Lena Ericsson skrifaði:
Hej, Det finns ett fel i diagrammet för den större storleken 3/4 + 5/6 år. Det saknas en markering, svart plupp för röd på varv 26 längst till vänster ovanför föregående varvs plupp. Mvh Lena
23.02.2022 - 20:59
Rosannagh Duffin skrifaði:
Can this be made as a Cardigan (without the legs) and at what point would it stop for size 3/4? Or do you have this as a pattern already?
07.11.2021 - 15:12DROPS Design svaraði:
Dear Rosannagh, yes, this can be worked as a Cardigan, the total approx. length would be 40 cm for size 3/4. Don't forget to work the last few cm in length in rib. Happy knitting!
07.11.2021 - 17:35
Karen skrifaði:
En la sección de la elevación de la espalda cuando dice hasta que resten 14 puntos se incluyen los 5 en punto musgo?
05.12.2020 - 20:16DROPS Design svaraði:
Hola Karen, sí, se incluyen los 5 puntos en punto musgo; es decir, es hasta que queden 14 puntos en total.
06.12.2020 - 16:45
Tine skrifaði:
Hallo, leider komme ich mit den Farbwechseln nach der Blende nicht klar. Es sind ja nicht von jeder Farbe 2 Reihen, so dass die Blenden dann ja unterschiedlich aussehen. Ist das beabsichtigt oder habe ich einen Denkfehler?
29.07.2018 - 22:19DROPS Design svaraði:
Liebe Tine, die Blenden sind immer mit der Farben den Strifen oder Musterborten gestrickt - siehe STRICKTIPP. Viel Spaß beim stricken!
31.07.2018 - 09:28
Martine skrifaði:
Stemmer antall oppleggsmasker?
04.08.2017 - 11:27DROPS Design svaraði:
Hei Martine. Ja, det stemmer. Er det noen grunn for at du mener noe annet?
07.08.2017 - 13:50
Renata skrifaði:
Opis do zrobienia kombinezonu jest nie zrozumialy i zagmatwany. Prosze o przeslanie prostszego i prawidlowego opisu. Dzieki
03.12.2016 - 19:50
Helene Paulsen skrifaði:
Hei. Holder på å strikke denne heldressen. Jeg kunne godt tenke meg at oppskriften hadde presisert hvor mange masker jeg skal ha på pinnen etter hver økning. Syns det er vanskelig å følge med på om jeg har øket helt riktig.
23.09.2016 - 13:57
Liisa Virtanen skrifaði:
Hei, en onnistunut tulostamaan kuviomallin piirrosta. Tekstit tulostuvat mutta kuviomalli ei. Missä vika? Minussa, tulostimessa vai jossain muuallla? Vastauksesta kiittäen Liisa
04.09.2016 - 14:14DROPS Design svaraði:
Hei! Piirroksen tulisi tulostua. Olethan tarkistanut, että tulostin on säädetty tulostamaan kaikkia sivuja?
19.09.2016 - 13:34
Warmhearted#warmheartedoverall |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaður galli, prjónaður ofan frá og niður með norrænu mynstri og hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine. Stærð börn 1-6 ára
DROPS Children 27-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – ATH: Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við kant að framan): Í þeim umf þar sem annað hvort eru rendur eða mynsturbekkur þá er prjónað í þeim lit í rönd eða grunnlit í mynsturbekk einnig yfir 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið, en skiptið um enda á milli kants að framan og fram- og bakstykkis (þetta er gert til að sleppa við að festa enda yst á kanti að framan). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hversu oft eigi að fella af/auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 84 l), mínus kant að framan (t.d. 10 l) og deilið þeim l sem eftir eru með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 10,6. Þ.e.a.s. í þessu dæmi er l fækkað með því að prjóna til skiptis ca í 9. og 10. hverja l og í 10. og 11. hverja l saman eða auka út til skiptis eftir ca í 10. og 11. hverja l með því að slá uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf svo ekki myndist gat – ATH: Ekki er úrtaka/útaukning yfir kant að framan). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 l (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi og innanverðu á skálm): Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu eftir 1½-2 cm í kanti á hálsmáli, síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-6-6 hnappagötum með 7½-8-7½-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HEILGALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Svo að auðveldara sé að stjórna lengd á ermum og skálmum er gallinn prjónaður ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 84-88-92-96 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á stutta hringprjóna nr 3 með litnum rauður. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 7 l eru eftir á prjóni, endið með 2 l sl og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umf frá réttu (= kantur í hálsmáli). Skiptið yfir á stutta hringprjóna nr 4. Prjónið 1 umf br frá röngu þar sem fækkað er um 7-5-4-1 l jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 77-83-88-95 l. Prjónið síðan upphækkun að aftan í sléttprjóni þannig: Prjónið sl þar til 12-13-14-15 l eru eftir á prjóni, snúið við, herðið á þræði og prjónið br þar til 12-13-14-15 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið sl þar til 20-22-24-26 l eru eftir, snúið við, herðið á þræði og prjónið br þar til 20-22-24-26 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið sl þar til 28-31-34-37 l eru eftir á prjóni, snúið við, herðið á þræði og prjónið br, þar til 28-31-34-37 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið sl út umf, prjónið síðan 1 umf br frá röngu (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 þar til 6 l eru eftir á prjóni – ATH: Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11-12-11-12 mynstureiningar 6-6-7-7 l), prjónið fyrstu l í A.1 (svo að mynstrið byrji og endi eins innan við kant að framan í hvorri hlið – ATH: Ekki er aukið út í þessum l) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynstri – LESIÐ LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 187-203-220-239 l á prjóni. Prjónið síðan 0-1-0-1 cm með litnum kirsuber. Stykkið mælist nú ca 13-14-15-16 cm fyrir miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Stykkið er síðan prjónað í sléttprjóni með litnum kirsuber. Í fyrstu umf frá réttu er aukið út um 7-7-10-7 l jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 194-210-230-246 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 29-31-34-36 l eins og áður, setjið næstu 42-46-50-54 l á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l á prjóninn, prjónið 52-56-62-66 l (= bakstykki), setjið næstu 42-46-50-54 l á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l á prjóninn og prjónið 29-31-34-36 l sem eftir eru eins og áður. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 122-130-142-150 l. Setjið 1 prjónamerki 32-34-37-39 l inn frá hvorri hlið (= 58-62-68-72 l á milli prjónamerkja á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan. Þegar stykkið mælist 10-10-12-12 cm er aukið út hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 20-20-24-24 cm = 130-138-150-158 l. Þegar stykkið mælist 29-31-35-38 cm frá handvegi endar kantur við miðju að framan. Fellið af fyrstu 3 l í byrjun 2 næstu umf = 124-132-144-152 l eftir á prjóni. Prjónið síðan sléttprjón hringinn yfir allar l í ca 3 cm – stykkið mælist nú 32-34-38-41 cm frá handveg og 45-48-53-57 cm frá miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Nú skiptist stykkið upp í skálmar. SKÁLM: Byrjið við miðju að framan, skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón hringinn yfir fyrstu 62-66-72-76 l (hinar 62-66-72-76 l sem eru eftir eru geymdar á hringprjóninum). Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= innan á skálm). Í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur innan á skálminni – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 2 l færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 2-3-3-3 sinnum = 58-60-66-70 lykkjur. Fækkið lykkjum svona í hverri 4-5-7-9 umferð alls 8-7-8-8 sinnum = 42-46-50-54 l. Þegar skálmin mælist 13-18-25-31 cm prjónið 1 umf þar sem aukið er út um 10 l jafnt yfir = 52-56-60-64 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br) í 8-8-10-10 cm (eða að óskaðri lengd). Í næstu umf eru auknar út allar 2 l br til 3 l br = 65-70-75-80 l. Fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br. Setjið l frá hringprjóni yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið hina skálmina á sama hátt. Allur gallinn mælist ca 66-74-88-98 cm frá miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). ERMI: Setjið l af öðrum þræðinum á sokkaprjóna nr 4 og prjónið að auki upp 1 l í hverja af 6 l sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-56-60 l. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 l = miðja undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með litnum kirsuber. Þegar ermin mælist 2-2-1-1 cm fækkið um 2 l mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið l í 3.-3.-4.-4. hverri umf alls 7-9-10-12 sinnum = 34-34-36-36 l. Þegar ermin mælist 10-12-15-18 cm prjónið 1 umf slétt þar sem aukið er út um 6-6-8-8 l jafnt yfir = 40-40-44-44 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br) í 8-8-10-10 cm (eða óskaða lengd). Í næstu umf eru allar 2 l br auknar út til 3 l br = 50-50-55-55 l. Fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant og saumið niður neðst með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #warmheartedoverall eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 27-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.