Marianne Holdt skrifaði:
Jeg er igang med checcos dream str. 12/18 mdr. MEN jeg har slået 39 masker op og skal efter 9 cm. bruge 55 m (6+22+16+10+1) - for at lave lommen - hvordan hænger det sammen ? Marianne
13.09.2021 - 10:02DROPS Design svaraði:
Hej Marianne Du stickar 6+22 m och sedan sätter du de sista 16 m du stickade på en tråd, stickar 10 +1. Så antalet maskor är alltså: 6+22+10+1=39. På næste p slås der 16 nye m op over m på tråden. Mvh DROPS Design
17.09.2021 - 12:13
Tin skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team und Strickladies, Ich habe dieses Strickjacke nach Anleitung gestrickt. Doch leider sind die Ärmel zu lange geraten🙈 oder der Träger hat kurze Arme🤣 Hat mir jemand ein Tipp, wie ich die Ärmel von unten kürzen könnte? Vielen lieben Dank LG Tin
23.08.2021 - 15:26DROPS Design svaraði:
Liebe Tin, am besten falten Sie die Ärmelkante von der Vorderseite. Viel Spaß beim stricken!
23.08.2021 - 16:00
Rokky skrifaði:
Sorry you when it say increase 5 St’s 4 time it every increased or once
09.08.2021 - 18:17
Julie Hodge skrifaði:
Thank you for answering my marker question. Yes you're right & after checking and re checking - I found it!! So because I missed that important bit, could you give me a rough idea of what the width of the sleeve is when the casting off happens in the back instructions. My cuff is currently about 13cm. My maths suggests I still have another 3 cm to make the 8 cm from the marker - I think!! Thanks
02.08.2021 - 14:05DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hodge, are you working first size? You should then work on back piece until piece measures 7.5 cm (not inches) from the marker on shoulder and start now to cast off sts for sleeves. Happy knitting!
02.08.2021 - 15:10
Julie Hodge skrifaði:
Hi! Working on the back section. The instruction says " work 71/2 inches from shoulder marker" But I cant find anywhere in the instructions where the shoulder marker should be. Can you help please? Thanks. Julie
02.08.2021 - 13:35DROPS Design svaraði:
Dear Julie, the pattern says at the end of the description of the left front "After last inc, continue diagram M.1 with 6 sts in garter st in each side for band and sleeve edge until piece measures 27-29-33 (37-40) cm. There are now 64-72-76 (88-100) sts on needle. Insert a marker here –" . So that is where you have your marker. Happy Stitching!
02.08.2021 - 13:51
Buffy Eriksson skrifaði:
I finished the front but the back doesn't make sense to me. Do I start at the sleeves or the band? the neck peice added also doesn't make sense? Checco's Dream by DROPS Design, see below? Dear Claudia, when all the stitches for the sleeves are cast on, you should knit 6 sts in garter stitch on both sides (= band + sleeves), on the back piece continue as before with the new stitches for the neck in garter stitch. Have fun knitting!
30.07.2021 - 21:05DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Eriksson, you first work each front piece separately bottom up to top of shoulder + 1 cm for neck on back piece, then work back piece as follows: the stitches of right front piece starting at sleeve edge, new stitches cast on for neck on back piece and stithces on left front piece starting with neck side towards sleeve edge. Then continue as before with M.1 and 6 sts in garter stitch on each side for sleeve edge. You will cast off stitches for sleeves afterwards and then continue with M.1 and 1 edge st to the ribbed edge. Hope this will help, happy knitting!
02.08.2021 - 07:01
Jayshree skrifaði:
I am a bit confused about shaping the neckline for this pattern. I am really stuck at the beginning of the shaping. I have started the right front and now need to shape the neckline. Please help me understand this pattern.
13.05.2021 - 15:47DROPS Design svaraði:
Dear Jayshree, for the V neck V-NECK: Work 2 rows in garter st back and forth over the 6 band sts at beg of row (do not work the other sts on row . so they are short rows, to have the edge lay flat.)Then work over all sts again while AT THE SAME TIME dec for V-neck every other row (i.e. on every row from RS) as follows: Dec 1 st a total of 12-14-16 (16-16) times (depending on the size). Happy Knitting!
13.05.2021 - 17:44
Ulla Hoffmann Larsen skrifaði:
Jeg har downloaded opskriften til drops baby 21-11 hvor der står man skal bruge 250g til str 6/9og at det billigst muligt koster 31kr og at det derfor koster 62kr at strikke de????? hvad er rigtigt
21.04.2021 - 08:39DROPS Design svaraði:
Hej Ulla, tak for info, fejlen er nu rettet!
21.04.2021 - 08:54
Marita Schmidt skrifaði:
Guten Tag, beim Diagramm ist die Seitenlänge mit 27-29-33 (37-40) angegeben. Laut Anleitung wird genau da eine Markierung gesetzt und dann 1 cm weiter gestrickt. Müsste die Seitenlänge deshalb nicht jeweils 1 cm mehr sein ? Und die Länge des Armausschnittes auch ? Liebe Grüße Marita Schmidt
14.04.2021 - 17:53DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schmidt, dieser extra cm nach der Markierung wird für den Halsausschnitt am Rückenteil gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
15.04.2021 - 07:28
Claudia skrifaði:
Huhu nachdem ich am Rückenteil über die mittleren 26 M. 2 Krausrippe gestrickt habe und danach mit M1 weiter. Geht mein Muster nicht auf. Ich habe dann 2 re Maschen dann 2 linke und dann wieder 2 linke. Was habe ich falsch gemacht. Ich habe genau die maschenanzahl wie beschrieben! Bitte um Hilfe?!
11.04.2021 - 18:57DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, vermutlich liegt es daran, dass Sie das linke Vorderteil nicht ganz gegengleich gestrickt haben - auch das Muster muss gegengleich (spiegelverkehrt) gestrickt werden. Die Anleitung wurde in diesem Punkt ergänzt. Sie müssen aber nun das linke Vorderteil nicht neu stricken, es reicht, wenn Sie ab dem Halsausschnitt noch mal beginnen - schlagen Sie für den Halsausschnitt einfach 2 Maschen mehr an, dann geht das Muster später auf. Gutes Gelingen!
12.04.2021 - 23:43
Checco's Dream#checcosdreamcardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn í perluprjóni án ermasauma úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 21-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 2, 6, 11 og 15 cm. Stærð 6/9 mán: 2, 7, 12 og 16 cm. Stærð 12/18 mán: 2, 8, 13 og 19 cm. Stærð 2 ára: 2, 7, 12, 17 og 22 cm. Stærð 3/4 ára: 2, 8, 13, 19 og 24 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, nýjar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Síðan er hitt framstykkið prjónað og svo eru bæði framstykkin sett saman og prjónað er niður yfir bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 31-35-39 (43-43) lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkju í hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), * 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónað M.1 með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkja garðaprjón í hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-11) cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, M.1 yfir næstu 18-22-22 (26-26) lykkjur, setjið síðustu 12-16-16 (20-20) lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir vasalok, haldið áfram M.1 yfir næstu 6-6-10 (10-10) lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12-16-16 (20-20) nýjar lykkjur yfir lykkjur á þræði = 31-35-39 (43-43) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! V-HÁLSMÁL: Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 6 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar) – þetta er gert til að V-hálsmálið leggist fallega. Prjónið síðan aftur yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fækkið um 1 lykkju alls 12-14-16 (16-16) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hlið fyrir ermi: 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni. Á eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með M.1 með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan og ermakant þar til stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Nú eru 64-72-76 (88-100) lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til prjónað hefur verið 1 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé frá röngu. Setjið lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. Passið uppá að M.1 sé prjónað öfugt miðað við hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 64-72-76 (88-100) lykkjur frá hægra framstykki á hringprjón 4, fitjið upp 14-14-18 (18-22) nýjar lykkjur á prjóninn (= hálsmál aftan í hnakka) og setjið inn 64-72-76 (88-100) lykkjur frá vinstra framstykki á sama hringprjón = 142-158-170 (194-222) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur), M.1 eins og áður yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur, 26-26-30 (30-34) lykkjur garðaprjón (= kantur í hálsi að aftan), M.1 yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur og 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur). Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 26-26-30 (30-34) lykkjur. Haldið síðan áfram með M.1 eins og áður yfir allar lykkjur með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir ermakant. Þegar stykkið mælist 7½-8-8 (8½-8½) cm frá prjónamerki á öxl er fellt af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum = 52-56-64 (72-76) lykkjur eftir á bakstykki. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-31 (35-38) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónuð 1 umferð slétt (frá réttu) yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Brjótið uppá neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður við uppfitjunarkant með nokkrum sporum. VASALOK: Setjið til baka þær 12-16-16 (20-20) lykkjur frá þræði á öðru framstykkinu á hringprjón 4. Prjónið stroff fram og til baka með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar vasalokið mælist 2½-2½-3 (3-3) cm fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið vasalokið við framstykki með lykkjuspori í hvora hlið. Saumið vasaopið við botninn á vasalokinu (þar sem lykkjur voru settar á þráð) á bakhlið á stykki. Prjónið annað vasalok á sama hátt á hinu framstykkinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #checcosdreamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.