Maria Cecília skrifaði:
Olá! Com respeito, comento um erro em português: o modelo se tricota de baixo para cima e não ao contrário como diz nas instruções ;)
24.02.2022 - 10:43
Giuseppina skrifaði:
I don't get what I have to do in the * (Star) Line - Line 8. "Den Rand an der Lochreihe (= 4. Reihe/Runde des Diagramms) zur Rückseite der Arbeit klappen." I really don't understand what I have to do here in the first sentence. Can anybody help?
22.12.2020 - 22:26DROPS Design svaraði:
Dear Giuseppina, this video (with text in german, but just feel free to edit the language if necessary) is showing how to work this row with the star. Happy knitting!
23.12.2020 - 07:06
Mary skrifaði:
Finished this lovely cardi today, and was a joy to knit, looks very pretty,. Took a lot of undoing to get the pattern correct, but worth the work as looks lovely. A good yarn to knit with.
25.05.2019 - 11:25
Kee skrifaði:
Ik lees " kant dan af voor de mouwkop op het begin van iedere naald aan elke kant als volgt: Kant 1 keer 4 steken af, 1 keer 3 steken, en dan steeds 2 steken". Moet ik bij de 1e naald 4 steken afkanten en bij de 2e 3 steken, of moet ik bij de 1e en 2e naald 4 steken afkanten en bij de 3e en 4e 3 steken?
19.04.2019 - 20:41DROPS Design svaraði:
Dag Kee,
Je kant bij de eerste naald 4 steken af, dan keer je het werk en kant je weer 4 steken af aan het begin van de teruggaande naald. Daarna kant je 3 steken af op zowel de heen- als teruggaande naald, enzovoort.
21.04.2019 - 17:08
Annika skrifaði:
Vad menas med lejongap i detta mönster?
30.10.2018 - 07:59DROPS Design svaraði:
Hei Annika. Det er garnet i den gule fargen. Jeg ser at dette fargenavnet egentlig skulle vært maskros på svensk (Fargenummer 4) - vi skal få rettet dette i oppskriften. Men det referer altså til det gule garnet. God fornøyelse
30.10.2018 - 09:14
Terese skrifaði:
Hej! Hur mäter man längden på arbetet. Om man ska tex sticka till 32 cm. Och då får jag olika mått nästan varje gång. Ska arbetet ligga plant eller ska den hänga?
06.06.2018 - 20:38DROPS Design svaraði:
Arbetet mäts då det ligger plant. Det är viktigt att man inte sträcker arb då det mäts.
07.06.2018 - 14:27
Mari skrifaði:
Hei! Jeg trenger hjelp ang ermet. Det står øk hver 6. og hver 4. pinne. Skal jeg da øke først hver 6. pinne 7 ganger (størrelse L) også hver 4. pinne 7 ganger etter det? Eller skal det gjøres samtidig så det blir ca annenhver pinne?
03.05.2018 - 00:36DROPS Design svaraði:
Hei Mari. Det skal gjøres etter hverandre. Altså: du skal øke på hver 6 pinne 7 ganger, og når du er ferdig med det skal det økes på hver 4 pinne 7 ganger. God fornøyelse.
23.05.2018 - 12:00
Terese skrifaði:
Hej!\r\nNu när jag har stickat fram till där man mäter stickfastheten. Så blir det 19m×25v på 10×10cm på st 3.5. Måste jag göra om allt med st 3? Mvh/Terese
28.04.2018 - 11:27
Nancy skrifaði:
Bij het rechtervoorpand moet je voor maat L 73 steken opzetten met beige. Na iedere naald moet je aan het einde van de naald aan de goede kant, 1 steek meerderen. Zodra je met boterbloem verder gaat, minder je 9 steken en heb je 64 steken op je naald.... waar zijn dan de steken gebleven die je gemeerdert hebt ? Volgens mij klopt er iets niet ?
26.04.2018 - 16:24DROPS Design svaraði:
Dag Nancy, Er stond een fout in het patroon. Er moet staan 'een na laastste naald' in plaats van 'de volgende tot laatste naald'. Het is nu gecorrigeerd.
04.06.2018 - 06:28
Ann skrifaði:
I need some advice reading the pattern charts please! On the right side of the knitting do I read the chart from right to left and on the wrong side from left to right?\r\nThnak you!
27.03.2018 - 17:41DROPS Design svaraði:
Dear Ann, yes correct, and start reading diagram starting on the bottom corner on the right side. Happy knitting!
28.03.2018 - 15:13
Adele Cardigan#adelecardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með kanti með bylgjumynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Belle.
DROPS 187-13 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ATH: Fyrsta umferðin í mynsturteikningu er prjónuð frá röngu! ÚRTAKA-1: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 6,1. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA-2: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Mælt frá prjónamerki á eftir kanti í bylgjumynstri + 4 umferðir garðaprjón neðst niðri á hægra framstykki og fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 1, 8, 15, 22 og 29 cm M: 1, 9, 16, 23 og 30 cm L: 1, 9, 17, 25 og 32 cm XL: 1, 10, 18, 26 og 34 cm XXL: 1, 10, 19, 27 og 35 cm XXXL: 1, 10, 19, 28 og 37 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Fyrst er prjónaður kantur í bylgjumynstri með litnum ljós beige. Síðan er skipt yfir í litinn fífill og prjónaðar eru 4 umferðir garðaprjón áður en haldið er áfram í sléttprjóni. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 121-121-137-137-153-169 lykkjur með litnum ljós beige á hringprjón 4. Fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu þannig: A.1 (= 5 lykkjur), A.2 – veljið mynstur fyrir þína stærð (= 8 mynstureiningar með 14-14-16-16-18-20 lykkjur), A.3 (= 4 lykkjur). Í 2 síðustu umferðum í A.1-A.3 er fitjuð upp 1 ný lykkja í lok umferðar (merkir klauf) – ATH: fækkað er um 1 lykkju í næst síðustu umferð í A.1 = 122-122-138-138-154-170 lykkjur. Þegar A.1 til A.3 er lokið er skipt yfir í fífill. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 20-12-18-8-12-16 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA-1 = 102-110-120-130-142-154 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 0-1-2-3-4-5 cm fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með ca 4 cm millibili alls 4 sinnum = 94-102-112-122-134-146 lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm fellið af lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum, 2 lykkjur 1-1-2-3-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-1-3-2-2-2 sinnum = 82-84-86-88-90-92 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 35-37-39-41-43-45 cm fellið af miðju 40-40-42-42-44-44 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 20-21-21-22-22-23 lykkjur fyrir öxl. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm (alls 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl og niður). Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 65-65-73-73-81-89 lykkjur á hringprjón 4 með litnum ljós beige. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið A.1 (= 5 lykkjur), A.2 – veljið mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 4 mynstureiningar með 14-14-16-16-18-20 lykkjum), A.3 (= 4 lykkjur). Í næst síðustu umferð í mynsturteikningu er fitjuð upp 1 ný lykkja í lok umferðar frá réttu (= merkir klauf í hlið) = 65-65-73-73-81-89 lykkjur. Þegar A.1 til A.3 er lokið er skipt yfir í litinn fífill. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þegar fækkað er um 10-6-9-4-6-7 lykkjur jafnt yfir = 55-59-64-69-75-82 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú áfram þannig – frá réttu – Munið eftir HNAPPAGAT: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= við miðju að framan), sléttprjón þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni (= að hlið), JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 0-1-2-3-4-5 cm fækkið um 1 lykkju í hlið. Fækkið lykkjum svona með ca 4 cm millibili alls 4 sinnum = 51-55-60-65-71-78 lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm fellið af lykkjur í hlið fyrir handveg þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum, 2 lykkjur 1-1-2-3-4-5 sinnum og 1 lykkju 1-1-3-2-2-2 sinnum = 45-46-47-48-49-51 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni, 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 30-32-33-35-36-38 cm prjónið þannig – frá réttu: Prjónið fyrstu 17-17-18-18-19-20 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og fellið af í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 20-21-21-22-22-23 lykkjur eftir. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm (alls 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl og niður). Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! VINSTRA FRAMSTYKKI: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki. Fitjið upp 65-65-73-73-81-89 lykkjur á hringprjón 4 með litnum ljós beige. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið A.1 (= 5 lykkjur), A.2 – veljið mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 4 mynstureiningar með 14-14-16-16-18-20 lykkjum), A.3 (= 4 lykkjur). Í síðustu umferð í mynsturteikningu er fitjuð upp 1 ný lykkja í lok umferðar frá röngu (= merkir klauf í hlið) = 65-65-73-73-81-89 lykkjur. Þegar A.1 til A.3 er lokið er skipt yfir í litinn fífill. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þegar fækkað er um 10-6-9-4-6-7 lykkjur jafnt yfir = 55-59-64-69-75-82 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú áfram þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni (= í hlið), sléttprjón þar til eftir eru 4 lykkjur, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= miðja að framan), JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 0-1-2-3-4-5 cm fækkið um 1 lykkju í hlið. Fækkið lykkjum svona með ca 4 cm millibili alls 4 sinnum = 51-55-60-65-71-78 lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm fellið af lykkjur í hlið fyrir handveg þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum, 2 lykkjur 1-1-2-3-4-5 sinnum og 1 lykkju 1-1-3-2-2-2 sinnum = 45-46-47-48-49-51 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjóni, 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og 4 kantlykkjur í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 30-32-33-35-36-38 cm prjónið þannig – frá röngu: Prjónið fyrstu 17-17-18-18-19-20 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og fellið af í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 20-21-21-22-22-23 lykkjur eftir. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm (alls 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl og niður). Stillið af eftir hægra framstykki. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp. Fitjið upp 44-46-48-50-52-54 lykkjur á hringprjón 4 með litnum ljós beige. Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.4 – ATH: Fyrsta umferð í mynsturteikningu er frá röngu og er prjónuð brugðið frá röngu, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Í umferð sem kemur á eftir þar sem prjónað var saman við uppfitjunarkantinn (= umferð með ör í mynsturteikningu) er skipt yfir í litinn fífill. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8-5-5-4-4-3 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út í 6. hverri umferð 11-12-7-6-0-0 sinnum og í 4. hverri umferð 0-0-7-9-17-18 sinnum = 66-70-76-80-86-90 lykkjur. Þegar ermin mælist 33-33-32-32-31-31 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur þar til ermin mælist 40-41-41-42-42-43 cm, fellið af 3 lykkjur 1 sinni og fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 44-45-45-46-46-47 cm meðtalinn kantur neðst niðri á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlir með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. Saumið saum undir ermum og haldið síðan áfram niður meðfram hlið að lykkju sem fitjuð var upp fyrir klauf (= 8 cm fyrir klauf). Saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Endurtakið í hinni hliðinni. Saumið tölur í vinstri kant að framan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu og prjónið upp 108-108-114-114-120-120 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði á framstykki) með litnum fífill á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (ranga): 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.4 þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið síðan svona áfram þar til 7. umferð í mynsturteikningu hefur verið prjónuð til loka. Prjónið síðan 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af með sléttum lykkjum, en á undan 4. hverri lykkjur er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. ATH: Affellingarkanturinn má ekki verða stífur, þá kemur uppábrotið að snúa út þegar flíkin er notuð. Brjótið niður við gataumferð í A.4 þannig að faldur fyrir saum verði að innanverður á flíkinni. Saumið affellingarkantinn við efsta garðaprjón. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur! |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #adelecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.