Beata skrifaði:
Dzień dobry, w polskim tłumaczeniu wzoru na mitenki jest chyba błąd... - należy zamknąć 1 oczko lewe (a nie prawe) we wszystkich grupach oczek lewych...
29.08.2023 - 22:25DROPS Design svaraði:
Witaj Beato, masz rację, już poprawiam. Dziękuję bardzo za info. Pozdrawiam!
30.08.2023 - 08:37
Letizia skrifaði:
Bonjour, pour réaliser les manchettes, puis-je utiliser des aiguilles circulaires si je n'ai pas de double point?Merci
25.07.2020 - 19:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Letizia, bien sur que tu peux. Tu peux utiliser les aiguilles circulaires courtes. Bon tricot!
27.07.2020 - 09:11
Susanne Poulsen skrifaði:
Hvordan fremkommer tomlen, kan ikke se det i opskriften, men den er vist på billedet ?
02.03.2020 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, nej disse pulsvarmere har ikke tommelfinger. Hvis du gerne vil have tommelfinger, kan du følge denne opskrift Pulsvarmere Ibis Rose God fornøjelse!
03.03.2020 - 15:41
Kathy skrifaði:
Beautiful pattern and colors cant wait to make the set
25.02.2018 - 01:58
Margaret skrifaði:
Hello! I am knitting this pattern in size M/L. I am about to work the first increase - 92 stitches on my needle. Please can I clarify the INCREASE TIP instructions. Do I increase 11 stitches over four rounds? So, first round = 92 divided by 44 or 92 divided by 11? Second round = 103 divided by 44 or 103 divided by 33? And so on. I hope you can understand my reasoning. Many thanks Margaret
30.06.2017 - 11:04DROPS Design svaraði:
Dear Margaret, you will divide 92 by 44 to get how to inc to 136 sts then 136 by 44 to get how to inc to 180 sts. read more about dec/inc evenly here. Happy knitting!
30.06.2017 - 11:29
Sea Smoke#seasmokeset |
|
![]() |
![]() |
Settið samanstendur af: Prjónaðri húfu, hálsskjóli og handstúkum í tvöföldu perluprjóni úr DROPS Big Delight
DROPS Extra 0-1370 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- TVÖFALT PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. UMFERÐ 3: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 4: Prjónið brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið UMFERÐ 1-4. ÚTAUKNING (á við um hálsskjól): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3,5. Í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis á eftir 3. og 4. hverja lykkju. ATH: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stutta hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 80-84-88 lykkjur á hringprjón 4,5 með Big Delight. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 5 cm er skipt yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan TVÖFALT PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 19-20-21 cm (stillið af eftir heilli mynstureiningu með tvöföldu perluprjóni á hæðina), prjónið næstu umferð þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur brugðið saman *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 60-63-66 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) umferðina hringinn. Þegar húfan mælist 21-23-25 cm eru allar 2 lykkjur brugðið fækkað til 1 lykkja brugðið = 40-42-44 lykkjur. Haldið áfram með stroff með 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið þar til stykkið mælist 22-24-26 cm. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar snúnar slétt saman 2 og 2 = 20-21-22 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt án úrtöku og prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræði þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 23-25-27 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 105-115-125 lykkjur á hringprjón 4,5 með Big Delight. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið fækkað til 1 lykkja brugðið = 84-92-100 lykkjur. Haldið áfram með stroff með 1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið TVÖFALT PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm (endið eftir 2. eða 4. umferð tvöföldu perluprjóni), prjónið 4 sléttar umferðir – JAFNFRAMT er aukið út um 46-44-42 lykkjur jafnt yfir í næst síðustu umferð – LESIÐ ÚTAUKNING = 130-136-142 lykkjur. Prjónið tvöfalt perluprjón í 4 cm, prjónið 4 sléttar umferðir og aukið JAFNFRAMT út 46-44-42 lykkjur jafnt yfir í næst síðustu umferð = 176-180-184 lykkjur. Prjónið tvöfalt perluprjón í 4-5-6 cm. Prjónið síðan 3 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur) áður en fellt er laust af (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Hálsskjólið mælist ca 22-23-24 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HANDSTÚKA: Fitjið upp 35-40 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með Big Delight. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið fækkað til 1 lykkja brugðið = 28-32 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Prjónið síðan TVÖFALT PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 16-18 cm – stillið af eftir heilli mynstureiningu með tvöföldu perluprjóni á hæðina, skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Eftir 1 cm með stroff eru auknar út önnur hver 1 lykkja brugðið til 2 lykkjur brugðið (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð svo að ekki myndist gat) = 35-40 lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 20-22 cm og fellið af með sléttum lykkju yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið aðra handstúku á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasmokeset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1370
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.