Nina skrifaði:
Hei:) Skal maskene til hetten legges opp på pinne 2,5 eller 3? Mvh Nina
08.03.2018 - 15:57DROPS Design svaraði:
Hei Nina. Hetten skal strikkes med pinne størrelse 3,0 mm. God Fornøyelse!
09.03.2018 - 14:00Sue McCully skrifaði:
When knitting the fronts and short rows where do you measure the 4cm from?? Is it the side or the front band??
08.03.2018 - 07:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McCully, measure in the stocking st section, straight from cast on edge up to sts on needle. Happy knitting!
08.03.2018 - 09:29Sue-ellen Bowey skrifaði:
Hi in the Buttercup Drops Design hooded jacket I am not sure for the hood if I am supposed to do short rows at the end of each row every 1cm or 2cms. It says to continue every other cm until 23cm ( I am doing 6 to 9 month old size). Could you please clarify this for me? Thanks.
13.02.2018 - 01:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bowey, you continue the short rows as before over the 24 first sts on each side every 2 cm until hood measures 23 cm. Happy knitting!
13.02.2018 - 09:43Jette Damgaard skrifaði:
Jeg er nu kommet til hætten, men mangler nogle masker. Hvad har jeg gjort forkert. Jeg har 2x24 masker fra forstykkerne, 16 masker fra nakken og 8 masker fra halsen. Det giver 72 masker, men der står at jeg skal have 106. Hvad mangler jeg? Venlig hilsen Jette Damgaard
07.01.2018 - 16:26DROPS Design svaraði:
Hej Jette, Hvis du har for få masker når du samler op så tager du bare ud på første pind. God fornøjelse!
22.01.2018 - 16:27
Lisa skrifaði:
Hallo in der Anleitung steht folgendes: "Weiter am Schluss der R., gegen Vorderseite 2 neue M. anschlagen (gegen den Hals). Bei der nächsten R. wiederholen = 64-69-77 (91-103) M. 1 R. auf der Rückseite stricken und danach die M. auf einen Hilfsfaden legen." Schlage ich zwei Maschen zwischen blende und glatt rechts gestricktem Teil an, stricke zurück und wiederhole dies noch einmal oder schlage ich die 4Maschen auf einmal an?Danke!
23.11.2017 - 04:00DROPS Design svaraði:
Liebe Lisa, das Video unten zeigt wie Sie diese 2 Maschen x2 am Ende der Reihe anschlagen sollen. Viel Spaß beim stricken!
23.11.2017 - 08:43
Steffi Maier skrifaði:
Ich verstehe bei den Hausschuhen den vorletzten Satz nicht: vorne und hinten auf beiden Seiten der mittleren Masche je 2M rechts zusammenstricken... welche Maschen sind damit gemeint und welche Mittlere Masche? Ich weiß auch schon gar nicht wo vorne und hinten sein soll. Das Strickstück ist ja hinten offen... für schnelle Hilfe wäre ich dankbar, es soll ein Geschenk werden.
16.08.2017 - 21:33
Pia Nielsen skrifaði:
Hej Når jeg strikker forstykket, så starter jeg med ret, og derefter fortsætter i glatstrikning. Når jeg så skal lave den forkortede pind, gøres dette så på vrang, dvs 13 masker også vend? Når jeg holder stykket foran mig så er det glatstrikning som bliver længst, er dette korrekt? Når jeg skal lave den forkortede pind, hvilken ende måler man så fra dvs de 4 cm? Hjælp hjælp Mvh Pia
18.07.2017 - 20:30DROPS Design svaraði:
Hej Pia, du strikker forkortede pinde over de retstrikkede riller, så forkanten ikke trækker arbejdet sammen. Når du måler skal du gøre det i det glatstrikkede arbejde. God fornøjelse!
09.08.2017 - 15:03Keith McCloy skrifaði:
In BabyDrops21-1, left frontpiece, last para, it says slip 24 stitches onto a holder, then cast on 2 new stitches. My yarn is at the end of the row, then I have 24 stitches on a holder, then I have 60 stitches on my needle. Where exactly, do I cast on these two stitches?
06.07.2017 - 16:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McCloy, on left front piece, work the first 24 sts from WS and slip them onto a st holder (so that you don't have to cut the yarn), work to the end of row, turn and at the end of next row from RS cast on 2 new sts. Work next row from WS and cast on 2 new sts at the end of next row from RS (= 4 new sts on needle = 64-69 sts (see size)). Happy knitting!
07.07.2017 - 09:12Keith McCloy skrifaði:
Woolwarehouse explained that your short rows section means to knit across the 24 band stitches then turn. Then knit 12 stitches into the middle of the band section and then turn. This leaves an ugly mark in the middle of the band section. Why do we need these short rows and if so, how am I supposed to implement the short rows section?
20.06.2017 - 15:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McCloy, your store is right, that's how you are working the short rows. This video below shows how to work short rows in garter st with wrap to avoid any holes. Happy knitting!
21.06.2017 - 10:00Sandra skrifaði:
Wenn ich die Grösse 68/74 stricken möchte, muss ich dafür 47 + 24 Maschen = 71 Maschen anschlagen oder kommt die Randmacher noch hinzu, also 72 Maschen insgesamt?
04.06.2017 - 22:13DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, in der 2. Größe müssen 47 M angeschlagen werden, die Randmasche und die Blendemaschen gehören zu den 47 M. Viel Spaß beim stricken!
06.06.2017 - 08:55
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.