Alejandra Solá skrifaði:
Hola tengo duda con las vueltas cortas, dice que se deben tejer 2 vueltas cortas sobre los 24 puntos del borde, ¿qué borde, el tejido en punto jersey? Y luego dice tejer 2 vtas en pt musgo únicamente sobre los 12 puntos externos, ¿a qué puntos se refiere, son parte de los 24 puntos anteriores? Muchas gracias
16.05.2017 - 19:52DROPS Design svaraði:
Hola Alejandra. Las vueltas acortadas se trabajan sobre los 24 puntos de la cenefa (el borde) en punto musgo. Primero se trabajan sobre los 24 puntos de la cenefa de ida y vuelta y después 2 filas solamente sobre los 12 puntos más externos hacia el borde del delantero, es decir, visto por el lado derecho, los primeros 12 puntos de ida y vuelta, y después continuar según el patrón.
28.05.2017 - 12:00
Natascha Magnusson skrifaði:
När man gör mätningarna i detta mönster gör man dem då där man gör de förkortade varven i kanten mitt fram, eller där arbetet blir kortast i sido kanten mot armen?
31.03.2017 - 22:33DROPS Design svaraði:
Hej Natascha, du mäter i sidan. Lycka till!
03.04.2017 - 14:47
Annelune skrifaði:
Suite : Faut il alors caser directement quasiment 40 m d'augmentation, ou bien ai-je loupé quelque chose? Merci par avance si vous pouvez m'aider, bonne journée les tricoteuses!
16.03.2017 - 22:45
Annelune skrifaði:
Bonjour, ce modèle est trop sympa! Je rencontre cependant pour ma part une interrogation à propos du nombre de mailles à obtenir pour la capuche. Je tricote pour 6/9 mois. L'ennui est que le compte de mes mailles en attente est de : 2x24 mailles devant + 16m encolure, et ainsi je n'arrive qu'à 64m, et non pas les 106 mailles que je suis sensée obtenir...
16.03.2017 - 22:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Annelune, vous avez pour chaque devant 24 m + 2 x 2 m qui ont été montées, + les 16 m de l'encolure dos - relevez le plus de mailles possible entre les augmentations et au 1er rang sur l'envers, ajustez le nombre de mailles à 106 en augmentant des mailles à intervalles réguliers sur ce 1er rang. Bon tricot!
17.03.2017 - 08:49
Cécile skrifaði:
Merci pour votre réponse rapide! Je viens de comprendre et votre réponse m'a conforté! J'ai donc 77 mailles au final sur la partie en jersey et les 26 au point mousse! Je suis sur la bonne voie!:))
14.03.2017 - 17:09
Cécile skrifaði:
Bonjour! J'ai une question à propos des augmentations des manches sur le devant de la veste. A partir de 20 cm (modèle 12 mois) ,il est question de monter 6x3 mailles,1x8 mailles puis 1x22 mailles. Or le modèle précise qu'après avoir monté les 2x2 mailles pour l'encolure,je devrais avoir 99 mailles. Mon problème est: après avoir monté mes 22 dernières mailles de la manche,j'ai déjà 99 mailles,et me retrouve donc avec 104 mailles pour l'encolure.Merci!
14.03.2017 - 15:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, c'est tout à fait exact, après avoir monté les mailles de la manche, vous avez 99 mailles. Vous placez ensuite (à 33 cm) les 26 m côté devant en attente et montez 2 x 2 m côté encolure = il vous reste 77 M pour l'épaule/manche. Bon tricot!
14.03.2017 - 15:54
Jeanette skrifaði:
Hej! Tack för ett jättefint mönster! Jag håller på med picot-kanten, men tycker att den blir mycket klumpigare än på bilden. Jag följer instruktionerna enligt beskrivningen och videon, men undrar om det verkligen ska vara dubbel baby merino och/eller bara 0,5 cm mellan varje fm. Min picot-kant blir bucklig och enda sättet att få den slät är om jag låter det vara minst 1cm mellan varje fm.
08.03.2017 - 21:48DROPS Design svaraði:
Hej Jeanette. Ja, det er meningen at du haekler med 2 traade som beskrevet. Kanten kan presses let naar du er klar ELLER du kan springe 1 cm over i stedet om du synes det falder paenere :)
09.03.2017 - 13:55
Cécile skrifaði:
Bonjour, J'ai une petite question à propos des rangs raccourcis.En tout ils se font sur quatre rangs? Un aller-retour sur 26 mailles de bordure,puis un autre aller-retour sur 13 ( modèle 12 mois)? Concernant le diagramme,celui-ci est bien en cm et non pas en nombre de mailles? Merci beaucoup !
28.02.2017 - 11:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, effectivement, les rangs raccourcis se tricotent sur 4 rangs de chaque côté (= pour chaque bordure devant, le gauche et le droit). Les mesures du schéma sont bien en cm, prises à plat, d'un côté à l'autre. Bon tricot!
28.02.2017 - 13:24
Cindy skrifaði:
Bonjour, pour la taille 4 ans devant gauche il est écrit de placer un marqueur a 40cm puis de glisser en attente les 28 mailles de bordures.comment dois je faire? l'un se fait il sur l'envers et l'autre sur le devant ou vice versa? merci
10.02.2017 - 17:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Cindy, à 40 cm, tricotez 1 rang sur l'endroit en mettant les 28 dernières mailles du rang en attente (= utilisées plus tard pour la capuche), placez un marqueur au milieu des mailles tricotées (repère hauteur) et montez 2 m à la fin du rang (côté encolure). Tricotez le rang retour sur l'envers, et au rang suivant sur l'endroit, montez 2 autres mailles côté encolure, terminez par 1 rang sur l'envers avant de mettre les mailles en attente. Bon tricot!
13.02.2017 - 09:04
Olaug skrifaði:
Oppskriften er litt vanskelig å forstå- så derfor nye spørsmål; Skal forkortninger strikkes fra samme side (armsiden) - eller skal det først strikkes fra midtstolpen -24 m, også fra armsiden -12m.-og hvor måles det for lengde på arbeidet når det er ulikt i side og midtstolpen ?
29.01.2017 - 17:15DROPS Design svaraði:
Hej Olaug. Du strikker kun de forkortede p midt for (fra vrangen paa det venstre forstk er midt for) og ikke i armsiden. Jeg ville maale midt paa forstk, fra opsaetning og op. Grunden til du strikker de forkortede p er fordi at riller traekker sig mere sammen end glatstrik og du paa denne maade sörger for at stolpen ikke traekker sig sammen og virker kortere :)
30.01.2017 - 15:33
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.