Neil Chris skrifaði:
J'aimerais faire le pull avec les couleurs orangées/bleu de l'échantillon que vous montrez à la fin des modèles. Pouvez vous me donnez les couleurs que vous avez employées, je trouves ce là très joli
24.02.2023 - 18:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Chris, tout à fait, ce sont les couleurs DROPS Alpaca 607, 618, 2020, 7139, 2915, 2925, 6309, 2923. Bon tricot!
27.02.2023 - 09:12
Tara skrifaði:
Het lijkt wel een heel ander model als op de foto...ander patroon
19.02.2023 - 17:40
Margot Robartes skrifaði:
Why does this pattern Black Berry Fizz pattern no z - 794, when neck Ribbing is completed, you then need to DECREASE stitches before starting the Yoke. Whilst the pattern Heim, pattern no z - 869, when the ribbing is completed you have to increase stitches before starting the Yoke???
21.05.2022 - 02:21DROPS Design svaraði:
Dear Margot, this is due to the height of the rib. Pattern 180-7 has a low neck edge, so we cast on more stitches so that it doesn't tighten and we need to decrease these stitches to work a normal yoke. In the other pattern, the yoke is higher, so we cast on less stitches, so that it's more easily adjusted around the neck. Then you need to increase stitches to obtain the necessary ones for the yoke. Happy knitting!
22.05.2022 - 22:47
Anja skrifaði:
Ich habe das Model Blueberry Fizz in XL exakt nach Strickanleitung gestrickt. Als unterer Abschluss des Rumpfteils sind 4 Krausrippen über die gesamte Maschenzahl vorgesehen. Leider klappt dieser Abschluss um 180 Grad um und steht hoch, statt nach unten zu hängen. Was kann ich da anders machen? Vielen Dank für einen Tipp!
14.09.2021 - 15:44DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, Sie können den Pullover mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen. Viel Spaß!
14.09.2021 - 16:15
Brigitte skrifaði:
Bonjour, mon échantillon de jersey fait 23x31 , mais je suis entre la taille M’et L , mon tour de poitrine est de 100 cm . Que faire ? prendre une aiguille de 2,5 ou garder le 3 ? Merci !
18.02.2021 - 10:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, gardez les aiguilles no 3. Bon tricot!
18.02.2021 - 18:03
Brigitte skrifaði:
Bonjour, ce pull me plaît beaucoup pour son motif jacquard mais je n’aime pas trop la forme du bas en trapèze . Comment faire pour le tricoter plus droit ?
20.11.2020 - 12:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, le pull se tricote de haut en bas, si vous ne souhaitez pas la forme trapèze, il vous suffira de ne pas faire les augmentations sur les côtés, les mesures du bas seraient dans ce cas identiques à celles du haut = 44-48-52-57-64-70 cm au lieu de 55-59-63-68-75-80 cm. Bon tricot!
20.11.2020 - 14:33
Clare D skrifaði:
I'd like to make this but without the fair isle pattern - perhaps in a multicolour yarn? What is the total weight of (single or multi-colour) yarn I'd need?
10.12.2019 - 15:30DROPS Design svaraði:
Dear Clare D, since we have worked this pattern with a fair isle pattern, we unfortunately don't have the amount of yarn of a single colour - you can add every colour, you would probably require less - check here jumper pattern with round yoke to inspire you. Happy knitting!
10.12.2019 - 16:08
Gabriella skrifaði:
I would like to make this model with the Alpaca color mix 6360 wool. Could you advise me of colors to match? Thanks
29.11.2019 - 08:28DROPS Design svaraði:
Dear Gabriella, for any assistance choosing matching colours you are welcome to contact your DROPS store even per mail or telephone, they will be able to find the best matching colours you'd like. Happy knitting!
29.11.2019 - 08:41
Nikki skrifaði:
I just went to purchase the yarn to make this and the yarn colours look nothing like the finished garment pictured here? I have checked several retail sites in case their photos were not accurate but all seem to be the same. Is this garment photo enhanced or altered at all or is their a mistake with the listed colours to make the garment?
23.06.2019 - 14:46DROPS Design svaraði:
Dear Nikki, we are sorry that you are dissapointed with the colors. We do our best to truly represent the colors of our yarns and projects, and photos only altered to ensure the best possible likenes to the true colors. Every monitor shows colors slightly differently, and also, there might be some minor differences between dye batches as well. We hope you will still be able to knit a sweater to your satisfaction. Happy Knitting!
23.06.2019 - 19:00
Olena skrifaði:
Ho appena cominciato questo splendido maglioncino : è meraviglioso ! Unica osservazione : il colore 2020 cammello non dà l'effetto chiaro e in contrasto netto come in foto , risulta troppo scuro e indistinto , quindi ho dovuto ricomprare il filato nel color panna per ottenere uno stacco netto nel fair isle. Personalmente sto usando i ferri 3.25 per la parte ad un colore e 3.50 per il fair isle a parità di campione , le misure invece le trovo perfette !
28.01.2019 - 19:43
Blueberry Fizz#blueberryfizzsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa og húfa úr DROPS Alpaca. Peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Húfa með marglitu norrænu mynstri.
DROPS 180-7 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 7,5. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn inn í mynstur svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (á við aftan í hnakka á peysu): Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með bleikvínrauður og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 8-8-8-9-9-10 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 16-16-16-18-18-20 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-24-27-27-30 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-32-32-36-36-40 lykkjur brugðið. Haldið áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 8-8-8-9-9-10 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við (munið eftir að herða á þræði í hvert skipti sem snúið er) þar til prjónað hefur verið fram og til baka yfir alls 64-64-64-72-72-80 lykkjur og síðasta umferðin er prjónuð frá röngu. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón ofan frá og niður, skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. KANTUR Í HÁLSIMÁLI: Fitjið upp 120-124-128-136-140-148 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 2-2-2-3-3-3 cm er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 104-108-112-120-124-132 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Lesið LEIÐBEININGAR! Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt. Til að flíkin passi betur er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkun hefur verið prjónuð til loka er A.1 prjónað hringinn (= 26-27-28-30-31-33 mynstureiningar 4 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið jafnframt út í hverri umferð merktri með ör í A.1 eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Ör-1: aukið út 36-40-44-48-52-56 lykkjur jafnt yfir = 140-148-156-168-176-188 lykkjur. Ör-2: aukið út 36-38-40-44-48-50 lykkjur jafnt yfir = 176-186-196-212-224-238 lykkjur. Ör-3: aukið út 28-34-36-40-48-50 lykkjur jafnt yfir = 204-220-232-252-272-288 lykkjur. Ör-4: aukið út 28-34-40-40-44-48 lykkjur jafnt yfir = 232-254-272-292-316-336 lykkjur. Ör-5: aukið út 26-34-34-38-44-48 lykkjur jafnt yfir = 258-288-306-330-360-384 lykkjur. Ör-6: aukið út 26-32-34-38-40-40 lykkjur jafnt yfir = 284-320-340-368-400-424 lykkjur. Ör-7: aukið út 24-28-32-36-40-40 lykkjur jafnt yfir = 308-348-372-404-440-464 lykkjur. Ör-8: aukið út 20-20-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir = 328-368-400-432-472-496 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 24-24-24-28-28-28 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Prjónið síðan sléttprjón með litnum blár/fjólublár þar til stykkið mælist 24-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan (ef prjónfestan passar á hæðina þá hefur þetta mál náð S og XL þegar A.1 hefur verið prjónað til loka). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 49-54-58-64-71-77 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 67-77-85-89-95-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 97-107-115-127-141-153 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 67-77-85-89-95-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 48-53-57-63-70-76 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-230-250-274-306-334 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið. Byrjið umferð við eitt af prjónamerkjunum og prjónið sléttprjón í hring með litnum blár/fjólublár. Þegar stykkið mælist 1-1-2-2-2-2 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8. hverri umferð (með ca 2½ cm millibili) til loka (ef prjónfestan passar á hæðina eru aukið út 13 sinnum í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 32-33-34-34-34-34 cm frá skiptingu eru ca 262-282-302-326-358-386 lykkjur í umferð. Prjónið 8 umferðir garðaprjón hringinn yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 67-77-85-89-95-95 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með blár/fjólublár = 75-85-95-99-107-109 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi. Byrjið umferðina hér og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2-2-2-2-3-3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi- lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 12-16-19-20-23-23 sinnum = 51-53-57-59-61-63 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 34-34-33-32-30-28 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-19-19-21-19-21 lykkjur jafnt yfir = 68-72-76-80-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm (eða að óskaðri lengd) er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 128-136 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á hringprjón 3. Prjónið 2-4 umferðir sléttprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 2-4 lykkjur jafnt yfir = 130-140 lykkjur. Prjónið síðan A.2 (= 13-14 mynstureiningar 10 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar prjónaðar hafa verið 5 umferðir í A.2 eru 156-168 lykkjur í umferð. Í umferð merktri með ör-9 í A.2 er fækkað um 12-16 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 144-152 lykkjur. Haldið áfram með A.2 (= 18-19 mynstureiningar 8 lykkjur). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 36-38 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð með litnum blár/fjólublár þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 18-19 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 24-25 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blueberryfizzsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 180-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.