Violante skrifaði:
Per realizzare il modello qui sopra pantaloni e top quanto cotone deve ? grazie
01.03.2025 - 18:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Violante, può trovare la quantità di filato necessaria per realizzare il modello di fianco alla foto. Buon lavoro!
01.03.2025 - 18:56
Ayana Smith skrifaði:
Hi! Loving the pattern so far, i just have a quick question. For the side increases on the shorts in the 5th size is it a total 4 side increases including the one in the first row, or is it the side increase in the first row plus four more increase rows for a total of 5 side increase rows? Thank you!
06.08.2023 - 09:47DROPS Design svaraði:
Dear Ayana, if it's a total of 4 times then it's 4 side increases, including the one in the first row. Happy crochetting!
06.08.2023 - 22:04
Odile skrifaði:
Hola!! No entiendo muy bien el tip para los aumentos. Dice: Trabajar hasta que queden 2 puntos altos antes del marcapuntos, trabajar 2 puntos altos en el primer punto alto, 1 punto alto en cada uno de los siguientes 2 puntos altos (el marcapuntos queda en el centro de estos puntos altos) y 2 puntos altos en el siguiente punto alto (= 2 puntos altos aumentados). Entonces, ¿el punto alto del marcapuntos lo dejo sin tejer?
22.05.2023 - 23:06DROPS Design svaraði:
Hola Odile, no hay puntos con marcapuntos; el marcapuntos se inserta entre los puntos. Por lo tanto, trabajas hasta 2 puntos antes del marcapuntos, aumentas en el 1º punto y trabajas 1 punto alto en el siguiente punto alto, deslizar el marcapuntos, trabajar 1 punto alto en el siguiente punto alto. Por lo tanto, el marcapuntos está entre esos 2 puntos.
28.05.2023 - 17:32
Sugarpiggy skrifaði:
Is there a video tutorial for this? I have adhd/autism and it’s really hard for me to process written word. Also are there any patterns you’re aware of for children with severe sensory sensitivity, mostly looking for high waisted underwear.
24.12.2022 - 16:21DROPS Design svaraði:
Dear Sugarpiggy, all videos that may help you make the pattern can be found after the pattern instructions; we don't have a specific video to make this piece. All our videos are made without sound so that they can be used for all languages. Here you can find all of our trousers and shorts for babies: https://www.garnstudio.com/search.php?action=browse&c=baby-trousers&lang=en and children: https://www.garnstudio.com/search.php?action=browse&c=children-trousers-overalls&lang=en and see if there are any that fit what you are looking for. Happy knitting!
25.12.2022 - 20:23
Sabrin skrifaði:
I'm having trouble with instructions
21.06.2022 - 21:56DROPS Design svaraði:
Dear Sabrin, please feel free to ask your question here so that we can try to help. Happy crocheting!
22.06.2022 - 08:25
Xela skrifaði:
Liebes Team, die Maschenprobe stimmt, dennoch wird die Hose viel zu weit an der Hüfte. wie ist das möglich? lieben gruß
02.02.2022 - 21:14DROPS Design svaraði:
Liebe Xela, sollte die Maschenprobe stimmen, dann bekommen Sie die selben Maßen wie in der Skizze, dh 180 Maschen (nach allen Zunahmen) sind 100 cm Umfang bzw 50 cm flach (siehe Maßskizze). Sollte das zu breit für Sie sein, dann sollen Sie die Zunahmen so anpassen, wie Sie es möchten. Viel Spaß beim häkeln!
03.02.2022 - 08:46
Xela skrifaði:
Hey, danke für die tolle Anleitung! Ich habe nur ein Problem: Ich häkele die Shorts in Größe S mit Muskat und einer Häkelnadel Gr. 4. Jedoch ist mir die Shorts viel zu groß, und ich bin keinesfalls schlanker als die Person auf dem bild. Ich verstehe das nicht und bin für jeden tipp dankbar. lieben gruß!
01.02.2022 - 22:41DROPS Design svaraði:
Liebe Xela, stimmt Ihre Maschenprobe? Sie sollten 18 Stäbchen x 9 Reihen = 10 x 10 cm haben. Damit bekommen Sie die Maßen wie in der Maßskizze für die gewählte Größe. Viel Spaß beim häkeln!
02.02.2022 - 07:57
Toni S skrifaði:
Takk så mye for svaret! But if the dc and the sc are worked in separate ch-spaces, then shouldn't it be an ODD number of ch-spaces created in Row 1? Because if you need to work the initial sc in the first ch-sp, then the following repeats are worked over an even number, it should work out to be an odd number overall if you need to end with a sc: (n x 2) + 1 (1 for the first sc before the repeat). That is why I was so confused about the total number having to be even; it seems backwards to me.
31.01.2022 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Toni S, for the picot, you work 3 chain stitches and in the first one of these you work a dc. The sc is then worked in the next chain space (these are the chain spaces formed in row 1). So you only need to have chain spaces for the sc; the dc are worked in stitches from row 2, not row 1. Happy crocheting!
05.02.2022 - 19:45
Toni S skrifaði:
Hi! I'm confused by the instructions for the Crochet Edge (top edge) of the bikini top. The repeat sequence for Row 2 says "ch3, 1 dc in the first chain st, 1 sc around the next chain-space" (ch-sp). Is this last sc done in the SAME ch-sp that the dc was worked into the first stitch of, or do we skip to the NEXT ch-sp? The photos look like it's the first, but if so, I don't see why the number of ch-sps needs to be a multiple of 2 in Row 1, since each ch-sp is worked in the same way?
29.01.2022 - 13:45DROPS Design svaraði:
Dear Toni, the single crochets on Row 2 are worked each in the 3-ch-space on row 1, and between each of these single crochet you will work a picot with (3 ch, 1 dc in the first of these 3 ch). Happy crocheting!
31.01.2022 - 08:51
Tina Reynolds skrifaði:
Hej☺️ Jeg vil gerne høre hvilken str der svarer til, brystvide 94 cm?? Og har i en general str skala? Med venlig hilsen Tina Reynolds.
22.08.2021 - 18:22DROPS Design svaraði:
Hej Tina, nederst i opskriften finder du målene i de forskellige størrelser. Du skal nok strikke en størrelse M, men det kommer selvfølgelig an på hvor stor du vil have åbningen i ryggen :)
25.08.2021 - 08:43
Micaela#micaelaset |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Heklaður bikinítoppur með buxum með snúru úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-74 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR (á við um bikinítopp): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 5 loftlykkjur til að snúa við með. Þessar 5 loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um buxur): Í byrjun hverrar umferðar með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Í byrjun hverrar umferðar með fastalykkjum er fyrstu fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun umferðar. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um buxur): Heklið þar til 2 stuðlar eru eftir á undan prjónamerki, heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa stuðla) og 2 stuðlar í næsta stuðul (= 2 stuðlar fleiri). Endurtakið í hinni hliðinni (= 4 stuðlar fleiri í umferð). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BIKINÍTOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka, ofan frá og niður. BIKINÍTOPPUR: Heklið 48-52-52-53-54-57 loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 4 með Muskat. Snúið við og heklið þannig: Heklið 1 fastalykkju í aðra loftlykkju frá heklunálinni (= 1 loftlykkja til að snúa við með + 1 fastalykkja), heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 1-0-0-1-2-0 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 8-9-9-9-9-10 sinnum til viðbótar = 38-41-41-42-43-45 fastalykkjur. Snúið við og heklið mynstur þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 5 fastalykkjur, A.2 yfir næstu 29-32-32-33-34-36 fastalykkjur, A.3 yfir þær 4 fastalykkjur sem eftir eru – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina er haldið áfram með stuðla og útaukningu alveg eins þar til heklaðar hafa verið alls 11-12-12-13-14-15 umferðir með stuðlum (aukið út um 3 stuðla í hverri umferð). Nú eru 71-77-77-81-85-90 stuðlar í umferð. Klippið frá. Heklið 22-26-33-39-44-52 lausar loftlykkjur. Haldið áfram með stuðla eins og áður yfir 71-77-77-81-85-90 stuðla, heklið síðan 27-31-38-44-49-57 loftlykkjur (meðtaldar 5 loftlykkjur til að snúa við með) í lok umferðar. Snúið við og heklið þannig: Heklið 1 stuðul í 6. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 stuðul í hverja af næstu 3-1-2-2-1-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 2-3-4-5-6-7 sinnum til viðbótar, haldið áfram með stuðla eins og áður yfir 71-77-77-81-85-90 stuðla, heklið síðan yfir loftlykkjur í lok umferðar þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4-2-3-3-2-4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 2-3-4-5-6-7 sinnum til viðbótar = 109-121-133-147-159-178 stuðlar. Heklið 6-7-9-10-10-11 umferðir með 1 stuðul í hvern stuðul, í næst síðustu umferð með stuðlum er fækkað um 0-3-6-2-5-6 lykkjur jafnt yfir = 109-118-127-145-154-172 stuðlar. Heklið síðan þannig: A.4 yfir fyrstu 7 stuðlana, A.5 yfir næstu 90-99-108-126-135-153 stuðla (= 10-11-12-14-15-17 mynstureiningar 9 lykkjur), endið með A.6 yfir síðustu 12 stuðlana. Heklið A.4, A.5 og A.6 einu sinni á hæðina. Síðasta umferðin er hekluð frá réttu á stykki. Klippið frá og festið enda. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum bikinítoppinn þannig: Byrjið frá röngu á stykki – byrjið með aðra skammhliðina að aftan, heklið upp aðra skásettu hliðina, yfir loftlykkjuumferðina uppi að framan, niður yfir hina skásettu hliðina og yfir síðari skammhliðina (ekki er heklað yfir kant að aftan og sólfjaðrakant að neðan): UMFERÐ 1: 1 fastalykkja, * 3 loftlykkjur, hoppið fram ca 1-1½ cm, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-*, passið uppá að fjöldi loftlykkjuboga sé deilanlegur með 2. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, 1 fastalykkja um næsta boga, endurtakið frá *-*. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Brjótið ystu 2 cm á hvorri hlið að aftan að röngu á bikinítoppnum og saumið niður með smáu spori í gegnum bæði lögin þannig að það myndast göng til að þræða snúruna í gegn. SNÚRA: Heklið 1 lausa snúru þannig: Heklið loftlykkjur með Muskat með heklunál 4 þar til þú hefur snúru sem mælist 140-150-160-170-180-190 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju, en passið uppá að keðjulykkjurnar séu ekki heklaðar fastar en loftlykkjurnar! Klippið frá og festið enda. Heklið aðra snúru á sama hátt. Byrjið frá réttu og þræðið einn af endunum á snúrunni í gegnum ysta gatið upp fram, í kringum stuðla og út í gegnum næsta gat (= 2 endar á snúru út að réttu). Jafnið snúruna til svo að endarnir verði jafn langir, þræðið síðan 2 enda undir snúruna að röngu og herðið að. Endurtakið í hinni hliðinni með hinni snúrunni. Leggið síðan snúrurnar í kross á baki áður en þær eru þræddar í gegnum göngin – sjá mynd! Toppnum er lokað með því að hnýta hnút. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. BUXUR: Heklið 163-182-196-220-244-268 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = miðja að aftan. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 0-1-1-1-1-1 stuðul í hverja af næstu 0-1-3-3-3-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 26-29-31-35-39-43 sinnum til viðbótar = 136-152-164-184-204-224 stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú gataumferð þannig: Heklið 4 loftlykkjur (= 1 stuðull + 1 loftlykkja), hoppið yfir 1 stuðul, * 1 stuðull í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul/um hverja loftlykkju. Heklið síðan buxurnar hærra að aftan en að framan, það er gert þannig – MEÐ FASTALYKKJUM: Heklið 8 fastalykkjur fram hjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, síðan 1 fastalykkja í hverja af næstu 15 fastalykkjum, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 23 lykkjum (einnig er heklað í keðjulykkjurnar). Haldið svona áfram með að hekla yfir 8 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til hekla hefur verið yfir alls 96-96-96-112-112-128 lykkjur. Snúið aftur við og heklið fram að prjónamerki við miðju að aftan. Stykkið mælist ca 11-11-11-12-12-13 cm við miðju að aftan. Setjið 2 ný prjónamerki í stykkið, (haldið eftir prjónamerkinu við miðju að aftan), setjið 2. prjónamerki eftir 34-38-41-46-51-56 lykkjur (= hlið), 3. prjónamerki eftir 68-76-82-92-102-112 nýjar lykkjur (= hlið). Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki í hliðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í 2-3-4-4-5-6 hverri umferð alls 5-4-4-4-4-4 sinnum. JAFNFRAMT þegar heklaðar hafa verið 4-3-2-2-2-2 umferðir er aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-6-7-8-9-10 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 166-180-194-216-238-260 stuðlar í umferð. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 20-21-22-24-26-28 cm við miðju að framan og 27-28-29-32-34-37 cm við miðju að aftan. Nú skiptist stykkið upp fyrir skálmar þannig: Heklið 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 3-3-4-4-4-5 stuðlum í umferð, snúið við og heklið til baka yfir 6-6-8-8-8-10 fyrstu stuðla (þ.e.a.s. 3-3-4-4-4-5 stuðlar hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan). Þessir 6-6-8-8-8-10 stuðlar = klof. Heklið stuðla fram og til baka yfir þessa 10-11-12-13-14-15 cm, klippið frá. Saumið klofbótina saman kant í kant 6-6-8-8-8-10 miðjulykkjur við miðju að framan. Heklið síðan skálmar. SKÁLM: Heklið 1 stuðul í hvern af 77-84-89-100-111-120 stuðlum hringinn á annarri skálminni, að auki eru heklaðir 14-16-20-18-25-25 stuðlar meðfram klofbót = 91-100-109-118-136-145 stuðlar. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til skálmin mælist 4-4-5-5-6-6 cm. Heklið nú kant neðst niðri á skálm þannig: Heklið A.7 (= 3 stuðlar), A.8 (= 9 stuðlar) yfir næstu 81-90-99-108-126-135 stuðla, endið með A.9 (= 7 stuðlar). Heklið mynsturteikningu A.7. A.8 og A.9 einu sinni á hæðina. Klippið frá og festið enda. SNÚRA: Heklið 120-140-150-160-170-180 cm með LAUSUM loftlykkjum, snúið við og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Þræðið snúruna í gataumferðina efst á buxunum – byrjið við miðju að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #micaelaset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-74
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.