Ulla skrifaði:
Varför sätta 4 maskor på en tråd på vänster axel ovanför knapphålen. De nämns inte sedan.
01.11.2025 - 15:52
Bertin Sylvie skrifaði:
J'ai commencé la manche de la robe et je ne comprends pas "placer un marqueur au début du tour = milieu sous la manche "
24.10.2025 - 16:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bertin, le début des tours de la manche commence au milieu sous la manche (au niveau de la couture sous la manche quand on tricote en rangs), placez un marqueur ici pour mieux repérer le début des tours pour tricoter A.1 mais aussi pour augmenter ensuite et rabattre au début de la tête de manche. Bon tricot!
29.10.2025 - 14:50
Elina Gaynor skrifaði:
Voisitteko laittaa kuvan nappien kohdasta. Tulevatko ne olkapäälle. Myös nämä neljä oikein neulottua keskellä takana on epäselvä minulle. Tulevatko ne kädentien vai pääntie puolelle. Lisätty neljä silmukkaa ovatko ne myös oikein neulottua .
18.10.2025 - 14:16DROPS Design svaraði:
Hei, keskelle taakse tulee ainaoikeinneulottu reunus ja napit kiinnitetään tähän reunukseen. Lisätyillä 4 silmukalla neulotaan ainaoikeaa.
23.10.2025 - 18:41
Linda Burton skrifaði:
I am not understanding what to do with the 4 stitches held on holders. It says place the 4 sets from right back piece behind the a4 sets on the left back piece and fasten with small stitches. After that i pick up the neck edge. Thanks for any help.
09.10.2025 - 00:25
Solveig Mikkelrud skrifaði:
Jeg får ikke ermringingen på ermet like lang som på kjolen. Når jeg skal sy i ermene blir ermringingen altfor kort på ermene
16.09.2025 - 10:36DROPS Design svaraði:
Hi, I would wash the sleeve, it may be a few cm longer after washing and drying. If it is not enough, you will have to unravel the upper part of the sleeve and make it longer, before starting decreasing 6 stitches for the sleeve cup. Happy knitting!
17.09.2025 - 09:56
Linda Burton skrifaði:
I am not understanding one of the figures on your charts and it is not listed in the diagram explanations. In chart A.1 the solid black line going over two stitches. It travels downward. Is that a k2 tog? And if it is slanting up? I am knitting the WEnday darling dress and it is chart A.1
06.09.2025 - 23:19DROPS Design svaraði:
Hi Linda, The diagonal line which slants up from left to right is knit 2 together. The diagonal line which slants down from left to right is slip 1 stitch, knit 1 and pass the slipped stitch over. Regards, Drops team.
08.09.2025 - 06:58
Anette skrifaði:
Hej Ökningar i ärmen. Vad betyder "Öka med 6-3 1/2.......cm mellanrum......" ? Ska jag öka med 6cm mellanrum eller 3,5cm mellanrum? Eller är det 6st msk totalt i ökningen? Vänligen Anette
14.07.2025 - 06:54DROPS Design svaraði:
Hej Anette. I den minsta storleken ökar du med 6 cm mellanrum och i den näst minsta med 3,5 cm mellanrum. Mvh DROPS Design
28.07.2025 - 14:42
Anette skrifaði:
Jag får inte till vänster axel och halsen på vänster axel med knappar, är halsen på samma sida av axelns stycket när jag ska maska av för halsen?
09.07.2025 - 11:03DROPS Design svaraði:
Hej Anette. Kanterna med knapphål och knappar sitter mitt bak på klänningen, så du gör kant med knapphål mitt bak på den vänstra delen och kant med knappar mitt bak på den högra delen. Du avmaskar maskor närmast halsen/nacken på båda bakstycken. Mvh DROPS Design
10.07.2025 - 09:55
Annemarie skrifaði:
Hallo drops design, Ik ben begonnen met het breien van drops children 26-6. Bij A2 verschuift bovenaan het patroon een steek, hoe doe ik dat? Voor A3 staat in het patroon, begin 1 st voor de eerste st op de naald, hoe breien ik die eerste steek? Ik hoor het graag, zodat ik verder kan. Groetjes, Annemarie
17.05.2025 - 22:38DROPS Design svaraði:
Dag Annemarie,
Bij A.2 begin je op die naald met de laatste steek van het einde van de vorige toer. Hetzelfde geldt voor A.3
18.05.2025 - 08:23
Gill skrifaði:
Hej, det står står så här : Fortsätt avm för ärmhål i varje sida i början på varje v så här: 2 m 1 gång och 1 m 2-2-1-1-2 ggr = 66 m. Ska man då lyfta 1m sticka 1 och drag över 1 ,2gånger efter varandra och i nästa varv lyfta 1, sticka och dra över 1. Om ni förstår min fråga? Alltså jag följer minskninstips i början på varje varv? Mvh Gill
07.05.2025 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hei Gill. Minskninstipset som står øverst i oppskriften gjelder når du strikker etter diagram A.3. mvh DROPS Design
12.05.2025 - 11:49
Wendy Darling#wendydarlingdress |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll og hárband með gatamynstri úr DROPS Cotton Merino. Stærð börn 2-10 ára
DROPS Children 26-6 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið lykkjum á undan A.3 þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir A.3 þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á vinstri öxl. Fellið af með því að prjóna aðra og þriðju lykkju frá miðju að framan, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist 2 og 4 cm. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp. KJÓLL: Fitjið upp 192-192-224-224-256 l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið A.1. Prjónið síðan A.2 (= 6-6-7-7-8 mynstureiningar á breiddina). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram þannig – byrjið 1 l á undan l í umf: * A.3 (= 3 l ), 29 l sléttprjón *, endurtakið frá *-* 6-6-7-7-8 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 15 cm fækkið um 1 l fyrir hvert A.3 – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (6-6-7-7-8 l færri). Endurtakið úrtöku til skiptis á undan og á eftir A.3 með 1-1½-1½-2-2 cm millibili alls 12-10-12-10-12 sinnum = 120-132-140-154-160 l. Haldið áfram í sléttprjóni og A.3 þar til stykkið mælist 27-29-32-35-37 cm. Prjónið nú A.1 yfir allar l, í fyrstu umf í A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður til 124-132-140-148-160 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, en í byrjun umf og 1 eftir 62-66-70-74-80 l = hliðar. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l. Þegar stykkið mælist 34-37-41-45-49 cm fellið af 6 l í hvorri hlið fyrir handveg (= 3 l hvoru megin við hvort prjónamerki) og hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 56-60-64-68-74 l. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun hverrar umf þannig: 2 l 1 sinni og 1 l 2-2-1-1-2 sinnum = 48-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 38-42-47-52-57 cm setjið fyrstu 22-24-27-29-31 l (frá réttu) á þráð fyrir hægri öxl (prjónið þær fyrst) og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. VINSTRI ÖXL: = 26-28-31-33-35 l. Haldið áfram í sléttprjóni, en fyrstu 4 l á prjóni (við miðju) eru prjónaðar í garðaprjón. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 44-48-53-58-63 cm setjið fyrstu 4 l á þráð (prjónið þær fyrst), fellið síðan af næstu 10-11-12-13-13 l fyrir hálsmáli. Í næstu umf er fækkað um 1 l við hálsmál = 11-12-14-15-17 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 46-50-55-60-65 cm. HÆGRI ÖXL: Setjið til baka þær 22-24-27-29-31 l af þræði á prjóninn og fitjið upp 4 nýjar l í lok fyrstu umf frá réttu = 26-28-31-33-35 l. Prjónið síðan á sama hátt og vinstri öxl, ekki er fellt af fyrir hnappagötum. FRAMSTYKKI: = 56-60-64-68-74 l. Fækkið lykkjum fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki = 48-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 41-45-50-55-60 cm setjið miðju 18-20-22-24-24 l á þráð fyrir hálsmál, hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan lykkjum í hverri umf við hálsmál: 2 l 1 sinni og 1 l 2 sinnum = 11-12-14-15-17 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 46-50-55-60-65 cm. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 40-42-44-46-48 l á sokkaprjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið A.1 yfir allar l, prjónið síðan sléttprjón. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Aukið út með 6-3½-3-3-3 cm millibili 2-4-6-7-8 sinnum til viðbótar = 46-52-58-62-66 l. Þegar stykkið mælist 20-23-26-29-32 cm fellið af 6 l við miðju undir ermi fyrir ermakúpu. Prjónið ermi fram og til baka JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir ermakúpu í hvorri hlið þannig: Fækkið um 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-27-30-33-36 cm. Fækkið um 3 l í hvorri hlið, fellið síðan af þær l sem eftir eru. Stykkið mælist ca 25-28-31-34-37 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Leggið þær 4 l sem fitjaðar voru uppá vinstra bakstykki undir þær 4 l frá hægra bakstykki og saumið þær saman. HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 72 til 88 l (meðtaldar l af þræði) í kringum hálsmál á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. ------------------------------------------------------- HÁRBAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fitjið upp 15 l á prjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan A.4 yfir allar l. Haldið áfram með A.4 þar til stykkið mælist 41-42-43-44 cm (strekkið aðeins á stykkinu þegar mælt er), prjónið 2 umf garðaprjón, fellið af. Saumið saman affellingarkantinn og uppfitjunarkantinn með lykkjuspori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wendydarlingdress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 26-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.