Susanne Damgaard skrifaði:
Hej! Sjalet både lyder og ser bredt ud. I opskriften står der "bredde øverst: 183 cm". Er det ikke muligt, at nøjes med at strikke indtil man synes sjalet har en passende bredde? Men det vil i så fald, vel også påvirke længden på sjalet? Mvh Susanne Damgaard
09.09.2017 - 21:18DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, Ja men selvfølgelig kan du det :) Det er jo udtagningerne i diagrammet som gør bredden og her kan du jo vælge at hoppe over nogle af dem. Vi kan dog ikke hjælpe dig med at beregne hvilke, men det giver sig helt sikkert når du sidder med dit strikketøj. Du kan markere alle overgange imellem diagrammerne, så bliver det lettere at holde styr på. God fornøjelse!
13.09.2017 - 14:01
Sabrina skrifaði:
Hallo, auf dem Bild hat das Tuch Anteile von einem Roséwein und/oder einem Pinkton. Die empfohlene Farbnummern Drops delight 08 hat aber laut Farbkarte keinen solchen. Das Dunkelgrün auch nicht Das scheint nicht die richtige Wolle oder Farbnummer zu sein. Also welche ist die wirklich richtige oder sind es vielleicht zwei verschiedene Drops delight Farbtöne? Danke vorab..
30.08.2017 - 17:13DROPS Design svaraði:
Liebe Sabrina, die richtige Farbe Delight ist Farbe Nr 05 - Anleitung wird gleich korrigiert. Danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
01.09.2017 - 15:10Anna Step skrifaði:
Dear Drops team! Thank y ou for a pretty shawl pattern! I`m just wondering about the colours sequence... Perhaps you could some info into the pattern. Cheers!
26.08.2017 - 19:54DROPS Design svaraði:
Hello Anna. The shawl is worked in kid silk and delight. Delight is a self striping type of yarn: colour changes within each skein. It looks as if you were using different colours, but it's the skein itself that changes colour. Here you can find the colour shade card for drops delight. Happy knitting!
27.08.2017 - 08:35
Pauliina Lilja skrifaði:
Ohjeessa on käytetty sävyä 05. EI sävyä 08. Best regards Drops Retailer
28.07.2017 - 11:19
Carmen skrifaði:
Schön harmonisch. Werde ich nacharbeiten. Es erinnert mich an einen Nachtfalter
03.07.2017 - 18:40
Carmen skrifaði:
Schön harmonisch. Werde ich nacharbeiten
03.07.2017 - 18:38
Amyah skrifaði:
Oh! J'aime! J'ai la laine pour faire cette beauté... j'espère que ce patron sera dans le catalogue
01.07.2017 - 07:17
Regina skrifaði:
Also dieses Tuch ist ein Grund, mal wieder zu den Strick- statt der Häkelnadeln zu greifen. Zauberhaft!
07.06.2017 - 23:28
Christiane Johnson skrifaði:
I will make this shawl in shades of blues and light gray. Just like a river tumbling on rocks.
07.06.2017 - 19:54
Autumn Butterfly#autumnbutterflyshawl |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað sjal með öldumynstri. Stykkið er prjónað úr DROPS Delight og DROPS Kid-Silk.
DROPS 180-29 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðar eru stuttar umferðir yfir síðustu mynstureininguna + 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á sjali. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur í 1. mynstureiningu A.1 (= 3 lykkjur í 1. umferð í mynstureiningu). Snúið við, herðið á þræði svo ekki myndist gat og prjónið sléttprjón til baka yfir lykkjur í A.1, 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Snúið við og prjónið mynstur yfir allar lykkjur á prjóni. Snúið við, prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, sléttprjón yfir allar lykkjur í 1. mynstureiningu A.1. Snúið við, herðið á þræði og prjónið til baka. Endurtakið stuttar umferðir eins og útskýrt er í mynsturteikningu (þ.e.a.s. í 12. hverri umferð). ATH: Vegna útaukninga í mynstri eru prjónaðar fleiri og fleiri lykkjur þegar stuttar umferðir eru prjónaðar. Þegar mynstureining A.3a og A.3b er prjónað, prjónið stuttar umferðir yfir báðar mynstureiningar + 2 kantlykkjur í hvorri hlið á stykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fyrst er prjónað garðaprjón þar til auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur til að geta prjónað mynstur. SJAL: Fitjið upp 7 lykkjur með 1 þræði Delight + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt = 11 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. ATH: Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UMFERÐ 3: Prjónið 2 lykkjur slétt, setjið 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, setjið 2. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 3. prjónamerki, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 4. prjónamerki, 2 lykkjur slétt = 15 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. Haldið áfram í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og aukið út þannig: Aukið út á eftir 1. og 2. prjónamerki og á undan 3. og 4. prjónamerki – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út í hverri umferð frá réttu (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð) alls 3 sinnum = 27 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju = 28 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 (= 8 mynstureiningar 3 lykkjur í 1. umferð), 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Í 12. hverri umferð eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 236 lykkjur á prjóni. Haldið áfram með A.2 yfir hverja mynstureiningu með A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 428 lykkjur í umferð. Prjónið nú þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * A.3a (= 26 lykkjur), A.3b (= 27 lykkjur) *, endurtakið frá *-* þar til eftir eru 2 lykkjur (= 8 sinnum), 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.3a og A.3b hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 668 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir í garðaprjóni og fellið af. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að prjóna með grófari prjónum eða að slá uppá prjóninn eftir ca 4. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 79 cm mitt á sjali. FORMUN: Leggið stykkið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið varlega vatnið út, ekki vinda. Rúllið síðan stykkinu inn í handklæði og pressið fast til að ná vatninu úr – stykkið á nú að vera aðeins rakt. Leggið stykkið á mottu eða á dýnu – dragið það varlega út í það mál sem stendur efst í uppskrift. Látið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem stykkið er þvegið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnbutterflyshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 180-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.