Julia skrifaði:
Ich verstehe nicht genau wo man für den Ausschnitt Maschen abnehmen soll. Vor oder nach den Blendemaschen? Man nimmt ja pro Reihe nur jeweils eine Masche ab, also kann man ja nicht vor und dahinter abnehmen. Beim Tipp zum Abnehmen sind jedoch beide Varianten aufgeführt
20.07.2017 - 13:48DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, die Abnahmen für den Halsausschnitt werden nach den Blendemaschen (rechtes Vorderteil) oder vor den Blendemaschen (linkes Vorderteil) gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
20.07.2017 - 15:23Haveagojo skrifaði:
Hi, Are we allowed to sell the finished product as long as we label it with "A DROPS DESIGN made by". Thankyou
20.06.2017 - 14:23DROPS Design svaraði:
Dear Haveagojo, you will find all informations about copyright at the very bottom of the pattern page. Happy knitting!
21.06.2017 - 09:56
Helena skrifaði:
Wie bei vielen DROPS-Modellen habe ich auch hier -trotz viel Erfahrung- erhebliche Schwierigkeiten mit der Anleitung. Es drängt sich das Gefühl auf, dass sehr oft nach dem Motto "Warum denn einfach, wenn es (sehr) kompliziert auch geht!" gearbeitet wird. Da mir die Wolle und die Modelle von DROPS sehr gut gefallen, fertige ich mir einen Originalschnitt und arbeite das Modell nach altbewährter Methode.
29.05.2017 - 12:59
Aino skrifaði:
Tilslutter mig dem, som siger at garnmængden er for stor. Var det ikke en ide at rette det?
05.05.2017 - 09:55
Michelle skrifaði:
Never mind my question! I failed to take into account that I still have 8 decreases to make for the v neck! My mistake!
03.05.2017 - 04:52
Michelle skrifaði:
I am a pretty good knitter, but this pattern is hard to follow. I'm fine until we decrease for the neck and increase for the sleeve. I come out with 80 sts. For 6/9 mo. And the pattern says 72. I did the math on the pattern and it comes out with 80 sts. Is there an error?
03.05.2017 - 04:44DROPS Design svaraði:
Dear Michelle, in 2nd size you start with 35 sts, then dec 1 st a total of 14 times for neck (= 14 sts dec), and cast on for sleeve: 5 sts 4 times + 7 sts 1 time + 24 sts 1 time (= 51 sts cast on for sleeve) = 35 - 14 + 51 = 72 sts. Happy knitting!
03.05.2017 - 09:24
LENOIR Marie France skrifaði:
Ce modèle est super mais les explications au niveau de la poche pas claires du tout heureusement j'ai de l'expérience mais il faudrait penser à toutes celles qui débutent
23.03.2017 - 17:44
Heidi Rosengren Ochsendorf skrifaði:
Når jeg begynder indtagelse til V-hals, så strikker jeg først 2 pinde retstrik over de 6 kantmasker, når jeg derefter skal have de resterende masker med og begynde indtagningen, så synes jeg der bliver et lille hul mellem kantmaskerne og de øvrige masker, hvad gør jeg forkert?
24.02.2017 - 16:30DROPS Design svaraði:
Hej Heidi. Jeg kan ikke sige om du gör noget forkert. Nogen gange kommer der et lille hul som for det meste vil forsvinde efter förste vask.
28.02.2017 - 16:40
Hoppe skrifaði:
Wenn ich 45 Maschen bei der Größe 1/3 Monate für den Ärmel zunehmen soll ist der Ärmel über 20 cm lang, das ist doch zuviel oder?
09.01.2017 - 12:04DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hoppe, die ersten 5 cm am Ende der Ärmel werden dann am umgeschlagen. Viel Spaß beim stricken!
10.01.2017 - 08:41
Rabea skrifaði:
Welche Größe müssen die Knöpfe haben?
21.11.2016 - 12:07DROPS Design svaraði:
Liebe Rabea, Knöpfe sind 15 mm - siehe hier. Viel Spaß beim stricken!
21.11.2016 - 13:18
Checco's Dream#checcosdreamcardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn í perluprjóni án ermasauma úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 21-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 2, 6, 11 og 15 cm. Stærð 6/9 mán: 2, 7, 12 og 16 cm. Stærð 12/18 mán: 2, 8, 13 og 19 cm. Stærð 2 ára: 2, 7, 12, 17 og 22 cm. Stærð 3/4 ára: 2, 8, 13, 19 og 24 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, nýjar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Síðan er hitt framstykkið prjónað og svo eru bæði framstykkin sett saman og prjónað er niður yfir bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 31-35-39 (43-43) lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkju í hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), * 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónað M.1 með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkja garðaprjón í hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-11) cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, M.1 yfir næstu 18-22-22 (26-26) lykkjur, setjið síðustu 12-16-16 (20-20) lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir vasalok, haldið áfram M.1 yfir næstu 6-6-10 (10-10) lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12-16-16 (20-20) nýjar lykkjur yfir lykkjur á þræði = 31-35-39 (43-43) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! V-HÁLSMÁL: Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 6 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar) – þetta er gert til að V-hálsmálið leggist fallega. Prjónið síðan aftur yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fækkið um 1 lykkju alls 12-14-16 (16-16) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hlið fyrir ermi: 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni. Á eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með M.1 með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan og ermakant þar til stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Nú eru 64-72-76 (88-100) lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til prjónað hefur verið 1 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé frá röngu. Setjið lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. Passið uppá að M.1 sé prjónað öfugt miðað við hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 64-72-76 (88-100) lykkjur frá hægra framstykki á hringprjón 4, fitjið upp 14-14-18 (18-22) nýjar lykkjur á prjóninn (= hálsmál aftan í hnakka) og setjið inn 64-72-76 (88-100) lykkjur frá vinstra framstykki á sama hringprjón = 142-158-170 (194-222) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur), M.1 eins og áður yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur, 26-26-30 (30-34) lykkjur garðaprjón (= kantur í hálsi að aftan), M.1 yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur og 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur). Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 26-26-30 (30-34) lykkjur. Haldið síðan áfram með M.1 eins og áður yfir allar lykkjur með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir ermakant. Þegar stykkið mælist 7½-8-8 (8½-8½) cm frá prjónamerki á öxl er fellt af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum = 52-56-64 (72-76) lykkjur eftir á bakstykki. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-31 (35-38) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónuð 1 umferð slétt (frá réttu) yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Brjótið uppá neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður við uppfitjunarkant með nokkrum sporum. VASALOK: Setjið til baka þær 12-16-16 (20-20) lykkjur frá þræði á öðru framstykkinu á hringprjón 4. Prjónið stroff fram og til baka með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar vasalokið mælist 2½-2½-3 (3-3) cm fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið vasalokið við framstykki með lykkjuspori í hvora hlið. Saumið vasaopið við botninn á vasalokinu (þar sem lykkjur voru settar á þráð) á bakhlið á stykki. Prjónið annað vasalok á sama hátt á hinu framstykkinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #checcosdreamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.