PASCAL DE RAYKEER Frédérique skrifaði:
Bonjour, je termine cette robe. De quel point s'agit-il rang 7 , diagramme A3? J'ai d'abord fait des diminutions mais la tête ne passe plus... Merci !
29.09.2022 - 08:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pascal de Raykeer, au 7ème rang de A.3 tricotez simplement (2 m ens à l'end, 1 jeté) tout le tour (rang ajouré); pensez à bien conserver votre tension, à ne pas trop serrer lorsque vous rabattez les mailles, et si besoin, diminuez moins de mailles avant de tricoter A.3. Bon tricot!
29.09.2022 - 08:56
Moon Valley |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Karisma með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-1263 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. A.1 og A.3 er prjónað með litnum gallabuxnablár. Allt mynstur A.2 er prjónað í sléttprjóni. AÐSNIÐ: Fækkið l fyrir aðsnið framan og aftan við 4 af 6 prjónamerkjum. Fækkið l á eftir 2. og 5. prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l þegar 2 l eru eftir á undan 3. og 6. prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ÚRTAKA: Fækkið l í hvorri hlið á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. fækkið l hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki. Byrjið þegar eftir eru 4 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING: Aukið út fyrir aðsnið framan og aftan við 4 af 6 prjónamerkjum þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 2. og 5. prjónamerki og á undan 3. og 6. prjónamerki. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. GATAUMFERÐ: Prjónið 1 l sl, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l slétt saman *, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og prjónað er neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 247-260-273-299-325-351 l á hringprjóna nr 4 með litnum gallabuxnablár DROPS Karisma. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan öldumynstur eftir mynstri A.1 – sjá útskýringu að ofan (= 19-20-21-23-25-27 mynstureiningar í umf). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 209-220-231-253-275-297 l á prjóni. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 1-0-3-1-3-1 l jafnt yfir = 208-220-228-252-272-296 l í umf. Prjónið síðan sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 24-26-28-28-30-30 cm setjið 6 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki er sett í byrjun umf (= í hlið), 2. prjónamerki eftir 28-31-33-38-43-48 l, 3. prjónamerki á eftir næstu 48-48-48-50-50-52 l, 4. prjónamerki á eftir næstu 28-31-33-38-43-48 l (= í hlið), 5. prjónamerki eftir næstu 28-31-33-38-43-48 l og 6. prjónamerki eftir næstu 48-48-48-50-50-52 l (nú eru 28-31-33-38-43-48 l í umf á eftir síðasta prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Í næstu umf er úrtaka fyrir AÐSNIÐ að framan og að aftan – sjá útskýringu að ofan (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í 8.-10-10-12-14-16. hverri umf alls 7-7-5-5-4-4 sinnum. JAFNFRAMT þegar l er fækkað í annað skiptið (þriðja skiptið í stærð M) byrjar úrtaka í hliðum. Fækkið um 1 l hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki (þ.e.a.s. á hliðum) – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku á hliðum í 8. hverri umf alls 6-5-4-4-3-3 sinnum (öll úrtaka endar samtímis) = 156-172-192-216-244-268 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 48-50-50-52-52-54 cm er aukið út eftir 2. og 5. prjónamerki og á undan 3. og 6. prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í 8.-8.-8.-8.-10.-10. hverri umf alls 3-3-3-3-2-2 sinnum = 168-184-204-228-252-276 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-6 l fyrir handveg, prjónið GATAUMFERÐ – sjá útskýringu að ofan, yfir næstu 76-84-92-104-114-126 l (= framstykki), fellið af 8-8-10-10-12-12 l fyrir handveg, prjónið gataumferð yfir næstu 76-84-92-104-114-126 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 4-4-5-5-6-6 l fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48-48-48-52-52-56 l á sokkaprjóna nr 3 með litnum gallabuxnablár DROPS Karisma. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 10-10-10-12-12-10 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3-2½-2½-2-2-2 cm millibili alls 11-13-13-14-14-15 sinnum = 70-74-76-80-82-86 l. Þegar stykkið mælist 43-42-42-41-41-40 cm - ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla, fellið af miðju 8-8-10-10-12-12 l undir ermi = 62-66-66-70-70-74 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 276-300-316-348-368-400 l á prjóni. Prjónið 1 umf sl í litnum gallabuxnablár þar sem fækkað er um 16-20-16-8-8-20 l jafnt yfir = 260-280-300-340-360-380 l. Prjónið nú mynstur hringinn eftir A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð og byrjið umf merktri með ör í réttri stærð = 13-14-15-17-18-19 mynstureiningar í umf). Fækkið l eins og útskýrt er í mynstri. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 117-126-135-153-162-171 eftir á prjóni. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN VIÐ HNAKKA: Til að fá betra form er prjónuð upphækkun að aftan við hnakka. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að framan og 1 prjónamerki við miðju að aftan (í stærð M + XXL er prjónamerki sett á milli 2 miðju l, í öðrum stærðum er prjónamerki sett í miðju l). Byrjið frá miðju að aftan og prjónið sl með litnum gallabuxnablár þar til 10-10-10-12-12-12 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið br þar til 10-10-10-12-12-12 l eru eftir á undan prjónamerki fram að hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið sl þar til 20-20-20-24-24-24 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið br þar til 20-20-20-24-24-24 l eru eftir á undan prjónamerki fram að hinni hliðinni. Snúið við, herðið á þræði og prjónið sl þar til 30-30-30-36-36-36 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við, herðið á þræði og prjónið br þar til 30-30-30-36-36-36 l eru eftir á undan prjónamerki fram að hinni hliðinni, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl að miðju að aftan. Prjónið nú 1 umf sl yfir allar l með litnum gallabuxnablár þar sem fækkað er um 21-26-29-43-48-53 l jafnt yfir = 96-100-106-110-114-118 l. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið mynstur í hring eftir A.3. Fellið síðan laust af með sl. SNÚRA: Klippið 2 þræði með litnum gallabuxnablár ca 3-4 metra (þræðirnir eiga að vera ca 1,5 sinnum lengri en óskuð lengd í lokin). Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið fyrir miðju framann á kjól og þræðið þræði upp og niður í gegnum gataumferð. Klippið nú snúruna í óskaða lengd. Gerið 2 dúska með litnum gallabuxnablár ca 4 cm að þvermáli og festið dúsk í hvorn enda á snúrunni (saumið í hnútinn á snúrunni). FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 39 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1263
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.