Rachel skrifaði:
I have a question about the instructions for the sleeve of the jacket. Where it says bind off 6 sts mid under sleeve, does this mean cast off the middle 6 stitches? Thank you!
22.11.2015 - 23:10DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, you cast off the 6 middle sts under arm = 3 sts from the end of round + 3 sts at beg of round. Happy knitting!
23.11.2015 - 10:52
Maybritt skrifaði:
Størrelse 86/92 Kan ikke få antallet af masker til at passe på bærestykket. der står 223 masker og luk 11 masker jævnt fordelt ialt 212 masker strik 3 cm og mønster M.2A over de næste 200 masker, så er der 4 masker til forkant i hver side, ialt 208, hvad skal de 4 masker jeg har for meget ?
05.11.2015 - 19:03DROPS Design svaraði:
Hej. Du missar att du ska sticka M.2B (=4 m) efter M.2A. "Strik næste p fra retsiden: 4 forkantm, M.2A over de næste 144-160-184 (200-224) m, M.2B (= 4 m) og slut af med 4 forkantm." Lycka till!
06.11.2015 - 09:53
Petra Jost skrifaði:
Bin gerade an der Passe angekommen stricke für 6/9 Monate, somit habe ich 172 Maschen. Jetzt soll ich mit M2B fortfahren und gleichzeitg abnehmen. Hier wäre es besser, Ich blicke da nicht durch - und kann eigentlich jede Strickschrift lesen und stricke sehr, sehr viel!!!! Auch soll ich mit Strickschrift M2B arbeiten - wo und wann wird diese angebracht. Mir ist das nicht klar. Wäre wirklich sehr nett, wenn ich da weiterkomen würde. Lg Petra
31.10.2015 - 21:54DROPS Design svaraði:
Hier ist beschrieben, in welcher Reihenfolge Sie die Muster stricken: "4 Blendenm, M2A über die nächsten 144-160-184 (200-224) M., M2B (= 4 M.) und mit 4 Blendenm abschliessen.". Diese Anweisung bezeichnet eine Reihe. Sie stricken also nach den 4 Blenden-M fortlaufend M2A, bis noch 8 M in der R übrig sind, dann stricken Sie M2B und die 4 Blenden-M. In der ersten R von M2A und M2B nehmen Sie jeweils pro Rapport 1 M ab, ebenso in der 5. R von M2A und in der fünftletzten und drittletzten R. Sie stricken M2 (also M2A und M2B) 1x in der Höhe.
19.11.2015 - 21:42Sylvie Zuercher skrifaði:
Guten Morgen aus Kreta, ich habe diese wundervolle Wolle gekauft,bitte um Antwort, fuer das Jaeckchen, schreiben sie, nach dem Buendchen 4 cm,,,, Gleichzeitig verteilt Maschen abnehmen, ist gemeint, grad alle in einer Runde oder je nach Groesse, auf die Hoehe bis zum Armloch verteilt? Danke fuer Ihre rasche Antwort, ich moechte so gern alles perfekt stricken. Herzliche Gruesse Sylvie
06.10.2015 - 08:09DROPS Design svaraði:
Die M werden alle in einer R abgenommen, gleichmäßig über diese R verteilt. In der nächsten R haben Sie dann die genannte Anzahl an M auf der Nadel. Gutes Gelingen weiterhin!
13.10.2015 - 17:17
Leen skrifaði:
Hallo, Kan ik ipv een rondbreinaald ook een set breinaalden zonder knop gebruiken voor het breien van dit stoere vestje? Alvast bedankt voor je antwoord. Vriendelijke groeten!
03.10.2015 - 12:39DROPS Design svaraði:
Hoi Leen. Het vest wordt heen en weer gebreid, dus hier zou je kunnen vervangen door gewone rechte naalden. De mouwen kan je ook prima breien in de rondte op breinaalden zonder knop
05.10.2015 - 13:44
Steffi skrifaði:
Ich stricke gerade die Ärmel und soll nun "unter" dem Ärmel Maschen abnehmen. Wo genau soll die Abnahme erfolgen? Verteilt über alle Maschen?? Vielen DAnk für die Antwort!
30.07.2015 - 11:08DROPS Design svaraði:
Sie müssen die 6 M abketten und zwar an der unteren Ärmelmitte, also dort, wo Sie zuvor auch die Zunahmen gearbeitet haben. Der Ärmel wird danach in Hin- und Rück-R weitergestrickt. Sie arbeiten damit den Armausschnitt unter der Achsel.
01.08.2015 - 09:39
Emma Widegren skrifaði:
Lämna beräkning på hur mycket garn som går åt om du stickar hela setet, det blir mycket garn över när man stickar alltihop och köper garn beräknat på de olika mönstren. Antalet beräknade knappar är 6 st, men på bilden är det bara fem och i mönstret blir det också bara fem (åtminstone i den minsta storleken!) Monteringsanvisning till kragen och koftan i sin helhet saknas. Det står inte vart man ska börja i mönstret
02.02.2015 - 15:53
Sara Olsen skrifaði:
Hei! Ser at det er kommentarer på at mønsteret ikke passer med antall masker i bærestykket? Er dette noe som er endret på nå? Eller vil jeg også oppleve dette om jeg velger å strikke denne? Jeg har ikke strikket mye i mitt liv så ville bare sjekke at jeg ikke blir å plages med dette når jeg kommer så langt!? Mvh Sara
19.01.2015 - 15:38DROPS Design svaraði:
Hei Sara. Der skulle ikke vaere noget galt med antallet af masker eller baerestykket.
19.01.2015 - 15:45
Elisabeth Walter skrifaði:
Hallo, ich habe es so gemacht, und jetzt passt das Bündchen perfekt. Ich habe die Jacke in Ihrer Lima Wolle gestrickt und sie ist wunderschön geworden! Jetzt gibt es noch die Mütze dazu. Ganz tolles Strickmuster, vielen Dank!
22.12.2014 - 12:14
Elisabeth Walter skrifaði:
Hallo liebes Drops Team, ich habe die Jacke eigentlich fertig gehabt, aber das Bündchen oben an der Passe war meinem Kleinen etwas zu eng. Meinen Sie es ginge auch wenn ich die letzte Abnahme (2 li Maschen zu auf 1 li zusammenstricken) weglassen würde und stattdessen mit 1 re 2 li fortfahren würde bis das Bündchen 7cm misst? Oder haben Sie eine bessere Idee? Liebe Grüße, Elisabeth
18.12.2014 - 10:21DROPS Design svaraði:
Ja, das können Sie auf jeden Fall so ausprobieren, es ist die einfachste Möglichkeit, um das Bündchen etwas weiter zu bekommen.
21.12.2014 - 23:15
First Snow#firstsnowset |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með hringlaga berustykki og háu hálsmáli, húfu og sokkum með norrænu mynstri úr DROPS Merino Extra Fine
DROPS Baby 19-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1-M.4 – allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið 2. og 3. l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 MÁN: 2, 8, 14, 20 og 26 cm. STÆRÐ 6/9 MÁN: 2, 8, 15, 21 og 28 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 2, 8, 14, 20, 26 og 32 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 2, 9, 16, 23, 30 og 36 cm. STÆRÐ 3/4 ÁRA: 2, 10, 17, 25, 32 og 39 cm. Fellið einnig af fyrir 1 hnappagati í kant í hálsmáli. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-5 (6-6) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-5 (6-6) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-4-4 (5-5) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-4-4 (5-5) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 7-9-9 (9-9) l eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 119-133-145 (159-171) l (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3,5 með litnum ljós brúnn. Prjónið 1 umf br frá röngu (þær 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – til loka). Prjónið síðan stroff þannig; frá réttu: 4 kantlykkjur að framan, * 1 l sl /1 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 1 l sl og 4 kantlykkjum að framan – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan. Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á hringprjóna nr 4,5. Prjónið 1 umf sléttprjón (kantur að framan er áfram prjónaður í garðaprjóni) JAFNFRAMT er fækkað um 12-14-14 (16-16) l jafnt yfir (ekki er lykkjum fækkað yfir kant að framan) = 107-119-131 (143-155) l. Prjónið síðan M.1 með 4 kantlykkjum að framan í hvorri hlið. Eftir M.1 er prjónað sléttprjón og 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið með litnum ljós brúnn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-26) cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu – prjónið næstu umf þannig: prjónið 26-29-32 (35-38) l (= framstykki), fellið af 6 l fyrir handveg, prjónið 43-49-55 (61-67) l (= bakstykki), fellið af 6 l fyrir handveg, prjónið 26-29-32 (35-38) l (= framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 34-36-38 (38-38) l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum ljós brúnn. Prjónið 1 umf slétt, síðan er prjónað stroff = 1 l sl/1 l br. Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 4-6-2 (2-2) l jafnt yfir = 30-30-36 (36-36) l. Prjónið síðan M.1. Eftir M.1 er prjónað sléttprjón með litnum ljós brúnn. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu í 4.-4.-6. (6.-6.) hverri umf 5-7-6 (8-10) sinnum = 40-44-48 (52-56) l. Þegar stykkið mælist 14-16-18 (22-26) cm (útaukningu á nú að vera lokið) fellið af 6 l mitt undir ermi = 34-38-42 (46-50) l á prjóni. Leggið stykkið til hliðar og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 163-183-203 (223-243) l. Prjónið síðan fram og til baka þannig: Prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 7-11-7 (11-7) l jafnt yfir (ekki er lykkjum fækkað yfir kant að framan) = 156-172-196 (212-236) l. Prjónið 0-1-2 (3-4) cm sléttprjón með litnum ljós brúnn. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan, M.2A yfir næstu 144-160-184 (200-224) l, M.2B (= 4 l) og endið á 4 kantlykkjur að framan. Haldið svona áfram með mynstur, JAFNFRAMT er l fækkað í M.2. Þegar M.2 er lokið eru 81-89-101 (109-121) l eftir á prjóni. Prjónið 1 umf br frá röngu (kantur að framan eins og áður). Næsta umf er prjónið frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan, * 1 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 1 l sl og 4 kantlykkjur að framan. Þegar stroffið mælist 1 cm er öllum 3 l br fækkað í 2 l br. Þegar stroffið mælist 2 cm er öllum 2 l br fækkað til 1 l br = 45-49-55 (59-65) l á prjóni. Peysan mælist nú 28-30-34 (38-41) cm upp að öxl og haldið er áfram með 1 l sl/ 1 l br fyrir hálsmáli (kantar að framan eins og áður). Þegar allt stroffið mælist 6-7-7 (8-8) cm (munið eftir að fella af fyrir síðasta hnappagati á kant að framan þegar stroffið mælist 5-6-6 (7-7) cm) fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring neðan frá og upp. HÚFA: Fitjið upp 88-94-98 (104-106) l á hringprjóna nr 3,5 með litnum ljós brúnn. Prjónið stroff = 1 l sl/ 1 l br þar til stykkið mælist 4-5-5 (6-6) cm. Prjónið 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 10-10-14 (14-16) l jafnt yfir = 78-84-84 (90-90) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5. Setjið 6 prjónamerki í stykkið með 13-14-14 (15-15) l á milli prjónamerkja. Prjónið M.3A. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og með litnum ljós brúnn. JAFNFRAMT er l fækkað hægra megni við öll prjónamerkin með því að prjóna 2 l slétt saman (= 6 l færri í umf). Endurtakið úrtöku (með 1 l færri á milli skipta sem úrtakan er) að auki í annarri hverri umf 3 sinnum = 54-60-60 (66-66) l. Á eftir síðustu umf með úrtöku er prjónað M.3B. Síðan er haldið áfram í sléttprjóni og með litnum ljós brúnn JAFNFRAMT er lykkjum fækkað hægra megin við öll prjónamerki (= 6 l færri). Prjónið 1 umf án úrtöku og endurtakið síðan úrtöku = 42-48-48 (54-54) l. Prjónið M.3C. Haldið síðan áfram í sléttprjóni með litnum ljós brúnn til loka – JAFNFRAMT er lykkjum aftur fækkað hægra megin við öll prjónamerki. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 3-3-4 (4-5) sinnum = 24-30-24 (30-24) l á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem efir eru og herðið að. DÚSKUR: Gerið einn dúsk með litnum natur að þvermáli ca 4 cm. Saumið dúskinn efst á húfuna. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 34-34-40 (40-40) l á sokkaprjóna nr 3 með litnum ljós brúnn. Prjónið stroff = 1 l sl, 1 l br í 4-4-5 (5-6) cm. Prjónið síðan 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 4 l jafnt yfir = 30-30-36 (36-36) l. Prjónið nú M.4. Eftir M.4 eru prjónaðar 4 umf sléttprjón með litnum ljós brúnn – JAFNFRAMT í umf 1 (á eftir M.4) er fækkað um 2-0-4 (2-0) l jafnt yfir = 28-30-32 (34-36) l. Eftir 4 umf sléttprjón er haldið eftir fyrstu 15-17-17 (19-19) l á prjóni fyrir hæl og hinar 13-13-15 (15-17) l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l í 3-3½-4 (4-4½) cm – setjið 1 prjónamerki. Héðan er nú prjónuð HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 7-8-9 (9-10) nýjar l hvoru megin við hæl og l af þræði ofan á fæti eru settar til baka á prjóninn = 34-38-42 (42-46) l. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn yfir allar l með litnum ljós brúnn – JAFNFRAMT í umf 1 er lykkjum fækkað þannig: Þær 2 síðustu l á undan 13-13-15 (15-17) l ofan á fæti eru prjónaðar snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og 2 fyrstu l á eftir 13-13-15 (15-17) l ofan á fæti eru prjónaðar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4-6-6 (6-6) sinnum = 26-26-30 (30-34) l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 8-9-9½ (11½-12½) cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 2-2-2½ (2½-3½) cm að loka máli). Setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 13-13-15 (15-17) l bæði ofan á fæti og undir fæti. Fækkið nú lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið l í annarri hverri umf: 2-2-3 (3-5) sinnum og síðan í hverri umf: 3-3-3 (3-2) sinnum = 6 l eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið. Fóturinn mælist ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #firstsnowset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.