GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 til A.3 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.
ÚRTAKA (á við um aðsnið):
Fellið af fyrir aðsniði framan og aftan við við 4 prjónamerkin.
Fellið af á eftir 1. og 3. prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
Fellið af þegar 2 l eru eftir á undan 2. og 4. prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman.
ÚTAUKNING (á við um aðsnið):
Aukið út fyrir aðsniði framan og aftan við 4 prjónamerkin.
Aukið út þannig: Sláið uppá prjóninn á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------
PEYSA:
FRAM- OG BAKSTYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna.
Fitjið upp 160-176-192-216-240-268 l á hringprjóna nr 3 með gallabuxnabláum. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið 2 umf sléttprjón. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir teikningu A.1. Þegar A.1 er lokið er haldið áfram með bláum og sléttprjóni.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 8 cm eru sett 4 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki er sett eftir fyrstu 21-24-27-32-37-43 l í umf, 2. prjónamerki er sett eftir næstu 38-40-42-44-46-48 l, 3. prjónamerki er sett eftir næstu 42-48-54-64-74-86 l, 4. prjónamerki er sett eftir næstu 38-40-42-44-46-48 l (= 21-24-27-32-37-43 l á eftir síðasta prjónamerki).
Í næstu umf er fellt af eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 16 cm = 152-168-184-208-232-260 l. Þegar stykkið mælist 22 cm er aukið út um 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3-3-3-3½-3½-3½ cm millibili alls 4 sinnum = 168-184-200-224-248-276 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm.
Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg, prjónið 78-86-92-104-114-128 l (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-10 l fyrir handveg, prjónið 78-86-92-104-114-128 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar.
ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 48-48-48-52-52-56 l á sokkaprjóna nr 3 með gallabuxnabláum. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan mynstur í hring á eftir mynstrið A.1. Þegar A.1 er lokið er haldið áfram með bláum og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 10-10-8-8-10-10 cm aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3-2½-2½-2½-2-2 cm millibili alls 11-13-14-14-15-15 sinnum = 70-74-76-80-82-86. Þegar stykkið mælist 44-44-43-43-42-42 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l undir ermi = 64-68-68-72-72-76 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi.
BERUSTYKKI:
Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 284-308-320-352-372-408 l á prjóna. Prjónið 1 umf sl með bláum þar sem felldar eru af 4-8-0-12-12-8 l jafnt yfir = 280-300-320-340-360-400 l á prjóni.
Prjónið síðan mynstur í hring eftir teikningu A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð og byrjið og endið á umf merktri með ör fyrir rétta stærð = 14-15-16-17-18-20 mynstureiningar í umf). Fellið af eins og sýnt er í mynstri.
Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 140-150-160-170-180-180 l í umf og stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm upp að öxl.
UPPHÆKKUN AFTAN VIÐ HNAKKA:
Til þess að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan við hnakka þannig: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Byrjið frá réttu með gallabuxnabláum og prjónið 16-17-18-19-20-21 l sl framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á bandi og prjónið 32-34-36-38-40-42 l br. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 48-51-54-57-60-63 l sl, snúið við, herðið á bandi og prjónið 64-68-72-76-80-84 l br. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 80-85-90-95-100-105 l sl, snúið við, herðið á bandi og prjónið 96-102-108-114-120-126 l br. Snúið við, herðið á bandi og prjónið sl að miðju að aftan.
Prjónið nú 1 umf sl þar sem felldar eru af 38-44-50-54-60-60 l jafnt yfir (þ.e.a.s. í stærð S + M prjónið til skiptis í 2. og 3. hverja l og 3. og 4. hverja l slétt saman og í stærð L + XL + XXL + XXXL er prjónað ca í 2. og 3. hverja l slétt saman umf hringinn)= 102-106-110-116-120-120 l.
HÁLSMÁL:
Skiptið yfir í stutta hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf br, 1 umf sl og 1 umf br, síðan er fellt laust af með sl.
FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum.
----------------------------------------------------------
HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna þegar þörf er á.
Fitjið upp 116-124 l á hringprjóna nr 3 með gallabuxnabláum. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 1 umf slétt þar sem felldar eru af 8-7 l jafnt yfir = 108-120 l. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir teikningu A.3 (= 9-10 mynstureiningar í umf).
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Eftir A.3 er haldið áfram með gallabuxnabláum. Þegar stykkið mælist 18-20 cm setjið 9-10 prjónamerki í stykkið með 12 l á milli prjónamerkja. Í næstu umf er felld af 1 l á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 l slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4 sinnum og síðan í hverri umf alls 7 sinnum = 9-10 l eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 23-25 cm á hæðina.
DÚSKUR:
Gerið einn dúsk með gallabuxnabláum ca 8 cm að þvermáli og festið við toppinn á húfunni.
Mynstur
|
= gallabuxnablár |
|
= silfurbleikur |
|
= ljós bleikfjólublár |
|
= dökk bleikvínrauður |
|
= bensínblár/kirsuber |
|
= sinnepsgulur |
|
= 2 l slétt saman með grunnlit í mynsturbotn eða með lit í röndum |


Athugasemdir (17)
Skrifa athugasemd!
Buongiorno, per realizzare il berretto viene indicato di usare i ferri circolari 40 cm. Io uso ferri circolari intercambiabili: devo usare le punte corte oppure punte standard? Grazie.
Bonjour, Je ne comprends pas la différence de longueur du corps entre les instructions et le dessin : dans les instructions, on raccorde l'empiècement après 40cm pour la plus grande taille, mais sur dessin il est indiqué 64cm ... 24cm de différence me paraissent énormes ! Pouvez-vous svp m'expliquer comment cela est possible? Merci beaucoup François
Guten Tag, ich würde gern diesen Pullover stricken, allerdings nicht tailliert, er soll locker sitzen. Wie komme ich mit der Strickschrift hin. Gern würde ich Merinowolle verwenden, welche empfehlen Sie und welche Farben müsste ich dann nehmen? MfG Susanne Behrens
Hei. Det må være en feil i oppskriften. Det står at det skal være 100 gr lys beige nr 71. Men på fargekartet er det en annen farge. Så hvem er riktig.
Kann man diesen Pullover auch mit kurzen Ärmeln stricken?
Cuando pone hacer dos pliegues a que se refiere? soy novata y me cuesta.
Bonjour , ce modèle me plait beaucoup , mais j'aimerais le réaliser ...du bas vers le haut ! comment faire ? Merci pour vos informations cordialement
Hallo, Sie mussen den Rand mit kleineren nadeln stricken... Cathie
Ich stricke gerade diesen schönen Pullover, aber der kraus gestrickte Rand schlägt nach oben?! - Gibt sich das wohl nach der Fertigstellung und dem Spannen? Ich arbeite genau nach Anweisung, habe schon ein paar Mal neu angefangen, aber es bleibt immer gleich, derRand schlägt nach oben?
Het boord in ribbelsteek krult heel erg om. Wat kan ik doen om dit goed te krijgen?
Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.
Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.
Hvað máttu gera með mynstrin okkar? Þú mátt deila DROPS mynstrum á netinu, nota upprunalegu myndina af mynstrinu, efni, nafn og númer. En þér er EKKI HEIMILT að endurgera allt mynstrið stafrænt á nokkurn hátt.
Garnverslanir hafa heimild til að nota DROPS mynsturgagnagrunninn til þess að auka sölu á sínu garni. Prentaðu út hvaða mynstur sem þú vilt, eins mörg eintök og þú vilt. Einu kröfurnar sem við gerum er að ekki verði gerðar neinar breytingar eða viðaukar á upprunalega skjalinu sem prentað er út. Samkvæmt grunngildum DROPS eiga mynstrin að standa viðskiptavinum til boða endurgjaldlaust.
Útgefendur sem vilja birta mynstrin okkar í prentuðum bókum eða í tímaritum geta haft samband við okkur til frekari upplýsinga. Sala á flíkum/vörum gerðar eftir DROPS mynstrum er leyfileg svo lengi sem salan einskorðast við einn hlut eða eftir pöntun, önnur almenn sala en þessi er ekki leyfileg. Skýrt skal tekið fram að flíkin/varan sé framleidd eftir hönnun frá DROPS DESIGN. Skilmálar til að fá að nota merkingu á fatnaði/vörum þar sem hönnun DROPS DESIGN hefur verið notuð er að textinn á að vera "A DROPS DESIGN made by…". Notkun DROPS mynda til markaðssetningar/sölu er aðeins leyfð þegar einungis DROPS garn hefur verið notað. Ekki má klippa myndirnar eða breyta þeim og vörumerkið á að sjást mjög greinilega.
Við áskiljum okkur allan rétt til þess draga þetta leyfi til baka hvenær sem er, án þess að tilgreina ástæðu.