Silje skrifaði:
Skal mønsteret på bolen strikkes frem og tilbake?
17.11.2015 - 12:41DROPS Design svaraði:
Hej Silje. Ja, det skal det
17.11.2015 - 13:00
Jennifer skrifaði:
I am worried, Doing this sweater and just now working on the gauge. The only way I can get 17 sts and 22 rows is using a 10.5 needle not an 8. Seems such a big difference and also the stitches look a little holier than i would like. Is there anything else I can do? Please help.
03.11.2015 - 03:46DROPS Design svaraði:
Dear Jennifer, after having worked your swatch, wash it and block it as you will do with the finished project, then check again tension and ajust needle size if necessary - repeating the process until you get correct tension. Remember you will get all relevant help, but also tips & advices from your DROPS Store. Happy knitting!
03.11.2015 - 09:51Sarah skrifaði:
Hallo liebes Team, Ich verstehe nicht ganz wie das mit dem Muster auf dem Ärmel funktionieren soll. Ich bin bei Größe XL bei einer Länge von 27cm wenn die Masche markiert wird, um das Muster zu stricken noch dabei die Maschen aufzunehmen und während ich die Maschen aufnehme kann ich ja nicht das Muster über den ganzen Arm stricken wie auf den Fotos? Oder soll ich erst die Maschen zuende unter dem Ärmel aufnehmen und dann anfangen das Muster zu stricken? Danke
08.10.2015 - 22:41DROPS Design svaraði:
Die Zunahmen sind noch nicht beendet, wenn Sie mit dem Muster beginnen. Sie müssen das Muster ausgehend von der oberen Ärmelmitte aus berechnen, sodass sich die M, die im Diagramm mit einem Pfeil markiert ist, auf der oberen Ärmelmitte befindet. Die zugenommenen M stricken Sie dann so weit es geht folgerichtig im Muster, auch wenn es dann manchmal, je nach Muster-R, nicht aufgeht. Das Muster spiegelt sich dann sozusagen an der unteren Ärmelmitte.
13.10.2015 - 16:14
Joe skrifaði:
Where is the first button hole, right side or wrong side? If you put it on the right side (RS), then the next row is wrong and it will never be on the 5th or 6th stitch?
19.08.2015 - 19:15DROPS Design svaraði:
Dear Joe, you P tog the 5th + 6th st from mid front tog, ie work the front band sts as follows from RS (at the end of row): P2, K2, P2, K2, P2 tog, YO, K2, 2 sts in garter st. On next row (= from WS), work: 2 sts in garter st, P2, K YO, K1, P2, etc.. Happy knitting!
20.08.2015 - 13:40
Sølvi Langli skrifaði:
Hvordan få til to rett og to vrang etter å ha økt 12 masker på nakken??
30.07.2015 - 11:31
Brielmeier Christl skrifaði:
Hallo DROPS desigen möchte die norweger Jacke stricken Alaska O-831.wie oft soll man den 2.und 3.faden auf der rückseite mitnehmen?und gibt es einen trick mit dem mitführen.es ist mein 1.norweger (habe das video nicht gefunden) im voraus besten dank
11.07.2015 - 12:41DROPS Design svaraði:
Schauen Sie bei den Videos (im Kopf neben dem Foto) mal unter "Fair Isle", das ist einfach eine andere Bezeichnung für das Norwegermuster. Den nicht benötigten Faden können Sie bei jeder 3. oder 4. M verkreuzen, damit er nicht durchhängt. Sie stricken jede R immer nur mit 2 verschiedenen Farben.
13.07.2015 - 09:16
C. Wittigschlager skrifaði:
Hallo, In der Anleitung steht: Nach ca. 5 cm von der Vorderseite in jeder der mittleren 12 li.-Partiene (im Nacken) je 1 M. aufnehmen = 138-142-150-154-162-166 M. ca. 7 cm wie folgt. Soll das heißen, noch zusätzlich 7cm mit den aufgenommenen Maschen? Oder aber 5 cm, dann aufnehmen und stricken bis insgesamt 7 cm erreicht sind? Vielen dank Carola
04.06.2015 - 21:49DROPS Design svaraði:
Es bezieht sich auf die Gesamthöhe des Kragens, also Ihre zweite Variante. :-) Weiterhin viel Spaß beim Stricken!
05.06.2015 - 09:54
Anja skrifaði:
Liebes Team, wird das Muster im Double face gestrickt oder wird der Faden hinter der Arbeit mit geführt? Bzw. für welche Art der Arbeit ist die Wolle berechnet, Double Face oder eben den Faden mit führen? Danke liebe Grüße Anja
29.03.2015 - 18:17DROPS Design svaraði:
Der nicht benötigte Faden wird in Norwegertechnik (Fair Isle) hinten mitgeführt, es wird nicht in Double-Face-Technik gestrickt. Die Wolle ist dementsprechend berechnet.
30.03.2015 - 10:41
C. Wittigschlager skrifaði:
Was bedeutet beim Ärmel: "Weiter auf beiden Seiten je 2 M. abk. bis die Arbeit 61 cm misst."? A) in jeder Reihe je 2 Maschen abnehmen bis 61 cm erreicht sind? B) anschließend einmalig beidseitig 2 Maschen abnehmen, dann bis 61 cm hochstricken? Oder C) gerade hochstricken bis 61 cm erreicht sind, dann beidseitig 2 Maschen abnehmen?
16.03.2015 - 07:03DROPS Design svaraði:
A) ist richtig, Sie ketten zu Beginn jeder R 2 M ab (also zu Beginn jeder Hin- und jeder Rück-R), bis die Arbeit insgesamt 61 cm misst. Damit wird die Rundung der Armkugel geformt.
16.03.2015 - 09:25
Gabi Krudewig skrifaði:
Was bedeutet in jeder der mittleren12 li.Partiene je eine Masche aufnehmen?
30.12.2014 - 17:38DROPS Design svaraði:
Sie stricken den Kragen ja im Rippenmuster. Damit er hinten im Nacken breiter wird, nehmen Sie in jeder der 12 Linksrippen, die sich an der hinteren Mitte befinden, also in den 12 Linksrippen hinten im Nacken, je 1 M zu. Damit stricken Sie hinten im Nacken also nicht mehr 2 M re, 2 M li im Wechsel, sondern 2 M re, 3 M li.
30.12.2014 - 20:03
Harald#haraldjacket |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska með mynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL
DROPS Extra 0-813 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í vinstr kanti að framan, öll affelling er gerð frá réttu. 1 HNAPPAGAT = prjónið 5. og 6. lykkju frá miðju að framan brugðið saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð S: 6, 14, 23, 31, 40 og 48 cm Stærð M: 6, 15, 24, 32, 41 og 49 cm Stærð L: 6, 15, 24, 33, 42 og 50 cm Stærð XL: 6, 13, 21, 28, 36, 43 og 51 cm Stærð XXL: 7, 14, 22, 29, 37, 44 og 52 cm Stærð XXXL: 7, 15, 22, 30, 37, 45 og 53 cm MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1, mynsturteikning sýnir 2 einingar á breiddina. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um hálsmál að framan): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkjur þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 226-246-262-286-302-330 lykkjur á hringprjón 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 6 cm. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-6-6-7-7 cm byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT í vinstri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Eftir stroff er skipt yfir á hringprjón 5 og næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið (= 14 kantlykkjur að framan), prjónið sléttprjón þar til 14 lykkjur eru eftir í umferð – JAFNFRAMT er fækkað um 53-61-65-65-69-73 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan), endið með 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón = 173-185-197-221-233-257 lykkjur. Setjið 1 merki 47-50-53-59-62-68 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 79-85-91-103-109-121 lykkjur á milli merkja á bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan sléttprjón með 14 kantlykkjum að framan í hvorri hlið við miðju að framan eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm prjónið M.1 þannig: Prjónið 14 kantlykkjur að framan eins og áður með litnum grár / blár, prjónið M.1 þar til 15 lykkjur eru eftir, prjónið 1. lykkju í M.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið í kanti að framan) og endið með 14 kantlykkjur að framan eins og áður í litnum grár / blár. Þegar stykkið mælist 49-50-51-52-53-54 cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 13 lykkjur, setjið 1 merki (þetta merki sýnir hvar byrja á að prjóna upp kragann), prjónið 31-34-37-42-45-51 lykkjur (= hægra framstykki), fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 73-79-85-95-101-113 lykkjur (= bakstykki), fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur fyrir handveg og prjónið út umferðina (= 44-47-50-55-58-64 lykkjur á vinstra framstykki). Snúið og fellið af fyrstu 13 lykkjur, setjið 1 merki (þetta merki sýnir hvar enda á að prjóna upp kragann), prjónið út umferðina = 31-34-37-42-45-51 lykkjur. Nú er hvort stykki prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 73-79-85-95-101-113 lykkjur. Haldið áfram með M.1 (þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram með litnum grár / blár að loka máli) – JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 3 lykkjur 0-0-0-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkja 1-3-3-4-4-4 sinnum = 67-69-71-73-75-77 lykkjur eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm, fellið af miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli. Prjónið hvora öxl til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 22-23-23-24-24-25 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 31-34-37-42-45-51 lykkjur. Haldið áfram með M.1 á sama hátt og á bakstykki með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handvegi í hlið á sama hátt og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm, fækkið um 1 lykkju við hálsmál – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í 4. hverri umferð alls 3-3-4-4-6-6 sinnum og síðan í 8. hverri umferð alls 3-3-3-3-2-2 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 22-23-23-24-24-25 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. ERMAR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Fitjið upp 52-52-56-56-60-60 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff = 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. Þegar stykkið mælist 6 cm er skipt yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 11-9-11-11-13-13 lykkjur jafnt yfir = 41-43-45-45-47-47 lykkjur. Setjið 1 merki í byrjun umferðar (= mitt undir ermi). Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 7-7-7-7-9-10 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merki mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu alls 11-13-14-16-17-19 sinnum í Stærð S: Í 10. hverri umferð, Stærð M: Í 8. hverri umferð. Stærð L: Í 7. hverri umferð, Stærð XL: Í 6. hverri umferð, Stærð XXL: Í 5. hverri umferð, Stærð XXXL: Í 4. hverri umferð = 63-69-73-77-81-85 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 30-30-29-27-26-24 cm er sett 1 merki í miðjulykkju í umferð (= mitt á ermi). Prjónið M.1. ATH: Sú lykkja sem er merkt með ör í mynsturteikningu á að passa við lykkju með merki í mitt á ermi. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með litnum grár / blár að loka máli. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-54-53-51-50-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu) fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur mitt undir ermi. Síðan er stykkið prjónað til loka fram og til baka. JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 2 lykkjur 3-3-3-3-3-4 sinnum og 1 lykkja 2-2-2-4-4-5 sinnum. Síðan eru felldar af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 61 cm í öllum stærðum, síðan eru felldar af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, stykkið mælist ca 62 cm í öllum stærðum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. SJALKRAGI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju meðfram hálsmáli þannig: Byrjið mitt að framan við merki í hægra framstykki: Prjónið upp ca 34 til 44 lykkjur upp að öxl, síðan 22 til 28 lykkjur meðfram hnakka og 34 til 44 lykkjur niður meðfram vinstra framstykki að merki = 90 til 116 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu JAFNFRAMT því sem lykkjufjöldinn er aukinn út til 126-130-138-142-150-154 lykkjur. Prjónið síðan stroff þannig (séð frá réttu): 2 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til kraginn mælist ca 5 cm. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvera af miðju 12 brugðnu einingunum, séð frá réttu (= aftan í hnakka) = 138-142-150-154-162-166 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kraginn mælist ca 7 cm. Nú er prjónað áfram þannig: Prjónið 1 umferð eins og áður og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar á þráð, snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á annan þráð. Snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið inn fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á fyrri þráðinn, snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á seinni þráðinn. Haldið svona áfram þar til það eru alls 40 lykkjur á þræði í hvorri hlið. Síðan eru lykkjurnar settar af þráðunum til baka yfir á prjóninn og prjónuð er 1 umferð eins og áður yfir allar 138-142-150-154-162-166 lykkjur. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar stykkinu er snúið við er hlekkurinn á undan næstu lykkju prjónaður snúinn á vinstri prjóni og er prjónaður saman með fyrstu lykkju á prjóni. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið kragann fallega niður neðst í hvorri hlið við kant að framan – saumið kant í kant svo saumurinn verði ekki of þykkur. FRÁGANGUR: Saumið ermar í og tölur. ---------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR – sjá mynstur: 135-29 ---------------------------------------------------------- |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #haraldjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-813
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.