DROPS / 176 / 13

After Swim by DROPS Design

Prjónaður toppur með áferðamynstri í DROPS Belle. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: toppar,

DROPS Design: Mynstur vs-038
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL – XXXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
400-400-450-500-550-600 g litur 16, malva

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð og 22 lykkjur og 26 umferðir með áferðamynstri (A.2) verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 3,5 – fyrir kanta með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (16)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4400kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig auka eigi út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur), mínus kantlykkjur (t.d. 4 lykkjur á hvorri hlið) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 9) = 10,6. í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis eftir 10. og 11. hverja lykkju. Ekki er aukið út yfir kantlykkjur.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort stykki fyrir sig.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 104-110-118-128-140-154 lykkjur á hringprjóna 3,5 með Belle. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. JAFNFRAMT í 7. umferð (= rétta) er aukið út um 9-11-11-13-13-15 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 113-121-129-141-153-169 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 4,5 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 4 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 5 l eru eftir á prjóni (= 26-28-30-33-36-40 mynstureiningar 4 lykkjur), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 4 kantlykkjur með garðaprjóni. Prjónið til baka eins og sýnt er í A.1 með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.2A þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 4 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið áfram með A.2 með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir kant á ermum = 129-137-149-161-177-193 lykkjur. Haldið áframa með A.2 eins og áður með 12-12-14-14-16-16 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm setjið lykkjur á 1 band á hvorri hlið fyrir skástæða öxl (til að sleppa við að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á bandið fyrir skástæða öxl). Setjið fyrstu 4-5-5-6-6-7 lykkjurnar í byrjun umferðar á 1 band, prjónið umferðina út og setjið fyrstu 4-5-5-6-6-7 lykkjurnar í byrjun næstu umferðar á 1 band. Haldið svona áfram með að setja 4-5-5-6-6-7 lykkjur á böndin alls 9 sinnum á hvorri hlið, setjið síðan síðustu 10-5-11-6-12-11 lykkjurnar á band fyrir skástæða öxl á hvorri hið.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fellið af miðju 33-33-33-37-41-41 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með að setjið lykkjur á band fyrir skástæða öxl og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsi.
Þegar allar lykkjurnar hafa verið felldar af fyrir hálsmáli/settar á band eru 46-50-56-60-66-74 lykkjur á bandi fyrir öxl og stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá hæsta punkti á öxl og niður.
Setjið lykkjurnar frá bandi á hringprjóna 3,5. Byrjið frá réttu og prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur, en til að sleppa við göt í skiptingunum þar sem lykkjurnar voru settar á band er tengillinn á milli 2 lykkja tekinn upp og prjónaður snúinn slétt saman við fyrstu lykkjuna á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sl frá réttu (það er mikilvægt að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp alveg eins og á bakstykki og prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 44-46-48-49-51-53 cm. Setjið miðju 19-19-19-23-27-27 lykkjurnar á 1 band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með að setja lykkjur á band fyrir skástæðri öxl og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsi þannig: 2 l 3 sinnum og 1 l 3 sinnum. Þegar allar lykkjurnar hafa verið felldar af fyrir hálsmáli/settar á band eru 46-50-56-60-66-74 lykkjur á bandi fyrir öxl og stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá hæsta punkti á öxl og niður. Setjið lykkjurnar af bandi á hringprjóna 3,5 og prjónið alveg eins og á bakstykki. Fellið af með sl frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn þannig að það verða 2 umferðir brugðnar að hvorri annarri á öxl (séð frá réttu). Saumið sauminn undir ermakanti og niður meðfram hlið á fram- og bakstykki – saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur, en endið þegar eftir eru ca 8 cm á hvorri hlið (= klauf).
Brjótið kantinn með garðaprjóni meðfram handveg tvöfaldan saman að réttu og festið ermakanti með nokkrum smáum sporum mitt á öxl og mitt undir ermi. Endurtakið á hinum ermakanti.

HÁLSMÁL:
Prjónið upp frá réttu ca 90 til 108 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af bandi að framan) á stutta hringprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Fellið síðan laust af með sl.

Mynstur

= slétt frá réttu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= singið hægri prjóni í gegnum lykkjuna frá fyrri umferð, prjónið 1 lykkju slétt og sleppið lykkjunni niður af prjóni


Nathalie 08.05.2019 - 15:50:

Je pense qu’il y a une erreur dans la hauteur à laquelle il faut commencer l’encolure devant. Dans les explications on nous demande de les commencer au même niveau que celles du dos ce qui ne correspond pas au dessin technique.

DROPS Design 08.05.2019 kl. 15:58:

Bonjour Nathalie, l'encolure dos se forme à 50-52-54-56-58-60 cm en rabattant les 33-33-33-37-41-41 mailles centrales et l'encolure devant se forme à 44-46-48-49-51-53 cm en glissant en attente les 19-19-19-23-27-27 mailles centrales sur 1 arrêt de mailles, la hauteur de l'encolure est donc différente sur le devant et sur le dos, comme le montre le schéma. Bon tricot!

Giulia 28.04.2019 - 21:01:

Buonasera! Ho appena iniziato questo modello ed ho un dubbio: Negli schemi A.2A e A.2B il punto in rilievo (quello con il quadretto nero) nel giro seguente viene lavorato a diritto (quadretto con la linea) ma nel vostro video tutorial viene lavorato a rovescio. Quale è da eseguire? Spero di essere stata chiara Giulia

DROPS Design 28.04.2019 kl. 21:51:

Buonasera Giulia, deve seguire le indicazioni riportate nel modello. Buon lavoro!

Bernadette Van Duijvenbode 30.08.2018 - 16:44:

Het voorpand moet ik breien als het achterpand tot 46 cm hoog. Bij het achterpand moest ik bij 45 cm steken op een hulpdraad gaan zetten voor de schouderschuining. Dat moet bij het voorpand dus ook bij 45 cm?\r\nBij het achterpand moet ik 33 steken afkanten voor de hals, bij het voorpand moet ik 19 steken op een hulpdraad zetten voor de hals ? Klopt dat?

DROPS Design 31.08.2018 kl. 11:56:

Dag Bernadette, De afkantingen voor de schuine schouder kun je op het voorpand op dezelfde manier en bij dezelfde hoogte doen als op het achterpand. Op het voorpand is de hals dieper, vandaar dat je eerder begint met steken op een hulpnaad zetten. En omdat je in de naalden daarna nog gaat afkanten aan beide zijden van de hals aan de voorkanten, zet je in eerste instantie minder steken op de hulpnaald. Ter hoogte van de schouder kom je weer op een gelijk aantal steken uit als op het achterpand.

Taylor 20.03.2018 - 00:42:

Hi, I'm a beginner in knitting a full adult size garment. I just about nearly done with the back piece but got stuck after slipping the last 10 stitches on the holder (making a small size). How many stitches do i need to slip on holder after I binde off the 33 stitches in the middle?

DROPS Design 20.03.2018 kl. 08:06:

Hi Taylor, After you bind off the 33 stitches for the neck, you bind off the first 2 stitches on the next row from the neck (you are now working the first shoulder only) and continue slipping 4 stitches onto the stitch holder every other row (on the sleeve side of the shoulder) until you have 46 stitches left on the needle. Then continue as described in the text. I hope this helps and happy knitting!

Geke 08.09.2017 - 19:31:

Bij de beschrijving bij de video staat dat je bij de teruggaande naald de dubbele steek averecht moet breien. Dit staat zo niet in het telpatroon. Wat is nu juist?

DROPS Design 13.09.2017 kl. 14:51:

Hallo Geke, Zoals het in het patroon staat is het juist. Je kunt die dubbele steken op de achterkant recht breien. Doordat je vervolgens op de voorkant weer in de steek van de vorige naald steekt, gaat a.h.w. het lusje van die dubbele steek weer naar achteren. Probeer het maar, al breiende zul je zien dat het goed komt met het patroon.

Geke 08.09.2017 - 17:37:

Moet het insteken in de vorige naald van de achterkant van het werk naar de voorkant of anders om?

DROPS Design 13.09.2017 kl. 13:48:

Hallo Geke, Deze steek je aan de voorkant van de steek in, zoals je de steek normaal ook zo breien, maar dan dus de steek van de vorige naald.

Geke Kunst 08.09.2017 - 12:37:

Wat wordt er bedoeld met: Denk om de stekenverhouding?

DROPS Design 13.09.2017 kl. 13:44:

Hallo Geke,' Daarmee wordt bedoeld dat je af en toe even controleert of de stekenverhouding nog klopt. Bij dit patroon is de steken verhouding 22 steken en 26 naalden in structuurpatroon is 10 cm breed en 10 cm hoog. Meer informatie over de stekenverhouding vind je via deze link

Birgit 26.08.2017 - 23:38:

Hallo liebes Drops-Team! Bitte beantwortet mir doch meine Frage.

Birgit 22.08.2017 - 21:59:

Ich habe schon ca. 20 cm gestrickt und erst jetzt mal in das Video zur doppelten Masche reingesehen. Dort wird diese Masche in der Rückreihe links gestrickt und nicht, wie hier im Muster A.2A, rechts. Die Rückseite im Video sieht auch ganz anders aus. Habe ich da jetzt A.2A falsch verstanden?

DROPS Design 28.08.2017 kl. 12:36:

Liebe Birgit, die Doppelte Masche wird hier gestrickt wie im Diagram gezeigt, dh rechts auf links. Viel Spaß beim stricken!

Yvonne Hovland 07.08.2017 - 07:14:

Hei. Hvorfor er størrelsene så veldig store? Jeg bruker normalt xxl i vanlige klær, men her ser det ut som large er kjempestor. Har ikke kommet så langt på bakstykket ennå, så trenger råd på hva jeg skal gjøre??? Må jeg ta det opp og strikke medium el. Smal? Lividden min er(under bysten): 102cm og midjen er(største partiet): 116cm.

DROPS Design 07.08.2017 kl. 08:30:

Hei Yvonne, Størrelsene i cm er gitt i diagrammet på bunnen av oppskriften, så du kan finne den størrelsen som passer for deg der. God fornøyelse!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 176-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.