Claudia skrifaði:
Guten Tag, Bei einer Länge von 19 cm 2 Maschen an jedem Markierungsfaden abnehmen (= 4 Maschen abgenommen) Sollen die Abnahmen im Rückenteilbereich stattfinden??
14.04.2024 - 13:10DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, es wird jeweils 4 Maschen abgenommen: 2 an jeder Seite - siehe ABNAHMETIPP, dh 1 Masche beim jeden Vorderteil und 2 Maschen beim Rückenteil. Viel Spaß beim Stricken!
15.04.2024 - 08:37
Lisa Egebo skrifaði:
Brushed Alpaca Silk er i nøgler à 25 g og løber ca. 140 cm. Melody er i nøgler à 50 g og løber også ca. 140 cm. Men hvorfor skal man så købe lige mange gram af hver garntype?
18.06.2021 - 14:16
Benthe Gundersen skrifaði:
Hei igjen :) Takk for superraskt svar :)\r\nNår jeg begynner med mønster A2 så står det at jeg skal ha 1 kast på kroken, og 2 sammen. Hvis jeg sløyfer kastet så blir det rett...da blie det 5 hull..:D
02.06.2021 - 13:04
Benthe Gundersen skrifaði:
Hei :) Når jeg strikker hullene i stolpene...mønster .A1 og A2 så får jeg 5 hull i A1 og 6 hull i A2 stolpen..stemmer dette?? Skal det ikke være like mange hull på hver side?
01.06.2021 - 23:47DROPS Design svaraði:
Hej Benthe, jo der skal være lige mange huller i stolperne - kan du have 1 omslag for meget i den ene ? :)
02.06.2021 - 12:25
Tove Hansen skrifaði:
Trenger hjelp for å sy sammen,skjønner ikke helt hvordan stolpene skal festes, finnes et film......?
09.10.2020 - 13:33DROPS Design svaraði:
Hei Tove. Vi har dessverre ingen film på akkurat dette. Men når du er ferdig med forstykkene, syr du de to avfellingskantene sammen, bak i nakken. Se evnt hjelpevideo på : Hvordan montere med usynlig maskesting. Evnt se: Instruksjnsvideoer - Montering - Sy sammen, kanskje noen video der kan hjelpe deg. Deretter sys kragen til halsrigningen bak i nakken med små sting. God Fornøyelse!
12.10.2020 - 13:34
Tove Hansen skrifaði:
Har ikke strikket mye, men her står det at en skal strikke med to tråder, vil det si dobbel tråd, to nøster samtidig..., tror kanskje jeg har gjort feil, striker bare med et nøste av gangen🤔
10.09.2020 - 16:04DROPS Design svaraði:
Hej Tove. Om du stickar med garnet Brushed Alpaca Silk så ska du sticka med två trådar (=dubbel tråd) men stickar du med garnet Melody ska du kun sticka med 1 tråd. Mvh DROPS Design
11.09.2020 - 07:12
Michelle skrifaði:
Continuer ainsi jusqu'à ce que le col mesure 6-6-6-7-7-7 cm au plus étroit bonjour, que voulez vous dire au plus étroit?? et à partir du début des rang raccourci ou à partir du rabat des épaules? sur les 9 m du rang raccourci ou sur les 5 m qui restent? merci
22.04.2020 - 07:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Michelle, mesurez votre col du côté mailles rabattues pour l'épaule (en fin de rang, vu sur l'endroit), du côté où vous avez tricoté moins de rangs, l'autre côté (côté extérieur du col, début de rang sur l'endroit) doit mesurer approximativement le double. Bon tricot!
22.04.2020 - 08:37
Michelle skrifaði:
Bonsoir.. juste pour être sur de moi. Ici : Monter 140-148-160-174-186-202 mailles (y compris 12-12-12-14-14-14 mailles de bordure devant de chaque côté de l'ouvrage) avec l'aiguille circulaire 7 les maillles des bordures sont elles prise en compte dans le comptage des mailles a monter ou faut il les ajouter? merci
31.03.2020 - 23:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Michelle, les bordures des devants sont comprises dans le nombre de mailles à monter dès le début, vous n'avez pas à les monter en plus. Bon tricot!
01.04.2020 - 08:23
Margot skrifaði:
Jeg vil strikke denne model i Helpatent hvor meget garn skal jeg så bruge mere? I L Vh Margot
02.03.2020 - 14:10DROPS Design svaraði:
Hej Margot, du kan prøve at sammenligne målene med denne og se hvor meget garn der skal bruges. Searching for Spring Jacket Prøv også gerne vores garnomregner :)
03.03.2020 - 15:15
CHRISTINE BAKER skrifaði:
I'm knitting this sweater again in a smaller size. However, just want to confirm the cast on 140 stitches - do I have to add 12 on each side - making it 164 stitches?
04.01.2020 - 03:06DROPS Design svaraði:
Dear Christine, for the smallest size you should cast on 140 stitches that INCLUDES the 12 stitches for the band on both sides, so you do not have to add them. Happy Knitting!
04.01.2020 - 10:23
Greek Melody#greekmelodyjacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með röndum, gatamynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL. Hægt er að prjóna stykkið með 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði DROPS Melody.
DROPS 186-39 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR (á við um kant að framan): Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Endurtakið A.1 og A.2 á hæðina (= 12 umferðir). RENDUR-1 (á við um fram- og bakstykki): RÖND 1: Prjónið 26-27-28-29-30-31 cm með 2 þráðum í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum perlugrár Melody. RÖND 2: Prjónið 26-27-28-29-30-31 cm með 2 þráðum í litnum ljós sægrænn Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum ljós sægrænn Melody. Prjónið síðan með 2 þráðum í lintum natur Brushes Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum natur Melody til loka. RENDUR-2 (á við um ermar): RÖND 1: Prjónið 3½-3½-3½-3-3-3 cm með 2 þráðum í litnum ljós sægrænn Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum sægrænn Melody. RÖND 2: Prjónið 3½-3½-3½-3-3-3 cm með 2 þráðum í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum perlugrár Melody. RÖND 3: Prjónið 3½-3½-3½-3-3-3 cm með 2 þráðum í litnum natur Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum natur Melody. Endurtakið rönd 1-3 2 sinnum til viðbótar, síðan er endurtekin rönd 1 1 sinni til viðbótar. Prjónið síðan með 2 þráðum í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum perlugrár Melody til loka. ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðu að framan, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. PEYSA: Fitjið upp 140-148-160-174-186-202 lykkjur (meðtaldar 12-12-12-14-14-14 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 7 með 2 þráðum í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum perlugrár Melody – lesið RENDUR-1. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig – frá réttu: Prjónið A.1 yfir fyrstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur (= kantlykkjur að framan), prjónið sléttprjón þar til eftir eru 12-12-12-14-14-14 lykkjur, prjónið A.2 yfir síðustu 12-12-12-14-14-14 lykkjur (= kantlykkjur að framan) – lesið MYNSTUR. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, 38-40-43-47-50-54 lykkjur inn frá miðju að framan (bakstykki = 64-68-74-80-86-94 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 19 cm er fækkað um 2 lykkjur við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur færri) – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 17-18-19-20-21-22 cm millibili alls 3 sinnum = 128-136-148-162-174-190 lykkjur. Þegar stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 33-35-38-42-45-49 lykkjur, fellið af næstu 4 lykkjur fyrir handveg (= 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), prjónið næstu 54-58-64-70-76-84 lykkjur, fellið af næstu 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 33-35-38-42-45-49 lykkjur. Prjónið síðan hvort stykki til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 54-58-64-70-76-84 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni eins og áður. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-90 cm fellið af miðju 10-10-10-12-12-12 lykkjur fyrir hálsmái og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-23-26-28-31-35 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 77-80-83-86-89-92 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 33-35-38-42-45-49 lykkjur. Haldið áfram með mynstur A.1 yfir kantlykkjur að framan eins og áður og sléttprjóni yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 77-80-83-86-89-92 cm fellið af fyrstu 21-23-26-28-31-35 lykkjur frá röngu fyrir öxl, prjónið út umferðina = 12-12-12-14-14-14 lykkjur eftir á prjóni fyrir sjalkraga. Prjónið stuttar umferðir í garðaprjóni yfir þessar lykkjur með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 1 umferð yfir fyrstu 8-8-8-9-9-9 lykkjur, snúið og prjónið til baka, prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur, snúið og prjónið til baka. Haldið svona áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 6-6-6-7-7-7 cm þar sem er styst. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. haldið áfram með mynstur A.2 yfir kantlykkjur að framan, fellið af fyrstu 21-23-26-28-31-35 lykkjur frá réttu fyrir öxl og prjónið stuttar umferðir yfir kant í hálsmáli með byrjun frá röngu. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. Fitjið laust upp 48-50-53-55-58-60 lykkjur á stuttan hringprjón 8 með 2 þráðum í litnum natur Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum natur Melody. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan sléttprjón og RENDUR-2. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 4-3½-3½-3-2½-2½ cm millibili alls 10-11-11-12-13-13 sinnum = 28-28-31-31-32-34 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-41-40-38-37-34 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) skiptið yfir á sokkaprjón 7. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af – til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með 1 númeri grófari prjónum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið saman sjalkragann við miðju að aftan (saumurinn á að snúa inn þegar kraginn er brotinn niður að aftan). Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermar í. SNÚRA: Peysan er með 2 snúrur. 1 snúra = Klippið 4 þræði í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 2 þræði í litnum perlugrár Melody ca 1,5 metra. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút í annan endann og hnýtið hnút ca 10 cm frá kanti í hinum endanum (snúran á að vera ca 50 cm í lokin, klippið e.t.v. snúruna til í rétta lengd). Þræðið snúruna í gegnum trékúlu og hnýtið hnút – gerið 1 skúf (= Klippið 16 þræði í litnum ljós grár Brushed Alpaca Silk eða 8 þræði í litnum perlugrár Melody ca 16 cm) og hnýtið aftur hnút (með þræðinum frá snúrunni) mitt í skúfinn. Leggið skúfinn saman tvöfaldan og hnýtið þráð ca 1 ½ cm niður frá trékúlunni, í kringum skúfinn. Klippið neðri kantinn á skúfnum til. Festið snúruna í vinstri hlið að utan verðri peysunni ca 10 cm niður frá handveg (mátið e.t.v. peysuna og stillið staðsetninguna á snúrunni). Gerið aðra snúru til viðbótar á sama hátt og festið yst á kant að framan í hægra framstykki ca 28-29-30-31-32-33 cm frá öxl og niður. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greekmelodyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.