Vibeke skrifaði:
Kan man bruge både Drops Paris og Drops Muskat til denne model? Mvh Vibeke
17.02.2024 - 10:10DROPS Design svaraði:
Hej Vibeke, DROPS Paris og Muskat tilhører 2 forskellige grupper med strikkefasthed, så det vil ikke blive jævnt men for løst hvis du strikker den i Muskat...Men vi har søde kjoler i Muskat som du kan følge :)
23.02.2024 - 10:42
Lilian skrifaði:
Guys am so in-love, with this darling ,i am already doing the same one with wider stripes but am Head over Heels with this sweet dress.
08.04.2023 - 21:00
Charlotta Johansson skrifaði:
Undrar om de angivna måtten räknas på kroppen eller på plagget?
04.06.2022 - 23:10DROPS Design svaraði:
Hej Charlotta, Måtten i måttskissen är plaggets mått. Se här: Hur man läser måttskissen och väljer storlek
08.06.2022 - 07:40
Anne skrifaði:
Hallo, ich habe gerade mit diesem wunderschönen Kleid begonnen, kann aber Diagramm A1 nicht finden… Liebe Grüße aus Berlin Anne
22.01.2022 - 14:09DROPS Design svaraði:
Liebe Anne, das Diagramm A.1 finden Sie rechts, neben der Maßskizze. Viel Spaß beim Stricken!
23.01.2022 - 10:05
Krystel skrifaði:
Bonjour, Je ne saisie pas ce qu'il faut faire après les augmentations du raglan : la partie A.1. Par où on commence à mesurer depuis le rang de montage du devant, qu'est-ce que ça veut dire ?
23.02.2021 - 23:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Krystel, le diagramme A.1 se tricote à chaque transition des raglans, les marqueurs doivent être chacun au milieu de chaque A.1 (flèche), vous continuez ainsi la bordure ajouré des augmentations du raglan sans augmenter de mailles. Mesurez l'ouvrage depuis le rang de montage (= depuis que vous avez monté les mailles pour commencer) jusqu'aux mailles sur l'aiguille au niveau du milieu du devant de la robe - comme le schéma l'indique si cela peut vous aider. Bon tricot!
24.02.2021 - 07:54
Anne skrifaði:
Ein traumhaft schönes Kleid. Ich würde es gern in genau den gleichen Farben nachstricken. Leider stelle ich fest, dass es die Farben gar nicht mehr gibt. Habe ich noch eine Möglichkeit, die gleichen Farben zu bekommen? Schöne Grüße Anne
13.08.2020 - 10:39DROPS Design svaraði:
Liebe Anne, alle Farben Paris sind von uns lieferbar - am besten wenden Sie sich an Ihrem DROPS Laden, gerne wird man Ihnen weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
13.08.2020 - 15:40
Anette Jensen skrifaði:
Glem hvad jeg skrev... Griner.. Nu kan jeg godt se pointen i opskriften,- man er jo bare "vant til" at raglan skilles mellem de 2 masker.. :-)
27.06.2020 - 17:24
Anette Jensen skrifaði:
Der ER altså fejl i opskriften ved ærmerne, som andre har skrevet. Hvis du starter med at have 20 m til ærmer (str. XXL) og skal lave raglan 23 gange i hver side, giver dette 20 + 23 + 23 = 66 m til 1 ærme og ikke 60 som der står i opskriften.
27.06.2020 - 16:53
Inger Calmén Thunström skrifaði:
Hej, jag hittar inte diagram A1 i mönstret. Har det fallit bort? Vänligen, Inger
17.06.2020 - 02:42DROPS Design svaraði:
Hej Inger. Du hittar det längst ner, till höger om måttskissen. Mvh DROPS Design
17.06.2020 - 10:19
Joly skrifaði:
Pour le modele w-677 apres le raglas je comprent pas a .1 (5) comment faire merci
28.12.2019 - 16:27
Verona#veronadress |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll með röndum úr DROPS Paris með laskalínu og klauf í hliðum, prjónaður ofan frá og niður . Stærð S - XXXL.
DROPS 187-1 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1 (á við um berustykki): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 7,3. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 7. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR (á við um laskalínu): Sjá mynsturteikningu A.1. RENDUR Á BERUSTYKKI: Rendur eru prjónaðar í sléttprjóni þannig: 2-2-2-2-2-2 umferðir sinnep, 5-6-6-8-8-9 umferðir ljós ísblár, 2-4-4-4-6-6 umferðir dökk bleikfjólublár, 5-6-6-8-8-9 umferðir bleikvínrauður, 2-2-2-2-2-2 umferðir sinnep, 10-12-14-14-14-16 umferðir kórall, 2-2-2-2-2-2 umferðir púðurbleikur, ca 4-4-6-6-8-8 umferðir dökk bleikfjólublár, þ.e.a.s. prjónið sléttprjón með dökk bleikfjólublár þar til berustykkið hefur verið prjónað til loka, prjónið síðan A.2 og A.3 eins og útskýrt er í uppskrift. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Sjá mynsturteikningu A.2 og A.3. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Rendur eru prjónaðar í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um hliðar á kjól): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 6 lykkjum), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á kjól): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður að byrjun á klauf. Síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig til loka. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-96-96-102-102 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum dökk þveginn. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 = 100-100-108-108-116-116 lykkjur. Setjið 4 prjónamerki fyrir laskalínu í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 15-15-17-17-19-19 lykkjur (= ½ bakstykki), annað prjónamerkið er sett á eftir næstu 20 lykkjur (= ermi), þriðja prjónamerkið er sett á eftir næstu 30-30-34-34-38-38 lykkjur (= framstykki) og fjórða prjónamerkið er sett á eftir næstu 20 lykkjur (= ermi), nú eru 15-15-17-17-19-19 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið nú berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið RENDUR Á BERUSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 4 prjónamerkin (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-17-18-22-23-26 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 212-236-252-284-300-324 lykkjur í umferð. Haldið áfram með rendur á berustykki án þess að auka út fyrir laskalínu, en til að gataumferðin meðfram hverri laskalínu rofni ekki þegar ekki er lengur aukið út, prjónið A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og kant á ermum (ör í A.1 merkir prjónamerki í laskalínu). Þegar stykkið mælist 16-18-20-22-24-26 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan skiptist stykkið í fram- og bakstykki og ermar. Prjónið með dökk bleikfjólublár þannig: Prjónið fyrstu 31-34-37-41-45-49 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 44-50-52-60-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 62-68-74-82-90-98 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-50-52-60-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 31-34-37-41-45-49 lykkjur sem eftir eru (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og kantar í handvegi er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-148-164-180-200-220 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið = 68-74-82-90-100-110 lykkjur á milli prjónamerkja. Byrjið umferð við prjónamerkin í hægri hlið á stykki (þegar flíkin er mátuð). Prjónið A.2 hringinn. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er A.3 prjónað, síðan er prjónað í sléttprjóni með litnum dökk bleikfjólublár til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið svona með 2 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 124-136-152-168-188-208 lykkjur. Þegar stykkið mælist 16 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½ cm millibili alls 28 sinnum í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 43-44-43-44-43-43 cm skiptist stykkið við klauf við bæði prjónamerkin og fram- og bakstykki er nú prjónað hvort fyrir sig. Látið lykkjur á bakstykki bíða á prjóninum eða setjið þær á þráð. Haldið áfram í sléttprjóni og röndum eins og áður á framstykki, en 3 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATH: Þegar skiptingin verður fyrir klauf í hvorri hlið þá mun samt verða eftir útaukning í hvorri hlið, en nú er aukið út innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Á eftir síðustu útaukningu eru 118-124-132-140-150-160 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með dökk bleikfjólublár þar til stykkið mælist ca 81-84-87-90-93-95 cm frá öxl. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið bakstykki á sama hátt. KANTUR Í HANDVEGI: Setjið 44-50-52-60-60-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-56-60-68-70-76 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón í hring með litnum dökk þveginn og fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #veronadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.