Simonne Van Frachem skrifaði:
Is dit patroon ook te verkrijgen om te breien op de breimachine ? En welke wol voor naalden nr 2 raad u mij aan voor dit werk ? Alvast bedankt voor het antwoord. groetjes, Simonne
23.05.2019 - 21:03DROPS Design svaraði:
Simone,
Helaas is dit patroon er alleen voor breien met de hand. Wij maken geen patronen voor de breimachine. Als je met naald 2 wilt breien, zou je een garen uit groep A kunnen kiezen, bijvoorbeeld DROPS Alpaca of DROPS Nord. Let er wel op of de stekenverhouding klopt, want dit patroon is met garen uit garengroep B.
23.05.2019 - 21:32
Liza skrifaði:
Hi :) Where is the A.1A and A.2A diagrams?
06.11.2018 - 14:50DROPS Design svaraði:
Dear Liza, thanks for your feedback, we'll check again. Thank you in advance for your patience.
07.11.2018 - 08:10
Elin skrifaði:
Stemmer det at livvidden i str. S er 86 cm, og neste størrelse er 100 cm? Det var et voldsomt sprang mellom to størrelser?
15.10.2018 - 22:46DROPS Design svaraði:
Hei Elin. Ja, det stemmer. Det er et like stort sprang mellom den nest største og den største størrelsen også. Dette skyldes at mønsteret skal gå opp i alle størrelser, og da blir målene noe større/mindre enn om det ikke er mønster. Det er ikke noe i veien for at du strikker etter den ene størrelsen i vidden, og etter en større størrelse i lengden om det passer deg bedre. God fornøyelse.
22.10.2018 - 09:28
Dea skrifaði:
Il diagramma A1A indicato nelle spiegazioni per le maniche dove è?
04.10.2018 - 13:27DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea. Segnaleremo l’errore. Deve seguire i diagrammi che trova, senza la A finale, quindi diagramma A.1 è così via. Buon lavoro!
04.10.2018 - 20:20
Dea skrifaði:
Quando si misura la lunghezza per fare la divisione tra le maniche e il corpo bisogna farla sul davanti del maglione? Sul dietro c'è l'alzata per la migliore vestibilità che falserebbe le misure o no?
28.09.2018 - 20:40DROPS Design svaraði:
Buongiorno Dea. Sì, è corretto prendere le misure sul davanti. Buon lavoro!
29.09.2018 - 06:35
Dea skrifaði:
Buonasera. Mi trovo alla fine dell'alzata , quindi alla fine del ferro a maglie rovesce nel punto col segnapunti. Ora devo iniziare i due giri a m rasata e devo per forza tornare indietro, come faccio ad evitare il buco che si forma tra le due maglie del giro? Grazie.
21.09.2018 - 17:56DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea. Può provare a sollevare il filo del giro precedente, dove si formerebbe il buco e lavorarlo ritorto insieme alla prima maglia sul ferro. Buon lavoro!
21.09.2018 - 21:05
Cindy skrifaði:
Waar vind ik patroon A1.A en A2.A?
01.06.2018 - 22:55DROPS Design svaraði:
Dag Cindy, Deze teltekeningen staan helemaal onderaan bij het patroon.
03.06.2018 - 19:52
Conny skrifaði:
Vraag 1: Bij het breien van de mouwen is er aan beide kanten van de 8 opgezetten steken een gat ontstaan, klopt dat en hoe los ik het op. Vraag 2: bij de mouwen moet er 2 steken geminderd worden om de 3 toeren, moet dat in een keer of aan beide zijde van de markeerdraad? Met vriendelijke groet, Conny
09.01.2018 - 08:24DROPS Design svaraði:
Hoi Conny, Antwoord 1: Er hoort niet een gaat te ontstaan naast de 8 steken, maar natuurlijk wel op de acht steken van de mouw en de 8 steken van het pand. Dit gat naai je later dicht. Door het opzetten van de 8 steken kan het soms wel lijken of er een gat ontstaat, maar dit trekt vaak na een paar naalden breien wel weer bij en kun je evt. bij het dichtnaaien van het gat ook bijwerken. Vraag 2: Je mindert aan beide kanten van de markeerdraad, dus aan de ene kant 1 steek en aan de andere kant 1 steek.
09.01.2018 - 21:41
Sandra Ferber skrifaði:
Meine Halsblende liegt nicht wie auf dem Bild unten am Hals, sondern gleicht eher einem Stehkragen, obwohl ich aufgrund der Maschenprobe ihn bereits mit 4,5 Nadeln gestrickt habe. Ansonsten liegt der Musterteil wunderbar. Woran kann dies liegen?
28.10.2017 - 16:56DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ferber, vielleicht können Sie Ihr Laden den Strickstück zeigen (ein Foto können Sie auch ihnen senden), damit können sie Ihnnen sicher besser helfen. Viel Spaß beim stricken!
30.10.2017 - 09:10
Inge Rabert skrifaði:
Hallo zusammen, Ich habe erstmals drops-wolle bestellt und mir dieses Muster ausgesucht. Leider hab ich schon ganz am Anfang eine frage: im Text steht für die Halsblende "a1 = x Rapporte a 6 maschen stricken". Im Diagramm sehe ich pro Rapport aber 10 maschen. Was sehe ich falsch oder wie ist es richtig? Ich freue mich auf Ihre Antwort, damit ich richtig loslegen kann. Vielen dank und viele grüße Inge rabert
03.09.2017 - 11:05DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rabert, Diagram lesen Sie von unten nach oben, dh A.1 wird hier mit 6 M pro Rapport beginnen. Viel Spaß beim stricken!
04.09.2017 - 10:26
Telemark#telemarksweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki og marglitu norrænu mynstri, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 179-9 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 11. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 11. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 8 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 8 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN: Prjónuð er upphækkun frá miðju að aftan (= byrjun á umferð). Byrjið frá réttu og prjónið 12-13-14-14-15-15 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-26-28-28-30-30 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-39-42-42-45-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-52-56-56-60-60 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-65-70-70-75-75 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið að byrjun á umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3 (Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð – á við um A.1 og A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Allar umferðir í mynsturteikningu sýna mynstur séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því. ÚRTAKA-1 (á við miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 10. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 9. og 10. hver lykkja saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Umferðin byrjar við miðju að aftan. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. HÁLSMÁL: Fitjið upp 88-96-100-104-108-112 lykkjur á stutta hringprjóna 3,5 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 3 lykkjur PERLUPRJÓN - sjá útskýringu að ofan *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Eftir stroffið er prjónuð 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 8-6-8-10-12-14 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir) = 96-102-108-114-120-126 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Til að flíkin passi betur er prjónuð smá UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Haldið síðan áfram með 2-2-4-4-6-6 umferðir í sléttprjóni. Prjónið nú MYNSTUR og útaukningu – lesið LEIÐBEININGAR! Fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.1 (= 16-17-18-19-20-21 mynstureining 6 lykkjur í fyrstu umferð í mynsturteikningu). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu er aukið út jafnt yfir þannig – munið eftir ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Ör-1: Aukið út 30-36-42-42-48-48 lykkjur jafnt yfir = 126-138-150-156-168-174 lykkjur. Ör-2: Aukið út 30-36-42-42-48-48 lykkjur jafnt yfir = 156-174-192-198-216-222 lykkjur. Ör-3: Aukið út 30-36-36-42-42-48 lykkjur jafnt yfir = 186-210-228-240-258-270 lykkjur. Ör-4: Aukið út 30-36-36-42-42-48 lykkjur jafnt yfir = 216-246-264-282-300-318 lykkjur. Ör-5: Aukið út 24-34-36-38-40-42 lykkjur jafnt yfir = 240-280-300-320-340-360 lykkjur. Ör-6: Aukið út 30 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 270-310-330-350-370-390 lykkjur. Ör-7: Aukið út 20-20-20-30-30-40 lykkjur jafnt yfir = 290-330-350-380-400-430 lykkjur. Þegar stykkið mælist 27-29-30-32-33-34 cm frá uppfitjunarkanti skiptast lykkjur upp fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig (A.1 er ekki lokið og heldur áfram eins og áður): Prjónið 41-48-50-55-59-65 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 63-68-75-80-82-84 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið 82-97-100-110-118-131 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 63-68-75-80-82-84 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), og prjónið 41-49-50-55-59-66 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 180-210-220-240-260-290 lykkjur. Haldið síðan áfram með A.1 eins og áður. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með A.2 yfir A.1, EN í 1. umferð í A.2 er aukið út um 0-0-2-0-4-4 lykkjur jafnt yfir = 180-210-222-240-264-294 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er sett 1 prjónamerki í hvora hlið. Setjið fyrra prjónamerkið eftir 45-52-55-60-66-73 lykkjur og seinna prjónamerkið eftir 90-106-112-120-132-148 nýjar lykkjur, nú eru 45-52-55-60-66-73 lykkjur eftir í umferð á eftir seinna prjónamerkinu. Prjónið nú með milligrár til loka og prjónið sléttprjón. Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki). Aukið svona út með ca 4-5-5-5-5-5 cm millibili alls 5-4-4-4-4-3 sinnum = 200-226-238-256-280-306 lykkjur. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-25-26 cm er aukið út um 32-34-38-40-40-42 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 232-260-276-296-320-348 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (allur uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat). Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff * 1 lykkja slétt, 3 lykkjur perluprjón *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Öll peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 63-68-75-80-82-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi (prjónið upp lykkjur með grunnlit í næstu umferð í mynstri) = 71-76-85-90-94-98 lykkjur. Haldið áfram með mynstur A.1 hringinn á ermi (mynstrið á ermi á að passa við mynstur frá berustykki) – ATH: í stærð S, M, L, XXL og XXXL kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp í lykkjufjölda mitt undir ermi, en til að koma í veg fyrir löng hopp eru prjónaðar eins margar lykkjur af mynstri A.1 eins og hægt er í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.2 yfir A.1 hringinn í umferð, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 72-78-84-90-96-96 lykkjur (þetta er gert til að mynstur A.1 geti gengið jafnt upp í lykkjufjölda): Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er sett eitt prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-14 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermi (= 4-4-5-5-6-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið síðan með litnum milligrár. Í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í ca 6.-3.-3.-2.-2.-2. hverri umferð alls 6-9-9-12-12-12 sinnum = 60-60-66-66-72-72 lykkjur. Þegar stykkið mælist 14-12-12-10-10-9 cm prjónið mynstur A.3 (= 6 lykkjur) hringinn í umferð, JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í mynsturteikningu er lykkjum fækkað jafnt yfir þannig – lesið ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): ÖR-1: Fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 54-54-60-60-66-66 lykkjur. ÖR-2: Fækkið um 6-6-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 48-48-48-48-54-54 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið cm 33-31-31-29-29-28 cm frá skiptingu. Prjónið síðan með milligrár. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 4-4-8-8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-62-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 3 lykkjur perluprjón) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 39-37-37-35-35-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #telemarksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 179-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.