G.Hekman skrifaði:
Ook ik heb het zelfde probleem met de steken. Ik lees dat er een correctie is geweest voor dit patroon, maar dat kan ik niet vinden.Ik wil graag weten met hoeveel lossen ik moet beginnen.
03.05.2017 - 10:10DROPS Design svaraði:
Bedankt voor het geduld, ik heb het even uitgezocht. Er is inderdaad een correctie geweest, alleen dit betrof een correctie op het telpatroon. Het aantal steken is (nog) niet aangepast. Het aantal op te zetten lossen heb ik een paar keer nagerekend en ik kom inderdaad uit op 146 voor maat S/M. Van de grotere maten zijn het aantal op te zetten lossen wel goed aangegeven. Dit heb ik doorgegeven aan de maker van het patroon, echter hier op heb ik nog geen bevestiging op gekregen. Zodra dit bekend is laat ik het weten.
12.05.2017 - 19:33Ann Willems skrifaði:
As already requested by other crocheters, but not yet answered properly: the initial chain counts 172 stitches but we have to crochet 120 DC's, add 2 chains and skip 26 chain stitches, so I've worked on 146 chain stitches ... what about the remaining 26 chain stitches ???
30.04.2017 - 20:17DROPS Design svaraði:
Dear Ann, number of sts will be checked again. Thank you in advance for your patience.
30.05.2017 - 09:01Dolores skrifaði:
Will this pattern be updated or is it my understanding that's the problem? Thanks.
22.04.2017 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dear Dolores, the only change made in this pattern affected onnly the charts and the symbol's explanation. If you let us know what is the problem in more details, we will try to help more. And remember, you can always turn to the place you bought your DROPS yarns from for more hands on help. Happy crocheting!
24.04.2017 - 11:30Dolores skrifaði:
I'm a bit confused. I've counted all the spaces left on the chain and the stitches. It adds up to 146 or there about. I erased the tally. Can you verify that 172 chain stitches are the correct number? Can you explain this to me? Many, many thanks. Dolores
02.04.2017 - 16:24DROPS Design svaraði:
Dear Dolores, number of sts will be checked again. Thank you in advance for your patience.
03.04.2017 - 11:13
Michele skrifaði:
Why does the pattern call for 172 chains while the first round has 122 stitches? (120 DC and 2 chains?)
27.03.2017 - 18:18DROPS Design svaraði:
Dear Michelle, thank you for your question. The difference between the umber of chain stitches of the beginning and the stitch count of the first row is the result of skipped stitches (as in "* skip 1 chain stitch, work 1 treble crochet in each of the next 4 chain stitches"). Happy crocheting!
28.03.2017 - 01:04
Iris skrifaði:
DROPS Design~ Was a correction made to this pattern, Wistful Dreams? I really want to make this, but I do not have time for a pattern that has problems. I wanted to make this for a gift. Thanks
09.03.2017 - 17:22DROPS Design svaraði:
Hi Iris. Yes, a small correction has been made on 2/21 (see CORRECTIONS). The pattern should now be alright now. Have fun .
16.03.2017 - 13:52Denise Nef skrifaði:
Ich habe das selbe festgestellt mit Franzi. Für S/M sollten es 146 LM sein.Nach der Einteilung steht 30 STB plus 23 Zunahme auf beiden Seiten ergibt für mich 106 LM nicht 100. Ich denke evtl. ist da beim ganzen Muster etwas schief gelaufen. Danke
03.03.2017 - 03:15
Franzi skrifaði:
Leider komme ich schon am Anfang nicht weiter. Wenn ich 172 LM anschlage und dann die Stäbchen häkel so wie es in der Anleitung steht, komme ich aber nicht bis zum Schluss der 172 LM. Was passiert mit den restlichen LM?
02.03.2017 - 21:16DROPS Design svaraði:
Liebe Franzi, Danke für den Hinweis, Anleitung wird noch mal geprüft.
03.03.2017 - 08:43
Annie skrifaði:
Varför ska man börja första varvet vid vänster axel och inte mitt bak?
11.02.2017 - 14:06DROPS Design svaraði:
Hej Annie. Det ved jeg faktisk ikke, saadan har designeren besluttet at det skal göre - der har sikkert vaeret en idé om at det bliver bedst paa den maade.
13.02.2017 - 13:52
Joana Martins skrifaði:
Ansiosa por que cheguem as instruções.... modelito escolhido para o próximo Verão 😉
23.01.2017 - 15:15
A Wistful Dream#awistfuldreamponcho |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað poncho með gatamynstri og hekluðum ferningum, heklað ofan frá og niður úr DROPS Belle. Stærð S - XXXL.
DROPS 176-16 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. HEKLLEIÐBEININGAR-1: Fyrsta stuðli í byrjun umferðar er skipt út fyrir 3 loftlykkjur og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR-2 (mynsturteikning): Hver umferð byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. LITIR: Allt stykkið er heklað með litnum ljós beige fyrir utan 3 umferðir sem merktar eru með einum svörtum ferningi í mynsturteikningu, þessar umferðir eru heklaðar með litnum bleikfjólublár. Ferningurinn er heklaður með litnum ljós beige fyrir utan 4. umferðina (= umferð með samanhekluðum stuðlum), þessi umferð er hekluð með litnum bleikfjólublár. ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í/um sömu lykkju. ÚTAUKNING-2: Aukið út um 1 stuðul + 1 loftlykkju með því að hekla 1 stuðul, 1 loftlykkju, 1 stuðul og 1 loftlykkju um sömu loftlykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Poncho er heklað í hring ofan frá og niður í 3 stykkjum sem eru hekluð saman. Byrjið með fyrsta stykki, síðan eru ferningarnir heklaðir hver fyrir sig sem stykki 2. Síðan eru ferningarnir settir saman og stykki 3 er heklað áfram þaðan. Lykkjur eru auknar út mitt að framan og mitt að aftan eins og útskýrt er í mynsturteikningu, annars er aukið út jafnt yfir meðfram hliðum. STYKKI EITT: Umferðin byrjar á vinstri öxl. Heklið 146-178-206 loftlykkjur með heklunál 4 með litnum ljós beige og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 3 loftlykkjur – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR-1, heklið síðan 1 stuðul í hverja af næstu 5-3-5 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 5-7-8 sinnum til viðbótar (= 30-36-42 stuðlar), 1 loftlykkja (= miðjubogi að framan), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4-4-4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 13-16-19 sinnum til viðbótar (= 60-72-84 stuðlar meðfram hlið), 1 loftlykkja (= miðjubogi að aftan), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 6-4-6 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 5-7-8 sinnum til viðbótar (= 30-36-42 stuðlar meðfram hálfri hlið) = alls 120-144-168 stuðlar og 2 loftlykkjur í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið síðan eftir mynsturteikningu – LESIÐ LITIR og HEKLLEIÐBEININGAR-2. Aukið út í hverri stuðlaumferð merktri með ör – LESIÐ ÚTAUKNING-1! A.1 er heklað þannig: Heklið umferð 1-3 þannig: Heklið A.1A alls 5-6-7 sinnum, A.1B yfir miðjuboga, A.1A alls 10-12-14 sinnum, A.1B yfir miðjuboga, endið með A.1A alls 5-6-7 sinnum. Heklið síðan síðustu umferð og aukið út um 23-23-23 stuðla jafnt yfir hvoru megin milli miðjuboga fram og miðjuboga að aftan. Þegar A.1 er lokið á hæðina eru 100-112-124 stuðlar á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 200-224-248 stuðlar og 2 loftlykkjubogar í umferð). A.2 er heklað þannig: Heklið umferð 1-3 þannig: Heklið A.2A alls 8-9-10 sinnum, A.2B, A.2A alls 16-18-20 sinnum, A.2B, endið með A.2A alls 8-9-10 sinnum. Heklið síðan síðustu umferðina og aukið út 9-9-9 stuðla jafnt yfir hvoru megin milli miðjuboga fram og miðjuboga að aftan. Þegar A.2 er lokið á hæðina eru 132-144-156 stuðlar á milli loflykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 264-288-312 stuðlar og 2 loftlykkjubogar í umferð). A.3A og A.3B er heklað þannig: Heklið A.3A alls 11-12-13 sinnum, A.3B yfir miðjuboga, A.3A alls 22-24-26 sinnum, A.3B yfir miðjuboga, endið með A.3A alls 11-12-13 sinnum. Þegar A.3B er lokið á hæðina eru 73-79-85 stuðlar með 1 loftlykkju, á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 146-158-170 stuðlar með 1 loftlykkju og 2 loftlykkjubogum í umferð). A.3A og A.3C er heklað þannig: Þegar A.3A er heklað, endurtakið einungis 2 síðustu umferðirnar uppúr. Heklið A.3A alls 12-13-14 sinnum, A.3C, A.3A alls 24-26-28 sinnum, A.3C, endið með A.3A alls 12-13-14 sinnum. Haldið áfram til og með 4.-6.-8. umferð í A.3C. Nú eru 77-85-93 stuðlar með 1 loftlykkju, á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 154-170-186 stuðlar með 1 loftlykkju og 2 loftlykkjubogum í umferð). Klippið frá, byrjið næstu umferð eins og útskýrt er í A.4A, þ.e.a.s. ekki um miðjubogann, heldur nákvæmlega innan í. A.4 heklið þannig: Í 1. umferð er aukið út um 1-2-0 stuðla (með 1 loftlykkju) jafnt yfir hvoru megin milli miðjuboga fram og miðjuboga við miðju að aftan – LESIÐ ÚTAUKNING-2, heklið nú þannig: Heklið * A4.A, A.4B alls 25-28-30 sinnum *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Heklið síðan umferð 2-4. Heklið síðan umferð 5 og fækkið um 2-0-0/aukið út um 0-0-8 stuðla jafnt yfir hvoru megin milli miðjuboga fram og miðjuboga við miðju að aftan. Þegar A.4 er lokið á hæðina eru 160-180-200 stuðlar á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 320-360-400 stuðlar og 2 loftlykkjubogar í umferð). Klippið frá og festið enda. Geymið stykkið og heklið stykki tvö. STYKKI TVÖ: Heklið alls 18-20-22 alveg eins ferninga. Einn ferningur mælist 11 cm á breidd x 11 cm á hæð. ATH! Mikilvægt er að halda þessu máli svo að ferningarnir passið við mál á síðustu umferð á stykki eitt. FERNINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4 með litnum ljós beige og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – Munið eftir LITIR. Haldið áfram hringinn eftir A.5 þar til ferningurinn hefur verið heklaður til loka. Klippið frá og festið enda. Heklið 17-19-21 ferninga til viðbótar alveg eins. FRÁGANGUR FERNINGAR HEKLAÐIR SAMAN: Leggið saman 10-11-12 ferningur í eina lengju (ferningur í hvorum ytri kanti = við miðju að framan og við miðju að aftan á poncho). Leggið ferninga 2 og 2 ofan á hvorn annan með röngu á móti röngu og heklið þá saman í gegnum bæði lögin þannig: 1 fastalykkja í miðju loftlykkju í horni, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 fastalykkju um næsta boga (= horn), 2 loftlykkjur, endið með 1 fastalykkju í miðju loftlykkju í horni. Leggið saman hina 8-9-10 ferningana í eina lengju og heklið saman alveg eins. Leggið 2 lengjurnar saman þannig að það myndist horn í hvorri hlið (þ.e.a.s. við miðju að framan og við miðju að aftan – sjá mynsturteikningu) og heklið saman alveg eins og áður. FRÁGANGUR FYRSTA OG ANNAÐ STYKKI: Leggið stykki eitt = 160-180-200 stuðlar, saman með stykki tvö (þ.e.a.s. hlið með stysta ummál á ferningum): Heklið stykkin saman í gegnum bæði lögin (passið uppá að yfir hvora hlið á hverjum ferning 5 loftlykkjubogar eru heklaðir 20 stuðlar) þannig: Heklið * 1 fastalykkju í næsta stuðul og um loftlykkjubogann á ferningi, hoppið yfir 3 stuðla *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, yfir miðjubogana er að auki heklaðar 3 loftlykkjur (= miðja að framan og miðja að aftan). Klippið frá og festið enda. STYKKI ÞRJÚ: Heklið síðan áfram hringinn á stykki tvö þ.e.a.s. þá hlið með stærsta ummálið á ferningum, nú eru 10-11-12 hliðar á ferningum hvoru megin við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 20-22-24 hliðar). Byrjið í einu horni. Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR-2. Heklið 4 stuðla um hvern og einn af 5 loftlykkjubogum á hverjum ferning fram að næsta horni, heklið 3 loftlykkjur (= miðjubogi), heklið 4 stuðla um hvern og einn af 5 loftlykkjubogum á hverjum ferning fram að næsta horni, endið með 3 loftlykkjur (= miðjubogi). Nú eru 200-220-240 stuðlar á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 400-440-480 stuðlar og 2 loftlykkjubogar í umferð). A.6 er heklað þannig: Heklið * A.6A alls 33-37-40 sinnum, A.3B yfir miðjuboga *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Þegar A.6 er lokið á hæðina eru 215-239-257 stuðlar á milli loftlykkjuboga við miðju að framan og við miðju að aftan (= alls 430-478-514 stuðlar og 2 loftlykkjubogar í umferð). Klippið frá og festið enda. SNÚRA: Klippið 2 þræði beige og 2 þræði í litnum bleikfjólublár ca 4 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda ca 5 cm frá enda. Þræðið snúruna upp og niður með byrjun frá miðju að framan í gegnum götin í 3. umferð frá hálsmáli. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #awistfuldreamponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 176-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.