Marije skrifaði:
In de beschrijving voor de knoopsgaten staat: brei de omslag gedraaid recht om een gaatje te voorkomen. Maar ik moet toch juist een gaatje creëren om een knoopsgat te hebben?
22.12.2013 - 18:35
Garnstudio Deutschland skrifaði:
Liebe Frau Blum, nein es ist Farbe 20 - vielen Dank für den Hinweis!
20.11.2013 - 18:08
Blum Helga skrifaði:
Ist die Nr. 23 wirklich die abgebildete Farbe???
20.11.2013 - 16:23
Sophie skrifaði:
Bonjour, dois-je faire les diminutions pour l'encolure V avant ou après les 6 mailles de bordure en point mousse ? Merci pour votre réponse !
27.10.2013 - 11:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, les diminutions de l'encolure se font sur l'endroit, après les 6 m point mousse pour le devant droit, avant les 6 m point mousse pour le devant gauche. Bon tricot!
29.10.2013 - 09:05
Sophie skrifaði:
Bonjour, dois-je faire les diminutions pour l'encolure V avant ou après les 6 mailles de bordure en point mousse ? Merci pour votre réponse !
27.10.2013 - 11:10
Maren skrifaði:
Oppgitt garnmengde er for stor. Jeg strikket i 6-9 mnd, og brukte kun 150 g garn.
23.10.2013 - 17:00
Stefanie skrifaði:
Entschuldigung daß ich so darauf beharre, vielleicht denke ich ja auch in die ganz falsche Richtung, aber mir erscheint es so, daß für je 6 Blendnemaschen der beiden Vorderteile beim Rückenteil auch 2 x 6 M. abgezogen wurden. Das ist mir schon bei anderen Jacken-/Westenmustern aufgefallen. Wenn es so sein soll, liege ich falsch, aber ich würde dann nur 1x 6 M. abziehen. Es stehen ja nur je 3 Maschen über. Viielen Dank für die Antwort. Das finde ich einen tollen Service.
21.10.2013 - 16:44DROPS Design svaraði:
Liebe Stefanie, unsere Design-Abteilung hat die Anleitung überprüft. Die Passform ist gut, wenn Sie der Anleitung folgen.
22.10.2013 - 08:59
Stefanie Sebastian skrifaði:
Hallo, irgendwie scheint mir das Muster nicht zu stimmen. Die Maschenzahl für vorne und hinten stimmen( z.B. bei Gr. 74) nicht überein. Soll das Rückenteil so schnal sein?. Und wäre die Breite für Gr. 68/74 dann nicht eher 28 cm.? Vielen Dank für eine Antwort. LG
21.10.2013 - 01:48DROPS Design svaraði:
Liebe Stefanie, es werden am hinteren Halsausschnitt weniger Maschen aufgenommen, als bei dem V-Ausschnitt abgenommen wurden, da ja die Blende wegfällt. Ansonsten ist die Maschenzahl gleich, denn Sie stricken ja auf Schulterhöhe einfach (hinten nach unten) weiter.
21.10.2013 - 13:39
Laura skrifaði:
Hola, no entiendo bien como hacer el escote en V. Entiendo que empiezas haciendo los 6 primeros pts de la cenefa delantera. Despues continuo con la tercera vuelta, esta vez sobre todos los ptos. En que dos puntos tengo que hacer la disminucion? En el pt 7 y 8?? Gracias
19.09.2013 - 23:31DROPS Design svaraði:
Hola Laura! Las dism se hacen justo después o antes de los 6 pts de la cenefa ( por ejemplo 7º y 8º )
23.09.2013 - 11:44
Laura skrifaði:
Hola, una correccion en la traducción en la frase "... Tejer 1 vta de revés por el LR. Después tejer la vta sig, de la manera sig, por el LD: 6 pts en PT MUSGO – ver explicación arriba (= borde), * 2d, 2r *, repetir de *a* hasta que reste 1 pt y terminar con 1 pt de orillo en PT MUSGO. Después de un total de 4 vtas en resorte" En castellano decimos 4 vtas de punto elastico (no resorte)
16.09.2013 - 01:02
Checco's Dream#checcosdreamcardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn í perluprjóni án ermasauma úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 21-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 2, 6, 11 og 15 cm. Stærð 6/9 mán: 2, 7, 12 og 16 cm. Stærð 12/18 mán: 2, 8, 13 og 19 cm. Stærð 2 ára: 2, 7, 12, 17 og 22 cm. Stærð 3/4 ára: 2, 8, 13, 19 og 24 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, nýjar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Síðan er hitt framstykkið prjónað og svo eru bæði framstykkin sett saman og prjónað er niður yfir bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 31-35-39 (43-43) lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkju í hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), * 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónað M.1 með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkja garðaprjón í hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-11) cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, M.1 yfir næstu 18-22-22 (26-26) lykkjur, setjið síðustu 12-16-16 (20-20) lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir vasalok, haldið áfram M.1 yfir næstu 6-6-10 (10-10) lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12-16-16 (20-20) nýjar lykkjur yfir lykkjur á þræði = 31-35-39 (43-43) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! V-HÁLSMÁL: Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 6 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar) – þetta er gert til að V-hálsmálið leggist fallega. Prjónið síðan aftur yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fækkið um 1 lykkju alls 12-14-16 (16-16) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hlið fyrir ermi: 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni. Á eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með M.1 með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan og ermakant þar til stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Nú eru 64-72-76 (88-100) lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til prjónað hefur verið 1 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé frá röngu. Setjið lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. Passið uppá að M.1 sé prjónað öfugt miðað við hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 64-72-76 (88-100) lykkjur frá hægra framstykki á hringprjón 4, fitjið upp 14-14-18 (18-22) nýjar lykkjur á prjóninn (= hálsmál aftan í hnakka) og setjið inn 64-72-76 (88-100) lykkjur frá vinstra framstykki á sama hringprjón = 142-158-170 (194-222) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur), M.1 eins og áður yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur, 26-26-30 (30-34) lykkjur garðaprjón (= kantur í hálsi að aftan), M.1 yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur og 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur). Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 26-26-30 (30-34) lykkjur. Haldið síðan áfram með M.1 eins og áður yfir allar lykkjur með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir ermakant. Þegar stykkið mælist 7½-8-8 (8½-8½) cm frá prjónamerki á öxl er fellt af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum = 52-56-64 (72-76) lykkjur eftir á bakstykki. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-31 (35-38) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónuð 1 umferð slétt (frá réttu) yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Brjótið uppá neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður við uppfitjunarkant með nokkrum sporum. VASALOK: Setjið til baka þær 12-16-16 (20-20) lykkjur frá þræði á öðru framstykkinu á hringprjón 4. Prjónið stroff fram og til baka með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar vasalokið mælist 2½-2½-3 (3-3) cm fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið vasalokið við framstykki með lykkjuspori í hvora hlið. Saumið vasaopið við botninn á vasalokinu (þar sem lykkjur voru settar á þráð) á bakhlið á stykki. Prjónið annað vasalok á sama hátt á hinu framstykkinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #checcosdreamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.