Lorna MacGregor skrifaði:
A question regarding tension -- the pattern gives the tension for a 3 mm needle as 24 sts X 32 Rows in stockinette st, or 24 sts X 48 rows in garter st = 10 cm X 10 cm. But the yoke is knit with a 2.5 mm needle with garter st. What should the tension be for the smaller needle in garter st? Thank you very much.
26.09.2020 - 02:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs MacGregor, we do not have any tension for the smaller needle, check your gauge with the larger needle, should it be right, then your tension with smaller needle should match with same tension - read more about tension here. Happy knitting!
28.09.2020 - 08:48
Patricia Bischof skrifaði:
Can I download this pattern or do I always have to go thru your website
11.07.2020 - 22:17DROPS Design svaraði:
Dear Patricia, you can not download our patterns, but you can print it directly from our website or you can use virtual printer in your pc and save it as .pdf. Happy knitting!
11.07.2020 - 23:10
Angela Brandt skrifaði:
Liebe Lorenza Vielen Dank, ich habe meinen Fehler bemerkt. Ich hatte die 6 Maschen für die Blenden nicht mitgerechnet, deswegen bin ich nur auf 9 Marker gekommen. Liebe Grüße Angela
21.01.2020 - 03:41
Angela Brandt skrifaði:
Ich stricke in Grösse M und habe 180 Maschen Wenn ich die Markierst setze komme ich aber nur auf 9 Markierst. Ich setze den ersten Markierst nach 18 Maschen und dann immer nach 16 Maschen, also kann ich nur 9 Markierst setzen. Kann da etwas nicht stimmen ? Es bleiben am Ende auch nicht 18 sondern 22 Maschen . Irgendetwas stimmt hier nicht. Bitte prüfen Sie das für mich. Ich habe schon mehrere Jacken nach Ihren Mustern gestrickt. Liebe Grüsse Angela
20.01.2020 - 14:52DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Brandt, so setzen Sie die Markierer ein: 18 Maschen, 1 Markierer, (16 Maschen 1 Markierer) x 9, 18 Maschen bleiben nach dem letzten Markierer: 18 + 16x9 + 18= 180. Viel Spaß beim stricken!
20.01.2020 - 16:05
Lorenza skrifaði:
E' possibile eseguire questo capo con i ferri diritti?
14.01.2020 - 11:51DROPS Design svaraði:
Buongiorno Lorenza. Le spiegazioni sono date per lavorare in ferri di andata e ritorno. Può usare i ferri dritti senza cambiare le indicazioni. Vengono consigliati i ferri circolari perchè più comodi per lavorare con un numero alto di maglie. Buon lavoro!
14.01.2020 - 12:44
Ulli Kweta skrifaði:
Darf ich fragen, welche Randmaschen hier verstrickt sind? Vielen Dank für die wunderbare Anleitung.
26.07.2019 - 18:14DROPS Design svaraði:
Liebe Ulli, die Randmaschen sind in den Blenden-Maschen enthalten und werden auch kraus rechts gestrickt. Viel Spaß beim Stricken!
27.07.2019 - 09:03
Melody skrifaði:
May I use a 50/50% merino and silk yarn for this cardigan?
02.03.2018 - 08:57DROPS Design svaraði:
Dear Melanie, yes, you can use a different yarn, that is similar weight, but please do a gauge swatch and check if it has the same stitch count as given in the pattern. Happy Knitting!
04.03.2018 - 18:40Miriam Rocio skrifaði:
Buenas tardes. Estoy tejiendo la chaqueta en talla S, empecé con 133 y ahora debo seguir con el patrón A.1 que tiene 6 puntos y en los bordes 6 puntos musgo a cada lado, 133-12= 121 puntos, y 121/6=20.17. Tejiendo 20 veces el patrón A.1 me sobra 1 punto, cómo tejo este punto que sobra? o debo empezar con 132 puntos?
23.12.2017 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hola Miriam, el punto que sobra se trabaja como el primer punto de A.1, pero en la fila 9 este punto se trabaja de derecho.
30.12.2017 - 12:59Patricia Bischof skrifaði:
Like others my friend and I had difficulty matching the gauge indicated. However, my question is why do you list the gauge for the garter stitch on a 3.00 mm. when the yoke is worked on a 2.5 mm. Why is there no gauge indicated for the needle that is recommended? By the way it still turned out beautifully all 4 times!
03.11.2017 - 20:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bischof, if you get the correct tension with larger needle, your tension will be right with the smaller needles. Happy knitting!
06.11.2017 - 08:46
Maria Caballe skrifaði:
Buenas tardes, Mi duda es la siguiente: despues de oner los marcadores y realizar los primeros 10 aumentos, no entiendo cuantas hileras y cuantos aumentos por hilera hay que hacer hasta llegar a los 20 cms de la talla mediana i a los 353 puntos. muchas gracias
16.07.2017 - 22:12DROPS Design svaraði:
Hola Maria. después de insertar los marcapuntos aumentamos de la siguiente manera: aumentar de modo alterno a cada lado del marcapuntos ( es decir, una fila todos los aumentos se trabajan antes de los marcapuntos, otra fila - después de los marcapuntos - , de este modo siempre aumentamos 10 puntos en la fila) primero cada 2ª fila 0-2-0-3-7-7 veces (el número de veces depende de la talla), después cada 4ª fila 10-10-9-9-8-8 veces y al final cada 6ª fila 5-5-7-7-7-8 veces.
27.07.2017 - 12:32
Timeless Beauty Cardigan#timelessbeautycardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með hringlaga berustykki, garðaprjóni og gatamynstri, prjónið ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 160-8 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.9. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan, þ.e.a.s. frá hægri hlið séð frá réttu (þ.e.a.s. séð frá prjónstefnu). 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 9, 16, 23 og 30 cm STÆRÐ M: 2, 9, 16, 23 og 30 cm STÆRÐ L: 2, 10, 18, 26 og 34 cm STÆRÐ XL: 2, 10, 18, 26 og 34 cm STÆRÐ XXL: 2, 9, 16, 23, 30 og 37 cm STÆRÐ XXXL: 2, 9, 16, 23, 30 og 37 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónið ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 133-141-157-161-161-177 l (meðtaldar 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umf sl frá röngu. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú MYNSTUR A.1 með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (í umf 9 er síðasta l prjónuð á undan kanti að framan slétt), JAFNFRAMT í 3. umf í mynstri er aukið út um 18-20-30-32-32-34 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING og í 11. umf er aukið út um 15-19-29-29-29-33 l jafnt yfir = 166-180-216-222-222-244 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram í garðaprjóni og 10 prjónamerki sett í stykkið þannig: Prjónið fyrstu 16-18-18-21-21-23 l, setjið eitt prjónamerki, síðan er sett eitt prjónamerki með 15-16-20-20-20-22 l millibili, eftir síðasta prjónamerki eru 15-18-18-21-21-23 l. Í næstu umf frá réttu byrjar útaukning. Aukið út til skiptis hægra og vinstra megin við prjónamerki (= 10 útaukningar). Aukið út í annarri hverri umf 0-2-0-3-7-7 sinnum, í 4. hverri umf 10-10-9-9-8-8 sinnum og í 6. hverri umf 5-5-7-7-7-8 sinnum = 316-350-376-412-442-474 l. Í næstu umf frá réttu er aukið út um 7-3-9-1-3-9 l jafnt yfir = 323-353-385-413-445-483 l. Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm. Í næstu umf (= frá röngu) prjónið þannig: sl yfir fyrstu 51-55-61-66-72-80 l (= framstykki), setjið næstu 66-72-76-80-84-88 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-12 l undir ermi, prjónið næstu 89-99-111-121-133-147 l (= bakstykki), setjið næstu 66-72-76-80-84-88 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-12 l undir ermi, prjónið næstu 51-55-61-66-72-80 l (= framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 211-229-253-277-301-331 l fyrir fram- og bakstykki. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið nú þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.2, A.3 þar til 12 l eru eftir, A.4, 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. ATH: þessar 6 kantlykkjur halda áfram í garðaprjóni til loka! Þegar A.2-A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með A.5 (í umf 7 eru prjónaðar síðustu l á undan kanti að framan slétt). Prjónið nú A.6, aukið út um 6-0-0-0-0-6 l jafnt yfir í 1. umf (síðasta l á undan kant að framan er prjónuð slétt) = 217-229-253-277-301-337 l. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með A.7 1 sinni á hæðina (í 5. umf í mynstri er síðasta l á undan kanti að framan prjónið slétt). Prjónið nú A.8, aukið út um 4-8-8-8-8-4 l jafnt yfir í 1. umf (síðasta l á undan kanti að framan er prjónuð slétt) = 221-237-261-285-309-341 l. Þegar allt A.X hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.X 0-0-0-0-1-1 sinni til viðbótar áður en haldið er áfram með afgang af mynstri. Haldið nú áfram með A.7 (síðasta l á undan kanti að framan er prjónuð slétt). Prjónið nú þannig: A.2, A.3 þar til 6 l eru eftir á undan kanti að framan, JAFNFRAMT er aukið út um 2-4-4-4-4-2 l jafnt yfir í 1. umf í A.3, A.4 = 223-241-265-289-313-343 l. Prjónið nú A.7 0-0-1-1-0-0 sinni á hæðina (í umf 5 er síðasta l í umf prjónuð slétt). Þegar allt mynstrið hefur verið prjónað til loka eru prjónaðar 2 umf sléttprjón innan við kant að framan, JAFNFRAMT í umf frá réttu og aukið út um 17-20-23-25-27-27 l jafnt yfir = 240-261-288-314-340-370 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið garðaprjón fram og til baka í 2 cm. Fellið af til skiptis 1 l sl og 1 l br. Stykkið mælist nú ca 54-55-58-59-65-66 cm. ERMI: Ermin er prjónuð í garðaprjóni fram og til baka á hringprjóna. Nú eru 66-72-76-80-84-88 l fyrir hvora ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið til baka l af þræði á hringprjóna nr 2,5 og fitjið upp 6-6-6-7-7-7 l lok 2 næstu umf = 78-84-88-94-98-102 l. Þegar ermin mælist 4 cm er fækkað um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið með því að prjóna 2 l slétt saman. Endurtakið úrtöku með 1½-2-2½-3-3½-3½ cm millibili 7-6-5-4-3-3 sinnum til viðbótar = 62-70-76-84-90-94 l. Þegar stykkið mælist 19 cm í öllum stærðum er prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.9 þar til 1 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar allt A.9 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 2 umf garðaprjón. Fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum yst í lykkjubogann. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timelessbeautycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 160-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.