Lynne skrifaði:
I have just started to work the sleeves in the round. Directionally, when I follow A3 for underarm pattern and also with the method for decreasing, does it make a difference? For example I picked up the 8 sts then commenced my first row so that the 8sts are at the end of the round. Does this effect the way the sts lean in anyway ? Decreased sts slope away from underarm and I wondered if the A3 pattern changes in anyway as a result?
28.05.2022 - 23:46DROPS Design svaraði:
Dear Lynne, that's okay how you did it, start then to decrease 2 sts before A.3 with k2 tog, then work A.3 and decrease the first 2 sts after A.3 with slip 1, K1, psso. You have so decreased 1 stitch on each side of A.3. Happy knitting!
30.05.2022 - 08:29
Deborah Larson skrifaði:
First time knitting top down & following graphs. I found the instructions & graphs easy to follow. Best thing about top down knitting is that you can try it on as you go. Very pleased with results. Thankyou
13.05.2022 - 04:07
Pia Olsson skrifaði:
Hej! Jag har stickat klart mönstret på oket i storlek M. I beskrivningen står det att det ska finnas 239 maskor men jag har 272 maskor inklusive framkantsmaskorna. Jag har uppenbarligen gjort något allvarligt fel i mönstret, kan ni förstå vad som har blivit fel? Mönstret ser helt rätt ut när jag tittar på det. Hälsningar Pia
06.03.2022 - 09:28DROPS Design svaraði:
Hej Pia, i størrelse M strikkes diagrammet 19 gange, du starter med 8 masker i diagrammet, tager ud og slutter med 12 masker i diagrammet. 12x19=228+11=239 masker. Sæt gerne et lille mærke imellem hver af de 19 rapporter. God fornøjelse!
09.03.2022 - 10:18
Alice skrifaði:
Why are the buttonholes on the left band instead of the right?
18.04.2021 - 01:07DROPS Design svaraði:
Dear Alice, what we think is the "traditional" placement of the buttons are rather arbitrary, if you look at fashion history (before the Edwardian period), buttons/ buttonholes were used on both sides, mostly depending on wheter the owner of the dress dressed herself, or somebody else helped her, but also on the prefernace of the dressmaker. In our times, pllacement of buttons/ buttonholes can change for example, if someone is left handed. However, if you prefer your buttons on the other side, you can easily but the buttonholes differently. Happy Knitting!
18.04.2021 - 04:02
Kat B skrifaði:
I believe the pattern is set so the buttonholes are made on the LF side of the sweater, if I prefer my buttonholes on the Rt side can I move the A.1B to the Rt of A.1A while also removing the A.1A last row on the Rt & placing it instead on the 1st row on the LF. Would I achieve what I need to make the buttonholes on the Rt? Thank you so much for all the help.
18.09.2020 - 20:53DROPS Design svaraði:
Dear Kat B, you can work A.1 as explained, A.1B is just worked to make the pattern the same on each side, just decrease for the buttonholes in the right front band (instead of left band in the pattern) when stated for your size (or adjust as you like them to be). Happy knitting!
21.09.2020 - 08:20
Kat B skrifaði:
Is the 1st row After the Cast On row a Purl row? Thank you.
14.09.2020 - 00:06DROPS Design svaraði:
Dear KatB, on the first row after cast on knit all stitches from RS (= first of the 6 rows in stocking stitch). Happy knitting!
14.09.2020 - 09:26
Kat B skrifaði:
I've gotten to Row 14, which is an INC row but also a Purl Row. Am I to INC on the Purl side or have I somehow miscounted my rows? 6 rows of stocking knit; 1 row for the fold & then 7 more rows of stocking knit with the last row (14) being the Inc row. I thought all Incs were done on the Knit side. Thank you.
11.09.2020 - 01:21DROPS Design svaraði:
Dear KatB, the 7th row after the fold will be a WS row, this means you will make the yarn over on the purl row. On next row from RS you will work as explained under YOKE (work now the yarn over twisted). Happy knitting!
11.09.2020 - 08:10
Kat B skrifaði:
I LOVE this sweater but I don't know how to even start. Where does it say how many stitches are Cast On? And is this sweater done as 1 piece excluding the sleeves? Please help or maybe tell me what videos I need to watch. Thank You.
09.09.2020 - 21:22DROPS Design svaraði:
Dear KatB, our patterns always start with a description of techniques used in the pattern, then goto JACKET to see a description of the work, and start with NECK where you will find the number of stitches to cast on for your size. Happy knitting!
10.09.2020 - 09:29
Fournière skrifaði:
Merci beaucoup pour votre réponse rapide. Cordialement Martine
14.04.2020 - 22:47
Fournière skrifaði:
Bonjour, dans le paragraphe empiecement après avoir fait les augmentations pour le raglan on continue jusqu'à 22 cm Mais à partir d'où ? Du début de l'ouvrage ou du rang de cassure du col ? Merci pour votre réponse car j'en suis à ce niveau et je ne sais pas quoi faire. Cordialement Martine
13.04.2020 - 13:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fournière, mesurez à partir du rang de montage, ainsi, vous aurez bien 22 cm depuis le montage et 21 cm (+ 2 cm d'épaules) comme dans le schéma quand l'ourlet sera replié sur l'envers. Bon tricot!
14.04.2020 - 12:46
Summer Evening Cardigan#summereveningcardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, gatamynstri og ¾ ermar, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS BabyAlpaca Silk.
DROPS 191-23 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 126 lykkjur), mínus kant að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið með 116 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 29) = 4. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 4. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ATH: Ekki er aukið út yfir kanta að framan. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynstur fyrir þína stærð (á við um A.1). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Byrjið 6 lykkjur á undan prjónamerki í hlið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, haldið áfram með A.3 (prjónamerki er staðsett mitt í A.3), prjónið 2 lykkjur slétt og sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjur á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.3 (= 8 lykkjur), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = Byrjið frá réttu, prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina eins og áður. Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu á eftir kanti í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 7-7½-8-7-7-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 126-130-134-142-146-154 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með BabyAlpaca Silk. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið 6 umferðir sléttprjón fyrir kant fyrir saum, með 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið við miðju að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Nú hefur verið prjónaður kantur sem brotið er uppá. Prjónið 7 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið og aukið JAFNFRAMT út 29-33-37-29-33-33 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð – lesið ÚRTAKA-1 = 155-163-171-171-179-187 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og fellið af fyrir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 18-19-20-20-21-22 mynstureiningar með 8 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í A.1A. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 227-239-251-291-305-319 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá uppábroti í hálsi. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 23-27-31-23-33-31 lykkjur jafnt yfir = 250-266-282-314-338-350 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar: Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 41-43-45-51-56-60 lykkjur (þ.e.a.s. á eftir framstykki), 2. prjónamerki er sett á eftir næstu 48-52-56-60-62-60 lykkjur (= ermi), 3. prjónamerki er sett á eftir næstu 72-76-80-92-102-110 lykkjur (= bakstykki) og 4. prjónamerki er sett á eftir næstu 48-52-56-60-62-60 lykkjur (= ermi). Nú eru 41-43-45-51-56-60 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á framstykki. Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til auknar hafa verið út alls 10-13-15-15-16-18 sinnum hvoru megin við 4 prjónamerkin = 330-370-402-434-466-494 lykkjur. Prjónið síðan eins og áður án útaukningar fyrir laskalínu, en til að koma í veg fyrir að brjóta upp gataröndina meðfram hverri laskalínu er prjónað A.2 (= 6 lykkjur) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (prjónamerki er staðsett mitt í A.2). Þegar stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 51-56-60-66-72-78 lykkjur í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður (= framstykki), setjið næstu 68-78-86-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 92-102-110-122-134-146 lykkjur í sléttprjóni (= bakstykki), setjið næstu 68-78-86-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 51-56-60-66-72-78 lykkjur (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-230-250-274-302-330 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, að auki er prjónað A.3 yfir miðju 8 lykkjur í hvorri hlið (prjónamerki er staðsett mitt í A.3). Munið eftir hnappagötum í vinstri kanti að framan. Þegar stykkið mælist 5-5-5-3-3-3 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.3 í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5 cm millibili alls 5-5-5-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 230-250-270-298-326-354 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31 cm frá skiptingu eru prjónaðar 6 umferðir í garðaprjóni fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 68-78-86-90-94-96 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-86-96-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi. Prjónið A.3 yfir miðju 8 lykkjur undir ermi, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2-2-2-1-1-1 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við A.3 – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 8-11-15-16-17-17 sinnum í S: Í 6. hverri umferð, í M: Í 4. hverri umferð, i L: Til skiptis í annarri hverri og 3. hverri umferð og í XL + XXL + XXXL: Í annarri hverri umferð = 60-64-66-68-72-76 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 17-16-14-12-11-11 cm frá skiptingu, en passið uppá að úrtaka mitt undir ermi sé lokið (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Í næstu umferð er aukið út um 10-6-4-12-8-4 lykkjur jafnt yfir = 70-70-70-80-80-80 lykkjur. Prjónið síðan A.4 hringinn (= 7-7-7-8-8-8 mynstureiningar með 10 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 84-84-84-96-96-96 lykkjur í umferð. Prjónið 6 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). Prjónið 6 umferðir sléttprjón og fellið af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant fyrir saum í hálsmáli inn að röngu og saumið niður fallega með smáu lausu spori. Gerið það sama neðst á báðum ermum. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summereveningcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.