Marthe Brekke skrifaði:
Finnes denne i barnestørrelser?:) Skulle så gjerne ha strikket den til ei jente på 11 år!:)
20.01.2019 - 11:17DROPS Design svaraði:
Hei Marthe. Denne finnes kun som voksenmodell dessverre, men ønsket ditt er blitt videreformidlet til vår deisgnavdeling
25.01.2019 - 15:00
Andrea skrifaði:
Hallo liebes Team, habe die Passe fast fertig und merke erst jetzt: gibt es keine Nackenerhöhung? Dann ist es ja hinten so tief wie vorne. Gibt es da eine generelle Vorgabe, also sowas wie "Nacken soll immer 3 cm höher sein als vorne" und bis wohin strickt man dann die verkürzten Reihen? Das vordere Viertel aussparen? Vielen Dank und liebe Grüße, Andrea PS: Ihr macht TOLLE Anleitungen, vielen Dank dafür
11.01.2019 - 10:36DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, es gibt diesem Modell keine Erhöhung, dh beide Halsausschnitt vorne und hinten werden gleich. Wenn Sie lieber eine Erhöhung möchten, können Sie sich von einem ähnlichen Modell (selbe Maschenprobe mit Erhöhung) inspirieren. Ihr DROPS Laden kann Ihnen auch damit wahrscheinlich helfen (auch telefonisch oder per E-Mail). Viel Spaß beim stricken!
11.01.2019 - 12:28
Turid skrifaði:
Fortsettelse på siste spørsmål. Strikker på pinne 5,5, bør jeg øke pinnestørrelse
16.12.2018 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hei Turid. Se svar under
17.12.2018 - 12:02
Turid skrifaði:
Hvis arbeidet måler ca 19 cm etter at A1 er strikket bør jeg glattstrikke 1 cm før jeg starter på raglanfelling? Strikker nok litt stramt. Takk for hjelpa😄
16.12.2018 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hei Turid. For at bærestykket ikke skal blir for lite (og stramme under ermene) bør du fortsette å strikke til du har riktig lengde. Vær også obs på at om du strikker stramt vil raglanen også bli kortere, som igjen vil påvirke lengden på bærestykket. Det er av den grunn det er veldig viktig at strikkefastheten blir overholdt. Strikker du stramt bør du øke pinnestørrelsen så mye som du trenger for å få den angitte strikkefasthen. Da slipper du å måtte endre oppskriften, eller risikere at plagget blir for lite. God fornøyelse
17.12.2018 - 12:02
Turid skrifaði:
Hvor mange nøster av Drops air må jeg ha i STR L for å være sikker på å få nok garn? Jeg strikker nok litt stramt.
10.12.2018 - 16:17DROPS Design svaraði:
Hei Turid. Du skal i utgangspunktet trenge 300 g i størrelse L, som er 6 nøster a 50 g. Det er viktig at strikkefastheten blir overholdt for å få de rette målene på plagget, samt det riktige garnforbruket. Et tips er å justere pinnestørrelsen slik at du overholder den angitte strikkefastheten. Er du usikker på om den oppgitte garnmengden holder, er det bedre med et nøste for mye enn et nøste for lite. God fornøyelse
11.12.2018 - 08:35
Urda skrifaði:
Strikket denne i størrelse M, og til tross for at jeg var nøye med strikkefastheten, gikk jeg tom for garn da det var 5-10 cm igjen på det siste ermet. Veldig ergelig. Man trenger 350 g garn til str M, ikke 300g.
02.10.2018 - 18:48
Mona Fonnes skrifaði:
Hei. Eg tror det er en feil i diagrammet til størrelse xxl+xxxl. Omg 19. Sammenlign med omg 19 på diagram for mindre størrelser. Kastene og maskene sammen skal være rett over som omg 17. Har strikket 3 gensere i mindre størrelser og holder nå på med en i xxl. Har rekt opp og mønsteret ser rett ut nå når eg gjorde som i de mindre størrelsene.
12.09.2018 - 11:55
Dordi Hammer skrifaði:
Lurer på om det er noe feil i mønsteret. Er i gang med å strikke denne, men lurer litt på ermelengde. I oppskriften står det at det skal strikkes til ermet måler 42-41-41-39-37-35 cm, fra str S til XXXL. Virker ulogisk for meg at ermet er lengst på de minste str. Ser også at lengden på bolen fra under ermene og til vrangbord skiller bare 1 og 2 cm på de ulike str. Er dette riktig?
17.06.2018 - 20:38DROPS Design svaraði:
Hei Dordi. Ja det stemmer, de større størrelsene har videre ermkuppel/skulderparti og derfor strikkes ikke ermene like lange som i de mindre størrelsene. Det stemmer også at det er 2 cm lengdeforskjell på genseren mellom hver størrelse (målt fra skulder til avfellingskant). Det er selvfølgelig ikke noe i veien for at du strikker både erme og bol lenger om du ønsker det, men vær da klar over at du da vil bruke mer garn. God fornøyelse.
18.06.2018 - 14:28
Marit Lyngheim Wilhelmsen skrifaði:
Hei! Er det noe feil med forklaringa av tegna? To tomme ruter... antar den ene skal det være dernest økes og blir hull..
15.06.2018 - 20:19DROPS Design svaraði:
Hej Marit, Vi kan ikke lige se hvor du er i opskriften. Er det diagramforklaringerne du mener? Hvilken i så fald?
18.06.2018 - 11:00
Claudia Cruz skrifaði:
78 malhas para a gola não são suficientes. Tenho que duplicar? Podem explicar?
29.03.2018 - 23:57
Aftensol#aftensolsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Peysa með hringlaga berustykki og gatamynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-5 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 21) = 7,4. Í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis eftir ca 7. hverja og 8. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-2 (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA- STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-78-78-84-90-96 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið A.1 hringinn (= 12-13-13-14-15-16 mynstureiningar með 6 lykkjum – mynstrið á að passa fallega yfir stroff þannig að affellingarkantur í A.1 kemur beint yfir 1 lykkju slétt frá stroffi og að slétta lykkjan mitt í blaði í A.1 kemur beint yfir 1 lykkju slétt í stroffi). Haldið áfram með A.1 eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 216-234-234-252-270-288 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 20-20-20-20-23-23 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna fyrst lykkjurnar: Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 34-36-36-40-44-47 lykkjur (= ½ bakstykki), 2. prjónamerki er sett á eftir næstu 40-45-45-46-47-50 lykkjur (= ermi), 3. prjónamerki er sett á eftir næstu 68-72-72-80-88-94 lykkjur (= framstykki) og 4. prjónamerki er sett á eftir næstu 40-45-45-46-47-50 lykkjur (= ermi). Nú eru 34-36-36-40-44-47 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT þegar prjónuð hefur verið 1 umferð í sléttprjóni eftir A.1 byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 2-3-5-6-6-5 sinnum = 232-258-274-300-318-328 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón þar til eftir er 1 umferð þar til stykkið mælist 23-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 36-39-41-46-50-52 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 44-51-55-58-59-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið 72-78-82-92-100-104 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 44-51-55-58-59-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 36-39-41-46-50-52 lykkjur sem eftir eru í umferð (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-168-180-200-220-232 lykkjur. Byrjið umferð mitt undir ermi í annarri hlið á stykki, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 32-33-34-33-33-33 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 21-24-27-28-29-32 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 = 177-192-207-228-249-264 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff í hring (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 44-51-55-58-59-60 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-57-63-66-69-72 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjum undir ermi og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 5-8-10-11-11-12 sinnum = 40-41-43-44-47-48 lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-16-20-15-15-16 cm frá skiptingu (úrtaka á nú að vera lokið), aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 6-6-5-4½-4½-4 cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 48-49-51-54-57-58 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 42-41-41-39-37-35 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-2-0-0-0-2 lykkjur jafnt yfir = 48-51-51-54-57-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 45-44-44-43-41-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aftensolsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.