Daniela skrifaði:
Sind meine ersten Socken. Ich komme nach der Fersenabnahme nicht klar. Wenn ich jetzt links und rechts je 9 M aufnehme (also neu anschlage), dann bekomme ich doch an den Seiten der Ferse jeweils ein großes Loch, das ergibt für mich keinen Sinn...
22.03.2015 - 12:49DROPS Design svaraði:
Sie schlagen die M nicht neu an, sondern fassen Sie aus dem Fersenrand auf. Da es Ihre ersten Socken sind, schauen Sie sich am besten dazu ein Video an, im Kopf neben dem Foto unter "Videos" (Socken: einfache Ferse), dort wird das Prinzip erklärt.
23.03.2015 - 11:23
Dinuska skrifaði:
Nagyon tetszik ez a vidám, napsütéses szín zokni! :) Mindenképpen meg fogom kötni! Köszönet érte!
12.01.2015 - 10:07
Mariella91 skrifaði:
,bellissime,vorrei avere il video se è possibile,grazie
28.02.2013 - 11:10DROPS Design svaraði:
Buongiorno, non c'è un video che spieghi l'intero modello, ma ci sono dei video che possono aiutare a capire i diversi passaggi..Di fianco alla foto del modello, in alto a destra, può trovare il video per le spiegazioni del tallone. Buon lavoro!!
01.03.2013 - 10:23
Mai skrifaði:
Kas on võimalik lisada soki kudumise skeemile ka ääre heegeldamise skeemi heegeldamismärkidena?
11.11.2012 - 10:35DROPS Design svaraði:
Mai, annan soovi disaineritele edasi.
12.11.2012 - 14:04
DROPS Design NL skrifaði:
Hoi Eliane. Als u de steken voor de hiel op de nld heeft zoals beschreven, dan breit u de "MINDEREN VOOR DE HIEL" heen en weer totdat er 11 tot 15 st over zijn. U kunt ook kijken onder de DROPS instructievideo's onder S (Sok - basishiel). Ik hoop dat u hiermee verder kunt. Succes en veel plezier. Gr. Tine
17.12.2009 - 15:55
Eliane Matthys skrifaði:
Ik zou graag wat meer uitleg en eventueel tekeningen hebben voor het breiden van de hiel.
17.12.2009 - 15:18
Chick to Chick#chicktochicksocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar í stroffprjóni með hekluðum kanti úr DROPS Fabel. Stærð 26 – 43. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-552 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 7-7-7-7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 7-7-7-7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju af prjóni, 1 lykkja brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 6-6-6-6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 6-6-6-6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju af prjóni, 1 lykkja brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því það fækkar um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 11-11-13-13-13-15 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá miðju að aftan, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 56-58-60-60-64-68 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með DROPS Fabel. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið eitt merki í byrjun umferðar. Prjónið síðan stroffprjón þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* út umferðina. Haldið áfram í stroffprjóni þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm. Haldið eftir fyrstu 10-10-12-12-12-14 lykkjum á prjóni, setjið næstu 33-35-35-35-39-39 lykkjur á þráð (= miðja ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13-13-13-13-13-15 lykkjum á prjóni = 23-23-25-25-25-29 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 4½-5-5-5-5½-6 cm. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – lesið leiðbeiningar að ofan. Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 9-11-11-11-13-13 lykkjur hvoru megin við hæl og þær 33-35-35-35-39-39 lykkjur á þræði eru settar til baka á prjóninn = 62-68-70-70-78-80 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón yfir fyrstu 13-15-17-17-19-20 lykkjur, prjónið síðan * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* yfir næstu 33-35-35-35-39-39 lykkjur og sléttprjón yfir þær 16-18-18-18-20-21 lykkjur sem eru eftir á prjóni. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan miðju 33-35-35-35-39-39 lykkjur á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogana í stað fremri), þær fyrstu 2 lykkjur á eftir miðju 33-35-35-35-39-39 lykkjum á fæti eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7-9-9-9-10-9 sinnum = 48-50-52-52-58-62 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16-18-19-21 cm mælt frá hælkanti (ca 4-4-4-4-5-6 cm eftir að loka máli). Nú er settur merkiþráður í hvora hlið (það eiga að vera 24-25-26-26-29-31 lykkjur á milli merkiþráða). Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT sem lykkjum er fækkað fyrir tá hvoru megin við báða merkiþræðina. Fækkið lykkjum á undan 1 lykkju slétt og merkiþræði þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merkiþræði og 1 lykkju slétt þannig: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 0-3-3-3-6-7 sinnum og síðan í hverri umferð 9-7-7-7-5-5 sinnum = 12-10-12-12-14-14 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið þráðinn og þræðið í gegnum þær lykkjur sem eru eftir, herðið að og festið þráðinn vel. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið við miðju aftan á legg, heklið í kringum kantinn með DROPS Fabel með heklunál 3 þannig: UMFERÐ 1: * 1 fastalykkja, 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjuboga frá fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* og endið með 4 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. UMFERÐ 3: * 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* í hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn og endið með 1 loftlykkju og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Klippið og festið þráðinn. Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum fyrstu loftlykkjuboga. Hnýtið slaufu í hlið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chicktochicksocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-552
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.