Sofie skrifaði:
Hejsa. I opskriften står der: "Nu strikkes der frem og tilbage på p fra venstre raglanlinie. Start med at lukke tre m af i beg af de 2 første p (=raglanåbning)" under bærestk. Hvordan skal dette læses? der strikkes vel fortsat på rundpind. Skal det læses som at der skal strikkes to omgange? Mvh.
07.11.2016 - 22:09DROPS Design svaraði:
Hej Sofie. Du skal nu strikke frem og tilbage paa rundpinden. Du lukker 3 m af i begyndelsen af de naeste to pinde, dvs, du strikker to pinde og lukker af i begyndelsen af hver pind = 3 aflukkede masker i hver side.
08.11.2016 - 11:43
Michaela skrifaði:
Bei den Ärmeln steht "die neuen M. werden ins Muster eingestrickt", das verstehe ich nicht. Stricke ich mit den neuen Maschen das Muster einfach weiter? Dann verschiebt es sich ja, oder? Oder wie ist das zu verstehen? Danke!
18.07.2016 - 22:12DROPS Design svaraði:
Liebe Michaela, das Muster soll sich nicht verschieben, sondern die zugenommenen Maschen werden ins Muster integiert, also hinten angehängt oder vorne so gestrickt, dass es dann passend im Muster weitergeht.
19.07.2016 - 15:29
Ingeborg Schmidt skrifaði:
Ist der Pullover nicht 3-farbig mit wechselnden Mustern? Hier sind nur 2 Farben mit einem Muster angegeben. Mit freundlichen Grüßen Ingeborg Schmidt
27.04.2016 - 10:55DROPS Design svaraði:
Liebe Ingeborg, die verschiedenen Farben, die Sie sehen kommen von dem mehrfarbigen Garn Fabel 910, sea mist.
28.04.2016 - 09:55
Maren skrifaði:
Hallo, mir scheint die deutsche Übersetzung fehlerhaft. Denn bei den Tipps zur Abnahme fehlt die Angabe von zwei linken Maschen nach den zwei links verschränkt zusammengestrickten Maschen. Zwischen den beiden fehlenden Maschen müsste dann auch der Markierungsfaden liegen.
22.10.2015 - 11:13DROPS Design svaraði:
Sie haben Recht, das wird umgehend korrigiert, danke für den Hinweis und weiterhin gutes Gelingen!
30.10.2015 - 12:37
Josefine Graef skrifaði:
Er dette en fejl? Jeg forstår ikke dette i opskriften til trøjen: Under afsnittet BÆRESTK står der, at man først skal tage ind på hveranden pind - det giver mening. Men derefter står der, at man skal tage ind på HVER pind. Eftersom man strikker frem og tilbage på dette stykke, betyder det jo, at der skal tages ind på vrangpinden. Er dette virkelig rigtigt? I givet fald passer det ikke med de de angivne indtagningstips.
24.06.2015 - 09:58DROPS Design svaraði:
Hej. Det er riktigt. Under "INTAGELSETIPS" har du förklaring både fra retsidan og vrangen. God fornøjelse!
24.06.2015 - 14:09
Barbro skrifaði:
Fabel Sea mist är ju mångfärgat!
28.04.2015 - 19:54
Ruth E. Vik skrifaði:
I denne oppskriften og diagramforklaringen er kun oppgitt to garnfarger, men i genseren er det jo flere farger. Har jeg oversett noe, eller mangler det noe i oppskriften?
28.04.2015 - 18:57DROPS Design svaraði:
Hej Ruth. Fabel Sea Mist er mangefarvet - se ogsaa garnkortet her
29.04.2015 - 13:31
Aleksandra skrifaði:
Hei jeg har strikket en, nå på pinner andre genser, men annet farge :-)
15.04.2015 - 17:43
Gitte Jakobsen skrifaði:
Bukser: jeg lukker 2x3 masker på det første strikkede ben, når jeg strikker det andet skal de seks masker så lukkes fra vrangen eller akkurat som det første ben.
08.11.2014 - 17:03DROPS Design svaraði:
Hej Gitte, Det andet ben strikker du på nøjagtig samme måde. God fornøjelse!
25.11.2014 - 09:41
Kari Anne skrifaði:
Hei! Har laget genseren og er super fornøyd :) Jeg er i gang med buksene og har problemer med å forstå slutten av benet, hvor jeg skal felle 3 masker på to neste p med start fra retten. Totalt felle 6. Kan du utdype? Jeg forstår ikke når jeg skal felle. Ellers takk for supre oppskrifter!:)
13.09.2014 - 20:41DROPS Design svaraði:
Hej Kari, Du har delt arbejdet og strikker nu frem og tilbage fra indersiden af benet. Nu skal du lukke 3 m af i hver side af arbejdet (hvilket du gør i begyndelsen af de 2 næste pinde. Læg arb til side og strik det andet ben.
17.09.2014 - 08:30
Hello Stripes#hellostripessweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með röndum, doppum og laskalínu, buxum og sokkum úr DROPS Fabel
DROPS Baby 19-3 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2 – allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun á umf: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umf (byrjið þegar 3 l eru eftir): Prjónið 2 l slétt saman, 1 kantlykkja. Við 3 prjónamerki er lykkjum fækkað í skiptingunni á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 l á undan prjónamerki): Prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun á umf: 1 kantlykkja, 2 l br saman. Í lok umf (byrjið þegar 3 l eru eftir): 2 l snúnar br saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan), 1 kantlykkja. Við 3 prjónamerki er lykkjum fækkað í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 l á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúið brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), 2 lykkjur brugðið saman. ATH! Passið uppá að lykkjur leggist í rétta átt séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Fækkið lykkjum 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt. Fækkið um lykkjur á eftir prjónamerki: 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 6-6-6 (7-8) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 6-6-6 (7-8) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-5 (6-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-5 (6-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-10-10 (10-12) l eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 140-156-176 (192-212) l á hringprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/2 l br. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-16 (16-20) l jafnt yfir = 128-144-160 (176-192) l. Setjið prjónamerki í hvora hlið = 64-72-80 (88-96) l á milli prjónamerkja. Prjónið M.1. Eftir M.1 er M.2 prjónað áfram. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 17-18-21 (24-27) cm – stillið af eftir 1 rönd í M.2 (þ.e.a.s. eftir 5 umf með einum lit) – prjónið næstu umf þannig: Fellið af 4 l fyrir handvegi, prjónið 57-65-73 (81-89) l (= framstykki), fellið af 7 l fyrir handvegi, prjónið 57-65-73 (81-89) l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3 l fyrir handvegi, klippið frá. Setjið prjónamerki í miðjulykkju á bakstykki (= miðja aftan við hnakka). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 40-44-44 (48-52) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/ 2 l br. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 4 l jafnt yfir = 36-40-40 (44-48) l. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Prjónið M.1. Eftir M.1 er M.2 prjónað áfram upp úr. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerkið. Endurtakið útaukningu í 4. – 4.- 4.- (5.- 6.) hverri umf alls 8-8-12 (12-12) sinnum = 52-56-64 (68-72) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – stillið af að endað er á sama stað í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af í næstu umf 7 l fyrir miðju undir ermi (= 4 l á eftir prjónamerki í byrjun umf og 3 l á undan prjónamerki í lok umf = 45-49-57 (61-65) l eftir á prjóni. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 204-228-260 (284-308) l. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis nema vinstri hlið að framan (þar sem klætt er í flíkina). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið nú fram og til baka frá vinstri hlið að framan. Haldið áfram með M.2 þannig að rendur passi yfir fram- og bakstykki og ermi. Byrjið með að fækka um 3 l í byrjun á 2 fyrstu umf (= laskaop). LASKALÍNA: Fækkið um 1 l, með byrjun frá réttu, hvoru megin við 3 prjónamerkin, að auki er fækkað um 1 l í byrjun og lok umf (= 8 úrtökur í hverri umf) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 10-12-11 (12-14) sinnum og síðan í hverri umf: 6-6-11 (12-12) sinnum. Eftir allar úrtöku eru 70-78-78 (86-94) l eftir á prjóna og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að ölx. Prjónið nú upphækkun að aftan við hnakka frá réttu – haldið áfram með þann lit sem notaður er í mynstri og prjónið nú með einum lit: Prjónið að prjónamerki við miðju aftan við hnakka, prjónið að auki 6-7-7 (8-9) l og snúið við (til þess að koma í veg fyrir göt er fyrsta lykkjan tekin laust af þegar snúið er við og hert er á þræði). Prjónið 12-14-14 (16-18) l og snúið við, prjónið 18-21-21 (24-27) l og snúið við, prjónið 24-28-28 (32-36) l og snúið við. Setjið allar lykkjur á þráð og prjónið kant með laskalínu að framan á undan hálsmáli. KANTUR MEÐ LASKALÍNU AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 32 l (deilanlegt með 4) innan við 1 kantlykkju með fram lasklínu opi á ermi með prjóna nr 2,5 og litnum þokumistur. Prjónið stroff með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 l sl í hvorri hlið, séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. Endurtakið meðfram laskalínu opi á framstykki, en eftir 2 umf er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það verður einnig 1 hnappagat í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 l og fitjið upp í næstu umf 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. HÁLSMÁL: Setjið til baka l af þræði í hálsmáli yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið að auki upp 5 nýjar l yfir kant að framan með litnum þokumistur = 80-88-88 (96-104) l. Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínu opi, séð frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 l sl/2 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT eftir 2 umf er fellt af fyrir einu hnappagati yfir hin í laskalínu kanti að framan. Þegar hálsmálið mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið saman laskalínu kant að framan neðst, með opið á móti ermi. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp. SKÁLM: Fitjið laust upp 52-56-60 (64-68) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = innan verðu á skálm. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/2 l br í hring í 5-5-6 (6-6) cm. Prjónið 1 umf slétt. Síðan er M.1 prjónað. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum natur og sléttprjón. JAFNFRAMT í fyrstu umf eftir M.1 er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu í 3.-4.-5.- (8.-12.) hverri umf alls 10-11-10 (9-8) sinnum = 72-78-80 (82-84) l. Þegar stykkið mælist 16-19-22 (27-33) cm (nú á að vera búið að auka út) skiptist stykkið við innan verðu á skálm og prjónað er áfram fram og til baka (þetta er gert svo að léttara verði að setja skálmarnar saman á sama hringprjón). Fitjið upp 1 nýja l hvoru megin við kant = 74-80-82 (84-86) l. Þegar stykkið mælist 18-21-24 (29-35) cm fellið af 3 l í byrjun á 2 næstu umf, með byrjun frá réttu = 68-74-76 (78-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið inn skálmarnar á sama hringprjóna nr 2,5 = 136-148-152 (156-160) l – byrjun umf = miðja að aftan. Setjið prjónamerki við miðju að framan. Prjónið sléttprjón í hring með litnum natur – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5-8-7 (6-5) sinnum = 126-132-138 (144-150) l. Þegar stykkið mælist 32-38-42 (48-55) cm prjónið 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fjöldi l jafnaður út til 124-132-140 (144-152) l. Prjónið nú upphækkun að aftan: Prjónið 12 l frá byrjun umf, snúið við (til þess að sleppa við göt er fyrsta l tekin laust af þegar snúið er við og hert á þræði). Prjónið 24 l og snúið við, prjónið 36 l og snúið við, prjónið 48 l og snúið við. Haldið áfram að prjóna 12 l fleiri í hvert sinn sem snúið er við 6-6-6 (8-8) sinnum til viðbótar. Prjónið síðan M.1 yfir allar l en mynstur er prjónað ofan frá og niður eftir mynsturteikningu. Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum þokumistur og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 36-42-46 (52-59) cm prjónið næstu umf þannig: * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= uppábrot). Prjónið síðan sléttprjón í 2 cm, að kanti, áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op innan verðu á hvorri skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op á milli skálma. Brjótið kantinn saman að röngu í uppábrotskantinn og saumið með fínu spori niður á röngu, skiljið eftir lítið op til þess að þræða teygjuna í gegn. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-52 (56-60) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 5-6-6 (7-7) cm. Prjónið nú 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 12 l jafnt yfir = 36-40-40 (44-48) l. Prjónið nú M.1. Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum natur og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 7-8-8 (9-9) cm haldið eftir fyrstu 18-20-20 (22-26) l á prjóni fyrir hæl og hinar 18-20-20 (22-22) l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 3-3½-4 (4-4½) cm – setjið eitt prjónamerki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Prjónið nú upp 8-9-10 (10-11) l hvoru megin við hæl og l af þræði (ofan á fæti) eru settar til baka á prjóninn = 42-48-50 (52-56) l. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umf, fækkið um 1 l á undan 18-20-20 (22-22) l á fæti með því að prjóna 2 l slétt saman, fækkið um 1 l á eftir 18-20-20 (22-22) l á fæti með því að lyfta 1 lykkju af prjóni, prjóna 1 lykkju slétt og steypa lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 3-6-7 (5-7) sinnum = 36-36-36 (42-42) l. Prjónið áfram þar til sokkurinn mælist 7-8-9 (10-12) cm frá prjónamerki á hæl, skiptið yfir í litinn þokumistur og haldið áfram í sléttprjóni. Þegar sokkurinn mælist 8-9-10 (12-14) cm frá prjónamerki er sett 1 prjónamerki í hvora hlið á sokknum (= 18-18-18 (21-21) l á milli prjónamerkja, bæði ofan á fæti og undir fæti). Fækkið nú um 1 l hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 7-7-7 (8-8) sinnum = 8-8-8 (10-10) l eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festi vel. Sokkurinn mælist ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hellostripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.