Leo skrifaði:
Hilfe habe das mit den verkürzten Reihen falsch gemacht und bin nun schon bei der rechten Seite an der Hälfte muss ich nochmal alles aufmachen? Habe bei den verkürzten Reihen die 24 blendenmaschen plus 12 glatte gestrickt und dann gewendet und zurückgestrikt ! Mein linkes Vorderteil ist schon fertig !!!
09.10.2015 - 20:18DROPS Design svaraði:
Antwort siehe unten!
13.10.2015 - 17:27Leo skrifaði:
Hilfe habe das mit den verkürzten Reihen falsch gemacht und bin nun schon bei der rechten Seite an der Hälfte muss ich nochmal alles aufmachen? Habe bei den verkürzten Reihen die 24 blendenmaschen plus 12 glatte gestrickt und dann gewendet und zurückgestrikt ! Mein linkes Vorderteil ist schon fertig !!!
09.10.2015 - 07:46DROPS Design svaraði:
Es kommt darauf an, wie das Vorderteil aussieht, das lässt sich jetzt schlecht bewerten, ohne Ihr Strickstück zu sehen... Der Schnitt/Fall des Vorderteils wird dadurch natürlich etwas anders. Aber wenn es einigermaßen in Ordnung aussieht und Sie nicht mehr von vorne beginnen wollen, lassen Sie es so - wie gesagt, die Form wird dadurch etwas anders, entscheiden Sie am besten selbst, ob es Ihnen gefällt oder nicht.
13.10.2015 - 16:19
Sara skrifaði:
När man sätter markör "mitt på axeln" spelar det ingen roll mellan vilka maskor utan den markerar arbetets längd nerifrån och upp, har jag förstått rätt?
07.10.2015 - 11:27
Sara skrifaði:
Hej! Har lite svårt att tänka motsatt då man ska göra det högra framstycket, kommer den rätstickade delen ligga först på de räta varven då? Och att de förkortade varven görs på räta sidan istället för aviga? Tänker jag rätt då? Vänliga hälsningar Sara
03.10.2015 - 00:22DROPS Design svaraði:
Hej Sara, ja på högra framst stickar du den rätstickade delen från rätsidan. Lycka till!
06.10.2015 - 14:51
Assunta skrifaði:
Grazie mille per la risposta e mi scusi se ho mandato la domanda 2 volte, pensavo di aver sbagliato e che non fosse partita. Grazie ancora
09.09.2015 - 08:26
Assunta skrifaði:
Vorrei sapere se per il cappuccio la misura và presa da dietro il collo oppure da dove ci sono i ferri accorciati che è piu lungo? Grazie in anticipo.
08.09.2015 - 11:53DROPS Design svaraði:
Buongiorno Assunta. La misura del cappuccio viene presa sul dietro del collo. Buon lavoro!
08.09.2015 - 12:58
Assunta skrifaði:
Volevo sapere per quanto riguarda il cappuccio per chiudere la maglie, la misura và presa dai ferri accorciati oppure no?
08.09.2015 - 11:39DROPS Design svaraði:
Buongiorno Assunta. La misura del cappuccio viene presa sul dietro del collo. Buon lavoro!
08.09.2015 - 12:58
Maria S skrifaði:
Help! I am just about to start working on the hood of the Baby Drops 21-1 hooded jacket. I don't know how I am to do the short rows. Do I do the short rows on the left and on the right over the first 13 stitches or I'm I just doing them on one side of the hood. I have found this pattern quite confusing and have ripped my little sweater apart many times. Now if I can work thru the hood it will finally get finished. I would greatly appreciate help on this! Thanks.
30.08.2015 - 20:21DROPS Design svaraði:
Dear Maria, work short rows on hood as follows every other cm (in 3rd size): work 2 rows over the first 26 sts, 2 rows over the first 13 sts, 1 row over all sts, then 2 rows over the first sts, 2 rows over the first 13 sts: you have now worked the short rows on each side. Happy knitting!
31.08.2015 - 10:43Kirsten Bru skrifaði:
Jeg strikker str. 12-18 måneder, I oppskriften står det: når arbeidet måler 33cm settes det en merketråd - midt oppå skulderen. Jeg har totalt 99 masker på pinnen inklusivt ermet - hvor mange masker skal jeg da telle ut fra enden på ermet for å komme til midt på skulderen?
26.08.2015 - 14:26DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, den mærketråd sætter du kun fordi du skal måle resten af arbejdet derfra. Så bare sæt den et sted på skuldermaskerne. God fornøjelse!
06.10.2015 - 15:52
Anja skrifaði:
Super süß, danke für die tolle und einfache Anleitung!
22.08.2015 - 18:10
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.