DROPS / 190 / 5

Bohème Beach by DROPS Design

Heklaður toppur með ömmuferningum og hekluðum köntum. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-690
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200-250-250-300-300-350 g litur 17, natur
100-100-100-100-100-150 g litur 38, kórall

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 14 fastalykkjur og 17 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS TALA NR 534: 6 st í allar stærðir.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1848kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

HEKLAÐUR FERNINGUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti stuðull í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Fyrsta fastalykkja í umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju.

LITASAMSETNING:
FERNINGUR-1:
LOFTLYKKJUUMFERÐ + UMFERÐ 1 og 2: natur
UMFERÐ 3: kórall
UMFERÐ 4: natur

FERNINGUR-2:
LOFTLYKKJUUMFERÐ + UMFERÐ 1 og 2: kórall
UMFERÐ 3: natur
UMFERÐ 4: kórall

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að bregða bandinu um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri).
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Fyrst eru ömmuferningarnir heklaðir saman í eina langa lengju. Afgangur af toppnum er heklaður fram og til baka í efri kant á ömmuferningunum. Að lokum eru kantarnir heklaðir og kantur fyrir tölur við miðju að aftan.

HEKLAÐIR FERNINGAR:
Heklið 4-4-5-5-6-6 ferninga af FERNINGUR-1 og 4-5-5-6-6-7 ferninga af FERNINGUR-2 (alls 8-9-10-11-12-13 ferningar) eftir A.1 þannig – lesið LITASAMSETNING:

Heklið 3 loftlykkjur með heklunál 5 með natur eða kórall og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Haldið áfram að hekla eftir mynsturteikning A.1.

Leggið 2 og 2 ferninga (einn ferningur-1 og einn ferningur-2) saman með réttu að hverjum öðrum og heklið þá saman þannig – frá röngu: 1 fastalykkja um báða loftlykkjuboga í horni, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga (heklið í gegnum bæði lögin) *, heklið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 3 loftlykkjum og 1 fastalykkju í kringum báða loftlykkjubogana í horni. Klippið frá og festið enda. Haldið svona áfram þar til allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman í eina langa lengju.

TOPPUR:
Heklið 102-114-126-138-150-162 stuðla um loftlykkjubogana frá annarri langhliðinni á lengjunni með ferningum (það eru heklaðir 2 stuðlar um hvern og einn af loftlykkjubogum í horni frá ferningum og ca 3 stuðlar um hvern og einn af miðju 3 loftlykkjubogum á hverjum ferning). Lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið síðan 1 fastalykkju í hvern stuðul. Haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju, stykkið er heklað fram og til baka. Haldið áfram þar til stykkið mælist 24-26-27-29-30-31 cm, meðtaldir ömmuferningar neðst niðri. Klippið frá.

HÆGRA FRAMSTYKKI:
Hoppið yfir fyrstu 30-33-36-41-44-47 fastalykkjurnar í umferð, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 20-23-26-27-30-33 fastalykkjum, snúið stykkinu og heklið til baka = 20-23-26-27-30-33 fastalykkjur. Heklið 2 umferðir yfir allar fastalykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1 fastalykkju á hvorri hlið – lesið ÚRTAKA = 18-21-24-25-28-31 fastalykkjur. Haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og fækkið um 1 fastalykkju í hverri umferð þar til 2-3-2-3-2-3 fastalykkjur eru eftir. Klippið frá og festið enda.

VINSTRA FRAMSTYKKI:
Hoppið yfir 2 fastalykkjur eftir hægra framstykki, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 20-23-26-27-30-33 fastalykkjur, snúið stykkinu og heklið til baka með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Heklið síðan vinstra framstykki eins og hægra framstykki.

HEKLAÐUR KANTUR EFST:
Byrjið við miðju að aftan og heklið með heklunál 5 þannig:
UMFERÐ 1 (heklið með kórall): 3 loftlykkjur í fyrstu fastalykkju, 2 stuðlar í sömu fastalykkju , * hoppið yfir 2 fastalykkjur, 3 stuðlar í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* fram að hægra framstykki. Haldið áfram með heklaða kantinn upp yfir hægra framstykki þannig: * hoppið yfir ca 2 umferðir með fastalykkjum, 3 stuðlar um ystu loftlykkju/fastalykkja í næstu umferð *, endurtakið frá *-* upp að topp á hægra framstykki, í miðju fastalykkju/á milli 2 mðjju fastalykkja eru heklaðir 3 stuðlar + 3 loftlykkjur + 3 stuðlar, hoppið yfir ca 2 umferðir með fastalykkjum, 3 stuðlar um ystu loftlykkju/fastalykkja í næstu umferð *, endurtakið frá *-* niður hægra framstykki, heklið í kringum vinstra framstykki alveg eins og hægra framstykki. Haldið síðan áfram með heklaða kantinn yfir bakstykki þannig: * hoppið yfir 2 fastalykkjur, 3 stuðlar í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-*. Snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (heklið með natur): Heklið 1 loftlykkju + 1 fastalykkjur í síðasta stuðul frá fyrri umferð, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli 2 stuðlahópa *, endurtakið frá *-* upp að toppi á vinstra framstykki, heklið 1 fastalykkju + 3 loftlykkjur + 1 fastalykkja um loftlykkjuboga, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli 2 stuðlahópa *, endurtakið frá *-* fram að toppi á hægra framstykki, heklið 1 fastalykkju + 3 loftlykkju + 1 fastalykkja um loftlykkjuboga, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli 2 stuðlahópa *, endurtakið frá *-* fram að miðju að aftan.

BAND Á ÖXL:
UMFERÐ 1 (heklið með kórall):
Heklið loftlykkjuumferð ca 40-60 cm – mátið toppinn til að stilla af lengdina á loftlykkjuumferð. Heklið 1 fastalykkju um loftlykkjuboga á topp á öðru framstykkinu (loftlykkjuumferðin er nú fest við toppinn á framstykki), snúið og heklið 3 loftlykkjur + 2 stuðlar í fyrstu loftlykkju, * hoppið yfir 3 loftlykkjur, heklið 3 stuðla í næstu loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina.
UMFERÐ 2 (heklið með natur):
Heklið 1 loftlykkju í síðasta stuðul, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli 2 stuðlahópa *, endurtakið frá *-* meðfram öllu bandinu á öxl.

Heklið annað band fyrir öxl alveg eins á hinu framstykkinu. Bæði böndin eru hnýtt við bakstykki – mátið toppinn.

HEKLAÐUR KANTUR NEÐST:
UMFERÐ 1 (heklið með natur):
Heklið 2 stuðla um hvern og einn af loftlykkjubogum í horni frá ferningum og 3 stuðlar um hvern og einn af miðju 3 loftlykkjubogum á hverjum ferningi. Snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (heklið með kórall):
3 stuðlar í fyrsta stuðul, * hoppið yfir 2 stuðla, 3 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* meðfram öllum neðri kanti. Snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (heklið með natur):
Heklið 1 loftlykkju + 1 fastalykkju í síðasta stuðul frá fyrri umferð, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja á milli 2 stuðlahópa *, endurtakið frá *-* meðfram öllum neðri kanti.

KANTUR FYRIR HNAPPAGÖT:
Byrjið í neðri kanti við miðju að aftan og heklið ca 40 til 50 fastalykkjur upp meðfram opið við miðju að aftan (heklið einnig í heklaða kantinn neðst og efst).
Heklið 5 umferðir með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Klippið frá og festið enda. Heklið annan kant alveg eins á hinni hlið á opi við miðju að aftan.

FRÁGANGUR:
Deilið 6 tölum niður á vinstri kant fyrir tölur við miðju að aftan og saumið þær niður. Tölunum er hneppt á milli fastalykkja á hægri kanti.

Mynstur

= loftlykkja
= 3 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju
= stuðull um loftlykkjuboga
= fastalykkja um loftlykkjuboga
= fastalykkja á milli stuðlahópa
= keðjulykkja


Henriette 19.08.2018 - 21:09:

S'agissant de la vidéo pour assembler les carrés, il semblerait que ce ne soit pas la bonne ....? En effet d'après les explications: 3ml, 1ms (avec les 2 arceaux ensemble) , 3 ml, etc. On progresse d'arceau en arceau en joignant les arceaux.

DROPS Design 03.09.2018 kl. 14:51:

Bonjour Henriette, effectivement, dans ce modèle, on va crocheter les carrés ensemble, en piquant dans les 2 carrés et non l'un après l'autre alternativement. Suivez bien les indications du modèle. Bon crochet!

Josée 27.06.2018 - 16:48:

Bonjour j'ai fait mes carrer granny Soit six de la couleur 1 et sept de la couleur 2 ... Lors de l'assemblage sa dit 2 par 2... mais il va m'en rester un seul de la couleur numéro deux ? Alors fait t'il j'en fasse un autre de la couleur numéro 1? Merci ... PS mon autre commentaire est plein d'erreur je c est pas pourquoi ...

DROPS Design 28.06.2018 kl. 08:27:

Bonjour Josée, après avoir assemblé un carré-1 et un carré-2 ensemble, crochetez un carré-1 le long du côté du carré-2 puis un autre carré 2 le long du côté du 2ème carré-1 et ainsi de suite. Bon crochet!

Josée 27.06.2018 - 16:46:

Bonjour j'ai fait mes carrer granny sont 6 de la couleur 1 et 8 de la couleur 2... Mais pour l'assemblage c'est indiquer 2 par 2... sa ne marchera pas il va me rester 1 granny seul ? Merci de m'éclairer a se sujet

DROPS Design 28.06.2018 kl. 08:25:

Bonjour Josée, vous crochetez d'abord les 2 premiers carrés ensemble, puis un 3ème le long d'un des 2 premiers (= on assemble les carrés 2 par 2), puis un 4ème le long du côté du 3ème et ainsi de suite jusqu'à ce que tous les carrés soient reliés, mais ils sont assemblés 2 par 2 pour former une longue bande. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.