Graziella skrifaði:
Bonjour, J'ai un souci au niveau de la couture du short qui n'est pas droite. En effet, la couture se décale de plus en plus vers la droite au fur et à mesure que l'ouvrage monte. Auriez vous une astuce pour que celle-ci reste bien au centre ? Merci à vous.
08.06.2018 - 11:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Graziella, cette vidéo montre comment crocheter des brides en rond: remplacez la 1ère bride du tour par 3 ml et terminez le tour par 1 mc dans la 3ème de ces mailles en l'air. Bon crochet!
08.06.2018 - 13:15
Ida skrifaði:
Har prov virkat toppen i storlek S. det var jätte kul att virka. Beskrivningen var inte svår att förstå.
03.07.2017 - 20:27
Camilla skrifaði:
Kul och fint mönster, men 100g räcker inte till toppen i strl M.
28.06.2017 - 18:07
Natalie skrifaði:
Do you have anywhere that says what standard dress measurements your sizing corresponds to? ie is S a UK size 10, M a 12, L a 14 etc?
21.06.2017 - 11:56DROPS Design svaraði:
There Natali, since each pattern is for different styles, and different fits, you should always refer to th shchematics and the measurements given there. I hope this helps. Happy crafting!
21.06.2017 - 15:44
Micaela#micaelaset |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Heklaður bikinítoppur með buxum með snúru úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-74 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR (á við um bikinítopp): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 5 loftlykkjur til að snúa við með. Þessar 5 loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um buxur): Í byrjun hverrar umferðar með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Í byrjun hverrar umferðar með fastalykkjum er fyrstu fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun umferðar. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um buxur): Heklið þar til 2 stuðlar eru eftir á undan prjónamerki, heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa stuðla) og 2 stuðlar í næsta stuðul (= 2 stuðlar fleiri). Endurtakið í hinni hliðinni (= 4 stuðlar fleiri í umferð). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BIKINÍTOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka, ofan frá og niður. BIKINÍTOPPUR: Heklið 48-52-52-53-54-57 loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 4 með Muskat. Snúið við og heklið þannig: Heklið 1 fastalykkju í aðra loftlykkju frá heklunálinni (= 1 loftlykkja til að snúa við með + 1 fastalykkja), heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 1-0-0-1-2-0 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 8-9-9-9-9-10 sinnum til viðbótar = 38-41-41-42-43-45 fastalykkjur. Snúið við og heklið mynstur þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 5 fastalykkjur, A.2 yfir næstu 29-32-32-33-34-36 fastalykkjur, A.3 yfir þær 4 fastalykkjur sem eftir eru – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina er haldið áfram með stuðla og útaukningu alveg eins þar til heklaðar hafa verið alls 11-12-12-13-14-15 umferðir með stuðlum (aukið út um 3 stuðla í hverri umferð). Nú eru 71-77-77-81-85-90 stuðlar í umferð. Klippið frá. Heklið 22-26-33-39-44-52 lausar loftlykkjur. Haldið áfram með stuðla eins og áður yfir 71-77-77-81-85-90 stuðla, heklið síðan 27-31-38-44-49-57 loftlykkjur (meðtaldar 5 loftlykkjur til að snúa við með) í lok umferðar. Snúið við og heklið þannig: Heklið 1 stuðul í 6. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 stuðul í hverja af næstu 3-1-2-2-1-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 2-3-4-5-6-7 sinnum til viðbótar, haldið áfram með stuðla eins og áður yfir 71-77-77-81-85-90 stuðla, heklið síðan yfir loftlykkjur í lok umferðar þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4-2-3-3-2-4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 2-3-4-5-6-7 sinnum til viðbótar = 109-121-133-147-159-178 stuðlar. Heklið 6-7-9-10-10-11 umferðir með 1 stuðul í hvern stuðul, í næst síðustu umferð með stuðlum er fækkað um 0-3-6-2-5-6 lykkjur jafnt yfir = 109-118-127-145-154-172 stuðlar. Heklið síðan þannig: A.4 yfir fyrstu 7 stuðlana, A.5 yfir næstu 90-99-108-126-135-153 stuðla (= 10-11-12-14-15-17 mynstureiningar 9 lykkjur), endið með A.6 yfir síðustu 12 stuðlana. Heklið A.4, A.5 og A.6 einu sinni á hæðina. Síðasta umferðin er hekluð frá réttu á stykki. Klippið frá og festið enda. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum bikinítoppinn þannig: Byrjið frá röngu á stykki – byrjið með aðra skammhliðina að aftan, heklið upp aðra skásettu hliðina, yfir loftlykkjuumferðina uppi að framan, niður yfir hina skásettu hliðina og yfir síðari skammhliðina (ekki er heklað yfir kant að aftan og sólfjaðrakant að neðan): UMFERÐ 1: 1 fastalykkja, * 3 loftlykkjur, hoppið fram ca 1-1½ cm, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-*, passið uppá að fjöldi loftlykkjuboga sé deilanlegur með 2. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, 1 fastalykkja um næsta boga, endurtakið frá *-*. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Brjótið ystu 2 cm á hvorri hlið að aftan að röngu á bikinítoppnum og saumið niður með smáu spori í gegnum bæði lögin þannig að það myndast göng til að þræða snúruna í gegn. SNÚRA: Heklið 1 lausa snúru þannig: Heklið loftlykkjur með Muskat með heklunál 4 þar til þú hefur snúru sem mælist 140-150-160-170-180-190 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju, en passið uppá að keðjulykkjurnar séu ekki heklaðar fastar en loftlykkjurnar! Klippið frá og festið enda. Heklið aðra snúru á sama hátt. Byrjið frá réttu og þræðið einn af endunum á snúrunni í gegnum ysta gatið upp fram, í kringum stuðla og út í gegnum næsta gat (= 2 endar á snúru út að réttu). Jafnið snúruna til svo að endarnir verði jafn langir, þræðið síðan 2 enda undir snúruna að röngu og herðið að. Endurtakið í hinni hliðinni með hinni snúrunni. Leggið síðan snúrurnar í kross á baki áður en þær eru þræddar í gegnum göngin – sjá mynd! Toppnum er lokað með því að hnýta hnút. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. BUXUR: Heklið 163-182-196-220-244-268 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = miðja að aftan. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 0-1-1-1-1-1 stuðul í hverja af næstu 0-1-3-3-3-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 26-29-31-35-39-43 sinnum til viðbótar = 136-152-164-184-204-224 stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú gataumferð þannig: Heklið 4 loftlykkjur (= 1 stuðull + 1 loftlykkja), hoppið yfir 1 stuðul, * 1 stuðull í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul/um hverja loftlykkju. Heklið síðan buxurnar hærra að aftan en að framan, það er gert þannig – MEÐ FASTALYKKJUM: Heklið 8 fastalykkjur fram hjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, síðan 1 fastalykkja í hverja af næstu 15 fastalykkjum, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 23 lykkjum (einnig er heklað í keðjulykkjurnar). Haldið svona áfram með að hekla yfir 8 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til hekla hefur verið yfir alls 96-96-96-112-112-128 lykkjur. Snúið aftur við og heklið fram að prjónamerki við miðju að aftan. Stykkið mælist ca 11-11-11-12-12-13 cm við miðju að aftan. Setjið 2 ný prjónamerki í stykkið, (haldið eftir prjónamerkinu við miðju að aftan), setjið 2. prjónamerki eftir 34-38-41-46-51-56 lykkjur (= hlið), 3. prjónamerki eftir 68-76-82-92-102-112 nýjar lykkjur (= hlið). Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki í hliðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í 2-3-4-4-5-6 hverri umferð alls 5-4-4-4-4-4 sinnum. JAFNFRAMT þegar heklaðar hafa verið 4-3-2-2-2-2 umferðir er aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-6-7-8-9-10 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 166-180-194-216-238-260 stuðlar í umferð. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 20-21-22-24-26-28 cm við miðju að framan og 27-28-29-32-34-37 cm við miðju að aftan. Nú skiptist stykkið upp fyrir skálmar þannig: Heklið 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 3-3-4-4-4-5 stuðlum í umferð, snúið við og heklið til baka yfir 6-6-8-8-8-10 fyrstu stuðla (þ.e.a.s. 3-3-4-4-4-5 stuðlar hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan). Þessir 6-6-8-8-8-10 stuðlar = klof. Heklið stuðla fram og til baka yfir þessa 10-11-12-13-14-15 cm, klippið frá. Saumið klofbótina saman kant í kant 6-6-8-8-8-10 miðjulykkjur við miðju að framan. Heklið síðan skálmar. SKÁLM: Heklið 1 stuðul í hvern af 77-84-89-100-111-120 stuðlum hringinn á annarri skálminni, að auki eru heklaðir 14-16-20-18-25-25 stuðlar meðfram klofbót = 91-100-109-118-136-145 stuðlar. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til skálmin mælist 4-4-5-5-6-6 cm. Heklið nú kant neðst niðri á skálm þannig: Heklið A.7 (= 3 stuðlar), A.8 (= 9 stuðlar) yfir næstu 81-90-99-108-126-135 stuðla, endið með A.9 (= 7 stuðlar). Heklið mynsturteikningu A.7. A.8 og A.9 einu sinni á hæðina. Klippið frá og festið enda. SNÚRA: Heklið 120-140-150-160-170-180 cm með LAUSUM loftlykkjum, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Þræðið snúruna í gataumferðina efst á buxunum – byrjið við miðju að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #micaelaset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-74
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.