DROPS / 178 / 69

Infinite Summer by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, heklaður ofan frá og niður úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur e-265
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100-150-150-150-150-150 g litur 05, ljós bláfjólublár

DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 stuðlar og 16 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít) NR 521: 2 st í allar stærðir.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 748kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir frágang.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju.
Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum.
Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, skiptið út fyrsta tvíbrugðna stuðli með 4 loftlykkjum.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 stuðul á hvorri hlið (= 2 stuðlar fleiri í umferð) þannig: 2 stuðlar í fyrsta stuðul, 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir, heklið 2 stuðla í síðasta stuðul (= 2 stuðlar fleiri).
Aukið út um 2 stuðla á hvorri hlið (= 4 stuðlar fleiri í umferð) þannig: 3 stuðlar í fyrsta stuðul, 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir, heklið 3 stuðla í síðasta stuðul (= 4 stuðlar fleiri).
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Toppurinn er heklaður fram og til baka í eitt stykki ofan frá og niður.

EFRA STYKKI:
Heklið 56-61-61-66-66-71 loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 2,5 með Safran.
Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 fastalykkjur), heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 9-10-10-11-11-12 sinnum til viðbótar = 46-50-50-54-54-58 fastalykjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Heklið síðan stuðla fram og til baka og aukið út á hvorri hlið á stykki þannig:
Heklið 4 umferðir þar sem aukið er út um 1 stuðul á hvorri hlið á stykki (= 2 stuðlar fleiri í hverri umferð) – LESIÐ ÚTAUKNING og HEKLLEIÐBEININGAR = 54-58-58-62-62-66 stuðlar.
Aukið út þannig: * Heklið 1 umferð þar sem aukið er út um 2 stuðla á hvorri hlið, heklið 2-2-2-5-4-12 umferðir þar sem aukið er út um 1 stuðul á hvorri hlið *, endurtakið frá *-* 5-6-6-3-4-1 sinni til viðbótar = 102-114-114-118-122-122 stuðlar í umferð. Stykkið mælist ca 14-16-16-18-18-19 cm. Klippið frá. Snúið stykkinu og heklið neðra stykki þannig:

NEÐRA STYKKI:
Heklið 68-73-86-99-117-137 loftlykkjur, 1 stuðull í hvern og einn af 102-114-114-118-122-122 stuðlum frá efra stykki, endið með 70-75-87-101-119-139 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með).
Snúið við og heklið þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af næstu 1-1-4-2-0-0 loftlykkjur, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 12-13-15-18-22-26 sinnum til viðbótar, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 102-114-114-118-122-122 stuðlum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 12-13-16-18-22-26 sinnum til viðbótar = 212-232-252-278-310-342 stuðlar.
Heklið síðan fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist ca 4-4-6-7-8-9 cm. Heklið síðan 1 umferð þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 211-235-253-277-313-343 stuðlar.
Heklið nú mynstur eftir mynsturteikningu með byrjun frá réttu þannig: (1. umferð byrjar frá réttu): A.1 yfir fyrstu 4 stuðla, A.2 yfir næstu 198-222-240-264-300-330 stuðla (= 33-37-40-44-50-55 mynstureiningar 6 lykkjur), endið með A.2 yfir síðustu 9 stuðlana. Haldið svona áfram þar til mynsturteikning er lokið á hæðina. Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Saumið 2 tölur efst á hægra bakstykki. Staðsetjið fyrstu töluna ca 1½ cm inn frá kanti og næstu ca 4½ cm inn frá kanti – sjá skýringu með stjörnu. Hneppt er á milli 2 stuðla. Stykkin skarast um 5 cm.

TVINNUÐ SNÚRA:
Klippið 4 þræði Safran ca 4 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinnast aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda, ca 4 cm frá enda. Festið snúruna í fyrstu stuðlaumferð í hornið á framstykki – festið eins og sýnt er í A.4. Gerið aðra snúru til viðbótar alveg eins og festið á hina hlið á framstykki. Snúrurnar eru hnýttar saman við hnakka.

Mynstur

= 1 fastalykkja í lykkju
= 1 stuðull í lykkju
= 1 loftlykkja
= 1 stuðull um loftlykkjuboga
= Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af fyrstu 3 lykkjunum, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á hverjum og einum af þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni.
= 1 tvíbrugðinn stuðull í loftlykkju
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga
= 2 stuðlar í sömu lykkju
= 7 stuðlar um loftlykkjuboga
= heklstefna
= saumið tölur í eins og sýnt er á teikningu
= þessi umferð hefur nú þegar verið hekluð, byrjið á næstu umferð!Myriam Villeboeuf 27.08.2018 - 13:44:

Modèle facile à réaliser grace aux explications très claires

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-69

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.