Kathrin skrifaði:
Jetzt sieht es schon aus, wie ein Schühchen, aber wie ist es mit der Abnahme gemeint, vorn und hinten auf beiden Seiten der mittleren Masche je 2 M zusammenstricken, wo sind hinten die mittleren Maschen? Vielen Dank
28.01.2016 - 21:49DROPS Design svaraði:
Die Anleitung war an dieser Stelle nicht ganz korrekt und wurde gerade korrigiert, nun ist hoffentlich klar, wie es gemeint ist. Anonsten fragen Sie gerne noch einmal.
03.02.2016 - 20:36
Kathrin skrifaði:
Hallo Mit folgender Anleitung bei den Hausschuhen bin ich nicht klargekommen - es ergibt sich eine Lücke zwischen dem Weitergestrickten und den Maschen auf der Hilfsnadel: Die M. vom Hilfsfaden wieder auf die Nadel legen und auf beiden Seiten des Mittelstückes je 10-12-12 (12) M. aufnehmen = 54-60-64 (74) M. auf der ... Wo muss ich zunehmen, aus den seitlichen Maschen des kleinen Mittelstücks? Vielen Dank
26.01.2016 - 21:11DROPS Design svaraði:
Sie fassen die M aus den beiden "senkrechten" Seiten des Mittelstücks auf, d.h. aus den Reihen, die Sie gestrickt haben. Es gibt auch ein Video, das das Prinzip erklärt: "Maschen auffassen - seitlich" im Kopf neben dem Foto unter Videos.
02.02.2016 - 11:52
Maryse skrifaði:
J'ai commencé la veste à capuche et j'en suis au troisième "rang raccourci" or je me pose maintenant une question : si je mesure la totalité du tricot je devrais avoir (3 fois 4 cm soit 12 cm) or côté jersey j'ai 14 cm 5 et côté points mousse j'ai 11 cm 5. sur quel côté aurais-je dû me baser dès le départ : côté jersey ou côté point mousse ? dois-je détricoter jusqu'à revenir au premier rang raccourci. Merci pour votre réponse. Maryse
09.01.2016 - 09:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Maryse, les rangs raccourcis tricotés sur les mailles de bordure devant permettent aux bordures d'avoir la même hauteur que la partie jersey, si votre tension est plus serrée, vous pouvez tricoter les rangs raccourcis plus souvent. Bon tricot!
11.01.2016 - 09:38
Sara skrifaði:
Vilka stickor ska man ha till luvan?
18.11.2015 - 13:18DROPS Design svaraði:
Hej Sara. Du strikker videre med 3 mm som til jakken.
20.11.2015 - 15:42
Sara skrifaði:
Vilka stickor ska man ha till luvan?
18.11.2015 - 11:59
Gema skrifaði:
Hola. No entiendo como hacer las vueltas cortas. Se trabajan las dos vueltas de punto musgo, se da la vuelta cuando queden 14 puntos para acabar???? es que me he líado. Sé como hacer las vueltas cortas pero no entiendo la explicación.
04.11.2015 - 18:51DROPS Design svaraði:
Hola Gema, primero se tejen 2 vtas enteras de pt musgo (24-24-26 (28-28) pts), y después tejer 2 filas en pt musgo sólo sobre los 12-12-13 (14-14) pts externos.
08.11.2015 - 10:25
Michelle skrifaði:
Ich hätte da eine Frage zu den Knopflöchern. An welche Stelle kommen die ca? In der Anleitung steht nur man solle sie nicht vergessen und auch aus dem Bild zur Anleitung kann ich es nicht wirklich schließen. Vielen Dank schon mal für eine Antwort :)
18.10.2015 - 21:25DROPS Design svaraði:
Die Maße, bei denen Sie die Knopflöcher einarbeiten, stehen oben über der gestrichelten Linie, bei KNOPFLÖCHER.
22.10.2015 - 21:20
Aina Nygaard skrifaði:
Hei igjen Lurer på om jeg har misforstått oppskriften? Har lagt opp 43+24 stolpemasker=67+(6+6+8+21)41 ermemasker=108 masker. Oppskriften sier 84 her. Får ikke maskeantallet til å stemme med 64 inkl. 4 mot hals som oppskriften sier når stolpemaskene skal på trådTrenger hjelp:-)
15.10.2015 - 11:06DROPS Design svaraði:
Hej Aina, du legger opp 43 m (24 af dem er stolpem mod midt foran). Så stemmer maskeantallet med de 84. God fornøjelse!
16.10.2015 - 15:38
Caroline skrifaði:
Hi, I'm making this at the moment and it's going very well, just finished the left front piece! I'm looking at the buttonholes for the right piece, and I notice that it's just k2tog yo, will that be big enough to fit the button through? Seems a little small.
13.10.2015 - 20:43DROPS Design svaraði:
Dear Caroline, the buttonhole is adjusted to the size of the button, not too tight to let the button go through and not too large so that the button can stay. Happy knitting!
14.10.2015 - 08:48
Pia Duelund skrifaði:
Jeg er nu i gang med at strikke hætte, men er i tvivl om hvor jeg skal tage slutmålet henne. Er det fra midt på nakken eller er det langs forkanten som jo er længere?
12.10.2015 - 17:30DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Du maaler paa midten, ikke langs med den laengere forkant.
13.10.2015 - 14:49
Buttercup#buttercupset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með hettu og prjónaðir sokkar úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. STUTTAR UMFERÐIR: * Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir 24-24-26 (28-28) kantlykkjur að framan, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir síðustu 12-12-13 (14-14) lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem snúið er við mitt í umferð er 1. lykkja tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið síðan eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum *. HNAPPAGAT: Peysan er tvíhneppt og fellt er af fyrir 4 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Prjónið fjórðu og fimmtu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í sömu umferð er einnig prjónuð fjórða og fimmta SÍÐASTA lykkja í kanti að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir 2 hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 14 og 19 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 16 og 21 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 18 og 24 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 20 og 27 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 22 og 30 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Hitt framstykkið er prjónað og síðan eru bæði framstykkin sett saman á hringprjóna og prjónað er niður yfir bakstykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fitjið upp 43-47-51 (56-59) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 2,5 með litnum ljós gulur Baby Merino. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón, en 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 = frá röngu). Endurtakið frá *-* 1 sinni í 4. hverjum cm þar til stykkið mælist 19-21-24 (27-30) cm, endurtakið síðan frá *-* 1 sinni í öðrum hverjum cm til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hlið fyrir ermi): 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni = 84-89-99 (115-127) lykkjur fyrir öxl/ermi. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður JAFNFRAMT eru síðustu 10 lykkjur á ermi einnig prjónaðar í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm setjið eitt prjónamerki = mitt á öxl. Setjið nú 24-24-26 (28-28) kantlykkjur við miðju að framan á þráð. Fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar frá réttu (að hálsmáli), endurtakið útaukningu í næstu umferð við hálsmál = 64-69-77 (91-103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og vinstra framstykki nema gagnstætt. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH! Lykkjur eru settar á þráð á eftir síðustu umferð með útaukningu (þ.e.a.s. síðasta umferð = frá röngu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjón, fitjið upp 16-16-18 (20-20) nýjar lykkjur (= aftan í hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóninn = 144-154-172 (202-226) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT frá PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í sléttprjóni og garðaprjóni yst á hvorri ermi, fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8½-9½-10 (10-11) cm byrjar úrtaka á ermum. Fækkið lykkjum í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 21-22-22 (25-26) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur 1-1-1 (2-3) sinnum og 6 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum = 62-70-76 (84-90) lykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 26-28-32 (36-39) cm – brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkin á öxlum og passið uppá að bakstykkið sé jafn langt og framstykki niður að garðaprjóni, skiptið yfir á prjón 2,5 og prjónið 6 umferðir garðaprjón, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. HETTA: Prjónið upp ca 102-106-112 (118-122) lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan – ATH: Ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur en þetta er fækkað/aukið jafnt yfir í umferð 1. Haldið áfram í garðaprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í hvorri hlið í öðrum hverjum cm eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan. Fellið af þegar hettan mælist ca 21-23-25 (27-28) cm. Saumið hettuna saman fallega á toppnum – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum alla peysuna. Byrjið neðst á hægra framstykki og heklið með 2 þráðum í litnum gulur með heklunál 3 þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins kant í kringum opið á ermum. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á prjóna nr 2,5 með 2 þráðum í litnum gulur. Takið frá annan þráðinn og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6-7 (7) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu jafnframt er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkja. Í næstu umferð er umferð yfir hæl prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið síðustu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð (ofan á fæti). Prjónið 4 - 4½ - 5½ (6½) cm sléttprjón yfir hællykkjur 10-12-12 (12) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin við hæl = 54-60-64 (74) lykkjur á prjóni. Prjónið 3-4-5 (5) cm í sléttprjóni í hverri umferð yfir allar lykkjur jafnframt eftir 1½ - 2 - 2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og enda stykkis og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkju. Fellið af og saumið saman undir fætiog upp að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið annan sokk á sama hátt. SNÚRA: Klippið 3 þræði í litnum ljós gulur ca 1 meter, tvinnið þá fast saman, leggið þræðina saman tvöfalt og látið þá snúast aftur saman, hnýtið hnút í báða enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á sokknum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst á sokknum með heklunál nr 2 í litnum ljós gulur þannig: Heklið 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju hoppið yfir ½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju á sokknum *, endurtakið frá *-* og endið á 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun á umferð. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #buttercupset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.