Svenja skrifaði:
Hallo, in der Anleitung zur Passe steht: "In dieser Weise weiterstr und dabei wie im Diagramm gezeigt abnehmen." Frage: Arbeite ich in der Rückreihe A) 5 Blenden-M , eine linke Masche in perlgrau, dann das Muster und 5 Blenden-M, oder B) 5 Blenden-M , eine linke Masche in perlgrau, dann das Muster bis 6 M übrig sind und hier eine linke M in perlgrau und dann 5 Blenden-M? Danke für Ihre Hilfe. Mit freundlichen Grüßen Svenja
13.11.2024 - 14:44DROPS Design svaraði:
Liebe Svenja, die Rückreihen stricken Sie mit 5 Blenden Maschen, 1 linke Maschen mit Perlgrau, dann das Muster wiederholen (von links nach rechts lesen) und 5 Blenden Maschen. Hier lesen Sie noch mehr über Diagramme. Viel Spaß beim Stricken!
13.11.2024 - 17:23
Svenja skrifaði:
Hallo, ich glaube die Anleitung enthält für die Passe eine falsche Maschenzahl. Könnten Sie dies korrigieren? In der Anleitung steht für XXXL 422 M. Es sind jedoch 404: 64 M rechtes Vorderteil + 78 M Ärmel + 118 M Rückenteil + 78 M Ärmel + 64 M links Vorderteil. Der Fehler zieht sich dann auch weiter bei der Anzahl der Maschen nach den Raglanabnahmen. Viele Grüße und Danke für die vielen guten Anleitungen. Svenja
13.11.2024 - 12:50DROPS Design svaraði:
Liebe Svenja, Sie haben die richtigen Maschenanzahl für beide Vorderteile und Rückenteil nicht richtig, es waren 286 M nach allen Abnahmen; dann ketten Sie für die Armlöcher ab und so sind es 69 M für jedes Vorderteil und 128 M für das Rückenteil (=69*2+128+2*10); dann haben Sie: 69+78+128+78+69=422 Maschen. Viel Spaß beim STricken!
13.11.2024 - 17:13
Tine Munkberg skrifaði:
Strikke str.xl, orginal garn, tjekket alt passer gennem arbejdet, kommer til bærestykket, tager ind som der står, efter disse indtagninger passer maskeantal så pludselig med Str.L? 318m ikke 342m som til Str.Xl Hvad sker der?
29.12.2022 - 10:52DROPS Design svaraði:
Hej Tine, i XL har du 366 masker, tager 8mx3=24 m ind= 342m-7=335m :)
04.01.2023 - 12:24
Darcie Clapp skrifaði:
It seems the finished measurements are incorrect on the English version. They are enormous. If I calculate the stitch count out by the gauge it is much more reasonable. Can you confirm the bust and sleeve length measurements for each size please?
10.10.2022 - 21:58
Pettersson Cecilia skrifaði:
Hej. Det står inte hur lång ärmen ska vara innan avmaskning 6 maskor. Stl s.
15.01.2022 - 12:10DROPS Design svaraði:
Hei Petterson. Ja, her manglet det en linje i den svenske oppskriften. Det skal vi få ordnet, takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. I mellomtiden, så kan du se på den norske teksten: ... = 70-74-76-80-84-88 m. Når arb måler 44-43-42-41-41-41 cm (NB: Kortere... mvh DROPS Design
18.01.2022 - 09:34
Carina skrifaði:
Hola Al seguir leyendo me parece que la chaqueta se teje de abajo a arriba, es así? Yo la estoy pensando de arriba a abajo 🤭
29.12.2021 - 03:21DROPS Design svaraði:
Hola Carina, a chaqueta se teje de abajo a arriba. Saludos!
29.12.2021 - 10:18
Carina skrifaði:
Hola. Pero decís que se empieza por el gris pela, pero en la foto me parece que está empezado con el rosa, no sé si estoy equivocada 🙄
29.12.2021 - 00:24DROPS Design svaraði:
Hola Carina, la chaqueta se empieza de abajo, por el gris pela. Saludos!
29.12.2021 - 10:27
Wibeke Benjaminsen skrifaði:
Hei. Lurer på om det er mulig å strikke denne jakken rundt for så å klippe opp? Må jeg i såfall strikke en annen type stolpe eller kan det løses på noen måte?
22.03.2019 - 23:05DROPS Design svaraði:
Hei Wibeke. Om du vil strikke rundt og klippe opp, bør du legge til oppklippsmasker midt foran (feks 5 masker), og strikke stolpene og belegg etter at du har klippet opp. God fornøyelse
25.03.2019 - 15:20
Karin Fagnastøl skrifaði:
Hei. Jeg prøver å skrive ut diagram til oppskrift 166-2 men får bare ut deler av diagrammet. \r\nKan du ev. sende meg den siden, det er side 4 . \r\nKarin
05.02.2019 - 10:16DROPS Design svaraði:
Hei Karin. Vi har dessverre ikke mulighet til å sende oppskrifter individuelt, men vi har sjekket dette og det gikk helt fint an å skrive ut alle sidene. Har du kontrollert at du ikke har spesifisert sideantall på printerinstillingene dine? Eventuelt skalert bildet slik at ikke diagrammet blir kuttet? God fornøyelse.
08.02.2019 - 14:11
Emilie Löfgren skrifaði:
Hej, jag undrar om det saknas någon bit i texten för ärmen. Efter OBS förklaringen så känns det som att det saknad en bit. "Upprepa ökningen med 3½-2½-3-2½-2-2 cm mellanrum totalt 11-13-11-13-15-14 ggr =OBS: Kortare mått i de större stl pga bredare axelvidd), maskas de mittersta 6-6-8-8-10-10 m under ärmen av = 64-68-68-72-74-78 m kvar på st."
12.10.2018 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hej Emilie, ärmen fortsätter under oket. Lycka till :)
29.10.2018 - 15:18
Joyride Cardigan#joyridecardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma með norrænu mynstri og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-2 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að taka upp l frá fyrri umf og prjóna hana slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 7, 15, 23, 31, 39, 47 og 54 cm STÆRÐ M: 9, 17, 25, 33, 41, 49 og 56 cm STÆRÐ L: 11, 19, 27, 35, 43, 51 og 58 cm STÆRÐ XL: 12, 19, 26, 33, 40, 47, 54 og 60 cm STÆRÐ XXL: 9, 17, 25, 33, 41, 49, 56 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 9, 17, 25, 33, 41, 49, 57 og 64 cm LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki þegar mynstrið er prjónað. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 170-186-206-222-246-270 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með litnum ljós perlugrár. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 8 cm er sett 1 prjónamerki í 45-49-54-58-64-70 l inn frá hvorri hlið (= 80-88-98-106-118-130 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Nú er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í hvorri hlið með 8 cm millibili alls 4 sinnum = 186-202-222-238-262-286 l. Þegar stykkið mælist 36-37-38-38-40-41 cm fellið af 6-6-8-8-10-10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 3-3-4-4-5-5 l á hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 82-90-98-106-116-128 l eftir á bakstykki og 46-50-54-58-63-69 l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48-48-54-54-54-60 l á sokkaprjóna nr 3 með litnum dökk bleikvínrauður. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 8-8-9-9-9-10 mynstureiningar í umf). Eftir A.1 er haldið áfram í sléttprjóni með litnum ljós perlugrár. Þegar stykkið mælist 7-9-9-9-10-11 cm er aukið út um 2 l fyrir miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3½-2½-3-2½-2-2 cm millibili alls 11-13-11-13-15-14 sinnum (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l undir ermum = 64-68-68-72-74-78 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 302-326-342-366-390-422 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið síðan sléttprjón með litnum ljós perlugrár (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni). JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku fyrir laskalínu í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 286-310-318-342-366-398 l. Eftir síðustu umf með úrtöku er prjónuð 1 umf br frá röngu (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni) þar sem fækkað er um 3-11-3-7-13-9 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 283-299-315-335-353-389 l eftir á prjóni. LESIÐ LEIÐBEININGAR! Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 þar til 6 l eru eftir á prjóni (veljið mynstur fyrir rétta stærð = 17-18-19-18-19-21 mynstureiningar), endið á 1 l sléttprjón með litnum ljós perlugrár og 5 kantlykkjur í garðaprjóni eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynstri. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka (endið á eftir umf merktri með ör í mynstri fyrir rétta stærð) eru 130-137-144-137-144-158 l eftir á prjóni og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm upp að öxl. UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Til þess að fá betra form þá er prjónuð upphækkun aftan í hnakka. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Byrjið frá réttu með litnum dökk bleikvínrauður og prjónið eins og áður þar til prjónaðar hafa verið 20-21-22-23-24-25 l framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á þræði og prjónið 40-42-44-46-48-50 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 50-52-54-56-58-60 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-62-64-66-68-70 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 70-72-74-76-78-80 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 80-82-84-86-88-90 l br til baka. Snúið við og prjónið sl út umf. Prjónið 1 umf br frá röngu með dökk bleikvínrauður þar sem fækkað er um 38-35-38-25-28-38 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 92-102-106-112-116-120 l á prjóni – ATH: Munið að síðasta hnappagatið á að vera staðsett í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og hálsmáls). HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 5 umf sléttprjón (= kantur sem rúllast) með litnum dökk bleikvínrauður, fellið síðan af með br frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. VASI: Stykkið er prjónað fram og til baka á sokkaprjóna. Fitjið upp 24-24-26-28-30-30 l á 1 sokkaprjón nr 3 með litnum ljós perlugrár. Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af þegar vasinn mælist 12-12-13-14-15-15 cm. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. Staðsetjið einn vasa á hvort framstykki, ca 8-9-10-11-12-13 cm frá miðju að framan og ca 6-7-7-8-8-8 cm frá neðri kanti (mátið e.t.v. peysuna og staðsetjið vasana að óskaðri staðsetningu). Saumið vasana niður með lykkjuspori innan við 1 kantlykkju. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #joyridecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.