VALLEE skrifaði:
Bonjour, je ne comprend pas ce que veut dire pour le dos : "quand on a croisé un total de 9 fois en hauteur les mailles dans A1 et A2 de chaque côté, continuer....... Merci de votre aide.
23.01.2023 - 16:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vallee, cela signifie, lorsque vous avez tricoté les torsades de A.1 et A.2 9 fois (= vous aurez croisé les mailles de A.1/A.2 9 fois au total). Bon tricot!
23.01.2023 - 16:28
Matera skrifaði:
Je souhaiterai faire ce joli modèle plus long, comment dois je faire. Ne plus faire de jeté et arrêtez les torsades et continuez en jersey. Merci pour votre réponse
21.01.2023 - 14:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Matera, nous ne sommes malheureusement en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande. N'hésitez pas à contacter votre magasin, un forum ou demandez conseil à d'autres tricoteuses via notre DROPS Workshop. Merci pour votre compréhension.
23.01.2023 - 08:58
Matera skrifaði:
Bonjour, je voudrais faire le modèle plus long de 20 cm comment je dois procéder, je vous remercie
15.01.2023 - 10:36
Annetta Gosseye skrifaði:
Bonjour, J'aimerais réaliser le poncho pour ma petite fille qui a 8ans. Seulement le diagramme représente-t-il le dos avec le devant ou faut-il le tricoter 2 fois? je ne comprends pas trop bien.... Dans l'attente de votre réponse et d'avance merci Annetta,
24.10.2022 - 15:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gosseye, le diagramme A.1 est tricoté sur le devant gauche et le diagramme A.2 pour le devant droit, pour le dos, on tricote le diagramme A.1 à droite, et le diagramme A.2 à gauche, vu sur l'endroit. Bon tricot!
24.10.2022 - 16:30
Mandy Proß skrifaði:
Was macht man mit den Umschlägen, die in den Hinreihen zu machen sind,dann in den Rückreihen?
06.10.2022 - 21:35DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Proß, die Umschläge im Diagram stricken Sie bei den Rückreihen wie im Diagram gezeigt (sie werden immer links bein den Rückreihen gestrickt). Vielleicht kann Ihnen auch dieses Video mal helfen? Viel Spaß beim stricken!
07.10.2022 - 08:49
Chantal ALZATE skrifaði:
Bonjour,\r\nÀ quel endroit doit on diminuer pour garder le même nombre de mailles. On fait 2 jetés = 2 augmentations mais je ne comprend pas ou diminuer.\r\n\r\nMerci de votre retour
18.08.2022 - 18:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme ALZATE, pour les augmentations du béret procédez comme indiqué sous AUGMENTATIONS au début des explications autrement dit, vous placez 7 marqueurs et augmentez 1 maille avant chaque marqueur - cette vidéo montre comment augmenter en faisant 1 jeté. Bon tricot!
19.08.2022 - 09:07
Annie skrifaði:
Bonjour, Je souhaiterai tricoter le modèle Poncho DROPS avec torsades et point texturé en "Nepal" et "Kid-Silk" avec le fil NEPAL, coloris n° 4434 - mauve/violet mix. Quel coloris de fil KID-SILK me recommanderiez-vous pour l'association ? Merci d'avance Annie
31.07.2022 - 15:09DROPS Design svaraði:
Bonjour, nous vous recommandons d'utiliser Kid-Silk nº 05 ou 16, selon si vous voulez un violet plus fort ou plus doux. Bon tricot!
31.07.2022 - 18:55
Krisztina Kovács skrifaði:
A 8/4-es csavarások fordításában annyit helyesbítenék, hogy a nyolc szemet kettesével nem megcsavarni hanem összekötni kell. Valamint a második csavarás : 4szem a munka elé, 8 szem kettesével összeköt, a 4 szemet simán leköt. Köszönöm!
11.10.2021 - 08:57
DAGUET skrifaði:
BONJOUR merci de votre réponse sur votre site je voudrais commander des aiguilles circulaires TAILLE n° 6 - 7 -8 SUR 80 CM dites moi ou je peux les trouver merci
18.09.2020 - 15:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Daguet, vous trouverez ici la liste des magasins DROPS proposant les aiguilles - consultez les différentes boutiques en ligne pour trouver le modèle et la taille souhaités, et n'hésitez pas à les contacter pour plus d'infos. Bon tricot!
18.09.2020 - 16:01
DAGUET skrifaði:
BONJOUR, pourquoi pour ce modèle 150-12 je suis obligée de prendre des aiguilles circulaires est ce que je peux prendre des aiguilles normales ? merci de votre réponse
18.09.2020 - 10:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Daguet, on utilise ici des aiguilles circulaires pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles, mais on va tricoter en allers et retours. Vous pouvez tricoter sur aiguilles droites mais pensez à bien vérifier votre tension car vos mailles seront plus serrées. Plus d'infos ici sur les aiguilles circulaires. Bon tricot!
18.09.2020 - 13:21
Dove#dovecardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað poncho úr DROPS Nepal og DROPS Kid-Silk með köðlum og áferðamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 150-12 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S/M: 7, 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 8, 16, 25, 33, 42 og 50 cm. STÆRÐ XL/XXL: 7, 16, 25, 34, 43 og 52 cm. STÆRÐ XXXL: 8, 18, 27, 37, 46 og 55 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 108-112-118-122 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 4 l með garðaprjóni, 3 l sl, 3 l br, 88-92-98-102 l sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 12 l með því að prjóna 2 l í hverja af fyrstu 6 l og 2 l í hverja af síðustu 6 l í sléttprjóni (= 12 l fleiri), 3 l br, 3 l sl, 4 l garðaprjón = alls 120-124-130-134 l á prjóni. Prjónið 1 umf til baka frá röngu þannig: Prjónið 4 l garðaprjón, 3 l br, 3 l sl, 100-104-110-114 l sléttprjón, 3 l sl, 3 l br, 4 l garðaprjón. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið A.1 (= 22 l), prjónið 76-80-86-90 l sléttprjón og prjónið A.2 (= 22 l). Haldið svona áfram með mynstur, þ.e.a.s að í annarri hverri umf verður einingin með sléttprjón í miðju minni, á meðan A.1 og A.2 verður stærra – lykkjufjöldinn verður þar af leiðandi stöðugur. Þegar kaðlar í A.1 og A.2 hafa verið prjónaðir 10-11-11-12 sinnum á hæðina í hvorri hlið er haldið áfram með A.1 og A.2 án uppsláttar og snúning (l yfir köðlum eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar stykkið mælist 53-56-59-62 cm eru felldar af af miðju 16-18-18-20 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 51-52-55-56 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 55-58-61-64 cm og fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 59-61-64-66 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri gerð. Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 44-46-49-51 l sléttprjón JAFNFRAMT er aukið út um 6 l með því að prjóna 2 l í hverja af síðustu 6 l í sléttprjóni (= 6 l fleiri), 3 l br, 3 l sl, 4 l garðaprjón = alls 65-67-70-72 l á prjóni. Prjónið 1 umf til baka frá röngu þannig: Prjónið 4 l garðaprjón, 3 l br, 3 l sl, 50-52-55-57 l sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 38-40-43-45 l sléttprjón og síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.2 (= 22 l). Haldið svona áfram með mynstur, þ.e.a.s að einingin með sléttprjóni við miðju að framan verður minni, á meðan A.2 verður stærri, (lykkjufjöldinn helst stöðugur). Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH: Þegar A.2 hefur verið prjónað alls 9-10-10-11 sinnum á hæðina, haldið áfram með A.2 án kaðla (lykkjur yfir köðlum eru prjónaðar í sléttprjóni) þar til A.2 hefur verið prjónað jafn oft og á bakstykki með útaukningu, haldið síðan áfram án útaukninga, eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 47-50-52-55 cm (passið uppá að prjóna 1 umf eftir síðasta hnappagati og að kaðall í A.2 hefur verið prjónaður), setjið fyrstu 10-11-11-12 l við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn og því þarf ekki að klippa frá). Fækkið nú l í byrjun á hverri umf frá hálsmáli: Prjónið 2 l 1 sinni og 1 l 2 sinnum = 51-52-55-56 l eftir á öxl. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 55-58-61-64 cm – stillið af eftir bakstykki, fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Prjónið mynstur eftir A.1 í stað A.2. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið 2 tölur neðst niðri í kant með garðaprjóni 3 og 9 cm frá kanti í hvorri hlið (saumið í gegnum bæði stykkin þannig að fram- og bakstykki er tekið saman lengst út í hvorri hlið neðst niðri á stykki). HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 60 til 70 l frá réttu í kringum hálsmál (meðtaldar l af þræði við miðju að framan) með 1 þræði af hvorri tegund á hringprjóna nr 6. Prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka. Fellið laust af með sl frá röngu. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dovecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.