á stykki (= 2 stuðlar fleiri) – lesið ÚTAUKNING-1.
Aukið svona út í hverri umferð alls 3-5-8-13-14-15 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 5-5-3-0-0-0 sinnum = 65-71-73-79-83-87 stuðlar í síðustu umferð.
Næsta umferð er hekluð þannig – með byrjun frá réttu: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR-1 – heklið 1 stuðul í hvern og einn af fyrstu 0-1-1-2-3-4 stuðlum, A.1a yfir næstu 10 stuðla, endurtakið A.1b yfir næstu 30 stuðla (= alls 5 sinnum á breidd), A.1c yfir næstu 9 stuðla og 1 stuðul í hvern og einn af síðustu 0-1-1-2-3-4 stuðlum. Haldið áfram þar til A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Heklið síðan þannig – með byrjun frá röngu: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir á undan fyrsta loftlykkjuboga, heklið A.2c, endurtakið A.2b alls 3 sinnum á breidd, A.2a og 1 stuðull í hvern stuðul út umferðina. Haldið áfram þar til A.2 hefur verið heklað á hæðina.
Heklið síðan þannig – með byrjun frá röngu: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að fyrsta loftlykkjuboga, heklið A.3 og 1 stuðul í hvern stuðul út umferðina. Haldið áfram þar til A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina. Heklið síðan 1 stuðul í hverja lykkju þar til stykkið mælist 14-15-15-16-16-17 cm. Klippið frá og festið enda, snúið. Geymið stykkið.

BAKSTYKKI:
Heklið 51-53-53-55-57-59 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 5 með Cotton Merino. Skiptið yfir í heklunál 4, snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 47-49-49-51-53-55 loftlykkjur = 49-51-51-53-55-57 stuðlar.
Heklið síðan 1 stuðul í hvern stuðul – JAFNFRAMT er aukið út um 1 stuðul á hvorri hlið á stykki – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð alls 8-10-11-13-14-15 sinnum = 65-71-73-79-83-87 stuðlar í síðustu umferð. Þegar stykkið mælist 14-15-15-16-16-17 cm (stillið af eftir framstykki), klippið frá og festið enda, snúið.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Heklið nú bæði stykkin saman þannig:
Heklið 4-4-7-8-12-15 loftlykkjur fyrir handveg, 1 stuðull í hvern og einn af 65-71-73-79-83-87 stuðlum frá bakstykki, heklið 8-8-14-16-24-30 loftlykkjur fyrir handveg, 1 stuðull í hvern og einn af 65-71-73-79-83-87 stuðlum frá framstykki, heklið 4-4-7-8-12-15 loftlykkjur fyrir handveg og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð. Heklið síðan stykkið í hring, haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul/loftlykkju = 146-158-174-190-214-234 stuðlar. Þegar heklað er í hring er snúið við á eftir hverja umferð þannig að heklað er í annað hvert skipti frá réttu og frá röngu. Þetta er gert til að áferðin verði eins á allri flíkinni – lesið HEKLLEIÐBEININGAR-2. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar 8-8-14-16-24-30 loftlykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 8-9-10-11-12-13 cm.
Heklið nú í hring eftir mynsturteikningu A.4 jafnframt því sem aukið er út í fyrstu umferð (umferð merktri með ör í mynsturteikningu) þannig: Heklið A.4b alls 28-30-33-36-39-43 sinnum í umferð – A.4a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og er hekluð í viðbót við A.4b – JAFNFRAMT er aukið út um 11-11-12-13-10-12 loftlykkjuboga (= 1 stuðull + 1 loftlykkja) jafnt yfir = 84-90-99-108-117-129 loftlykkjubogar (= 1 stuðull + 1 loftlykkja). Haldið áfram hringinn, þ.e.a.s. mynstrið er alltaf heklað frá réttu. Þegar A.4 er lokið á hæðina, klippið frá og festið enda.

BAND Á ÖXL:
Heklið nú band á öxl fram og til baka í uppfitjunarkanti á framstykki yfir fyrstu 8-9-9-9-10-10 stuðla. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til bandið mælist 10-10-11-11-12-12 cm. Klippið frá og festið. Heklið annað band yfir fyrstu 8-9-9-9-10-10 stuðlana á hinni hliðinni alveg eins. Heklið bandið alveg eins á bakstykki. Saumið böndin saman á öxlum.

BLÚNDA:
Heklið fram og til baka yfir hverja umferð frá bandi á öxl (= 20-20-22-22-24-24 cm). Byrjið frá röngu og heklið 1 stuðul í fyrstu umferð, * 1 loftlykkja, 1 stuðull um umferð *, heklið frá *-* meðfram öllu bandinu á öxl – stillið af þannig að það verða 26-26-28-28-30-30 loftlykkjubogar (= 1 loftlykkja + 1 stuðull) í þessari umferð, endið með 1 stuðul í síðustu umferð = 1 stuðull á hvorri hlið og 26-26-28-28-30-30 loftlykkjubogar (= 1 loftlykkja + 1 stuðull). Snúið og heklið þannig – frá réttu: A.5a, A.5b alls 13-13-14-14-15-15 sinnum á breidd, endið með A.5c. Haldið áfram með þetta mynstur þar til A.5 er lokið á hæðina, klippið frá og festið enda. Heklið blúndu á hitt bandið á öxl alveg eins.

KANTUR Í HÁLSI:
Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul/ 2 fastalykkjur um hverja stuðulaumferð meðfram öllum hálsinum.

KANTUR Á ERMUM:
Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul/ 2 fastalykkjur um hverja stuðlaumferð meðfram handveg – byrjið strax eftir blúndu, heklið meðfram handveg og fram að blúndu. Geymið leggið blúndukant kant í kant við þennan ermakant (bæði á fram- og bakstykki) og saumið niður með smáu fallegu spori. Heklið hinn kantinn alveg eins og saumið blúndukantinn niður.

SNÚRA:
Klippið 3 þræði ca 3 metra með Cotton Merino. Tvinni þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gegnum fyrstu gataumferð á fram- og bakstykki – byrjið við miðju að framan. Hnýtið slaufu að framan.

Mynstur

= 1 loftlykkja
= 2 loftlykkjur
= 3 loftlykkjur
= fastalykkja í lykkju
= fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= hálfur stuðull um loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= stuðull um loftlykkjuboga
= þríbrugðinn stuðull um loftlykkja
= umferð byrjar með 1 loftlykkju. Umferð endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð
= umferð byrjar með 3 loftlykkjum. Umferð endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= umferð byrjar með 5 loftlykkjum. Umferð endar með 1 keðjulykkju í 5. loftlykkju í byrjun á umferð
= umferðin hefur nú þegar verið hekluð - byrjið á næstu umferð!
= útaukningsumferðKerre 11.04.2019 - 07:13:

For the back piece, do you increase until the piece measures 6.25 inches or just until you have 87 stitches (size xl) and continue without increasing until you get to 6.25 inches?

DROPS Design 11.04.2019 kl. 09:23:

Dear Kerre, on back piece, increase 1 stitch on each side every row a total of 15 times (= 30 stitches increased = there are 87 double crochets, continue then without increasing until piece measures 6 5/8" (make sure to finish on same row as on front piece). Happy crocheting!

Häkelita1 13.03.2019 - 13:25:

Diesen Teil verstehe ich leider nicht. Nach welchem Muster soll man denn häkeln und wie funktionieren die Zunahmen, wenn sie ungerade sind (z.B. 3)?? In der nächsten Reihe mit den Zunahmen beidseitig beginnen und GLEICHZEITIG im Muster häkeln, dafür wie folgt arbeiten: Je 1 Stäbchen beidseitig zunehmen (= 2 Stäbchen zugenommen) – ZUNAHMETIPP-1 lesen. In dieser Weise in jeder Reihe insgesamt 3-5-8-13-14-15 x zunehmen, dann in jeder 2. Reihe insgesamt 5-5-3-0-0-0 x....

DROPS Design 13.03.2019 kl. 15:10:

Liebe Häkelita1, Sie häkeln wie im Muster und gleizeitig nehmen Sie 1 Masche beidseitig zu - in der 1. Grösse nehmen Sie 3 x in jeder Reihe (= nach 3 Reihen haben Sie insgesamt 6 Stb zugenommen), und dann in jeder 2. Reihe 5 x (= nach 10 Reihen haben Sie 10 Maschen zugenommen. Viel Spaß beim häkeln!

Emma 20.02.2019 - 09:14:

Hei! Noita mallikuvia on hieman vaikea lukea... Kuuluuko niitä lukea alhaalta ylös vai toisinpäin? Olen juuttunut topin virkkauksessa Juuri siihen kohtaan missä tarvitsisi alkaa virkkaamaan kuvist lukemalla. Osaisitteko hieman valaista asiaa minulle? -kiitos

Marica 16.02.2019 - 08:44:

Do you have a picture of the back? I plan on making a continuous straight stitching from the bust down no lower edging. No decrease or increase to body after the bust.

DROPS Design 18.02.2019 kl. 09:07:

Dear Marica, we do not have any picture for the back piece, you just crochet with dc increasing on each side, ie without the lace pattern as on the front. Happy crocheting!

Emilia 06.02.2019 - 08:15:

Guten Tag. Ich würde dieses top gerne nach häkeln. Die Anleitung ist für Mich etwas kompliziert. Ich versehe leider nicht was mit beidseitiges Maschen zunehmen gemeint ist. Danke im vorraus LG Emilia

DROPS Design 06.02.2019 kl. 09:16:

Liebe Emilia, Sie häkeln im Muster (A.1a, A.1b und A.1c) und gleichzeitig nehmen Sie 1 Masche auf beiden Seiten (= 1 M am Anfang + 1 Maschen am Ende der Reihe) 3-15 x in jeder Reihe (siehe Grösse) und dann in jeder 2. Reihe in die 3 ersten Grösse. Viel Spaß beim häkeln!

Lucille 03.02.2019 - 17:32:

A.1c over the next 9 double crochets and 1 double crochet in each of the last 0-1-1-2-3-4 double crochets. I have finished A. 1c over the 9 double crochets but there 15 extra double crochets after that. So what should I do to end this row? Please help!

DROPS Design 04.02.2019 kl. 12:53:

Dear Lucille, you should work in the pattern and increase at the same time, ie you will work first row in pattern increasing at the same time on each side so that your number of sts should match. Happy crocheting!

Lucille 03.02.2019 - 16:50:

After working A. 1a where do you join the chain 2 to begin A. 1b.

DROPS Design 04.02.2019 kl. 12:44:

Dear Lucille, at the end of A.1a, you crochet 2 chains and skip next 3 sts, at the beg of A.1B, skip next 2 sts (= a total of 5 sts are now skipped) and crochet A.1b in the next st. Happy crocheting!

Mélanie 02.02.2019 - 17:25:

A.1 est fait avec 5 rangs au total. Comment peut t'on donc faire pour augmenter 3 fois tous les rg puis 5 fois tous les 2 rg. "3 fois tous les rangs" veut dire que dans 1 même ligne on doit faire 3 augmentation ? On ne ferait donc pas 1 augmentation en début et 1 en fin de rang ??Sinon sur combien de rang doit t'on faire ces augmentations ? et les "5 fois tous les 2 rangs" combien de rangs au total ??? Désolé d'insister mais c mon 1er drop

DROPS Design 04.02.2019 kl. 11:40:

Bonjour Mélanie, on augmente au début et à la fin des rangs, on aura ainsi plus de mailles avant A.1a et après A.1c. Pour augmenter tous les rangs, crochetez 3 rangs en augmentant 1 maille de chaque côté, puis augmentez 1 rang sur 2 (= 5 rangs d'augmentations = 10 rangs au total). Bon crochet!

Mélanie 02.02.2019 - 17:25:

A.1 est fait avec 5 rangs au total. Comment peut t'on donc faire pour augmenter 3 fois tous les rg puis 5 fois tous les 2 rg. "3 fois tous les rangs" veut dire que dans 1 même ligne on doit faire 3 augmentation ? On ne ferait donc pas 1 augmentation en début et 1 en fin de rang ??Sinon sur combien de rang doit t'on faire ces augmentations ? et les "5 fois tous les 2 rangs" combien de rangs au total ??? Désolé d'insister mais c mon 1er drop

Belen Espejo 30.01.2019 - 18:25:

Según las instrucciones se teje desde arriba hacia abajo, entonces no entiendo que en las instrucciones hay que hacer bastantes vueltas a punto alto aumentando cuando en la foto el calado empieza en la segunda o tercera vuelta. Por favor me lo pueden aclarar? Gracias.

DROPS Design 03.02.2019 kl. 17:49:

Hola Belen. El patrón está correcto. El dibujo se empieza a trabajar a partir de la 3º fila ( sin contar la fila de montaje). El párrafo sobre los aumentos se trabaja al mismo tiempo que el dibujo.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-21

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.