 Anne Aanonsen skrifaði:
 
																									Anne Aanonsen skrifaði:
												
Hvordan finner jeg riktig størrelse? Er det slik at jeg da bruker samme str videre i f.eks overdeler?
13.02.2015 - 11:47DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Nederst paa mönstret er der en maalskifte med alle maal per störrelse i cm. Du kan her sammenligne med dine egne maal og vaelge störrelse. God fornöjelse.
13.02.2015 - 17:06
																									 Marie33 skrifaði:
 
																									Marie33 skrifaði:
												
Bonjour, est-il possible de mettre en ligne une photographie de l'ouvrage de dos ainsi qu'un gros plan du montage du corps ? Que voulez-vous dire par 'point de croix' et 3 mailles en hauteur ? Merci !
07.02.2015 - 12:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie33,pour l'assemblage, posez les côtés bord à bord et assemblez en brodant au point de croix sur 3 m de large au total (commencez au milieu de la m avant la m lis d'une des 2 pièces jusqu'au milieu de celle après la m lis de l'autre pièce en largeur - on a entre chaque point de croix 1/2 m de chaque côté et 2 m lis) et 3 m en hauteur, ). Bon tricot!
16.02.2015 - 13:37
																									 Nadine skrifaði:
 
																									Nadine skrifaði:
												
Wann kommt sie denn nun endlich - die Anleitung für diesen zeitlos schönen Pulli?!?!
02.02.2015 - 11:31Angela skrifaði:
Zeitlos elegant!!! Wie schön! Hoffentlich kommt die Anleitung bald.🌸
31.01.2015 - 20:42Angela skrifaði:
Zeitlos elegant!!! Wie schön! Hoffentlich kommt die Anleitung bald.🌸
31.01.2015 - 20:41
																									 Nadine skrifaði:
 
																									Nadine skrifaði:
												
Ich würde diesen Pulli sooooooooooo gerne stricken. Also: Her mit der Anleitung!!!!!!
29.01.2015 - 16:03
																									 Karin Laudon skrifaði:
 
																									Karin Laudon skrifaði:
												
Hej, Mer av den här enkla stilen, tröjan kan vara lite större samt längre.
27.01.2015 - 15:53
																									 Marie33 skrifaði:
 
																									Marie33 skrifaði:
												
Un vrai pull tout simple, que l'on peut faire et refaire .. un basique. Très bien
13.01.2015 - 21:11
																									 Anine skrifaði:
 
																									Anine skrifaði:
												
Så enkel og vakker! Vil ha en I hver farge!
12.01.2015 - 14:26
																									 Angela skrifaði:
 
																									Angela skrifaði:
												
Endlich auch mal etwas Schlichtes für Anfängerinnen. Sehr modisch und nicht so verspielt. Her damit.
09.01.2015 - 13:37| Cozy Afternoon#cozyafternoonsweater | ||||
|  |  | |||
| Prjónuð peysa úr DROPS Air prjónuð ofan frá og niður. Stærð S – XXXL
							DROPS 161-4 | ||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): * 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 26-29-31-35-39-44 á hringprjóna nr 5,5 með Air og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 2-2-3-3-4-4 cm aukið út í byrjun á hverri umf frá réttu þannig: Aukið út um 1 l 2 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 2 l 2 sinnum = 32-35-37-41-45-50 l (= vinstri öxl). Setjið l á þráð. Fitjið upp og prjónið yfir hægri öxl alveg eins, en aukið er út í byrjun á hverri umf frá röngu = 32-35-37-42-45-50 l (næsta umf er prjónuð frá réttu). Prjónið 1 umf yfir allar l, fitjið upp 16-16-18-18-20-20 l fyrir hálsmáli í lok umf og prjónið 32-35-37-41-45-50 l af þræði = 80-86-92-100-110-120 l. Haldið áfram í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm eru fitjaðar upp 2 nýjar l í lok næstu 2 umf = 84-90-94-104-114-124 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið fyrir frágang: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fellt af þannig í 2. umf: Fækkið um 1 l innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Endurtakið úrtöku í annað hvert skipti í 4. hverri umf og í annarri hverri umf 17-17-18-18-19-19 sinnum til viðbótar = 48-54-56-66-74-84 l í umf. Prjónið 2 umf. Skiptið yfir í hringprjóna nr 4,5 og prjónið 4 umf garðaprjón, fellið af. Stykkið mælist ca 50-51-53-54-57-58 cm. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-29-31-35-39-44 l á hringprjóna nr 5,5 með Air og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 l í byrjun á næstu umf frá réttu = 27-30-32-36-40-45 l (= hægri öxl). Setjið l á 1 þráð. Fitjið upp og prjónið vinstri öxl alveg eins nema aukið er út í byrjun umf frá röngu (næsta umf er prjónuð frá réttu) = 27-30-32-36-40-45 l. Prjónið 1 umf yfir allar l, fitjið upp 26-26-28-28-30-30 l fyrir hálsmál í lok umf og prjónið 27-30-32-36-40-45 l af þræði = 80-86-92-100-110-120 l. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm fitjið upp 2 nýjar l í lok næstu 2 umf = 84-90-96-104-114-124 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið fyrir frágang. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið – JAFNFRAMT er aukið út í 2. umf þannig: Aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í garðaprjón í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu í annað hvert skipti í 4. hverri umf og í annarri hverri umf 17-17-18-18-19-19 sinnum til viðbótar = 120-126-134-142-154-164 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið fyrir frágang. Prjónið síðan sléttprjón með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, prjónið 2 umf, fellið síðan af í næstu umf frá réttu þannig: Fellið af 1 l innan við 3 l garðaprjón í hvorri hlið. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 7-7-8-8-9-9 sinnum til viðbótar = 104-110-116-124-134-144 l. Skiptið yfir á hringprjóna 4,5 og prjónið 4 umf garðaprjón, fellið af. Stykkið mælist ca 57-58-61-62-66-67 cm. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 34-36-37-38-40-42 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 4,5 með Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5,5 og prjónið síðan í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 7-7-6-7-8-7 cm er aukið út innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Endurtakið útaukningu með 3½-3-3-2½-2-2 cm millibili 10-11-12-13-14-14 sinnum til viðbótar = 56-60-63-66-70-72 l. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 46-45-44-43-41-39 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í – passið uppá að prjónamerkin mætist á fram- og bakstykki. Saumið ermasauma innan við 1 kantlykkju. Saumið saman hliðar þannig: Leggið fram- og bakstykki kant í kant. Saumið þær saman með því að sauma út krosssaum yfir 3 l á breiddina (þ.e.a.s. mitt í l innan við kantlykkju í hverjum st) og 3 l á hæðina. Saumið alveg niður að kanti til og með garðaprjóni á framstykki (passið að prjónamerkin mætist). HÁLSMÁL: Prjónið upp 67-83 l á stutta hringprjóna nr 4,5 með Air í kringum hálsmálið. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna) – sjá útskýringu að ofan. Fellið af. | ||||
| Skýringar á teikningu | ||||
| 
 | ||||
|  | ||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cozyafternoonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 161-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.