Maria, Themel skrifaði:
Hallo zusammen, Ich habe zwei Fragen. 1.was passiert mit den Blendenmaschen nachdem das vorderteil fertig ist.In der Anleitung steht das die nach 33 cm auf einen Hilfsfaden geschoben werden und danach werden diese Maschen aber nie wieder erwähnt.
19.01.2013 - 21:09DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Themel, lesen Sie bitte unter "Kapuze", dort werden die stillgelegten Maschen wieder aktiviert.
20.01.2013 - 19:10
Cindy Swoveland skrifaði:
I am about to start the hood. I don't understand the instructions for the short rows. A diagram of what the hood is supposed to look like before seaming would be a great help. Thanks.
11.01.2013 - 20:25DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Swoveland, you continue on the hood the short rows you worked before on front bands each side. Happy knitting !
16.01.2013 - 15:06
SaraMy skrifaði:
Hej! Jag har en fråga ang. Förkortade varv, som jag förstår minskar man på framkantsmadkorna, men sen ska man även sticka tolv maskor och sen minska, är det på slätstickningen då?
06.01.2013 - 09:08DROPS Design svaraði:
Hej, Nej du minskar inte på framkantsmaskorna, du stickar bara förkortade varv enligt beskrivningen i den sidan. Se även frågor och svar nedan i Bloggen. Lycka till!
17.01.2013 - 07:50
Kim skrifaði:
I have just started knitting this fab jacket but need advice from short rows. am i supposed to knit all stitches or just garter stitch? if so when do I knit up the stocking stitch stitches?? please help. thanks?
30.12.2012 - 17:27DROPS Design svaraði:
Dear Kim, the short rows are worked in garter sts in the sts for the front borders each side, and the remaining sts for the jacket should be worked as before in stocking st. Happy knitting!
02.01.2013 - 11:35
Sarah skrifaði:
Außerdem habe ich noch eine 2. Frage: Frage. Das linke bzw. rechte Vorderteil wird aus welcher Ansicht gestrickt? Aus der Draufsicht oder aus der Ansicht wenn man es selbst tragen würde?
19.12.2012 - 16:19DROPS Design svaraði:
Hallo Sarah, das re Vorderteil ist bei Tragen rechts, das linke links.
20.12.2012 - 08:42
Sarah skrifaði:
Also ich muss jetzt trotzdem nochmal nachfragen wegen den verkürzten Reihen. In der Anleitung steht 1 krausrippe über 24 blendenmaschen und 1 krausrippe über die äußersten 12 blendenmaschen. d.h. 4 cm blende+glatt dann 1 krausrippe 24 blendenmaschen, 1 krausrippe 12 blenden maschen (4 reihen glatt werden NICHT gestrickt) und dann wieder "normal" weiterstricken?
19.12.2012 - 16:19DROPS Design svaraði:
Hallo Sarah, ja genau wie Sie es beschreiben, aber es wird alle 4 cm und dann alle 2 cm wdh.
20.12.2012 - 08:41
Carla skrifaði:
Betreft de capuchon: verkorte toeren op dezelfde manier als in de bies? De gehele capuchon breien in ribbelsteek?
12.12.2012 - 17:50DROPS Design svaraði:
Ja, doorgaan met de verkorte toeren en de ribbelsteken over alle st
13.12.2012 - 16:38
Carla skrifaði:
Het betreft hier een vraag over het breien van de verkorte toeren. Als je dit midden in de bies doet, blijf je dit altijd zien. Moet dit zo, of aan het einde van de bies tussen ribbel en trico in?
05.12.2012 - 19:29DROPS Design svaraði:
Zie mijn antwoord hieronder.
06.12.2012 - 17:09
Carla skrifaði:
Doe je de verkorte toeren midden in de bies, aan het einde of tussen de bies en het tricotgedeelte in. Midden in de bies, ziet het er niet zo mooi uit
05.12.2012 - 19:27DROPS Design svaraði:
Ja, de verkorte toeren komen langs het middenvoor. De overgang kan in het begin duidelijker uitkomen, maar vaak wordt dat veel minder na het wassen van de jas.
06.12.2012 - 12:33
Ellen Randi skrifaði:
Takk for svar. De 24 stolpemaskene inngår så vidt jeg kan se iflg. mønsteret ikke i de 89 m til skulder/erm. Så for meg ender jeg opp med 89 m til forstykket.
29.11.2012 - 15:05DROPS Design svaraði:
Det er inkl. Det staar ogsaa i begyndelsen af mönstret: (inkl 1 kantm i siden og 24-24-26 (28-28) stolpem mot midt foran)
29.11.2012 - 15:46
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.