Anna skrifaði:
Storlek L: Jag ska lägga upp 28 m och sticka rätstickning i 2 v över de 28 m. Sedan ska jag sticka rätstickning över 22 m i 8 cm. Vad händer med de 6 m som inte blir stickade? Vad menas med den kortaste sidan - är det mot mitt fram eller där jag har 6 m som inte har blivit stickade?
27.02.2024 - 20:10DROPS Design svaraði:
Hej Anna. Du stickar förkortade varv (se gärna våra videor längre ner på sidan) när du stickar växelvis över alla maskor och växelvis bara över 22 maskor. Du upprepar alltså detta " 2 varv rätstickning fram och tillbaka över alla maskorna, 2 varv rätstickning fram och tillbaka över de första 20-20-22-22-24-24 maskorna mot mitt fram" tills arbetet mäter 8 cm längst den kortaste sidan, dvs den sidan som du inte stickar hela varvet ut varannan gång. Mvh DROPS Design
28.02.2024 - 07:38
Monika skrifaði:
Czy schematy w tym projekcie pokazują rzędy po obu stronach pracy? Czyli czy jak zaczynam czytać schemat od prawej strony do lewej, to gdy dojdę do końca rzędu kolejny rząd czytam ze schematu od lewej do prawej?
29.01.2024 - 16:57DROPS Design svaraði:
Witaj Moniko, schematy pokazują wszystkie rzędy robótki (widok na prawej stronie robótki). Jak czytać schematy znajdziesz TUTAJ. Patrz część kursu, w której robótka jest przerabiana w tę i z powrotem. W razie dodatkowych pytań proszę pisać. Pozdrawiamy!
29.01.2024 - 18:31
Geraldine skrifaði:
Buenas tardes , soy nueva en esto y antes tenia otro modelo de patrón de drops , pero no logro entender por donde comenzar el tejido . En resumen que debo hacer primero para una talla xl ?
21.08.2023 - 01:35DROPS Design svaraði:
Hola Geraldine, la talla XL se corresponde a la 4ª talla en el patrón. Por lo tanto, cuando tengas secuencias de números, tendrás que trabajar el 4º número de la secuencia. Por ejemplo, empiezas montando 28 puntos, trabajas 1 pliegue sobre todos los puntos y 1 pliegue sobre los 22 puntos centrales y repites estos 2 pliegues hasta que el cuello chal mida 8 cm por el lado más corto. Continúa trabajando como se explica en el patrón. También puedes leer la siguiente lección para más ayuda sobre cómo trabajar los patrones: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=79&cid=23.
27.08.2023 - 22:39
Ina Jensen skrifaði:
Forstår ikke dette: Det er starten af sjalskraven Slå 26-26-28-28-30-30 masker op på rundpind 3 med Flora eller Nord. Strik RETSTRIK – se forklaring over, således: * 2 p retstrik frem og tilbage over alle masker, 2 p retstrik frem og tilbage over de første 20-20-22-22-24-24 masker mod midt foran. I skriver at man slår 26 masker op. Men ved pind 3 skal man kun strikke retstrik i de 20 masker. Hvad med de resterende 6 masker? Håber i kan forklare det.
20.05.2023 - 22:17DROPS Design svaraði:
Hej Ina, det bliver vendepinde, så du strikker flere pinde over de yderste masker mod halsen til du kommer til skulderen hvor du skal slå masker op i den anden side (den side hvor du har strikket færrest pinde) :)
23.05.2023 - 11:16
Suzanne Crosier skrifaði:
I'm still really confused by this pattern. I'm starting on body section where you put all sections back on needles my question is when it states continue with A2 and A3 do I just continue and repeat last 2 rows of A2? Or if I start chart over then I still have to knit last row of A2 because those stitches are on needle. I hope I explained things clearly.
10.03.2023 - 22:05DROPS Design svaraði:
Dear Suzanne, just continue as you have knit before (the last two roes). Happy Knitting!
12.03.2023 - 15:45
Suzanne Crosier skrifaði:
Hi, I hope I can explain my question so you can understand. I'm at the point where I'm putting all pieces back on needles and starting body. Pattern states all charts in order of how they are worked. When it states to continue with A2A and A4A do I just repeat the last row over until end of project or do I start over at the beginning of A2A and A4A? Thanks
16.02.2023 - 02:25DROPS Design svaraði:
Hi Suzanne, You repeat all rows in the charts, from the bottom upwards. Happy crafting!
16.02.2023 - 06:54
Annie skrifaði:
Bonjour, jusqu\\\'ou doit on faire les rangs raccourcis pour le col du n)179-13
20.01.2023 - 13:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Annie, on tricote les rangs raccourci du col jusqu'à ce qu'il mesure 7-7-8-8-8-8 cm le long du côté le plus court (il fera le double de l'autre côté). Bon tricot!
20.01.2023 - 16:43
Liz skrifaði:
When A.1 had been completed one time (20 rows), should I go back to the first row to continue the pattern? There are some stitches sticking up on top after the last row. They are the 4 stitches above the 2/2 cables. How should those be knitted? Thanks.
10.09.2022 - 05:52DROPS Design svaraði:
Dear Liz, when A.1 has been done in height, start again from 1st row but the cable over 4 sts will have to be worked as before on every 6th row, ie this cable is worked over a different number of rows. Happy knitting!
12.09.2022 - 09:28
Charlotte skrifaði:
Hi there. What does the size range S to XXXL equate to in say UK sizes or inches/ cm. I'd love to knit this but can't figure out how much wool I'd need. Thank you Drops : )
31.03.2021 - 19:06DROPS Design svaraði:
Dear Charlotte, you can find the finished measurements on the scematic drawing at the bottom of the instructions. We suggest you take a sweater that is comfortable (and possiblly similar style) and compare the measurements. The amount of wool needed to knit this pattern is given in the pattern. Happy Knitting!
01.04.2021 - 09:49
Maxant skrifaði:
Bonjour, Que fait on des 6 mailles qui restent sur le col châle, quand on tricote les 20 mailles du milieu. Merci bonne journée
18.04.2020 - 13:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Maxant, on tricote des rangs raccourcis sur les 26 mailles du col, ainsi, quand on tricote 2 rangs sur les 20 premières mailles seulement, on va laisser les 6 dernières mailles non tricotées et on aura ainsi 4 rangs sur les 20 premières mailles et 2 seulement sur les 26 mailles. On forme ainsi une démarcation qui permettra au col de se plier à ce niveau-là. Bon tricot!
20.04.2020 - 09:41
Morgan's Daughter Vest#morgansdaughtervest |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Vesti með sjalkraga, köðlum og A-formi, prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Flora.
DROPS 179-13 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um kant að framan). Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman á hæðina er hægt að prjóna tvær auka umferðir í garðaprjóni einungis yfir kantlykkjur að framan með jöfnu millibili (aðrar lykkjur hvíla á prjóninum þegar einungis tvær umferðir í garðaprjóni eru prjónaðar yfir kant að framan). Endurtakið með ca 5 cm millibili til loka. ÚTAUKNING-1: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 34 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 13) = 2,6. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca aðra hverja lykkju og þriðju hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-3 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón, prjónið A.6 (= 6 lykkjur, prjónamerki er staðsett mitt í A.6), prjónið 1 lykkju sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Þ.e.a.s. prjónið frá réttu þar til 4 lykkjur eru eftir í lok umferðar, fellið af 2 lykkjur og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af frá fyrri umferð (= gat). Fellt er af fyrir fyrsta hnappagati þegar stykkið mælist 30-30-32-32-34-34 cm frá öxl (þ.e.a.s. þegar úrtaka yst á sjalkraga er lokið). Fellið síðan af 3-3-3-4-4-4 næstu hnappgöt með ca 8-8-8-7-7-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón hvert fyrir sig og prjónað er ofan frá og niður. Þegar útaukningu fyrir handvegi er lokið, eru stykkin sett saman og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan til loka. SJALKRAGI Á VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 lykkjur á hringprjón 3 með Flora. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þannig: * 2 umferðir í garðaprjóni fram og til baka yfir allar lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 20-20-22-22-24-24 lykkjur við miðju að framan *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 7-7-8-8-8-8 cm meðfram stystu hliðinni. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fitjið upp 34-34-34-34-38-38 lykkjur fyrir öxl í lok þessara umferða (þar sem sjalkraginn er stystur) = 60-60-62-62-68-68 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu (yfir allar lykkjur). Prjónið nú vinstra framstykki eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI MEÐ SJALKRAGA: = 60-60-62-62-68-68 lykkjur í umferð. Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 26-26-28-28-30-30 lykkjur í garðaprjóni yfir sjalkraga, prjónið sléttar lykkjur yfir þær 34-34-34-34-38-38 lykkjur sem eftir eru og aukið jafnframt út 13 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir þessar lykkjur – lesið ÚTAUKNING-1 = 73-73-75-75-81-81 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 3 kantlykkjum í garðaprjóni, 44-44-44-44-48-48 lykkjur brugðið og 26-26-28-28-30-30 lykkjur slétt. Prjónið síðan frá réttu þannig: 26-26-28-28-30-30 lykkjur í garðaprjóni yfir sjalkraga, prjónið A.1 (= 44-44-44-44-48-48 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki eftir 2 fyrstu lykkjur í A.1 (séð frá réttu – þ.e.a.s. Setjið 1 prjónamerki eftir 2 fyrstu lykkjur í A.1 (séð frá réttu – þ.e.a.s. beint eftir lítinn kaðal) – látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Haldið svona áfram með mynstur, minnkið sjalkraga inn til kant að framan, aukið út fyrir handveg og aukið út fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! KANTUR AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-11-11 cm frá öxl er fækkað um 1 lykkju yst á sjalkraga með því að prjóna aðra og þriðju lykkju í byrjun umferðar frá réttu, slétt saman. Fækkið lykkjum svona í 6. hverri umferð alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, í 4. hverri umferð alls 7-7-7-7-8-8 sinnum og í annarri hverri umferð alls 10-10-12-12-12-12 sinnum. Á eftir síðustu úrtöku fyrir kant að framan eru 6 kantlykkjur með garðaprjóni við miðju að framan og stykkið mælist ca 30-30-32-32-34-34 cm frá öxl og niður. HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-15-16-13-14-13 cm er aukið út um 1 lykkju fyrir handveg á undan 3 kantlykkjum í garðaprjóni í lok umferðar frá réttu – lesið ÚTAUKNING-2 (þ.e.a.s. útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4-8-8-14-16-20 sinnum, fitjið síðan upp 3-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur við handveg í lok næstu umferðar frá réttu = 7-12-14-20-24-30 lykkjur fleiri fyrir handveg. Stykkið mælist nú ca 19-20-21-22-24-26 cm frá öxl og niður. Prjónið til baka frá röngu með 6-7-9-9-11-13 lykkjur slétt, 4-8-8-14-16-20 lykkjur brugðið, A.1, A.2 eins og útskýrt er að neðan undir HÁLSMÁL og sléttar lykkjur yfir sjalkraga eins og áður. Geymið stykkið og haldið áfram með SJALKRAGI Á HÆGRA FRAMSTYKKI og HÆGRA FRAMSTYKKI MEÐ SJALKRAGA, en passið uppá að útaukning fyrir HÁLSMÁL sem er útskýrt að neðan, byrji samtímis eins og eða áður en stykkið er lagt til hliðar. HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 19-19-20-20-22-22 cm frá öxl er aukið út fyrir hálsmáli á eftir prjónamerki eins og útskýrt er í A.2A, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir sjalkraga eins og áður, prjónið A.2A og aukið út eins og mynsturteikning sýnir, haldið áfram með A.1, haldið áfram með útaukningu fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan og endið með 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Tvær fyrstu lykkjur í A.1 verða nú A.2A. ATH: Passið uppá að kaðlar séu eins í sömu umferð í A.2A eins og kaðlar í A.1. Á eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli mælist stykkið ca 28-28-30-30-32-32 cm frá öxl og niður og aukið út um 12-12-14-14-14-14 lykkjur fyrir hálsmáli. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir sjalkraga/kant að framan, haldið áfram með A.2B yfir A.2A (= 14-14-16-16-16-16 lykkjur), haldið áfram með A.1 (þær 2 fyrstu lykkjur í A.1 eru sömu og 2 fyrstu lykkjur í A.2 og hafa nú þegar verið prjónaðar), prjónið sléttprjón yfir útauknar lykkjur við handveg og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. SJALKRAGI Á HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 lykkjur á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan sléttprjón þannig: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir fyrstu 20-20-22-22-24-24 lykkjurnar við miðju að framan *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 7-7-8-8-8-8 cm meðfram stystu hliðinni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fitjið upp 34-34-34-34-38-38 lykkjur fyrir öxl í lok þessara umferðar (þar sem sjalkraginn er stystur) = 60-60-62-62-68-68 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu (yfir allar lykkjur). Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI MEÐ SJALKRAGA: = 60-60-62-62-68-68 lykkjur í umferð. Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 34-34-34-34-38-38 lykkjurnar og aukið jafnframt út um 13 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið 26-26-28-28-30-30 lykkjur garðaprjón yfir sjalkraga = 73-73-75-75-81-81 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 26-26-28-28-30-30 lykkjum slétt, 44-44-44-44-48-48 brugðnar lykkjur og 3 sléttar kantlykkjur. Prjónið síðan héðan frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 (= 44-44-44-44-48-48 lykkjur) og endið með 26-26-28-28-30-30 lykkjum með garðaprjóni yfir sjalkraga. Setjið 1 prjónamerki í 2 síðustu lykkjurnar í A.3 (séð frá réttu – þ.e.a.s. rétt á undan litlum kaðli) – látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Haldið svona áfram með mynstur, minnkið jafnframt sjalkragann inn til kant að framan, aukið út fyrir handveg og aukið út fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. KANTUR AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 11-11-12-12-11-11 cm frá öxl er fækkað um 1 lykkju yst á sjalkraga með því að prjóna þriðju síðustu og aðra síðustu lykkju í lok umferðar frá réttu slétt saman. Fækkið lykkjum svona í 6. hverri umferð alls 3-3-3-3-4-4 sinnum, í 4. hverri umferð alls 7-7-7-7-8-8 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 10-10-12-12-12-12 sinnum. Eftir síðustu úrtöku fyrir kant að framan eru 6 kantlykkjur við miðju að framan með garðaprjóni og stykkið mælist ca 30-30-32-32-34-34 cm frá öxl og niður. HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-15-16-13-14-13 cm er aukið út um 1 lykkju fyrir handveg á eftir 3 kantlykkjum með garðaprjóni í byrjun á umferð frá réttu – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4-8-8-14-16-20 sinnum, fitjið síðan upp 3-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur við handveg í lok næstu umferðar frá röngu = 7-12-14-20-24-30 lykkjur fleiri fyrir handveg. Stykkið mælist nú ca 19-20-21-22-24-26 cm frá öxl og niður. Geymið stykkið og haldið áfram með HÆGRI ÖXL AÐ AFTAN, en passið uppá að útaukning fyrir HÁLSMÁL sem útskýrt er að neðan byrjið samtímis eða áður en stykkið er lagt til hliðar. HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 19-19-20-20-22-22 cm frá öxl er aukið út fyrir hálsmáli á undan prjónamerki eins og útskýrt er í A.4A, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, haldið áfram með útaukningu fyrir handveg eins og útskýrt er að ofan., haldið áfram með A.3 fram að prjónamerki, prjónið A.4A og aukið út eins og mynsturteikning sýnir og endið með garðaprjóni yfir sjalkraga eins og áður. Tvær síðustu lykkjurnar í A.3 verða nú A.4A. ATH: Passið uppá að kaðlar séu í sömu umferð í A.4A og kaðlar í A.3. Á eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli mælist stykkið ca 28-28-30-30-32-32 cm frá öxl og niður og auknar hafa verið út 12-12-14-14-14-14 lykkjur fyrir hálsmáli. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir útauknu lykkjurnar við handveg, haldið áfram með A.3 (2 síðustu lykkjurnar í A.3 er sömu og 2 síðustu lykkjurnar í A.4B og eru prjónaðar þegar A.4B er prjónað). Haldið áfram með A.4B yfir A.4A (= 14-14-16-16-16-16 lykkjur) og endið með garðaprjón yfir sjalkraga/kant að framan. HÆGRI ÖXL AÐ AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 34-34-34-34-38-38 lykkjur á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið jafnframt út um 13 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir = 47-47-47-47-51-51 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 3 sléttum kantlykkjum og 44-44-44-44-48-48 brugðnum lykkjum. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 (= 44-44-44-44-48-48 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir í A.1 eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok síðustu umferðar (nýjar lykkjur eru prjónaðar brugðnar frá réttu og slétt frá röngu). Prjónið 2 umferðir til viðbótar í A.1 og fitjið JAFNFRAMT upp 24-24-28-28-28-28 nýjar lykkjur í lok síðustu umferðar fyrir hálsmáli = 73-73-77-77-81-81 lykkjur í umferð. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl að aftan eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI ÖXL AÐ AFTAN (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 34-34-34-34-38-38 lykkjur á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið jafnframt út um 13 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir = 47-47-47-47-51-51 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 44-44-44-44-48-48 lykkjum brugðnum og 3 sléttum kantlykkjum.. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 (= 44-44-44-44-48-48 lykkjur). Þegar prjónaðar hafa verið 3 umferðir í A.3 eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok síðustu umferðar = 49-49-49-49-53-53 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 2 lykkjum slétt, A.3 og 3 lykkjur sléttar kantlykkjur. Setjið nú vinstri og hægri öxl saman við bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið lykkjurnar frá báðum öxlum á sama hringprjón 3 (24-24-28-28-28-28 lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli á hægri öxl að aftan = miðja aftan í hnakka) = 122-122-126-126-134-134 lykkjur í umferð Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, haldið áfram með A.3 yfir næstu 44-44-44-44-48-48 lykkjur, prjónið A.5 yfir næstu 28-28-32-32-32-32 lykkjur, haldið áfram með A.1 yfir næstu 44-44-44-44-48-48 lykkjur og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 16-15-16-13-13-11 cm er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg eins og á framstykki, þ.e.a.s. aukið út frá réttu á eftir 3 kantlykkjum með garðaprjóni í byrjun á umferð og 3 kantlykkjur með garðaprjóni í lok umferðar. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 4-8-8-14-16-20 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 3-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok tveggja næstu umferða = 136-146-154-166-182-194 lykkjur og stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm frá öxl og niður. Setjið nú framstykki og bakstykki saman eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið lykkjur frá vinstra framstykki (séð frá réttu) á prjóninn án þess að prjóna lykkjurnar, setjið 1 prjónamerki (= í hlið), setjið lykkjur af bakstykki á prjóninn og setjið 1 prjónamerki (= í hlið) og setjið lykkjur frá hægra framstykki á prjóninn. Haldið áfram með mynstur eins og áður, haldið áfram með útaukningu fyrir hálsmáli eins og áður og haldið áfram með úrtöku fyrir kant að framan eins og áður. Þ.e.a.s. fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir sjalkraga/kant að framan með áætlaðri úrtöku eins og áður, haldið áfram með A.2 og A.1, prjónið 4-8-8-14-16-20 lykkjur sléttprjón, 12-14-18-18-22-26 lykkjur garðaprjón (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 12-14-18-18-22-26 lykkjum), prjónið 4-8-8-14-16-20 lykkjur sléttprjón, haldið áfram A.3, A.5 og A.1 yfir bakstykki, prjónið 4-8-8-14-16-20 lykkjur sléttprjón, 12-14-18-18-22-26 lykkjur garðaprjón (prjónamerki í hlið situr mitt í þessum 12-14-18-18-22-26 lykkjum), prjónið 4-8-8-14-16-20 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.3 og A.4 eins og áður og endið með garðaprjóni yfir sjalkraga/kant að framan með áætlaða úrtöku eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur, en þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni yfir miðju 12-14-18-18-22-26 lykkjurnar á hvorri hlið er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Haldið svona áfram með mynstur, en þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 12-14-18-18-22-26 lykkjurnar á hvorri hlið er prjónað frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir sjalkraga/kant að framan með áætlaða úrtöku eins og áður, jafnframt A.2 og A.1 eins og áður, prjónið 7-12-14-20-24-30 lykkjur sléttprjón, prjónið A.6 (= 6 lykkjur, prjónamerki er staðsett mitt í A.6), prjónið 7-12-14-20-24-30 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.3, A.5 og A.1 eins og áður, prjónið 7-12-14-20-24-30 lykkjur sléttprjón, prjónið A.6 (prjónamerki í hlið er staðsett mitt í A.6), prjónið 7-12-14-20-24-30 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.3 og A.4 eins og áður og endið með garðaprjón yfir sjalkraga/kant að framan eins og áður. Á eftir öllum útaukningum fyrir hálsmáli og úrtökum fyrir kant að framan eru 280-300-316-340-372-396 lykkjur í umferð. Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 30-32-34-36-38-40 cm frá öxl. Lesið HNAPPAGAT. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-3 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6. hverri umferð (ca öðrum hverjum cm) til loka (ef prjónfestan passar á hæðina jafngildir þetta ca 21 útaukningu á hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 71-73-75-77-79-81 cm eru ca 364-384-400-424-456-480 lykkjur í umferð. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar í hverjum kaðli (bæði köðlum með 4 lykkjum og köðlum með 2 lykkjum) slétt saman 2 og 2 (á einungis við um kaðla, ekki við brugðnu einingarnar eða sléttu einingarnar) = ca 312-332-348-372-404-428 lykkjur. Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu, en til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Allt vestið mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við uppfitjunarkantinn. Saumið saman sjalkraga við miðju að aftan og passið uppá að saumurinn snúi að röngu þegar kraginn er brotinn niður. Saumið sjalkraga við hálsmál aftan í hnakka. Saumið tölur í. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morgansdaughtervest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 179-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.