Annie Soulié skrifaði:
Mon coup de coeur pour l'hiver prochain.
30.01.2018 - 09:29
Isa skrifaði:
Quero mesmo muito fazer este modelo! Já me imagino com ele nas noites de verão à beira-mar!!!
03.01.2018 - 00:21
Sylvie skrifaði:
Ce modèle a croisé mon cœur !
13.12.2017 - 12:10
Christine Thebault-Smith skrifaði:
This pattern had now made its way to the very top of my list!
13.12.2017 - 06:49
Chloé Thiffault skrifaði:
Ce modèle fait partie de mes coups de coeur.
12.12.2017 - 18:12
Mariann skrifaði:
I'm so in love with the crossed front, so simple yet stylish! :3
11.12.2017 - 22:29
Sandy Wrap#sandywrap |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með framhliðum sem skarast og gatamynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-24 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 93 lykkjur), mínus kanta að framan í garðaprjóni (t.d. 2 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 5,3. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 5. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir lykkjur í garðaprjóni. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 45 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 6,4. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður í stykkjum og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp. BAKSTYKKI: Prjónið hægri öxl þannig: Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi), sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni (= að handvegi). UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið vinstri öxl þannig: Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni (= að handveg), sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur, 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi). UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, brugðnar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja i garðaprjóni. Nú eru prjónaðar saman hægri og vinstri öxl þannig: Snúið stykkinu (= vinstri öxl) og prjónið eins og áður yfir 28-30-32-34-36-38 lykkjur, fitjið upp 15-15-17-17-19-19 nýjar lykkjur í lok umferðar (= háls), síðan eru prjónaðar 28-30-32-34-36-38 lykkjur á hægri öxl inn á prjóninn = 71-75-81-85-91-95 lykkjur fyrir bakstykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir háls að miðju að aftan eru prjónaðar í garðaprjóni, aðrar lykkjur á bakstykki eru prjónaðar í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður (þ.e.a.s. miðju 19-19-21-21-23-23 lykkjur + 1 kantlykkja í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir nýjar lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 12-13-13-14-14-13 cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið fyrir handveg þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2-1-2-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum og 4 lykkjur 1 sinni = 87-93-101-109-119-129 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem fitjað var upp fyrir síðustu lykkjur fyrir handveg er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með 14-15-15-16-17-17 cm millibili alls 3 sinnum = 93-99-107-115-125-135 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 49-52-54-56-59-61 cm frá öxl og niður. Nú er aukið út um 17-16-18-20-20-25 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir) = 110-115-125-135-145-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, 3 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 54-57-59-61-64-66 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð garðaprjón, Nú er mynstur prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 12-14-16-18-20-22 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 13 lykkjur), 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona, JAFNFRAMT er aukið út með því að slá uppá prjóninn og fyrir handveg þannig: Þegar stykkið mælist 2 cm frá uppfitjunarkanti byrjar útaukning fyrir uppslætti. Aukið út um 1 lykkju á undan A.1 + 2 lykkjur garðaprjón – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 52-55-57-59-63-65 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-13-13-14-14-13 cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2-1-2-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum og 4 lykkjur 1 sinni (= alls 8-9-10-12-14-17 nýjar lykkjur fyrir handveg). Nýjar lykkjur fyrir handveg eru prjónaðar með sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem fitjaðar voru upp síðustu lykkjur fyrir handveg er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið. Aukið svona út með 14-15-15-16-17-17 cm millibili alls 3 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 91-97-102-108-116-123 lykkjur. Stykkið mælist ca 49-52-54-56-59-61 cm frá öxl og niður. Nú er aukið út um 20-19-24-28-30-38 lykkjur jafnt yfir = 111-116-126-136-146-161 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 5 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur slétt, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 54-57-59-61-64-66 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Nú er prjónað mynstur frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.2 (= 13 lykkjur), 12-14-16-18-20-22 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona, JAFNFRAMT er aukið út með uppslætti og handveg þannig: Aukið út um 1 lykkju á eftir 2 kantlykkjum í garðaprjóni + A.2 – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 52-55-57-59-63-65 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-13-13-14-14-13 cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2-1-2-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 1-2-2-3-4-5 sinnum og 4 lykkjur 1 sinni (= alls 8-9-10-12-14-17 nýjar lykkjur fyrir handveg). Nýjar lykkjur fyrir handveg eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem fitjaðar voru upp síðustu lykkjur fyrir handveg er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. Aukið svona út með 14-15-15-16-17-17 cm millibili alls 3 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 91-97-102-108-116-123 lykkjur. Stykkið mælist ca 49-52-54-56-59-61 cm frá öxl og niður. Nú eru auknar út 20-19-24-28-30-38 lykkjur jafnt yfir = 111-116-126-136-146-161 lykkja. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 2 kantlykkjur með garðaprjóni, (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 54-57-59-61-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 45-50-50-55-55-60 lykkjur á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 7-11-8-13-10-14 lykkjur jafnt yfir = 38-39-42-42-45-46 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 9-8-9-9-5-11 cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 6-5-4-3-3-2 cm millibili alls 6-7-8-10-11-12 sinnum = 50-53-58-62-67-70 lykkjur. Haldið síðan áfram í sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar ermin mælist 43-42-41-40-39-37 cm fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2-2-3-3-3-4 sinnum, 1 lykkja 3-4-4-4-4-4 sinnum, 2 lykkjur 2-2-2-2-3-3 sinnum og 4 lykkjur 1 sinni = 12-13-14-18-19-18 lykkjur. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 52-52-51-50-50-49 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við uppfitjunarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. Saumið saum undir ermum og síðan niður yfir hliðarsauma. Saumið eina tölu í vinstri hliðarsaum (frá réttu á flíkinni) beint yfir stroff. Saumið seinni töluna á hægri hliðarsaum (innanverðu á flíkinni) beint yfir stroff. Stykkinu er lokið með því að hneppa tölunum í gegnum eitt af götum í mynstri A.1/A.2 neðst niðri við stroff. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandywrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.