Ille skrifaði:
"Must have!" Plaanidesse pandud!
31.05.2012 - 16:09
Elsabetha skrifaði:
Wunderschön dieses Zopfmuster !!
31.05.2012 - 16:05Gabriela skrifaði:
Absolutely fabulous!!
31.05.2012 - 15:18
Liz Barr skrifaði:
Absolutely beautifl detail, love it.
31.05.2012 - 15:05
Ingrid skrifaði:
Wunderschön! Perfekte Farbe für dieses Modell!
31.05.2012 - 14:49
Celtica#celticacardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima með köðlum og sjalkraga. Stærð S - XXXL
DROPS 143-1 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1, mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Fyrsta umf = rétta. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagati í hægra framstykki. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. l frá miðju slétt saman og sláið uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S/M: 7, 14, 21, 28, 35 og 42 cm. STÆRÐ L/XL: 8, 15, 22, 29, 36 og 43 cm. STÆRÐ XXL/XXXL: 9, 16, 23, 30, 37 og 44 cm. ÚTAUKNING (á við um kraga): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við síðustu l – í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við allar l í garðaprjóni (þ.e.a.s. kantur að framan + þær l sem auknar eru út fyrir kraga). Öll úrtaka er gerð frá réttu þannig: Fækkið lykkjum Á EFTIR 1 lykkju brugðið: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum Á UNDAN 1 lykkju brugðið: Prjónið 2 l sl saman. Í öllum umf á röngu er prjónuð l á eftir/á undan l í garðaprjóni brugðið, eins lengi sem lykkjum er fækkað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 254-309-360 l (meðtaldar eru 6 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið 5 umf slétt (1. umf = ranga). Prjónið nú (séð frá réttu) þannig: prjónið 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, [* 2 l br, prjónið 2 l sl í hvora af næstu 2 l (= 4 l sl), 2 l br * endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 14-13-12 l br], endurtakið frá [-] alls 6-8-10 sinnum til viðbótar, síðan frá *-* 3 sinnum til viðbótar og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 302-369-432 l. Prjónið sl yfir sl og br yfir br til baka og kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram séð frá réttu) þannig: Prjónið 6 l garðaprjón,[mynstur A-1 (= 24 l), 14-13-12 br], endurtakið frá [-] 6-8-10 sinnum til viðbótar, A-1 og 6 l garðaprjón. Setjið 1 prjónamerki eftir 75-92-108 l inn frá hvorri hlið (= 152-185-216 l milli prjónamerkja á bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 5-7-9 cm (passið upp á að næsta umf sé prjónuð frá réttu), er fækkað um 1 l í öllum brugðnu einingunum með því að prjóna fyrstu 2 l br saman (þ.e.a.s. að það fækkar um 7-9-11 l í umf). Endurtakið úrtöku í 6. hverri umf 11-10-9 sinnum til viðbótar – ATH: Fækkið lykkjum í annað hvert skipti í lokin og í annað hvert skipti í byrjun á hverri brugðnu einingu. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 7-8-9 cm, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar úrtöku er lokið í brugðnu einingunum eru 218-270-322 l eftir á prjóni og einungis 2 l br á milli allra A.1 (stykkið mælist nú ca 29 cm). Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 33-35-36 cm (passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu), nú er aukið út um 1 l í öllum brugðnu einingunum, það er gert með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir síðustu br l í hverri brugðnu einingu, í næstu umf (frá röngu) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til þess að koma í veg fyrir göt. Endurtakið útaukningu í 6. hverri umf 3-2-2 sinnum til viðbótar – ATH: Aukið út í annað hvert skipti á undan og í annað hvert skipti á eftir allar br l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar útaukningu er lokið eru 6-5-5 l br í öllum brugðnu einingunum og alls 246-297-355 l á prjóni. LESIÐ FRAM AÐ VINSTRA FRAMSTYKKI ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! KRAGI: Þegar stykkið mælist 41-42-43 cm, er aukið út um 1 l í hvorri hlið VIÐ miðju að framan fyrir kraga – SJÁ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf 11 sinnum til viðbótar síðan í 4. hverri umf 6 sinnum = 18 l útauknar fyrir kraga og alls 24 l í garðaprjóni. HÁLSMÁL: Jafnframt, 2 cm eftir að byrjað var á útaukningu fyrir kraga, er fækkað um 1 l hvoru megin fyrir hálsmáli – SJÁ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 5 sinnum til viðbótar síðan í 4. hverri umf 6 sinnum (þ.e.a.s. að helmingur af mynstri A-1 í hvorri hlið fer í burtu, haldið áfram með 2 l sl í miðju mynstri þar sem áður var kaðall yfir 4 l). HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist ca 51-52-53 cm (passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu), er fellt af fyrir handveg þannig: Stærð S/M og L/XL: Fellið af 6 l í hlið (þ.e.a.s. 3 l hvoru megin við prjónamerki í hliðum). Stærð XXL/XXXL: Fellið af 7 l í hlið, þ.e.a.s þær 5 l br þar sem prjónamerki er + 1 l hvoru megin við þær. Hvort stykki er nú prjónað fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: Nú er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá hlið: Fellið af 3 l 0-1-3 sinnum, 2 l 3-3-4 sinnum og 1 l 5-4-6 sinnum. Eftir úrtöku fyrir handveg og hálsmáli og útaukningu fyrir kraga eru 55-66-70 l eftir á öxl. Í öllum stærðum eru nú ½ mynstureining eftir af A-1 við háls fyrir kraga, í minnstu stærðum er einnig ½ mynstureining fyrir handveg. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg. Þegar stykkið mælist ca 70-73-76 cm, stillið af eftir eina heila eða hálfa mynstureiningu af A-1 á hæðina, fellið af 3 l jafnt yfir þær hálfu mynstureiningarnar og 6 l jafnt yfir þær heilu (þ.e.a.s. það fækkar alls um 6-9-9 l) = 49-57-61 l. Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 25-33-37 l fyrir öxl, prjónið nú síðustu 24 l í garðaprjóni. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir l fyrir kraga þannig: * Prjónið 2 umf yfir allar l, 2 umf yfir einungis 18 síðustu l (við miðju að framan)*, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 5½ cm lengst inn þar sem þar sem hann er minnstur, fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd. Eftir að l fyrir öxl hafa verið felldar af (frá réttu svo að það eru prjónaðar jafn margar umf á báðum framstykkjum), verður að klippa þráðinn áður en kraginn er prjónaður áfram. BAKSTYKKI: = 114-139-167 l. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið á sama hátt og á framstykki = 92-113-121 l. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 68-71-74 cm (stillið af þannig að síðasta umf sem prjónuð var 1 umf brugðin merkt með 1 ör í mynstri). Í næstu umf (= frá réttu) eru felldar af miðju 24-23-23 l fyrir hálsmáli, prjónið út umf, hvor öxl er prjónuð fyrir sig í mynstri. VINSTRI ÖXL: Prjónið 1 umf til baka frá röngu, fellið af 2 l í byrjun á næstu umf (= við hálsmál) = 32-43-47 l. Prjónið 1 umf frá röngu. Í næstu umf (= rétta) er fækkað um af 3 l jafnt yfir yfir hálfa mynstureiningu af A-1 og 6 l jafnt yfir heila mynstureiningu af A-1 (þ.e.a.s. að það fækkar um 6-9-9 l alls) = 26-34-38 l. Fellið af í næstu umf (= ranga). Það er 1 l fleiri á öxl á bakstykki en á framstykki, þar sem kraginn verður saumaður innan við 1 l á bakstykki. HÆGRI ÖXL: Byrjið frá miðju að aftan, þ.e.a.s. frá röngu, fellið af 2 l í byrjun umf (= 32-43-47 l eftir á öxl). Prjónið 1 umf frá réttu og 1 umf frá röngu. Í næstu umf (= frá réttu) er fækkað um 3 l jafnt yfir yfir hálfa mynstureiningu af A-1 og 6 l jafnt yfir heila mynstureiningu af A-1 ( þ.e.a.s. að það fækkar um 6-9-9 l alls) = 26-34-38 l. Fellið af í næstu umf (= ranga). ERMI: Fyrst er prjónaður kantur/mynstur á ermar þversum, fram og til baka á hringprjóna. KANTUR Á ERMUM: Fitjið upp 22 l á hringprjóna nr 4 með Lima. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 1 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l br, prjónið 2 l sl í hvora af næstu 2 l (= 4 l sl), 2 l br *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, endið með 3 l garðaprjón = 28 l. Prjónið 1 umf til baka frá röngu með sl yfir sl og br yfir br og 1 l garðaprjón í annarri hliðinni og 3 l garðaprjón í hinni hliðinni. Haldið áfram með mynstur A-1 þar til prjónaðar hafa verið 4-4-5 mynstureiningar á hæðina, prjónið síðan 2 fyrstu umf í A-1 einu sinni til viðbótar (stykkið mælist ca 24-24-30 cm). Næsta umf er prjónuð (= frá réttu) þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, * 2 l br, 2 l sl saman, 2 l sl saman, 2 l br *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar og endið með 3 l garðaprjón = 22 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu yfir allar l, fellið síðan af. Kanturinn er ca 10 m breiður, haldið áfram með ermi. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna nr 4. Prjónið upp l meðfram þeirri hlið þar sem einungis er 1 l garðaprjón – prjónið upp 1 l í annarri hverri umf sem er í garðaprjóni. Prjónið 1 umf slétt til baka frá röngu jafnframt sem lykkjufjöldinn er jafnaður að 52-54-62 l. Prjónið nú 1 umf slétt frá réttu, haldið áfram í sléttprjóni með röngu út. Þegar stykkið mælist alls 15 cm, er aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 3-2-2 cm millibili 10-13-13 sinnum til viðbótar = 74-82-90 l. Þegar stykkið mælist 48-45-43 cm (styttri mæling í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla), fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umf í hvorri hlið: 4 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 6-7-9 sinnum, fellið nú af 2 l á hvorri hlið þar til stykkið mælist 57-55-54 cm, fellið nú af 3 l 1 sinni hvoru megin. Fellið af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 58-56-55 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið saman kraga á miðju að aftan og saumið hann fastan við hálsmálið innan við 1 kantlykkju. Saumið ermasauma – kantur á ermum er saumaður kant í kant (uppfitjunarkantur á móti affellingarkanti) svo saumurinn verði ekki of þykkur, afgangur af ermi er saumaður innan við 1 kantlykkju. Saumið ermarnar í fram- og bakstykki og saumið tölur í. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #celticacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 143-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.