Virginie skrifaði:
Je ne comprends pas les instructions pour les rangs raccourcis : il faut tricoter une première fois la bordure sur 2 rangs mousse et une seconde fois les 24 premières mailles de la bordure sur 2 rangs mousse puis enfin continuer sur la totalité des mailles mousse + jersey du devant ? j'ai peur que de faire ça l'ouvrage soit très déformé, donc je pense que j'ai mal compris. aussi, pourquoi est-il dit 1er rang = envers ? faut-il ajuster les 4cm pour que le rang suivant soit un rang envers ?
19.09.2012 - 12:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Virginie, les rangs raccourcis pour la bordure devant se tricotent ainsi : *2 rangs sur toutes les mailles de la bordure puis 2 rangs sur la moitié des mailles de la bordure*. Les mailles de bordure devant se trouvent en début de rang sur l'envers pour le devant gauche, donc les rangs raccourcis vont se commencer sur l'envers, ajustez si nécessaire. Bon tricot !
19.09.2012 - 12:46
Nani skrifaði:
Auch mich hat es etwas mit den verkürzten Reihen: gilt die verkürzte Reihe nur für die halbe Blende (einmal 12 M Krausrippe) oder über einmal ganze Blende und einmal halbe Blende (also eigentlihc 1 1/2 zusätzliche Krausrippen)??? (ich hoffe, es ist verständich, was ich meine)
14.08.2012 - 12:01DROPS Design svaraði:
Ja, es wird einmal nur über die halbe Blende gestrickt und einmal über die ganze Blende. Es entstehen aber keine halben Krausrippen, da immer auch zurück gestrickt wird.
15.08.2012 - 14:33
Christina skrifaði:
Vielen Dank für den Tip. Auf die Idee mit den Videos war ich noch gar nicht gekommen... Jetzt hab ich es verstanden!!
14.08.2012 - 11:18
Chrsitina skrifaði:
So ganz verstehe ich das auch nicht mit den verkürzten Reihen. Das Ganze wird dadurch doch schief, ist das richitg?? Wann soll man denn dann noch an welcher Stelle abnehmen? Irgendwie gibt das bei mir Löcher. Bin ziemliche Anfängerin...
13.08.2012 - 08:41DROPS Design svaraði:
Der Grund ist, dass es über der Blende mehr Reihen braucht, da sich kraus rechts zusammenzieht. Sonst würde die Blende spannen. Zur Technik: ich empfehle Ihnen unsere Videos zu den verkürzten Reihen anzuschauen.
14.08.2012 - 10:12Gricelda skrifaði:
Están precisos, me encantan se la felicita, gracias por compartir estas preciosuras
21.07.2012 - 20:13
Ann Malmberg skrifaði:
Hej! Jag fattar inte de 64 m, jag har 84 m kvar på stickan när jag har satt de 24 framkantsmaskorna på en tråd. Har jag missat någon minskning för halsen?
24.06.2012 - 22:39DROPS Design svaraði:
Når du har lagt op mot sidan till ärm har du 84 m till axel/ärm. Da sätts de 24 framkantsm mot mitt fram på 1 tråd. Sedan läggs det upp 2 nya m i slutet på v från rätsidan (mot halsen), upprepa ökningen på nästa v mot halsen = 64 m
01.05.2013 - 16:46
Ilinca skrifaði:
Hej. Snabb fråga I mönstret för framstycket står det följande: "När arb mäter 27-29-33 (37-40) cm sätts det en markör = mitt på axeln." Vad innebär mitt på axeln? Räknar man hela ärmen då eller bara axelpartiet?
29.05.2012 - 15:20DROPS Design svaraði:
Hej, märktråden markerar total längd på arbetet, och skall sättas mitt på axel. När du kommer upp till axel så har du stickat en halv arm. Lycka till!
20.06.2012 - 13:55
Elli skrifaði:
Jag stickar i baby alpaca silk och de förminskade varven gav fula hål trots att jag spände tråden rejält. Jag använde mig då av förminskade varv med omslag rätstickning(följde instruktionsvideon på hemsidan) och det det blev MYCKET snyggare! Ett tips alltså =). Tack för ett bedårande mönster!
28.05.2012 - 12:06
Katharina Klusmann skrifaði:
Das mit den verkürzten Reihen verstehe ich nicht so ganz gänzlich. Man strickt ganz normal 4cm Glatt + Blende und dann strickt man 12Maschen der Blende (also rechts) - wendet die Arbeit, strickt die 12 Maschen zurück (auch rechts wegen der Krausrippe) und dann strickt man wieder 4cm Blende + Glatt hoch???
01.05.2012 - 22:37DROPS Design svaraði:
Ja genau, die Blende wird dadurch etwas länger und spannt nicht.
02.05.2012 - 08:56
Valérie skrifaði:
Ik begrijp niet goed uit de uitleg over welke steken ik de verkorte toeren moet breien: de tricot of de ribbelsteken? en blijven de tricotsteken dan 4 rijen ongebreid staan? Ik hoop dat ik geholpen kan worden.
18.04.2012 - 21:50DROPS Design svaraði:
VERKORTE TOEREN: Brei 2 nld in RIBBELST over de 24-24-26 (28-28) voorbies st. Vervolgens 2 nld RIBBELST breien over de eerste/buitenste 12-12-13 (14-14) st. Bij het breien van de in totaal 4 verkorte nld breit u inderdaad niet de overige tricotst op de nld. De voorbies/rand wordt op deze manier breder dan de rest van het pand.
19.04.2012 - 16:18
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.